Morgunblaðið - 23.02.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.02.2003, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kvöldið örlagaríka Næstu daga gerðust hlutirnir hratt eins og yfirleitt er þegar um yfirtökur er að ræða. Tav- eta Investments Limited lagði aðfaranótt fimmtudags, 29. ágúst, fram lokatillögu fyrir stjórn Arcadia Group um yfirtökutilboð í hluta- bréf í Arcadia. Á sama tíma var tilkynning send til Kauphallarinnar í London um tilboðið. Tillagan hljóðaði upp á að Taveta greiddi hlut- höfum Arcadia, öðrum en Baugi, 408 pens fyrir hvern hlut í félaginu. Samkvæmt því var Ar- cadia metið á 772 milljónir punda og virði hlut- ar Baugs í félaginu var því 155 milljónir punda. Tillagan um 408 pensa kauptilboð var lögð fram í kjölfar fundar stjórnar Taveta með stjórn Arcadia en hún var háð nokkrum skil- yrðum. Eitt var að stjórn Arcadia mælti með því við hluthafa félagsins að þeir tækju tilboði Taveta, en slíkt er í samræmi við breskar við- skiptavenjur. Annað skilyrði snéri að ráðstöf- unum gagnvart Baugi sem fólu í sér yfirtöku hlutar Baugs og sölu ákveðinna eigna Arcadia til félagsins. Jafnframt var skilyrði sett um frá- gang fjámögnunar kauptilboðsins. Það sem hins vegar fáir vissu, þar á meðal hvorki Philip Green né Stuart Rose, var að á sama tíma og lokahönd var lögð á tilboðið á skrifstofu Philips Green var framkvæmd húsleit í höfuðstöðvum Baugs Group hf. í Reykjavík af starfsmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Ástæðan fyrir húsleitinni voru ásakanir for- svarsmanns bandaríska heildsölufyrirtækisins Nordica Inc., Jóns Geralds Sullenbergers, um meint auðgunarbrot forstjóra og stjórnarfor- manns Baugs. Ósáttir við þögn Jóns Ásgeirs Þegar Reuters fréttastofan birti á fimmtu- dagsmorgninum frétt um að lögreglan hefði gert húsleit í höfuðstöðvum Baugs á Íslandi hafði Stuart Rose strax samband við Philip Green. Í fyrstu hélt Green að Rose væri að ljúga að sér. Það gæti ekki verið rétt að á sama tíma og hann og Jón Ásgeir hefðu setið ásamt ráðgjöfum við að smíða tilboðið hafi Jón Ásgeir vitað af því að lögreglan væri að gera húsleit í fyrirtæki hans á Íslandi. Á meðan þeir sátu við samningsgerðina hafi sími Jóns Ásgeirs hringt og hann hafi átt langt samtal við Ísland. Green segist hafa spurt hann að því hvort eitthvað væri að en Jón svaraði því neitandi, það væri bara smávandamál heima við – ekkert sem skipti máli. Bæði Green og Rose gagnrýna Jón Ásgeir fyrir það að hafa látið þá frétta þetta í gegnum fjölmiðla og það hafi átt sinn þátt í að Green hafi ekki viljað hafa Baug með í kaup- unum á Arcadia. Eða eins og Stuart Rose orð- aði það í samtali við Morgunblaðið: „það getur verið að þið á Íslandi stundið viðskipti með þessum hætti en svona gerum við ekki í Bret- landi.“ Eitthvað sem skiptir ekki máli! Green segist hafa sagt við lögfræðing Baugs í London þegar hann sá fyrirsagnirnar í dag- blöðum um húsleitina. „Er þetta eitthvað sem skiptir ekki máli? Það er þrennt sem skiptir máli á þessu stigi málsins. Númer eitt áreið- anleiki mannsins sem þú ert að eiga viðskipti með. Hvort sem glæpurinn var framinn eður ei. Númer tvö skaðinn var skeður. Að selja ein- hverjum vörumerki sem liggur undir jafn- þungum ásökunum og raun ber vitni er ekki hægt sama þótt fjármagnið sé fyrir hendi. Í þriðja lagi er þetta ekki eitthvað sem hverfur og mun alltaf fylgja Baugi hér.“ Green segir eftir á að hyggja að það hafi ver- ið fáránlegt af Jóni Ásgeiri að halda að hann gæti tekið þátt í kaupunum eftir þetta. Segir hann jafnframt að ekki komi til greina að selja Baugi nein vörumerki út úr Arcadia líkt og rætt var um á sínum tíma. Eftir að lögreglurannsóknin var gerð opin- ber gekk á ýmsu í samskiptum Íslendinganna og Philips Green. Í Bretlandi er litið á lög- reglurannsóknir sem þessar alvarlegum aug- um og talið nánast öruggt að glæpur hafi verið framinn. Stuart Rose segir að þrátt fyrir að menn hafi rætt saman áfram þá var loku fyrir það skotið að Green gæti haft Baug áfram með í kaupunum þar sem aðilar á breskum fjár- málamarkaði sem og breskir