Morgunblaðið - 28.01.2003, Qupperneq 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
ALLAR þær þjóðir sem Morg-
unblaðið spáði að kæmust í milli-
riðil, nema ein, komust áfram.
Morgunblaðið spáði Grænlend-
ingum fjórða sætinu í B-riðli, en
það voru Katarbúar sem höfnuðu
í því sæti og komust áfram.
Af þeim 16 þjóðum sem kom-
ust áfram eru 10 Evrópuþjóðir
og Katar (Asía) og Egyptaland
(Afríka).
Morgunblaðið spáði Rússum
sigri í C-riðli og Króatíu þriðja
sæti, þannig að þjóðirnar myndu
leika saman í milliriðli. Króatar
tryggði sér fyrsta sætið, Rússar
það þriðja. Þjóðirnar fóru saman
í milliriðil 3.
Morgunblaðið spái Egyptum
þriðja sætinu í D-riðli og Slóven-
um því fjórða. Þjóðirnar höfðu
sætaskipti og Slóvenar leika því í
milliriðli 4, en Egyptar í milliriðli
3.
Fátt á óvart á HM
ÍSLENSKA landsliðið í handknatt-
leik kom upp úr hádegi í gær til
bæjarins Caminha, eftir rúmlega
þriggja tíma ferð í langferðabifreið
frá Viseu. Landslið Katar var með í
för og voru landsliðin í fylgd lög-
reglumanna, sem sáu um að lands-
liðsrúturnar ættu greiða leið.
Caminha er lítill vinalegur
strandbær, þar sem sautján þúsund
íbúar búa. Miðbærinn er byggður
upp á veitingahúsum í litlum þröng-
um götum, en íbúar lifa á þjónustu
við ferðamenn.
Öll hótel bæjarins eru bókuð,
enda ekki á hverjum degi sem fjög-
ur landslið í flokkaíþróttum gera
innrás í bæinn.
Íþróttahúsið í Caminha tekur
2.900 áhorfendur og má reikna með
að færri áhorfendur verði á leikjum
þar en í Viseu, sem var mun stærri
bær og heimamenn léku þar í riðli.
Ísland mætir Pólverjum annað
kvöld kl. 18.30. Leikmenn íslenska
liðsins þekkja vel til Pólverja, en
þeir léku gegn þeim í Farum í
Kaupmannahöfn 10. janúar og
fögnuðu þá öruggum sigri, 29:22.
Á milli jóla og nýárs 2001 fóru Ís-
lendingar til Póllands, án margra
bestu leikmanna sinna, og léku þrjá
leiki. Einn vanns, tveir töpuðust.
Í lögreglufylgd til Caminha
Mér líst vel á andstæðinga okkarí milliriðlum, Rússa og Kró-
ata,“ sagði hornamaðurinn Christ-
ian Hjermind í viðtali við BT í gær.
„Við erum að minnsta kosti lausir
við Frakka. Þetta þýðir þó ekki að
við eigum létta leiki fram undan,
Rússarnir eru jú alltaf Rússar, en
við þekkjum þá vel og vitum hvers
vænta má gegn þeim. Króata vitum
við ekki eins mikið um, en ef marka
má leik þeirra við Argentínu á dög-
unum þá er ljóst að Króatar eru ekki
óvinnandi vígi,“ sagði Hjermind sem
leikur með Rúnari Sigtryggssyni
hjá spænska stórliðinu Ciudad Real.
„Sextán marka tap Rússa fyrir
Frökkum í riðlakeppninni bendir til
þess að veikleikar séu í rússneska
liðinu um þessar mundir. Síðan er
aldrei að vita nema Egyptar geti
eitthvað aðstoðað okkur með því að
gera annaðhvort Rússum eða Króöt-
um skráveifu.“
Torben Winther, landsliðsþjálfari
Dana, telur af og frá að Rússar hafi
tapað viljandi með 16 marka mun
fyrir Frökkum. „Að sjálfsögðu töp-
uðu þeir ekki viljandi því að með
sigri hefðu Rússar tekið með sér tvö
stig í milliriðilinn, það var því eftir
talsverðu að slægjast hjá þeim í
leiknum við Frakka,“ segir Winther.
„Íslandsvinurinn“ Anders Dahl
Nielsen, fyrrverandi landsliðsþjálf-
ari Dana, segist í samtali við BT
vera alveg í skýjunum yfir því að
danska landsliðið mæti Rússum og
Króötum í milliriðlum. „Þetta er al-
veg fullkomið fyrir okkur. Við erum
sterkari en báðar þessar þjóðir á öll-
um sviðum,“ segir Nielsen og þykir
mörgum sem hann taki fulldjúpt í
árina. Hann telur svo ekki vera.
Datt Winther í lukkupottinn?
