Morgunblaðið - 28.01.2003, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
BIRGÐIR af kjöti jukust á síðasta
ári þrátt fyrir aukna neyslu. Sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Bænda-
samtakanna jókst sala á kjöti á
árinu um 4,8% en framleiðsla jókst
hins vegar um 8,1%. Framleiðsla á
lambakjöti, svínakjöti og kjúkling-
um var meiri en salan en jafnvægi
var í öðrum kjötgreinum.
Líkt og undanfarin ár jókst sala
á svínakjöti og kjúklingum mest á
síðasta ári. Framleiðslan jókst hins
vegar meira en salan. Á síðustu
fjórum mánuðum ársins var fram-
leiðsla á kjúklingum t.d. um 300
tonnum meiri en salan, en þessi
birgðasöfnun jafngildir tæplega
eins mánaðar sölu. Birgðasöfnun
hefur einnig verið í svínakjöti en
hún er þó minni en í kjúklingum.
Samdrátturinn í sölu á lamba-
kjöti á síðasta ári var 5,1%, sem er
svipaður samdráttur og á árinu
2001. Framleiðsla á lambakjöti var
hins vegar svipuð og árið á undan.
Í fyrra var 30,7% af öllu kjöti sem
neytt var hér á landi lambakjöt en
árið 2000 var þetta hlutfall 36,9%.
Sem kunnugt er var mikil sam-
keppni um sölu á kjöti fyrir jólin
og mikið um verðlækkanir. Þetta
virðist hafa skilað sér í aukinni
sölu því að sala á kjöti í desember
var 16,4% meiri en í desember árið
á undan. Aukningin er í öllum
kjöttegundum, nema hrossakjöti,
sem jafnan selst í mjög litlu
magni. Mesta söluaukningin kom
fram í kjúklingum og lambakjöti.
Hins vegar fór um þriðjungur af
öllum kjúklingum sem framleiddir
voru í desember beint í frysti-
geymslur.
Aukin birgðasöfnun
í kindakjöti
Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Bændasamtakanna,
segir að þegar offramboð verði á
svína- og nautakjöti, sem einkum
sé selt ferskt, og að hluta til á
kjúklingum, lækki verðið og jafn-
vel niður úr öllu valdi. Það þýði að
þessar greinar líði fyrir en um leið
auki það á vandann í kindakjötinu.
Þar fái bændur greitt að hausti og
sölufyrirtækin eigi því erfitt með
að keppa í verði.
„Birgðir af lambakjöti voru
óþarflega miklar síðasta haust og
ég óttast að þær gætu orðið á
bilinu 1.000 til 1.500 tonn fyrir
slátrun næsta haust og jafnvel
meiri ef illa fer. Það er æskilegt að
birgðirnar séu ekki meiri en 300 til
500 tonn fyrir sláturtíð. Við höfum
því umtalsverðar áhyggjur af stöð-
unni en getan er lítil til að bregð-
ast við. Bökin í lambakjötsfram-
leiðslunni eru ekki sérlega breið
og þótt bökin í hinum greinunum
séu sum hver talsvert breið þá er
þó farinn að þynnast í þeim bak-
vöðvinn.“
Framleiðsla á kjöti jókst
um 8,1% en sala um 4,8%
'$"&( (
'$()( ,
!( $"(((
*%$
"
/
.E
G66/
.E
/
.E
B/4/
.E
?7/
.E
#/1 6/
L !
"#
"#
!"#
"
#
!"#
! L
ML
L
ML
L
"#"$%
!$"#
"#
"#
!"#
!"#
L
L
L
L
L
#&''%$
% &'
//5"6/
L % &'
STARFSMENN í svokölluðum kjötrannsóknarhópi
Matvælarannsókna Keldnaholti (Matra) vinna nú að
kerfisbundinni rannsókn á súrsun og gæðum súr-
matar. Eitt markmiðið er að leita leiða til þess að
tryggja meiri og jafnari gæði framleiðslunnar. Þar
gegnir mysan lykilhlutverki en í ljós hefur komið að
gæði mysunnar eru nokkuð breytileg. Ástæðan er
meðal annars ólíkar verkunaraðferðir á skyri, segir
Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og einn
liðsmanna kjöthópsins.
Starfsmenn Matra hafa súrsað slátur, lifrarpylsu,
blóðmör og sviðasultu í pylsugörnum til þess að flýta
vinnsluferlinu og smökkuðu 18 tegundir súrmatar í
gær. Þeirra á meðal voru Irek Klonowski matvæla-
verkfræðingur og Ásbjörn Jónsson matvælafræð-
ingur.
Tíu til fimmtán manns hafa smakkað 18 sýni ein-
um átta sinnum og því lætur nærri að um 120 manns
hafi innbyrt tæplega 150 sýnishorn meðan á rann-
sókninni hefur staðið.
„Með meiri fræðilegri þekkingu á súrsun er hugs-
anlegt að þróa og bæta súrmeti á þann hátt að fram-
boð verði mögulegt allt árið um kring. Auk þess er
mögulegt að súrsa ýmsar aðrar afurðir, til dæmis
kjötpylsur,“ segir Óli Þór.
Liðsmenn kjötrannsóknarhópsins segja súrmat
mikla hollustuvöru og telja hann eiga vel heima í
matarmenningu nútímans. „Kók er ein súrasta mat-
vara sem við innbyrðum, sama gildir um alls kyns
heilsudrykki.“
Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til að ungt
fólk sé lítið fyrir „moðsúran“ (hálfsúran) súrmat,
vilji hafa hann enn súrari, öðruvísi sé hann hrein-
lega vondur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ekki sama mysa og mysa
Ungt fólk/22
FINNA mætti gömlum og úreltum
skipum nýtt hlutverk með því að
nýta þau sem dvalarstaði í landi.
