Morgunblaðið - 23.02.2003, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.02.2003, Qupperneq 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BESTU MEÐMÆLIfær okkar „Lykillinn að árangri í okkar rekstri felst í markvissri vörustjórnun. Lausnin tryggir fagleg vinnubrögð. Verkferlar eru vel skilgreindir og afhendingar bæði nákvæmari og hraðari. Nýting vöruhússins er auk þess betri. Þar sem stór hluti af vörum okkar eru dagstimplaðar matvörur skiptir miklu að vita aldur þeirra. Kerfið leiðir okkur alltaf til þeirrar vöru sem á að fara næst út úr húsi. Starfsmenn á lager nota þráðlausar handtölvur við alla vörumeðhöndlun og reikningagerð. Upplýsingarnar eru uppfærðar jafnóðum í Axapta. Lausnin hefur fyllilega staðið undir væntingum okkar og starfsmenn sáu strax ávinning af notkun hennar. Við gefum Axapta okkar bestu meðmæli.“ Sverrir Egill Bergmann framkvæmdastjóri Bergdal ehf., heildverslun Microsoft Business Solutions–Axapta Símon Z. Bahraoui, 30 ára, sölufulltrúi Ég hef farið á þrjú námskeið og er alltaf jafn ánægður. Andrúmsloftið í hópunum hefur verið létt og hvetjandi. Það er gott að vera hluti af samstilltum hóp með svipuð markmið. Oddur Ólafsson, 45 ára, lögreglumaður Námskeiðin eru frábær leið til að koma sér af stað í líkams- þjálfunina. Síðan ég byrjaði í Hreyfingu er ég búinn að léttast um 27 kíló og hef gert þjálfunina af föstum lið í mínu lífi. Egill Örn Einarsson, 32 ára, deildarstjóri Frábær félagsskapur, kraftmikil og markviss þjálfun og góður árangur er það sem mér finnst lýsa námskeiðunum í Hreyfingu best. Góð leið til að koma sér aftur af stað eftir nokkurt hlé. Á FIMMTUDAGINN umbreytist Reykjavík í allt aðra og ævintýralegri borg. „Styttur bæjarins munu loks fá tækifæri til að tjá sig, músíkalskar þvottakonur halda tónleika bæði Ráð- húsinu og Iðnó og hús fullt af tungls- ljósi verður reist í Tjarnarhólmanum – og þetta eru aðeins þrír af um átta- tíu viðburðum sem eiga sér stað út um alla borg á Vetrarhátíð í Reykjavík frá fimmtudegi og fram á sunnudag,“ segir Sif Gunnarsdóttir verkefnis- stjóri viðburða Höfuðborgarstofu. „Margar helstu menningar- og menntastofnanir landsins munu sýna sig í öðru ljósi en venjulega. Borg- arleikhúsið býður að upplifa töfra- heim leikhússins frá sviðinu í stað áhorfendapalla, Íslenska óperan leið- ir gesti um alla króka og kima Gamla bíós og Þjóðleikhúsið og Háskóli Ís- lands ætla að hlæja saman í dag- skránni Er vit í hlátri? Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður mikil fjölskylduhátíð á lokadegi Vetrarhá- tíðar, sunnudaginn 2. mars og er þar í mörg horn að líta. Á sunnudagskvöld- ið verður ein sérstæðasta kvikmynda- sýning sem sést hefur hér á landi þeg- ar Orkuveita Reykjavíkur býður áhugasömum að sjá kvikmyndasýn- ingu á vatnstjaldi í Elliðaárdal rétt við Stöðvarstjórabústaðinn. Þetta er að- eins örlítið brot af því sem verður á boðstólum fyrir Reykvíkinga og gesti borgarinnar þessa hátíðisdaga,“ segir Sif. Hægt er að fræðast meira um dag- skrána á á vefslóðinni www.reykja- vik.is/vetrarhatid. Morgunblaðið/Ásdís „Styttur bæjarins fá mál og þvottakonur halda tónleika,“ segir Sif Gunn- arsdóttir, verkefnisstjóri viðburða á Höfuðborgarstofu. Allt önnur og ævin- týralegri borg Vetrarhátíð í Reykjavík 27.2.–2.3. TVÖ tónlistarnámskeið eru að hefj- ast í Listaháskóla Íslands í mars. Þann 3. mars hefst námskeið þar sem ýmsir möguleikar í rytma-, hreyfileikjum og spuna eru kannað- ir. Lög og textar útfærðir í rytma- verk og einnig unnið með lítið slag- verk og trommur. Kennari Kristín Valsdóttir tónlistarkennari. Nám- skeiðið er opið öllum en hentar vel leikskóla- og tónlistarkennurum. Þá hefst 7. mars námskeið ætlað tónlistarkennurum sem fjallar um notkun tölvutækninnar til tónlistar- kennslu. Æskilegt er að þátttakend- ur hafi grunnþekkingu á tölvuvinnu. Kennarar eru Jón Hrólfur Sigur- jónsson tónlistarkennari og Hilmar Þórðarson tónskáld. Námskeið hjá LHÍ ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 NÁMSKEIÐ Endurmenntunar HÍ um Macbeth eftir Verdi verður næstu tvö mánudagskvöld í sam- starfi við Vinafélag Íslensku óper- unnar. Kennari á námskeiðinu er Gunn- steinn Ólafsson hljómsveitarstjóri. Óperan er sýnd í Íslensku óper- unni um þessar mundir. Aðgöngu- miði er innifalinn í námskeiðsverðinu á sýninguna föstudaginn 7. mars. Námskeið um Macbeth HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/ Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.