Morgunblaðið - 23.02.2003, Page 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 37
www.hofdi.is
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Vorum að fá í sölu þetta fallega og vel
rekna gistiheimili sem staðsett er á frá-
bærum stað við smábátahöfnina. Í
húsinu, sem er að mestu endurbyggt,
er m.a. glæsileg þriggja herbergja ris-
íbúð. Í húsinu hefur undanfarin 10 ár
verið rekið glæsilegt 11 herbergja gistiheimili á 1. og 2. hæð
hússins. Sjón er sögu ríkari. Verð 29,9 millj. Áhv. hagstæð
lán. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur sölumaður á
Höfða í síma 565 8000 og gsm 895 3000.
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali
Gistiheimilið Hvammur á Höfn
Opið hús
Kjartansgata 3
3ja herbergja íbúð í kj. ásamt sérinng.
Til sýnis og sölu mjög góð og björt 80 fm, 3ja
herbergja íbúð í kjallara með sérinngangi á þessum vins-
æla stað. Parket og flísar á gólfum.
Verð 10,9 m. Áhv. 4,8 m. góð lán.
Brunabótamat 8,0 m. Eignin getur verið laus og til
afhendingar nú þegar.
Auður verður með heitt á könnunni og tekur
vel á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og
17.00.
Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar,
sími 511 1555.
3ja herb. íbúð við Eyjabakka, Rvík
Höfum til sölu ca 98 fm 3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérgarði og
verönd. Húsið nýstandsett að utan. Áhv. ca 7,8 m. Greiðslubyrði
um 43 þús. á mán. Ekkert greiðslumat. Laus 15. mars nk. Verð
10,5 millj.
3ja herb. íbúð í Sólheimum, Rvík
Íbúð á 7. hæð á þessum vinsæla stað. Frábært útsýni. Mikið
áhv. Verð 12,5 m.
Upplýsingar veitir:
Eignaland ehf., Hlíðasmára 9, Kóp.
Guðmundur Þórðarson hdl. og lögg fastsali.
Símar 568 3040 — 891 6768.
Opin hús í dag
Um er að ræða gott og vel skipulagt
einbýlishús sem er 191 fm, þar af er
bílskúrinn 52 fm. Húsið er 3
herb.+stofa, en mjög auðvelt er að
bæta við 4 herberginu.
Endilega kíkið við í dag til hennar
Hafdísar á milli kl. 14 og 16
og skoðið herlegheitin.
Seljabraut 22
Brattholti 3 - Mosfellsbæ
Þrælgóð 3ja til 4ra herb rúmlega 91
fm íbúð á tveimur hæðum í góðu
fjölbýlishúsi. Ásamt stæði í snyrti-
legri bílgeymslu. Rúmgóð stofa og
svalir í suður. Úr íbúðinni er frábært
útsýni yfir borgina.
Kíktu við og skoðaðu þessa!!!
Hreinn og Guðmunda taka vel á
móti þér og þínum
milli kl. 14:00 og 16:00 í dag.
Verð 11.9m Áhv 8,5 húsbr.
Laugavegur 147
FRÁBÆR FYRSTU KAUP!! Snyrtileg
rúml 53fm 2ja heb íbúð á 2.hæð flí-
salagt baðherbergi með sturtuklefa
og parket á gólfi. Íbúðin er laus til af-
hendingar nú þegar.
Skoðaðu þessa!!! Verð 7,2m áhv
5,3 húsbr. Sigríður tekur á móti
þér og þínum á milli kl 14:00-16:00
Skúlagata 17 - Sími 595 9000
Hlíðarsmári 15 - Kópavogur - Sími 595 9090
holl@holl.is - www.holl.is
Opið virka daga kl. 9-18
laugard. kl. 12-14
ÞAÐ er sannkallað gleðiefni að
sjá hversu öflug náttúruverndar-
baráttan er orðin víðs vegar um
land og náttúruvernd er í eðli sínu
mikið hagsmunamál íslenskra leið-
sögumanna. Á fjölmennum baráttu-
fundi sem haldinn var fyrir
skömmu í Borgarleikhúsi Reykja-
víkur komu saman um 1.600 manns
til að mótmæla virkjanastefnu
stjórnvalda. Þá mættu um 1.000
manns fyrir framan Ráðhús
Reykjavíkur á virkum degi, sem er
einsdæmi, til að mótmæla fyrirhug-
aðri Kárahnjúkavirkjun og hvetja
borgarstjórn til að hafna henni.
Allt ber þetta vitni um öfluga vakn-
ingu meðal þjóðarinnar og aukna
meðvitund um þá náttúruauðlind
sem felst í ósnortnum víðernum.
Þetta er vakning, sem einnig hefur
átt sér stað hjá þjóðum bæði aust-
an hafs og vestan fyrir fáeinum
áratugum meðal annars með þeim
árangri að settir hafa verið á fót
víðfeðmir þjóðgarðar, þar sem fólk
í þúsundatali – og jafnvel hundruð
þúsunda tali – streymir að til að
njóta ósnortinnar náttúru.