„Eftir á að hyggja er ég sáttur við
að hafa tapað fyrir Svíum,“ segir
Winther, landsliðsþjálfari Dana.
„Rússa eigum við að vinna, þeir
leika eins og gamalmenni um þessar
mundir. Ég er afar ánægður með að
þurfa ekki að leika við Frakka,“
sagði Winther og er greinilega bú-
inn að jafna sig eftir vonbrigðin á
sunnudaginn þegar „gamlingjarnir“
í sænska landsliðinu tóku hans sveit
í kennslustund.
„Ég þekki vissulega vel til króat-
íska liðsins þótt við höfum ekki
mætt því síðan ég tók við þjálfun
danska landsliðsins,“ segir Winther
sem telur danska landsliðið eiga
góða möguleika á að vinna það kró-
atíska þótt það hafi lagt heimsmeist-
ara Frakka. „Það er alveg ljóst að
hefði ég fengið að velja mér mót-
herja af þeim fjórum liðum sem við
gátum lent á móti þá er alveg öruggt
að ég hefði valið Rússa og Króata,“
segir Winther sem telur engan vafa
leika á að hans menn hafi dottið í
lukkupottinn.
Danir mæta Rússum á morgun í
Rio Maior og Króötum á sama stað á
fimmtudagskvöldið.
Danir prísa sig sæla fyrir að hafa tapað fyrir Svíum á HM
Erum að minnsta
kosti lausir við Frakka
EINS og svo oft áður þá kjósa Danir að líta á björtu hliðarnar. Vissu-
lega svíður þeim að hafa tapað fyrir Svíum í riðlakeppni heims-
meistaramótsins í handknattleik, en því verður ekki breytt og í stað
þess að velta sér upp úr tapinu líta þeir á björtu hliðarnar, úrslitin
hafi engu breytt á leið þeirra að gullverðlaunum á HM. Þeir komust
áfram í milliriðil með tvö stig, það var jú markmiðið, og það sem
betra er; tapið gerði það að verkum að þeir losna við að mæta
heimsmeisturum Frakka í milliriðli keppninnar í Portúgal. Það kem-
ur í hlut Svíanna að leika við heimsmeistarana þar sem þeim er
nauðugur sá kostur að vinna þá til að eiga möguleika á að komast á
Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári.
AP
Jackson Richardson leikstjórnandi Frakka á HM.
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Essodeild:
Vestmannaeyjar: ÍBV - Víkingur .............20
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Kennaraháskóli: ÍS - Selfoss ................19.30
Í KVÖLD
BLAK
1. deild kvenna
Fylkir – KA............................................... 0:3
(5:25, 15:25, 15:25)
Staðan:
KA 12 10 2 23:10 31
Þróttur N. 8 8 0 24:4 24
HK 10 5 5 18:15 18
Nato 10 2 8 11:26 11
Fylkir 11 2 9 8:27 8
Þróttur R. 7 2 5 7:17 7
1. deild karla
Stjarnan – Þróttur R. .............................. 3:1
(25:18, 23:25, 25:12, 25:23)
Hamar – ÍS ............................................... 0:3
(20:25, 14:25, 21:25)
Staðan:
Stjarnan 8 7 1 21:5 21
ÍS 8 6 2 19:8 19
HK 8 5 3 18:10 18
Þróttur R. 9 3 6 12:20 12
Hamar 9 0 9 0:27 0
ÍSHOKKÍ
Skautafélag Akureyrar varð Íslandsmeist-
ari í íshokkí kvenna er liðið vann stórsigur
á Skautafélagi Reykjavíkur í Skautahöll-
inni á Akureyri um helgina, 18:0.
Karlaflokkur:
SA – SR ......................................................7:4
Kenny Corp setti þrjú mörk fyrir SA.
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Toronto – Sacramento ....................... 101:97
Chicago – Houston ............................. 100:98
New York – Phoenix .......................... 106:98
Boston – Orlando.................................. 91:83
Indiana – LA Clippers ..................... 108:101
Dallas – Portland................................ 93:100
Staðan:
Atlantshafsriðill: New Jersey 29/14, Bost-
on 26/18, Philadelphia 23/21, Orlando 23/23,
Washington 21/23, New York 18/24, Miami
15/28.
Miðriðill: Indiana 32/12, Detroit 28/15,
New Orleans 23/21, Milwaukee 21/21
Chicago 17/27, Atlanta 16/28, Toronto 11/
33, Cleveland 8/36.
Miðvesturriðill: Dallas 34/9, San Antonio
28/15, Minnesota 26/18, Utah 25/18, Houst-
on 23/19, Memphis 13/30, Denver 10/33.