fjölmiðlar, sem oft hafa litið Green hornauga, hefðu aldrei sætt sig við að hann eignaðist stórfyrirtæki á við Ar- cadia með stuðningi Baugs. Skipti þar engu hvort forsvarsmenn Baugs væru saklausir eða sekir. Segir Rose að Green hafi ekki átt aðra kosti í stöðunni en að losa sig við Baug og kaupa þeirra hlut einnig. Sem hann og gerði. Þolinmæði Greens á þrotum Stjórn Arcadia tók sér frest til að íhuga til- boð Green um kaup á öllum hlutum í Arcadia fyrir utan hlut Baugs. Taldi stjórnin að ekki væri hægt að leggja mat á tilboðið fyrr en óvissu varðandi Baug hefði verið aflétt. Miðvikudaginn 4. september eftir marga svefnlausa sólarhringa var þolinmæði Greens á þrotum. Hann barði í borðið og sagði við Jón Ásgeir og félaga: „Þið seljið mér bréfin í Ar- cadia. Að öðrum kosti verður ekkert af við- skiptunum.“ Að sögn Greens var ekkert annað í stöðunni ef af kaupunum átti að verða. Hann vissi sem var að hvorki stjórn Arcadia né breski fjár- málamarkaðurinn myndu samþykkja að Baug- ur væri með í kaupunum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Green að ekki væri hægt að segja til um hvort Baugur hefði getað átt hlut að samningnum þrátt fyrir að lögreglurannsóknin hefði ekki komið upp. Það var eitthvað sem aldrei reyndi á. Hann segir að það hafi einnig háð íslensku aðilunum hvað þeir þekktu lítið til á breskum verslunar- markaði. „Til þess að kaupa jafnstórt fyrirtæki og Arcadia er nauðsynlegt að hafa innlendan aðila með í ráðum. Þar sem Jón Ásgeir var ekki innanbúðarmaður í bresku samfélagi þá þurfti hann að treysta of mikið á ráðgjafa sem ekki kann góðri lukku að stýra. Því það er einu sinni þannig að þú þarft að segja lögfræðingum og fjármálasérfræðingum til. Segja hvað þú vilt í stað þess að þurfa að láta þá segja þér hvað eigi að gera líkt og var í tilviki Baugs í samninga- viðræðunum um Arcadia, að sögn Greens. Reynt að gera hliðarsamning Jón Ásgeir var ekki reiðubúinn til að ganga að þessum afarkostum en Hreiðar Már Sig- urðsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings, sem var í London með Jóni Ásgeiri, fékk Jón Ásgeir til að samþykkja þetta með þeim skilyrðum að gerðir yrðu framvirkir samningar um kaup Baugs á þeim vörumerkjum sem þeir hefðu áhuga á síðar. Ráðgjafar Greens töldu hins vegar mikla annmarka á því að gera slíka fram- virka samninga og niðurstaðan varð sú að til- boðið í Arcadia væri ekki háð skilyrðum varð- andi Baug. Í tilkynningu sem Philip Green sendi frá sér fimmtudaginn 5. september um að Baugur hafi samþykkt sölu á hlut þess í Arcadia kemur fram að ekki sé neinn samningur, samkomulag eða skilningur, formlegur eða óformlegur, af neinu tagi milli Taveta og Baugs sem hafi að einhverju leyti með eignir Arcadia að gera, að því undanskildu að Taveta hafi sagt við Baug að ef félagið geri tilboð og það tilboð gangi eft- ir, muni það upplýsa Baug þegar búið sé að skilja vörumerkin, sem voru tilefni samninga- viðræðna, frá öðrum rekstri Arcadia Group og að það verði tilbúið á þeim tíma, án nokkurra skuldbindinga eða fyrirfram gerðra gjörninga, að ræða við Baug. Því er bætt við að Taveta staðfesti auk þess að ef félagið ákveði innan árs að selja einhverja af umræddum eignum, „muni það gera það með þeim hætti að aðilum gefist tækifæri til að bjóða í þær eignir“ eins og segir í tilkynning- unni. Fjármögnunin tók Taveta 19 mínútur Daginn eftir ákvað stjórn Arcadia að mæla með tilboði Philips Green við hluthafa Arcadia og um miðjan október sl. var Green kominn með 89,7% hlutafjár í Arcadia. Alls mun Green greiða um 857 milljónir punda fyrir Arcadia að teknu tilliti til greiðslu á aukaarði sem kemur til greiðslu nú í febrúar til hluthafa sem skráðir voru í hluthafaskrá félagsins 20. september 2002 og kaupréttarsamningum. Í tilkynningu Baugs til Kauphallar Íslands 6. september 2002 kemur fram að Taveta Investments kaupi 20,1% hlut Baugs Group í Arcadia plc upp á 408 pens á hvern hlut eða um 21 milljarð íslenskra króna. „Ljóst er að ávinningur Baugs Group af væntanlegri sölu er mikill. Bókfært verð hlut- arins var 11,6 milljarðar kr. í lok maí