Félag leiðsögumanna hefur
alltaf tekið einarða afstöðu
með náttúruvernd
Félag leiðsögumanna hefur í
langan tíma barist fyrir náttúru-
vernd landsins og mótmælt harð-
lega virkjanaframkvæmdum á há-
lendisvíðernum Íslands. Haustið
1998 samþykkti FL einróma eft-
irfarandi ályktun:
„Félagsfundur Félags leiðsögu-
manna, haldinn í Reykjavík 18.11.
1998 leggst eindregið gegn fyrir-
huguðum virkjunum, miðlunarlón-
um og öðrum mannvirkjum sem
þeim fylgja á hálendi Íslands; í
Eyjabökkum, Hafrahvammagljúfr-
um, Þjórsárverum og öðrum há-
lendisperlum. Jafnframt skorar
fundurinn á ríkisstjórn og Alþingi
Íslendinga að láta Fljótsdalsvirkj-
un fara í lögformlegt umhverfis-
mat.“
FL hafnar hugmyndum
um virkjanaþjóðgarð
Á almennum félagsfundi í Félagi
leiðsögumanna sem haldinn var
þriðjudaginn 5. nóv. 2002 var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun:
„Félag leiðsögumanna mótmælir
harðlega hvers konar áformum sem
valda óafturkræfum náttúruspjöll-
um, t.d. virkjanaframkvæmdum,
sem eru andstæð ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan er vaxandi at-
vinnugrein á Íslandi og skilar nú
um 45 milljörðum á ári til þjóð-
arbúsins. Hún byggist á þeirri
ímynd sem kynnt hefur verið á er-
lendri grundu og miklum fjármun-
um hefur verið varið í. Ímynd Ís-
lands sem ferðamannastaðar
grundvallast á fjölbreyttri og ein-
stakri náttúru og víðernum hálend-
isins. Hálendisvíðernin eru einstök
náttúruauðlind og aðför stjórnvalda
að þeim grefur undan ímynd og
trúverðugleika landkynningarinnar
og rýrir vaxtarmöguleika í ferða-
þjónustunni. Stóriðja og náttúru-
vernd fara ekki saman. Við mót-
mælum því að áratuga kynn-
ingarstarf sé skrumskælt á þennan
hátt. Við styðjum hugmynd um
þjóðgarð norðan Vatnajökuls, þjóð-
garð sem stendur undir nafni og
höfnum hugmyndum um virkjana-
þjóðgarð. Við skorum á stjórnvöld
að fórna ekki hagsmunum ört vax-
andi starfsgreinar fyrir stundar-
gróða og hugsanlega hagsmuni
annarra starfsgreina. Við hvetjum
stjórnvöld til að hugsa til framtíðar
á grundvelli nútíðar og þeirra vaxt-
armöguleika sem búa í náttúru-
vernd og virðingu fyrir friðlandi og
alþjóðasáttmálum.“
Kárahnjúkavirkjun =
enginn þjóðgarður!
Umhverfisnefnd FL ítrekar að
sá einstaki möguleiki sem felst í
stofnun þjóðgarðs norðaustan við
Vatnajökul hefur alls ekki verið
metinn að verðleikum. Mat á fórn-
arkostnaði hefur ekki farið fram. Á
Egilsstöðum er alþjóðlegur flug-
völlur og fyrir Evrópubúa gæti það
þýtt um 6–8 stunda ferðalag frá
Evrópu að Snæfelli. Eftir aðeins
dagsferð gætu Evrópubúar verið
staddir inn á hálendi í stærsta
þjóðgarði Evrópu! Þessi möguleiki
var kannski fjarlægur fyrir 20 ár-
um en í dag er hann raunsærri en
risavirkjun og risaálver.
Þjóðgarðar víða um heim eru
dýrmæt tekjulind og dæmi er um
allt að 12 ára bið eftir að heim-
sækja tiltekna staði innan þjóð-
garða í Bandaríkjunum. Eftirspurn
eftir ósnortnum náttúruperlum er
mikil og fer vaxandi. Nágranna-
þjóðir okkar Noregur, Kanada og
Bandaríkin meta slíka auðlind dýru
verði og sýna það í verki og hafa
því hætt við virkjanaframkvæmdir
á viðkvæmum svæðum.
