Morgunblaðið - 23.02.2003, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 23
Noregi og ýmsum löndum sem töl-
uðu sín tungumál. Úr þeirri blöndu
verður smám saman til þjóð sem tal-
ar sitt eigið mál, þótt hér hafi jafnan
verið töluð önnur tungumál líka í
gegnum aldirnar. Landamæri Ís-
lands voru líka mismunandi m.a. eft-
ir því hvort við tilheyrðum menning-
arsvæði Norðmanna eða Dana. Saga
Íslendinga er hluti af sögu þeirra og
auðvitað allrar Evrópu. Þetta er
áhugavert fyrir nútíma Íslendinga
að velta fyrir sér – hver erum við og
hver er okkar bakgrunnur?“
Þingvellir einstakir og torfbæirnir í
húsasafni Þjóðminjasafnsins líka
Eigum við Íslendingar merkar
minjar?
„Ég er ekki viss um að Íslendingar
geri sér almennt grein fyrir hve
merkar þær minjar eru sem við eig-
um. Þjóðminjasafnið varðveitir 60
þúsund einstakar minjar, svo sem
hús á 44 stöðum á landinu, listgripi
sem eru einstakir í Evrópu, muni,
þjóðháttaheimildir, forngripi og
tvær milljónir mynda. Um þessar
mundir tekur Þjóðminjasafnið t.d.
þátt í því mikilvæga verkefni að til-
nefna Þingvelli á heimsminjaskrá
UNESCO, og sem formaður sam-
ráðsnefndar um UNESCO-samn-
inginn hef ég verið að benda á hversu
einstakir okkar minjastaðir eru í
heiminum. Þingvellir eru einstakir í
sinni röð og það eru íslensku torfbæ-
irnir líka. Þessar minjar eru að sínu
leyti ekki ómerkari en t.d. pýramíd-
arnir í Egyptalandi.
Við Íslendingar höfum „hlaupið
svo hratt“ á 20. öldinni að við höfum
að mörgu leyti misst sjónar á þessu.
Við þurfum að gera okkur gleggri
grein fyrir því sem við eigum. Á því
byggist okkar sjálfsmynd og þroski.
Þjóðminjasafnið vill standa vörð um
þennan menningararf og þá verk-
kunnáttu og sögu sem fylgir. Það er
hins vegar þungur róður að standa
að þjóðminjavörslu á Íslandi í víðum
skilningi og þarf nokkra hugarfars-
breytingu til þess á ýmsum sviðum.
Mikilvægt er að sjá samhengi nátt-
Á ÞESSU 140 ára af-
mælisári Þjóðminja-
safns er verið að ljúka
mikilli endurbyggingu
safnsins sem hefur
kostað miklar fram-
kvæmdir í húsakosti
þess. Í framhaldi af
því verður sett upp
ný grunnsýning Þjóð-
minjasafns, en sú sem
hún tekur við af hefur
staðið nánast óbreytt
í hálfa öld.
„Við opnun Safn-
húss við Suðurgötu,
eftir viðamiklar end-
urbætur, verður nán-
ast gjörbylting hvað snertir aðstöðu
Þjóðminjasafns,“ sagði Tómas Ingi
Olrich menntamálaráðherra í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Þessi tímamót í sögu safnsins og
endurnýjun á aðstöðu þess eru ekki
síst mikilvæg vegna þess að nú
beinist athyglin mjög að menning-
arsögu Íslendinga. Í þessum efnum
eigum við samleið, Sturla Böðv-
arsson ráðherra ferðamála, og ég,
og höfum ákveðið að taka höndum
saman um að efla menningartengda
ferðaþjónustu, sem Sturla hefur
markað skýra stefnu um. Við telj-
um að það eigi að byggja kynningu
á Íslandi erlendis á því annars veg-
ar að kynna íslenska náttúru og
hins vegar að kynna íslenska menn-
ingu. Hlutverk safnanna í þessu til-
liti verður mjög mikilvægt. Þjóð-
minjasafn er flaggskip þeirra og
með þessari stefnu verður hlutverk
þess því enn mikilvægara en áður
var.
Við Íslendingar eigum marga
gripi frá liðnum tíma en það ein-
kennir þó okkar menningararf að
við eigum hlutfallslega minna af
slíkum þjóðminjum en ýmsar aðrar
þjóðir, t.d. eigum við engar bygg-
ingar frá miðöldum. Þar á móti
kemur að við eigum miklu meira af
rituðum heimildum um miðaldir
heldur en aðrar þjóðir.
