Morgunblaðið - 28.01.2003, Side 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 45
ÍSLAND mætir Ungverjalandi á Laugardalsvell-
inum í fyrsta leik sínum í undanriðli Evrópumóts
kvennalandsliða í knattspyrnu þann 14. júní í
sumar. Íslenska liðið leikur fimm leiki af átta á
þessu ári, tvo á heimavelli en þrjá á útivöllum.
Þann 9. ágúst verður leikið við Rússa ytra og 8.
september spilar íslenska liðið í Frakklandi. Síð-
an taka við tveir leikir gegn Pólverjum, á Laugar-
dalsvellinum 13. september og í Pólland 27. sept-
ember.
Þrír síðustu leikirnir fara fram á árinu 2004 en
það eru útileikur gegn Ungverjalandi og loks
heimaleikirnir við Frakka og Rússa.
Fyrsti leikur ársins verður vináttulandsleikur
gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna í Charles-
ton þann 16. febrúar þannig að kvennalandsliðið
leikur að minnsta kosti sex leiki á þessu ári.
Byrjað gegn
Ungverjum í
LaugardalÞAÐ stefnir í Íslendingaslag á Britannia-
leikvanginum í Stoke 15. eða 16. febrúar. Stoke
City dróst gegn Chelsea í 16 liða úrslitum ensku
bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær og það eru
því líkur á að fjórir Íslendingar taki þátt í leikn-
um. Brynjar Björn Gunnarsson, Bjarni Guð-
jónsson og Pétur Marteinsson með Stoke og Eið-
ur Smári Guðjohnsen í fremstu víglínu hjá
Chelsea.
Mikil ánægja ríkir í herbúðum Stoke með
væntanlega heimsókn Chelsea og reiknað er með
að uppselt verði á leikinn en völlurinn rúmar 28
þúsund manns.
John Rudge, yfirmaður knattspyrnumála hjá
Stoke, sagði í gær að þetta hefði einmitt verið
draumur allra hjá félaginu, Chelsea væri eitt af
stóru liðunum sem gaman væri að fá í heimsókn.
„Við sáum styrk Chelsea gegn Shrewsbury um
helgina, liðið afgreiddi þann leik á mjög fag-
mannlegan hátt. Þetta verður mikið próf fyrir
okkar lið en við fáum mikinn stuðning áhorfenda
og í bikarnum getur allt gerst,“ sagði Rudge.
Tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar, Manchester
United og Arsenal, drógust saman og fer við-
ureign þeirra fram á Old Trafford.
Heiðar Helguson og félagar í Watford þurfa að
sækja heim úrvalsdeildarlið, Blackburn eða
Sunderland.
Liðin sem mætast í 16 liða úrslitunum eru sem
hér segir:
Manchester United – Arsenal
Southampton eða Millwall – Norwich
Cr. Palace eða Liverpool – Gillingham eða Leeds
Wolves – Rochdale
Fulham – Burnley
Stoke City – Chelsea
Blackburn eða Sunderland – Watford
Sheffield United – Walsall
Íslendingaslagur á
Britannia-leikvangi í Stoke
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Brynjar Björn Gunnarsson
mætir Eiði Smára Guð-
johnsen.
DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir
skíðakona er komin til Megeve í
Frakklandi þar sem hún keppir á
Evrópubikarmótum í bruni og risa-
svigi í vikunni. Ekkert varð af
keppni hjá henni í Abetone á Ítalíu í
síðustu viku en þar var mótum sem
hún átti að taka þátt í aflýst vegna
skemmdarverka á skíðamannvirkj-
unum. Útlitið í Frakklandi er reynd-
ar ekki gott vegna snjókomu en
fyrsta mótið er fyrirhugað í dag.
BJÖRN Margeirsson úr Breiða-
bliki hljóp 800 m á 1.54,74 mínútum á
frjálsíþróttamóti innanhúss í Malmö
á sunnudag. Hann hafnaði í fjórða
sæti í hlaupinu. Tími Björns er jafn-
framt annar besti tími Íslendings í
800 m hlaupi innandyra.
ÁTTA sundmenn fra KR tóku þátt
í Lyngby Open sundmótinu um
helgina í Danmörku. Keppt var í 50
metra laug og var fjöldi keppenda í
hverri grein á bilinu 40–70. Meðal
helstu úrslita voru að Eva Hannes-
dóttir varð í öðru sæti í 50 m skrið-
sundi og þriðja sæti í 100 metra
skriðsundi. Eva varð einnig í 3. sæti í
50 og 100 metra flugsundi og 200
metra fjórsundi.
BERGUR Þorsteinsson náði öðru
sæti í 100 og 200 metra baksundi og
þriðja sæti í 50 m baksundi. Gunnar
Örn Ólafsson varð í 4. sæti í 100
metra baksundi. Kristján Jóhannes-
son varð í 5. sæti í 50 og 100 metra
bringusundi. Einar Örn Hannesson
náði 5. sæti í 50 m skriðsundi og 6.
sæti í 50 og 100 m bringusundi.