Mikilvægt er að hafa í huga að
samkvæmt alþjóðlegum samþykkt-
um um þjóðgarða getur svæðið
norðan Vatnajökuls aldrei fengið
þennan gæðastimpil ef af virkjun-
aráformum ríkisstjórnarinnar verð-
ur. Svæðið myndi þá flokkast undir
fólkvang sem er í allt öðrum og
lægri gæðaflokki. Með Kára-
hnjúkavirkjun væri hugmyndin um
þjóðgarð því jörðuð og dýrmætur
fjársjóður horfinn að eilífu. Við
hvetjum alla náttúruverndara að
gera hug sinn sýnilegan. Við bend-
um á að það var almenningsálitið
sem breytti viðhorfum stjórnvalda í
Bandaríkjunum gagnvart virkjun-
um á náttúrusvæðum á sínum tíma.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
Við viljum þjóðgarð – ekki Kára-
hnjúkavirkjun.
Fjársjóður
glatast
Eftir Níels R.
Vendelbjerg
„Virkjun
leyfir ekki
alþjóðlega
viður-
kenndan
þjóðgarð.“
Höfundur er leiðsögumaður.
EITT af þeim málum sem
Röskva leggur mesta áherslu á í
Stúdentaráðskosningum að þessu
sinni eru menntamál. Gæði
kennslu eru sameiginlegt hags-
munamál allra stúdenta og jafn-
framt eitt það mikilvægasta. Í því
samkeppnisumhverfi sem Háskóli
Íslands býr við er mikilvægt að sú
menntun sem þar er boðið upp á
sé samkeppnishæf við aðra há-
skóla, innlenda sem erlenda.
Röskva kallar eftir
skýrri menntastefnu
Nýverið sendi Röskva frá sér
áskorun til allra stjórnmálaflokka
þar sem skorað var á þá að móta
sér skýra stefnu í menntamálum
og setja þau mál á oddinn í kom-
andi kosningum. Mikil rekistefna
hefur einkennt stefnu núverandi
yfirvalda menntamála í málefnum
háskóla og því kominn tími til að
þessum mikilvæga málaflokki
verði sinnt betur.
Gæðamat á menntun
Í ljósi samkeppni er mikilvægt
nú sem aldrei fyrr að samræmt
gæðamat eigi sér stað á þeirri
menntun sem er í boði. Röskva
leggur áherslu á að menntamála-
yfirvöld sinni því hlutverki sínu að
gera úttekt á gæði menntunar með
reglubundnu millibili. Sú úttekt er
mælikvarðinn sem við stúdentar
notum til að bera okkar menntun
saman við menntun annars staðar.
Þetta er einnig sá samanburður
sem atvinnulífið horfir á og því
nauðsynlegt fyrir stúdenta að geta
sýnt fram á hvað liggur að baki
prófgráðu þeirra.
Röskva leggur einnig til að hald-
in verði ráðstefna um gæði mennt-
unar við Háskóla Íslands saman-
borið við innlenda og erlenda
háskóla.
Sérstaða Háskóla Íslands
Í dag gerir Háskóli Íslands tvo
samninga við ríkið um fjármögnun
skólans. Annar samningurinn snýr
að kennslu en hinn að rannsókn-
um. Kennsluhlutinn er byggður á
sænsku módeli sem engan veginn
hentar íslenskum aðstæðum. Þar
er lágmarksfjöldi nemenda mun
meiri en tíðkast hérlendis. Þetta
hefur orðið til þess að fámennar
deildir Háskólans standa ekki und-
ir sér og taka þarf fjármagn frá
þeim fjölmennari til að leiðrétta
þetta. Nú stendur yfir endurskoð-
un á kennslusamningnum og
Röskva leggur áherslu á tekið
verði á þessu vandamáli. Háskóli
Íslands er í forystu í rannsóknum
og gerir sérstakan samning við
stjórnvöld um fjármögnun þeirra.
Aðrir skólar á háskólastigi hafa
lýst áhuga sínum á að styrkja
rannsóknir við skólana og gera
sams konar samninga við ríkið.
Leggja þarf þó áherslu á að
tryggð séu gæði þeirra rannsókna
og menntunar sem fé er lagt til.
Það verður að gera með skýrari
löggjöf um skóla á háskólastigi.
Miklu meira …
Röskva leggur mikla áherslu á
menntamál og ber stefnuskrá fylk-
ingarinnar fyrir þessar kosningar
þess skýr merki. Meðal þess sem
lögð er áhersla á að þessu sinni er
efling framhaldsnáms. Aldrei hafa
fleiri háskólamenntaðir verið á at-
vinnuleysisskrá en nú. Því er lík-
legt að hluti þess fólks vilji snúa
aftur til náms til bæta við mennt-
un sína. Mikilvægt er að Háskóli
Íslands geti tekið á móti þessum
hópi með myndarlegum hætti og
boðið upp á öflugt og vandað fram-
haldsnám.
Samkeppnis-
hæfa menntun
Eftir Rakel Dögg
Óskarsdóttur
„Gæði
kennslu eru
sameig-
inlegt hags-
munamál
allra stúdenta og jafn-
framt eitt það mikil-
vægasta.“
Höfundur skipar fjórða sæti á lista
Röskvu til Stúdentaráðs.