Þetta þýðir að þær þjóðminjar
sem til eru hafa meira vægi fyrir
okkur en gerist annars staðar, þar
sem til eru mikil söfn
fornmuna.
Þær gömlu minjar
sem til eru varpa ljósi á
það mannlíf sem hér
þreifst. Við höfum ýms-
ar vísbendingar um að
hér hafi verið mjög ris-
mikið mannlíf sem mik-
ilvægt er fyrir okkur
Íslendinga að fá sem
gleggsta innsýn í. Það
er því þýðingarmikið að
skapa meðal þjóð-
arinnar betri skilning á
menningararfi hennar,
ekki síst með tilliti til
sjálfsmyndar hennar.
Ekki er síður mikilvægt að dýpka
skilning annarra þjóða á menning-
arsögu okkar.“
Hann sagði að samræmdar við-
skiptareglur og heimsvæðing við-
skipta drægju úr sérkennum þjóða,
– en á sama tíma væri menning-
arleg sérstaða einmitt eftirsótt og í
raun viðskiptavara t.d. í ferðaþjón-
ustu.
„Ég hef verið í viðræðum við
Dani um íslenskar þjóðminjar sem
geymdar eru frá gamalli tíð í
dönskum söfnum. Þær viðræður
hafa skilað árangri og þeim verður
haldið áfram. Ég legg áherslu á að
fá gamla og verðmæta íslenska
gripi hingað frá Danmörku á sýn-
ingar, annars vegar í Norður-
bryggjuhúsinu í Kaupmannahöfn á
þessu ári og hins vegar til sýningar
í endurbættu húsnæði Þjóðminja-
safns þegar það verður opnað. Við-
brögðin við þessari málaleitan hafa
verið mjög jákvæð, Danir sjá engar
hömlur á að við getum fengið þessa
gripi lánaða.
Tilgangurinn er að Íslendingar
sjái hvers konar gripir það eru sem
varðveittir eru í dönskum söfnum.
Ég lít svo á að það lögmál gildi
að sýning gripanna eigi að vera þar
sem sagan og menningin tengjast
þeim mest. Langtíma markmið okk-
ar er að fá sem flesta þessa gripi
hingað til lands, en þeim var safnað
áður en Þjóðminjasafn Íslands var
stofnað,“ sagði Tómas Ingi Olrich.
Hlutverk
Þjóðminjasafns
enn mikilvægara
en áður var
Á 140 ára afmæli Þjóðminjasafns segir Tómas Ingi
Olrich menntamálaráðherra m.a. í samtali við
Guðrúnu Guðlaugsdóttur að sér sé ofarlega í huga
þýðing þjóðminja fyrir sjálfsmynd Íslendinga og
kynningu á sögu þeirra erlendis.
Tómas Ingi Olrich
...í skíðaferðina
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I •
4
8
0
1
/ sia
.is
• Um 50 alsælir golfarar eru n‡komnir heim frá Tailandi.
• Jómfrúargolffer›in til Su›ur-Afríku var stórkostleg.
Næstu fer›ir til Su›ur-Afríku fyrirhuga›ar 27. okt. 2003 og 26. jan. 2004.
25. apríl - 4. maí
á manninn, m.v. tvíb‡li geti› fli› flogi› í beinu leigflugi
me› Icelandair til Faro, láti› aka ykkur á fletta
stórglæsilega strandhótel, flar sem fli› gisti› í
flægilegu herbergi me› úts‡ni yfir hafi› í 9 nætur,
spila› ótakmarka› golf í 8 daga á hinum frábæra
Donana golfvelli, bor›a› eins miki› og fli› geti› í
ykkur láti› af glæsilegu morgun- og kvöldver›arhla›-
bor›i og noti› lei›sagnar frábærra, íslenskra
fararstjóra og golfkennara.
Flugvallarskattur er innifalinn í ver›i.
115.010Fyrir a›eins kr.
Uppselt er í flestar golffer›ir okkar í vor en nokkur sæti eru laus til:
Islantilla
Golfdeild Úrvals-Úts‡nar
Hlí›asmára 15, Kópavogi • sími 585 4116 e›a 585 4117
www.urvalutsyn.is • peter@uu.is • signhild@uu.is
2. - 12. apríl
Matalascanas/
Quinta da Marinha
Páskafer› til
Galway á Írlandi
25. apríl. - 4. maí 17. - 21. apríl
fiökkum frábærar vi›tökur - ekki missa af sí›ustu sætunum!
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
02
95
02
/2
00
3
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir