Morgunblaðið - 23.02.2003, Page 22

Morgunblaðið - 23.02.2003, Page 22
22 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚ UM stundir hefureinkavæðing veriðmjög á dagskrá í hinuíslenska samfélagi. Íöllu skrafinu um það efni hefur aldrei heyrst ein einasta rödd sem mælir með einkavæðingu Þjóðminjasafnsins, sem á 140 ára af- mæli á morgun. Ég gæti enda trúað að allflestum þætti slík hugmynd næsta fáránleg. En hvað skyldi það vera sem gerir Þjóðminjasafnið að þessu leyti svo fullkomlega ósnert- anlegt og óumdeilt? „Þjóðminjasafnið er fjöregg okkar, varðveitir „kjarnann“ í okkur sem þjóð. Það varðveitir þjóðararfinn, hús, muni og myndir sem eru sam- eign okkar allra og komandi kyn- slóða. Við sem vinnum hér berum ábyrgð á að varðveita þennan arf til handa komandi kynslóðum. Það er fátæk þjóð sem ekki á sér sögu og minjar um þá sögu. Slíkt hef- ur mikið að segja fyrir sjálfsmynd bæði einstaklinga og þjóðarinnar sem heildar,“ svarar Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður er blaðamaður Morgunblaðsins ræðir við hana um Þjóðminjasafnið í bráða- birgðahúsnæði þess í Garðabæ. „Hvernig verður þjóð til – hver er- um við og hver er bakgrunnur okkar? Þetta eru spurningar sem við ætlum að leitast við að svara á nýrri grunn- sýningu sem opnuð verður í endur- nýjuðu húsi Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu árið 2004. Þetta verður stærsta sýning sinn- ar tegundar sem hér hefur verið sett upp – virðuleg sýning þjóðargersema en jafnframt fersk og „öðruvísi“, henni er ætlað að segja sögu Íslands frá landnámi til dagsins í dag. Þegar við fáum húsið við Suðurgötu afhent í sumar hefst vinna við uppsetningu sýningarinnar. Verið er að móta sýn- inguna og hanna í samstarfi við sænska hönnuði, Codesign í Stokk- hólmi, sem annast verkefnið í kjölfar samkeppni um það sem þeir unnu ár- ið 2000. Þorsteinn Gunnarsson arki- tekt er tengiliður okkar við Svíana.“ Um þessar mundir er af hálfu Þjóðminjasafns einmitt verið að for- verja muni sem valdir hafa verið á nýja grunnsýningu sem standa mun lengur en allar sérsýningar. Þetta er gert í tengslum við 60 ára afmæli lýð- veldisins og 100 ára afmæli heima- stjórnar. „Það er mjög erfitt val, það eru svo margir merkilegir munir í eigu safns- ins,“ segir Margrét. DNA-rannsóknir á jöxlum landnámsmanna Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja hvað Margrét sjálf telji allra merkilegasta grip safnsins ef hún yrði að velja. Hún kemst í mikil vandræði og getur ekki valið en nefn- ir þó að lokum tilneydd Þórs-líkneski sem hún er einmitt með eftirlíkingu af á borði sínu. „Þetta Þórslíkneski er að vissu leyti táknrænt fyrir safnið. Ég held hins vegar upp á fjölda aðra muni safnsins, sem eru margir hreint töfrandi. En vaxtöflurnar úr Viðey standa hjarta mínu nærri – enda er málið mér skylt,“ segir Margrét og teygir sig í bók um uppgröftinn í Við- ey sem hún stýrði meðan hún enn var borgarminjavörður. „Einn ágætur samstarfsmaður minn í Viðey auknefndi mig stundum í gamni Viðeyjarskessuna, mér þótti gaman að nafngiftinni og nú hefur komið í ljós að ég stend kannski und- ir henni,“ segir Margrét. „Þegar ég fór inn á hinn nýja vef Íslendingabók kom í ljós að ég get rakið ættir mínar til Árna Snæbjörnssonar ábóta í Við- ey. Hann fæddist 1440 og dó 1515. Í ætt föður míns, Hallgríms Marinós- sonar, er ég komin af Jóni syni Árna ábóta en móðir mín, Arndís Kristín Sigurbjörnsdóttir, er komin af Ið- unni dóttur þess sama Árna. Ábótinn átti þessi börn ekki með sömu kon- unni og eru nöfn mæðranna ókunn.