sl. Hlut- deildarhagnaður er um 0,7 milljarðar kr. á tímabilinu júní–ágúst. Þá hefur mikill kostn- aður fallið til vegna undirbúnings við sameig- inlegt tilboð Baugs Group og Taveta Invest- ments. Má því áætla að hagnaður félagsins vegna sölu bréfanna verði um 8 milljarðar kr. eftir skatta og annan kostnað sem bókfærist á þriðja ársfjórðungi. Baugur Group hefur fært tveggja milljarða kr. hagnað í hlutdeildaraðferð frá því að bréfin voru keypt í Arcadia. Skuldir vegna bréfanna eru um 3,6 milljarð- ar kr. og því mun lausafjárstaða Baugs Group styrkjast verulega eða um 18 milljarða kr. Fé- lagið hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig þessum fjármunum verður varið á annan hátt en þann að efla félagið enn frekar í sókn á er- lendum vettvangi,“ sagði í tilkynningu Baugs. Í samtali við Morgunblaðið sagði Philip Green að forsvarsmenn Baugs geti ekki annað en verið sáttir við þessa niðurstöðu: „Ég gerði Jón Ásgeir að ríkum manni. Hvað getur hann beðið um meira.“ Fjármögnun kaupanna reyndist Taveta, fé- lagi Greens, auðveld og tók það hann 19 mín- útur að afla þess fjár sem til þurfti. Lýsir það best stöðu hans á breskum markaði að bæði að- albankastjóri HBOS og yfirmaður Merril Lynch í London komu að gerð samningsins og nú þurfti enga áreiðanleikakönnun um að við- komandi gæti staðið við fjármögnunina líkt og Baugur þurfti að sýna fram á og ekki dugði til. Átján mánaða tilraunum Baugs til að eignast Arcadia lauk án þess að kaupin yrðu að veru- leika. En engu að síður var brotið blað í ís- lenskri viðskiptasögu sem skilaði Baugi sölu- hagnaði upp á 7,4 milljarða króna samkvæmt níu mánaða uppgjöri félagsins sem var birt nú í janúar. Söluhagnaðurinn lagði grunn að 8,8 milljarða hagnaði Baugs, sem er mesti hagn- aður sem íslenskt félag hefur skilað hluthöfum sínum. Baugur er hvergi nærri hættur viðskiptum á breskum markaði og í frétt sem birtist nýverið í Daily Telegraph kemur fram að félagið sé bú- ið að fjárfesta fyrir 50 milljónir punda, rúmlega 6,2 milljarða íslenskra króna, í breska versl- unargeiranum frá því í haust. Því þrátt fyrir að Baugur hafi verið óþekkt stærð í Bretlandi fyrir tveimur árum er félagið það ekki lengur og vel fylgst með viðskiptum þess. Hvort félagið á eftir að gera aðra tilraun til að eignast aftur jafnstóran aðila og Arcadia er ekki hægt að segja til um en eitt er víst að stjórnendur Baugs eru reynslunni ríkari og hagnaður Baugs mikill. Aftur á móti hefur þessi söluhagnaður haft lítil áhrif á verðþróun hlutabréfa í Baugi en rekstur félagsins á Ís- landi er að sögn forstjóra félagsins óviðunandi. Tæplega 300 milljóna tap varð á rekstri Baugs Ísland og um 890 milljóna tap hjá Baugi USA, samkvæmt níu mánaða uppgjöri félagsins sem var kynnt í janúar sl. EFTIR STENDUR AÐ HAGNAÐUR BAUGS AF SÖLU Á 20,1% HLUT Í ARCADIA NAM 7,4 MILLJÖRÐUM KRÓNA. guna@mbl.is STUART Rose, forstjóri ArcadiaGroup, er meðal þeirra semkomu mjög að samninga-viðræðum Baugs við Arcadia.Rose kom fyrst að Arcadia keðjunni snemma á tíunda áratugnum eft- ir sameiningu Burton og Debenhams. Eftir að fyrirtækinu var skipt upp aftur í tvö sjálfstæð fyrirtæki, Debenhams og Arcadia, sagði Rose skilið við samstæðuna enda ekki sáttur við sundr- unina. Á sama tíma bætti Ar- cadia enn við fleiri vöru- merkjum og varð rekst- urinn að sögn Rose of flókinn og komu upp ýmis vandamál. Það var síðan í nóv- ember 2000 að Stuart Rose var ráðinn for- stjóri Arcadia og starfaði sem slíkur þar til um miðjan desember síðastliðinn. En Rose fór ekki með tvær hendur tóm- ar frá Arcadia því samkvæmt Financial Times gekk hann út með 25 milljónir punda, sem svarar rúmlega 3,1 milljarði íslenskra króna, vegna kaupréttarsamn- inga sem hann gerði við Arcadia þegar hann var ráðinn forstjóri félagsins. Það er því ekki að undra að Philip Green hafi sungið lagið „Ef ég væri ríkur“ úr Fiðlaranum á þakinu fyrir Stuart Rose þegar ljóst var að samning- urinn um kaup Taveta, félags í eigu Phil- ips Greens og fjölskyldu, á Arcadia var í höfn. „EF ÉG VÆRI RÍKUR…“ Stuart Rose
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.