Morgunblaðið - 23.02.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.02.2003, Qupperneq 31
Sænski organistinn Mattias Wager leikur með Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 17. KAMMERKÓR Hallgrímskirkju, Schola cantorum, heldur tónleika í kirkjunni í dag undir stjórn Harðar Áskelssonar. Á efnisskránni eru tvö verk, Chichester-sálmar Leonards Bernsteins og Berlínarmessa Arvo Pärts. Með kórnum leikur sænski organistinn Mattias Wager á orgel, en auk hans koma fram í verki Bern- steins þau Elísabet Waage hörpu- leikari, Steef van Oosterhout slag- verksleikari og Ísak Ríkharðsson sem syngur einsöng, en hann er að- eins tíu ára gamall. Drengjasópran, kór, orgel, harpa og slagverk Eistneska tónskáldið Arvo Pärt þarf vart að kynna íslenskum tónlist- arunnendum, en hann hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt fremsta tónskáld samtímans, ekki síst í kórtónlist. Berlínarmessa hans, fyrir kór og hljómsveit og síðar kór og orgel, var samin árið 1990, og er flutningur Schola cantorum og Mattiasar Wager í dag að því er best vitað frumflutningur á Íslandi. Hinn bandaríski Leonard Bernstein, höf- undur hins ódauðlega söngleiks West Side Story, er einnig vel þekkt tónskáld og hljómsveitarstjóri. Chichestersálmar hans voru samdir árið 1965 fyrir drengjasópran, kór og sinfóníuhljómsveit, en hljómsveitar- parturinn var síðar umskrifaður fyrir orgel, hörpu og slagverk. Hérlendis hefur verkið verið flutt áður, m.a. af Hamrahlíðarkórunum og Sinfóníu- hljómsveit Íslands, svo og nýverið af Kammerkór Austurlands í sama búningi og Schola cantorum flytur það nú. Verkin tvö á efnisskránni eru af mjög ólíkum toga. Organisti tón- leikanna, Mattias Wager, mun á tón- leikunum spinna fantasíu um stef úr báðum verkum á orgel kirkjunnar, og rekja þannig leiðina frá Berlín til Chichester, frá Eistlandi til Banda- ríkjanna. „Ég veit þó ekki hvort það verður þannig að það hljómi í byrjun sem Pärt og endi eins og Bernstein, þó ég notist við stef úr báðum verk- um. Í raun er þetta ekki ákveðið fyr- irfram, enda um spuna að ræða. Það hljómar ef til vill klisjukennt, en mað- ur finnur það svolítið á augnablikinu sjálfu hvað það er sem hentar. Stund- um geturðu hugsað áður um útkom- una, en svo finnurðu kannski að það sem þú hafðir ákveðið passar alls ekki,“ segir Wager í samtali við Morgunblaðið. Hann segist hafa fengist nokkuð mikið við spuna af þessu tagi, þar sem tvö verk eru tengd saman á tónleikum, stundum með verk frá mjög ólíkum tímabilum. „Þetta er afar áhugaverð spunaað- ferð. Oftar spinnur organistinn í messu, eða í lok tónleika, en að gera þetta svona er þriðja leiðin.“ Miklar andstæður Þetta er í fyrsta sinn sem Wager tekst á við Berlínarmessuna, en Chichester-sálmunum segist hann oft hafa spilað með í áður. „Verkin tvö eru miklar andstæður. Pärt er mjög nákvæmur í framsetningu og gefur ekki mikið svigrúm. Oft er Berlínarmessan hans mjög einföld í uppbyggingu og allt að því barnsleg. Það skapar fegurðina! En það er ekki verk sem þú túlkar með miklum, rómantískum tilþrifum. Chichester- sálmar Bernsteins eru hins vegar á algjörri útopnu. Það er skemmtilegt verk að flytja, stundum djassað, stundum fallegt og allt að því tilfinn- ingaríkt, en án þess að fara yfir mörkin.“ Tónleikar Wagers og Schola cant- orum eru liður í hátíðahöldum vegna tíu ára afmælis orgelsins í Hallgríms- kirkju og hefjast þeir kl. 17 í dag. Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, flytur verk eftir tón- skáldin Arvo Pärt og Leonard Bernstein á tónleikum sínum í dag. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leiðin frá Berl- ín til Chichester LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 31 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík ENSKA ER OKKAR MÁL Enskunámskeið að hefjast  Talnámskeið: 7 vikur, tvisvar í viku, 5./6. mars.-28./29. apríl  Kennt á mismunandi stigum, frá grunni til framhaldsstigs  Námskeiðin metin hjá flestum stéttarfélögum  Frítt kunnáttumat og ráðgjöf Við bjóðum einnig upp á enskunámskeið í Bretlandi Julie Ingham Sandra Eaton John O’ Neill Laura Guerra Sue Gollifer Maxwell Ditta Hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@isholf.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.