“ Margrét getur þess jafnframt að nú geti Íslendingar rakið ættir sínar með meira öryggi en áður var unnt til forfeðranna. „Þjóðminjasafnið er einmitt í sam- starfi við Íslenska erfðagreiningu um DNA-rannsókn sem gerð hefur verið á erfðaefni úr jöxlum í höfuðkúpum beinagrinda þeirra sem til eru varð- veittar úr fornum gröfum og áður voru sumar til sýnis í húsi Þjóðminja- safnsins við Suðurgötu. Fornleifar úr heiðnum gröfum, kumlum, eru ein- mitt mjög spennandi ásamt því haugfé sem finnst með beinagrindum landnámsmanna. Beinagrindurnar voru vinsælir sýningargripir. Það spyrja mig margir hvort þær verði ekki aftur til sýnis þegar húsið við Suðurgötu verður opnað aftur – svarið er að þær verða það,“ segir Margrét. Hún bætir við um húsið við Suð- urgötu að fyrsta ríkisstjórn íslenska lýðveldisins 1944 hafi á sínum fyrsta fundi tekið þá ákvörðun að gefa þjóð- inni í „morgungjöf“ hús þetta yfir „fjöregg sitt“ Þjóðminjasafnið. „Svo skemmtilega vill til að einmitt á „demantsafmælinu“, þ.e. á 60 ára afmæli umræddrar „morgungjafar“, verður fyrrnefnd grunnsýning opnuð í endurbættu safnhúsi Þjóðminja- safns með stórbættri aðstöðu. „Íslendingar eiga einstaka, fjöl- breytta og mjög merka sögu. Ísland var eitt síðasta landið sem var numið í Evrópu og ný þjóð varð smám sam- an þar til, seint í veraldarsögunni. Saga okkar er afmörkuð á ákveð- inn hátt, við vitum hvenær hún hefst en jafnframt vitum við nú að Ísland var í vissum skilningi „brautarstöð“ – við áttum alltaf mikil samskipti við umheiminn en vorum ekki einangruð eins og áður var talið. Hver öld á sér sína sögu og sér- kenni, þetta viljum við m.a. varpa ljósi á í hinni nýju grunnsýningu, bæði með aðferðum þjóðminjavörsl- unnar, listfræði, forvörslu, sagn- fræði, fornleifa- og vísindalegum að- ferðum hvers konar, m.a. fyrrnefnd- um DNA-rannsóknum sem gerðar hafa verið í samstarfi Þjóðminjasafns við Íslenska erfðagreiningu. Niður- stöður þessara rannsókna varpa ljósi á erfðaefni þeirra fyrstu Íslendinga sem við varðveitum bein úr. Við get- um séð með þessum aðferðum hvað- an fyrstu Íslendingarnir komu og gaman verður að skoða hvort þær gefi til kynna að fleiri konur hafi komið frá Bretlandseyjum en áður var talið. Kannski hafa menn sem ætluðu að setjast hér að fyrst siglt frá Noregsströndum og tekið í fram- haldi af því með sér konur hingað frá Bretlandseyjum.“ Nýrri grunnsýningu ætlað að vekja umræðu „Það er mjög spennandi að bera saman DNA-raðir úr fyrstu Íslend- ingunum við núlifandi Íslendinga því margar DNA-raðirnar hafa haldist. Með þessum aðferðum og hinum eldri má kannski með fleiri leiðum en áður rekja ættir okkar langleiðina til landnámsmanna. Hægt er einnig að sjá með þessum rannsóknum hvernig við höfum blandast einstaklingum frá öðrum þjóðum. Sú vitneskja getur verið innlegg í nútíma umræðu og stuðlað að meiri skilningi og umburð- arlyndi í okkar nútíma samfélagi. Það er eitt markmiðið með hinni nýju grunnsýningu Þjóðminjasafns að vekja umræðu, sýningar af þessari stærðargráðu eru sjaldgæfar og fjalla um efni sem skiptir máli. Á sýningunni verður rakin að hluta atvinnusaga okkar, byggðasaga, mannlífssaga og saga listsköpunar sem er mjög markverð. Handritið byggist á þjóðminjavörslu í 140 ár, rannsóknum sérfræðinga Þjóðminja- safns og annarra á minjum okkar og sögu. Við munum leitast við að varpa ljósi á almennan aðbúnað og aðstæð- ur almennings á hverjum tíma.“ Hvenær urðu Íslendingar sér með- vitandi um þjóðerni sitt? „Það er stóra spurningin. Við vit- um að hér settust að landnemar frá Þjóðminjasafn Íslands er 140 ára á morgun. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Margréti Hallgrímsdóttur þjóð- minjavörð um fjölþætta starfsemi Þjóðminja- safnsins og stöðu þess í íslensku samfélagi og gluggaði lítillega í sam- antekt um sögu safns- ins. Morgunblaðið/RAX Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður við hökul Jóns Arasonar sem þær Nathalie Jacqueminet og Karen Sigurkarlsdóttir eru að forverja. Líkanið hér að ofan er talið af Þór. Það fannst við bæinn Eyrarland í Eyjafirði 1815 eða 1816. Tveir bæir eru með þessu nafni við fjörðinn en ekki er vitað við hvorn þeirra líkanið fannst. Prédikunarstóll frá Bræðratungu í viðgerð. Fjöreggið og morgungjöf lýðveldisins  Nýjar geymslur byggðar 1998  Ný safnalög og þjóðminja- lög sett 2001  Stefnumótun og efling innra starfs 2000 til 2003  Gagnagrunnur/Sarpur 2000 til 2003  Endurbætt Safnhús 2003  Ný skrifstofuaðstaða í Atvinnudeildarhúsi eftir opnun Safnhúss 2004 Dæmi um uppbygg- ingu Þjóðminja- safns frá 1998

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.