Morgunblaðið - 23.02.2003, Qupperneq 31
Sænski organistinn Mattias Wager leikur með Schola cantorum undir
stjórn Harðar Áskelssonar á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 17.
KAMMERKÓR Hallgrímskirkju,
Schola cantorum, heldur tónleika í
kirkjunni í dag undir stjórn Harðar
Áskelssonar. Á efnisskránni eru tvö
verk, Chichester-sálmar Leonards
Bernsteins og Berlínarmessa Arvo
Pärts. Með kórnum leikur sænski
organistinn Mattias Wager á orgel,
en auk hans koma fram í verki Bern-
steins þau Elísabet Waage hörpu-
leikari, Steef van Oosterhout slag-
verksleikari og Ísak Ríkharðsson
sem syngur einsöng, en hann er að-
eins tíu ára gamall.
Drengjasópran, kór, orgel,
harpa og slagverk
Eistneska tónskáldið Arvo Pärt
þarf vart að kynna íslenskum tónlist-
arunnendum, en hann hefur fyrir
löngu skipað sér sess sem eitt
fremsta tónskáld samtímans, ekki
síst í kórtónlist. Berlínarmessa hans,
fyrir kór og hljómsveit og síðar kór
og orgel, var samin árið 1990, og er
flutningur Schola cantorum og
Mattiasar Wager í dag að því er best
vitað frumflutningur á Íslandi. Hinn
bandaríski Leonard Bernstein, höf-
undur hins ódauðlega söngleiks West
Side Story, er einnig vel þekkt
tónskáld og hljómsveitarstjóri.
Chichestersálmar hans voru samdir
árið 1965 fyrir drengjasópran, kór og
sinfóníuhljómsveit, en hljómsveitar-
parturinn var síðar umskrifaður fyrir
orgel, hörpu og slagverk. Hérlendis
hefur verkið verið flutt áður, m.a. af
Hamrahlíðarkórunum og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands, svo og nýverið af
Kammerkór Austurlands í sama
búningi og Schola cantorum flytur
það nú.
Verkin tvö á efnisskránni eru af
mjög ólíkum toga. Organisti tón-
leikanna, Mattias Wager, mun á tón-
leikunum spinna fantasíu um stef úr
báðum verkum á orgel kirkjunnar,
og rekja þannig leiðina frá Berlín til
Chichester, frá Eistlandi til Banda-
ríkjanna. „Ég veit þó ekki hvort það
verður þannig að það hljómi í byrjun
sem Pärt og endi eins og Bernstein,
þó ég notist við stef úr báðum verk-
um. Í raun er þetta ekki ákveðið fyr-
irfram, enda um spuna að ræða. Það
hljómar ef til vill klisjukennt, en mað-
ur finnur það svolítið á augnablikinu
sjálfu hvað það er sem hentar. Stund-
um geturðu hugsað áður um útkom-
una, en svo finnurðu kannski að það
sem þú hafðir ákveðið passar alls
ekki,“ segir Wager í samtali við
Morgunblaðið. Hann segist hafa
fengist nokkuð mikið við spuna af
þessu tagi, þar sem tvö verk eru
tengd saman á tónleikum, stundum
með verk frá mjög ólíkum tímabilum.
„Þetta er afar áhugaverð spunaað-
ferð. Oftar spinnur organistinn í
messu, eða í lok tónleika, en að gera
þetta svona er þriðja leiðin.“
Miklar andstæður
Þetta er í fyrsta sinn sem Wager
tekst á við Berlínarmessuna, en
Chichester-sálmunum segist hann
oft hafa spilað með í áður. „Verkin
tvö eru miklar andstæður. Pärt er
mjög nákvæmur í framsetningu og
gefur ekki mikið svigrúm. Oft er
Berlínarmessan hans mjög einföld í
uppbyggingu og allt að því barnsleg.
Það skapar fegurðina! En það er ekki
verk sem þú túlkar með miklum,
rómantískum tilþrifum. Chichester-
sálmar Bernsteins eru hins vegar á
algjörri útopnu. Það er skemmtilegt
verk að flytja, stundum djassað,
stundum fallegt og allt að því tilfinn-
ingaríkt, en án þess að fara yfir
mörkin.“
Tónleikar Wagers og Schola cant-
orum eru liður í hátíðahöldum vegna
tíu ára afmælis orgelsins í Hallgríms-
kirkju og hefjast þeir kl. 17 í dag.
Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, flytur verk eftir tón-
skáldin Arvo Pärt og Leonard Bernstein á tónleikum sínum í dag.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Leiðin frá Berl-
ín til Chichester
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 31
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
ENSKA ER OKKAR MÁL
Enskunámskeið að hefjast
Talnámskeið: 7 vikur, tvisvar í viku, 5./6. mars.-28./29. apríl
Kennt á mismunandi stigum, frá grunni til framhaldsstigs
Námskeiðin metin hjá flestum stéttarfélögum
Frítt kunnáttumat og ráðgjöf
Við bjóðum einnig upp á enskunámskeið í Bretlandi
Julie Ingham Sandra Eaton John O’ Neill Laura Guerra Sue Gollifer Maxwell Ditta
Hringdu í síma
588 0303
FAXAFENI 8
www.enskuskolinn.is
enskuskolinn@isholf.is