Kyrrahafsriðill: Sacramento 32/13, Port-
land 27/15, Phoenix 26/19, Golden State 20/
23, LA Lakers 19/23, Seattle 19/23, LA
Clippers 16/27.
KNATTSPYRNA
Norðurlandsmót
Þór – Leiftur/Dalvík............................... 1:0
Orri Freyr Hjaltalín.
Staðan:
KA 1 1 0 0 10:0 3
Völsungur 1 1 0 0 8:0 3
Þór 1 1 0 0 1:0 3
Leiftur/Dalvík 1 0 0 1 0:1 0
Tindastóll 1 0 0 1 0:8 0
Magni 1 0 0 1 0:10 0
BORÐTENNIS
Dominos-stigamótið
Meistaraflokkur karla:
1. Magnús Árnason, Víkingi
2. Matthías Stephensen, Víkingi
3.–4. Bjarni Bjarnason, Víkingi, og
Óli Páll Geirsson, Víkingi.
Meistaraflokkur kvenna:
1. Halldóra Ólafs, Víkingi
2. Guðrún Björnsdóttir, KR
3.–4. Hulda Pétursdóttir, Nesi,
og Gyða Guðmundsdóttir, Ösp.
1. flokkur karla:
1. Emil Pálsson, Víkingi
2. Halldóra Ólafs, Víkingi
3.–4. Sigurður Herlufsen, Víkingi, og
Magnús K. Magnússon, Víkingi.
1. flokkur kvenna:
1. Gyða Guðmundsdóttir, Ösp
2. Magnea Ólafs, Víkingi
3.–4. Áslaug Reynisdóttir, Ösp,
og Sunna Jónsdóttir, Ösp.
KATRÍN Jónsdóttir hefur gefið Jörundi Áka
Sveinssyni, landsliðsþjálfara kvenna í knatt-
spyrnu, afsvar um að leika með landsliðinu gegn
Bandaríkjunum í Charleston hinn 16. febrúar.
Hún heldur hins vegar enn þeim möguleika opn-
um að leika áfram með meistaraliði Kolbotn í
norsku úrvalsdeildinni í sumar, þó hún hafi til-
kynnt í haust að hún ætlaði að leggja skóna á hill-
una vegna anna í námi.
„Það var hreinlega ekki mögulegt fyrir mig að
fara til Bandaríkjanna vegna námsins. Ég hef átt í
lauslegum viðræðum við Kolbotn að undanförnu
og heyri væntanlega betur í forráðamönnum fé-
lagsins á næstunni. Þeir eru í miklum vandræð-
um, því liðið hefur misst fimm leikmenn frá síð-
asta tímabili. Ég veit ekki enn hvernig þetta fer
en þeir segjast vera tilbúnir til að koma mikið til
móts við mig. En ég tek þessu öllu rólega, sama
hvað gerist verður skólinn alltaf númer eitt hjá
mér,“ sagði Katrín við Morgunblaðið í gær.
Katrín ekki með
í Bandaríkjunum
MARGRÉT Ólafsdóttir, knatt-
spyrnukona úr Breiðabliki,
hefur ákveðið að gefa ekki
kost á sér í kvennalandsliðið
sem mætir Bandaríkjunum í
Charleston 16. febrúar. Jör-
undur Áki Sveinsson valdi
hana í 17 manna æfingahóp
sem hóf undirbúning fyrir leik-
inn síðasta laugardag. Mar-
grét, sem hefur ekkert æft
knattspyrnu í vetur, tilkynnti
Jörundi þessa ákvörðun sína á
laugardaginn.
„Ég er búin að ákveða að
taka mér hvíld frá knattspyrn-
unni í sumar og mér fannst því
ekki rétt að gefa kost á mér í
þennan leik og taka þá sæti frá
öðrum sem vilja fá tækifæri til
að sýna sig og sanna,“ sagði
Margrét við Morgunblaðið í
gær.
„Ég þarf á hvíldinni að
halda, mig skortir sem stendur
þá löngun sem þarf í fótbolt-
ann og það er betra að taka sér
frí og gera eitthvað annað á
meðan. Ég loka hinsvegar eng-
um dyrum og sé til hvað ég
geri að þessu sumri loknu,“
sagði Margrét, sem er leikja-
hæsta landsliðskona Íslands
með 50 A-landsleiki að baki.
Þar með er ljóst að Ísland
fer til leiks gegn bandarísku
heimsmeisturunum án þriggja
burðarása landsliðsins und-
anfarin ár, sem eru þrjár af
fjórum leikjahæstu leik-
mönnum landsliðsins. Katrín
Jónsdóttir verður ekki með
(sjá fréttina til vinstri) og Guð-
laug Jónsdóttir er í barneign-
arfríi.
Margrét gefur
ekki kost á sér
Morgunblaðið/Jim Smart
Margrét Ólafsdóttir