Morgunblaðið - 28.01.2003, Qupperneq 52
Brain Police undirritar samning við Eddu
Hamborgarar
og hávaði
ROKKSVEITIN Brain Police und-
irritaði samning við Eddu – útgáfu
hf. á Hard Rock Café í föstudagshá-
deginu. Hljómsveitin leikur svokall-
að eyðimerkurrokk í anda Queens
of the Stone Age (sem áttu eitt vin-
sælasta lag síðasta árs, „No One
Knows“) og eiga að baki eina breið-
skífu, eina stuttskífu og einhver lög
á safnplötum.
Meðlimir Brain Police settu það
sem skilyrði fyrir undirritun samn-
ingsins að útgáfan byði þeim út að
borða á Hard Rock, samningsatriði
sem útgáfan brást góðfúslega við.
Meðlimum Heilalöggunnar var
að bætast liðsstyrkur í formi hins
öfluga söngvara, Jens Ólafssonar,
og líta félagarnir því björtum aug-
um á komandi átök sem fela í sér
hljóðritun á annarri breiðskífu
sveitarinnar. Stefnt er á hljóðver í
mars og verður platan gefin út á
HITT, sem er undirmerki Eddu.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Liðsmenn Brain Police, saddir og sáttir.
52 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Græni drekinn
(Green Dragon)
Drama
Bandaríkin, 2001. Myndform, VHS. (115
mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn og
handrit: Timothy Linh Bui. Byggt á skáld-
sögu hans og Tony Bui. Aðalhlutverk:
Patrick Swayze, Forest Whitaker, Don
Duong, Hiep Thi Le.
Í ÞESSARI ágætu kvikmynd
Timothy Linh Bui er fjallað um
hlið á Víetnamstríðinu sem ekki
hefur verið ofarlega á baugi í þeim
fjölmörgu myndum sem gerðar
hafa verið um þennan afdrifaríka
viðburð í sögunni.
Sjónum er beint
að þeim þúsund-
um Víetnama sem
flúðu heimaland
sitt og hlutu hæli í
Bandaríkjunum.
Sagan á sér stað í
apríl árið 1975,
um það leyti sem
Saigon féll í hend-
ur Norður-Víetnama og Banda-
ríkjamenn töpuðu stríðinu. Fylgst
er með framvindunni frá sjónar-
hóli víetnamskra flóttamanna sem
fluttir hafa verið í bandarískar
flóttamannabúðir, og dvelja þar í
nokkurs konar millibilsástandi áð-
ur en lengra er haldið, inn í nýtt líf
í nýju landi fjarri heimalandinu.
Höfundar sögunnar eru bræður af
víetnömsku bergi brotnir sem
dvöldust sjálfir í flóttamannabúð-
um af þessu tagi sem börn. Söguna
byggja þeir á frásögnum foreldra
og annarra er upplifðu þá óvissu
að dvelja í stöðluðum herbúðum, á
meðan leið að lokum stríðsins.
Þetta er lágstemmd og vel gerð
kvikmynd, þar sem leitast er við
að varpa ljósi á þær blendnu til-
finningar sem ríkja í búðunum á
þessum örlagaríka tíma. Vönduð
kvikmyndataka og frammistaða
góðra leikara á þar ríkan þátt, og
dregur nokkuð úr brokkgengi
söguframvindunnar sjálfrar. Að-
standendum myndarinnar tekst
best upp þar sem þeir fjalla um
togstreitu föðurlandsástar og
sektarkenndar innra með per-
sónum, sorgar og vonar um betra
líf. Samskiptum flóttamannanna og
fulltrúa bandaríska hersins eru
einnig gerð ágæt skil, einkum í
sambandi hins greindarlega Tai
(Don Duong) og búðarstjórans Jim
Lance (Patrick Swayze). Heiða Jóhannsdóttir
Myndbönd
Ný hlið
á stríði
DV
Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential
þar sem rapparinn EMINEM fer á
kostum í sínu fyrsta hlutverki.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
H.TH útv. Saga. HL MBL
Kvikmyndir.is
Vönduð grínmynd með öllum uppáhaldsstjörnum Bretlands
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.05.
Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com
HJ. MBL
Radio X
Sýnd kl. 8. Síðasta sýning
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B i 14 Forsýnd kl. 10.15.
Yfir 57.000 áhorfendur
Sýnd kl.5.50.
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6 og 10.10.
2 vinsælustu myndir frönsku kvikmyndahátíðarinar
Stranglega bönnuð innan 16 ára
DV
MBL
DVMBL
ÓHT Rás 2
ÁLFABAKKI
ÁLFABAKKI
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6, 8 og 10. B. I. 16.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
KRINGLAN ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6 ísl tal. / Sýnd kl. 4. /
/ /
ÓHT Rás 2
/ /