Uppi eru hugmyndir um uppbygg-
ingu tóm-
stundabyggð-
ar á
Hvítanesi í
Kjósarhreppi
með þessum
hætti og er
vinna við
deiliskipulag
þegar hafin.
Landeig-
endur Hvítaness hafa uppi hug-
myndir um að nýta legu landsins að
sjó og er félagið um þessar mundir
að vinna að deiliskipulagi að nýstár-
legri nýrri tækni við tómstunda-
byggð. Björn Kristinsson, prófessor
í verkfræði, er forsvarsmaður land-
eigendanna og segir hann hug-
myndina byggjast á því að skip og
bátar sem séu í þokkalegu ástandi
verði tekin upp á land og þau skorð-
uð þar sem þau fái tengingu við
landkerfi svo sem rafmagn, vatn,
hita og frárennsli. Hann segir þetta
mun umhverfisvænni aðgerð en að
sökkva skipunum í sjó, auk þess
sem honum sé ekki kunnugt um
slíka byggð annars staðar í heim-
inum. Með góðri hönnun og réttri
kynningar- og sölustarfsemi gæti
þetta orðið vinsælt dvalarsvæði,
enda í aðeins 50 kílómetra fjarlægð
eða um 45 mínútna akstur frá
Reykjavík. Ef vel verði að verki
staðið sé líklegt að staðurinn dragi
að sér ferðamenn, auk þess sem
skipabyggð af þessu tagi samræm-
ist vel sögu og menningu þjóð-
arinnar.
Björn segir að öllu þessu verkefni
fylgi nokkur kostnaður og fjárhags-
hliðin þarfnist vandlegrar athug-
unar. Formlegir eigendur skipanna
séu misvel stæðir. Skipin séu einnig
orðin baggi á ýmsum höfnum, sem
gætu viljað greiða nokkurt fé til
þess að losna við þau.
Tillögur
um skipabæ
á Hvítanesi
í Kjós
Gömul skip/29
-$ 6./
>
./?7
0
/6
1)
0
FJÁRFESTING í íslenskum ríkisskulda-
bréfum hefur skilað einum af sjóðum
Kaupthing Bank í Danmörku góðri ávöxt-
un. Sjóðurinn bar hæstu ávöxtun skulda-
bréfasjóða í Danmörku á síðasta ári, eða
18,3%. Má rekja þessa góðu ávöxtun til
gengishækkunar íslensku skuldabréfanna
svo og hækkunar á gengi íslensku krón-
unnar.
Sveiflur krónunnar valda áhyggjum
Peter Fritz Nielsen sjóðsstjóri segir að
þegar vextir hafi verið 9% á Íslandi hafi
fjárfestingar þar verið mjög aðlaðandi en
nú séu vextir álíka háir og í Noregi.
Hann segist ekki eiga von á að áhugi á
íslenskum skuldabréfum verði almennur á
næstunni. Stórir fjárfestar óttist helst
smæð íslenska markaðarins og sveiflur í
gengi íslensku krónunnar. Þá hafi þeir
áhyggjur af möguleikum sínum til að selja
skuldabréfin, þrátt fyrir að þeir hafi stór-
aukist.
Eignir sjóðsins í íslenskum ríkisskulda-
bréfum og húsbréfum eru um 1,5 milljarð-
ar króna.
Kaupthing í Danmörku
Hagnast á
íslenskum
bréfum
Íslensk/14
SUNDLAUG Seltjarnarness er
ódýrasta sundlaugin á suðvestur-
horninu, samkvæmt verðkönnun
Morgunblaðsins. Þar kostar sund-
ferð 30 krónur fyrir barn og 150
krónur fyrir fullorðinn. Aldraðir
greiða 500 krónur fyrir tíu miða kort
í Neslaug, en eldri borgarar fá frían
aðgang í öðrum laugum.
Í Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar er
aðgangseyrir fyrir barn 55 krónur
og 180 krónur fyrir fullorðinn. Þriðja
lægsta barnagjaldið er í Íþróttamið-
stöðinni í Garði eða 90 krónur. Al-
gengasta gjaldið fyrir barn er 100
krónur og 200–220 krónur fyrir full-
orðinn.
Tíu miða kort fyrir börn kostar frá
200 krónum upp í 900 krónur.
Algengasta verð á árskorti er
18.000 krónur. Lægsta gjald fyrir
árskort, 12.000 krónur, er innheimt í
Sundlaug Seltjarnarness. Næst-
ódýrasta árskortið er í Sundlaug
Kópavogs, þar kostar það 14.000 kr.
Ódýrast í
sund á Nesinu
Neslaug/22
♦ ♦ ♦
SEX ára drengur handleggsbrotnaði á
fimm stöðum á annarri hendi í gær þegar
handleggur hans festist í drifskafti drátt-
arvélar í Engidal í Skutulsfirði. Drengur-
inn var með föður sínum að fóðra kindur er
slysið varð. Engin vitni urðu að slysinu.
Pilturinn var fluttur á sjúkrahúsið á Ísa-
firði þar sem hann liggur enn og er líðan
hans eftir atvikum samkvæmt upplýsing-
um frá sjúkrahúsinu. Málið er í rannsókn
hjá lögreglunni á Ísafirði.
Barn festi
handlegg
í drifskafti
♦ ♦ ♦