KÍNA sigraði bandarísku heims-
meistarana, 2:0, á alþjóðlegu móti
kvennalandsliða í knattspyrnu í
Shanghai á sunnudag. Fan Yungjie
og Sun Wen skoruðu mörkin.
HERMANN Maier frá Austurríki
sigraði í gær í risasvigi í heimsbik-
arnum í alpagreinum sem fram fór í
Kitzbühel í heimalandi hans. Þetta
er 42. sigur Maiers í heimsbikarnum
en hinsvegar sá fyrsti frá því hann
slasaðist alvarlega í mótorhjólaslysi
fyrir hálfu öðru ári og var rétt búinn
að missa annan fótinn.
MAIER hóf keppni á ný fyrir að-
eins tveimur vikum og komst mun
fyrr á toppinn á ný en nokkurn óraði
fyrir. „Þetta er einn minn besti sigur
og jafnast á við Ólympíugull og
heimsmeistaratitil. Mér datt aldrei í
hug að ég næði sigri svona fljótt eftir
að ég byrjaði á ný,“ sagði Maier, sem
grét í fyrsta skipti eftir sigur.
ARNAR Steinn Einarsson skoraði
mark Víkings gegn Fylki í Reykja-
víkurmótinu í knattspyrnu í fyrra-
kvöld, ekki Ragnar Hauksson eins
og sagt var í blaðinu í gær.
HAUKAR gerðu sér lítið fyrir og
sigruðu „stóra bróður“ í hafnfirsku
knattspyrnunni, FH, 2:0, í æfingaleik
í Fífunni á sunnudag. Goran Lukic
og Sævar Eyjólfsson gerðu mörkin.
FÓLK
Englendingurinn til að stýra liði til
sigurs í úrvalsdeildinni? Fáir
myndu gráta það.
Það er svo merkilegt að einungis
þrír knattspyrnustjórar hafa hamp-
að meistaratitlinum frá því úrvals-
deildin var sett á laggirnar 1992,
Frakkinn Wenger, tvisvar, Skotinn
Ferguson sjö sinnum og landi hans,
Kenny Dalglish, sem leiddi Black-
burn Rovers alla leið 1995.
Newcastle er hvergi gengið úr
skaftinu í toppbaráttunni. Sveitin
virkar samt ekki jafn þrútin af þreki
og kostum og tvær þær fyrrnefndu.
Það verður því við ramman reip að
draga. Vörnin er heldur ekki nógu
traustvekjandi. Jonathan Woodgate
stykki þar fullskapaður inn. En
framtíðin er Newcastle United. Svo
mikið er víst. Meðalaldur leikmanna
er ekki hár og með tófusprengi eins
og Kieron Dyer, Laurent Robert og
Craig Bellamy innanborðs er
skemmtigildið líka hátt. Svo er það
auðvitað Alan Shearer. Sir Alan,
liggur manni við að segja. Rosaleg-
ur kappi.
Heimavöllurinn þungvægur
Á leið sinni að meistaratitlinum í
fyrra átti Arsenal lygilegu gengi að
fagna á útivelli, tapaði ekki leik.
Þetta ætlar aftur á móti að verða ár
heimavallarins. Arsenal, United og
Newcastle hafa öll unnið ellefu
heimaleiki og aðeins tapað einum.
Tvö fyrrnefndu liðin hafa gert eitt
jafntefli að auki. Newcastle ekkert.
Arsenal er með fimm sigra að heim-
an, United þrjá og Newcastle aðeins
tvo. Svo skemmtilega vill til að
Newcastle á eftir að fá bæði Arsenal
og United í heimsókn á St. James’
Park.
United á eftir að fara á Highbury
líka, auk þess að þurfa að mæta
sterkum heimaliðum eins og South-
ampton, Aston Villa, Tottenham og
Everton.
Arsenal á heldur ekki létt verk
fyrir höndum á ferðum sínum, Liv-
erpool, Blackburn, Aston Villa og
Middlesbrough – sem er eina tap-
lausa lið deildarinnar á heimavelli –
svo dæmi séu tekin.
Þessi þrjú lið verða að teljast lík-
leg til að tryggja sér sæti í Meist-
aradeild Evrópu að ári. Þá er eitt
sæti laust. Baráttan um það mun
væntanlega standa milli Chelsea og
Liverpool, þótt Everton, Southamp-
ton og Tottenham Hotspur komi
einnig til greina.
Landgengnir hvalir
Chelsea var lengi með í toppbar-
áttunni en eftir þrjú töp í síðustu
fjórum leikjum virðist ballið búið.
Chelsea hefur góðu liði á að skipa.
En kannski má yfirfæra lýsinguna á
útherjanum Jesper Grönkjær á liðið
í heild. Ægilegir burðir, kraftur og
hraði. Svo kemur sendingin – upp í
stúku. Hér er ekki verið að gera lít-
ið úr Chelsea-liðinu sem var líklega
sterkari aðilinn bæði gegn Arsenal
og United nú á nýárinu – en tapaði
samt. Það er einmitt vandamálið.
Kannski trúa menn því ekki á
Brúnni að þeir geti orðið meistarar?
Kannski vantar hefðina? Hver veit?
Tímabilið sem gaf fögur fyrirheit
hefur snúist upp í martröð hjá Liv-
erpool. Undanfarin ár hefur liðið
mjakast upp um eitt sæti og þar
sem það hafnaði í öðru sæti á liðnum
vetri sáu menn meistarabikarinn
blasa við. Hann kom síðast á Anfield
1990. Allt gekk þetta líka eins og í
sögu til að byrja með, eftir tólf leiki
var liðið með fjögurra stiga forystu í
efsta sæti. Þá fór allt í vaskinn. Í ell-
efu næstu leikjum vannst ekki svo
mikið sem einn sigur sem er versti
árangur liðsins í heilan mannsaldur.
Leikmenn minntu á landgengna
hvali. Þrifust ekki.
Liverpool komst aftur á sigur-
braut í Southampton en það er ein-
faldlega of seint í rassinn gripið.
Menn eru þó farnir að gæla við aðra
bikarþrennu. Að ýmsu er því að
keppa.
En hvað er að á Anfield? Skýr-
ingin blasir við, er ekki svo? Liðið er
einfaldlega ekki nógu gott. Ekkert
lið hefur líklega úr fleiri mönnum að
moða, vandamálið er bara að margir
þeirra eru engir gæðingar. Sumir
raunar óttalegar truntur.
Vörnin er frábær sem fyrr. Þar
stendur Rauði herinn Arsenal, Man-
chester United og Newcastle klár-
lega framar. Fram á við er aftur á
móti færra um fína drætti. Steven
Gerrard og Michael Owen eru auð-
vitað afburðamenn en þegar þeim
þverr kraftur, eins og á löngum
köflum í vetur, er sóknarleikur Liv-
erpool í molum. Dietmar Hamann
er auðvitað kjölfesta en Liverpool
vantar fleiri skapandi menn til að
létta undir með Owen og Gerrard.
El Hadji Diouf hefur ekki fundið
taktinn, þó eitthvað sé Eyjólfur að
hressast, og Bruno Cheyrou er eng-
in lausn til frambúðar. Danny
Murphy og Milan Baros eru drjúgir
en staðreyndin er sú að Liverpool
þarf alla vega tvo skapandi leik-
menn í hæsta gæðaflokki til viðbót-
ar – jafnvel þó skipta þurfi út fimm
eða sex Cheyrou-um í staðinn.
Skellur í tönnum
Alltaf koma lið á óvart í úrvals-
deildinni. Að þessu sinni hefur það
komið í hlut Everton og Southamp-
ton. Þar munar mest um kænsku
knattspyrnustjóranna, David Moy-
es og Gordon Strachan. Tveggja
Skota. Eins og það sé tilviljun.
Hvorugur hefur úr fé að spila – að
minnsta kosti ekki í þeim skilningi
sem stóru félögin leggja í hugtakið
– en með bragðvísi og baráttu hefur
þeim tekist að stefna mönnum sín-
um í hæstu hæðir. Maður hefur á
tilfinningunni að leikmenn hrein-
lega þori ekki að leika illa, svo
Strachan eða Moyes sjái til. Fyrr
kyngja þeir tönnum.
Þessir menn eru draumur hins
óbreytta sparkanda – meðalmanns-
ins sem dreymir um að svamla í
sömu tjörn og Henry, Beckham og
Owen, án þess að vera færður á kaf.
Ekki svo að skilja að menn eins
og Antti Niemi, Fabrice Fernandes,
James Beattie og Thomas Gravesen
rísi ekki upp úr meðalmennskunni,
að ekki sé talað um Wayne Rooney.
Hafa menn séð aðrar eins hreyf-
ingar hjá unglingi?
Spyrjið Glenn Roeder
og Jean Tigana
En hvað myndi refur eins og
Moyes til dæmis gera fyrir West
Ham eða Fulham? Þar sem getustig
manna virkar talsvert hærra en hjá
Everton. Hvað eru þessi lið að gera
í botnbaráttunni? Spyrjið Glenn
Roeder og Jean Tigana. Öðru máli
gegnir um West Bromwich Albion.
Þar á bæ eru menn upp til hópa
ekki í úrvalsdeildarklassa. Þeim er
því vorkunn.
Glenn Hoddle er einnig dæmi um
slyngan þjálfara. Hægt og bítandi
er hann að snúa gæfunni Tottenham
Hotspur í vil. Loksins, myndu sumir
segja. Það verk er þó enn á við-
kvæmu stigi.
Loftbrögð bíða þar betri tíma.
Reuters
Það liggur vel á liðsmönnum Manchester United þessa dagana enda gengur þeim allt í haginn.
Wes Brown, Roy Keane og Ryan Giggs fagna hér Diego Forlan eftir sigurmarkið gegn Chelsea.
orri@mbl.is