Morgunblaðið - 23.02.2003, Page 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 43
✝ Hlöðver Krist-jánsson fæddist
í Reykjavík 11.12.
1925. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 12.2. síðastlið-
inn. Foreldrar
hans voru Kristján
Jónsson, f. 17.3.
1892, d. 15.10.
1964, og Jónína
Guðríður Sigfús-
dóttir, f. 6.11.
1892, d. 8.8. 1970.
Bræður Hlöðvers
sammæðra voru
Árni Jón Jóhannsson, f. 20.7.
1919, d. 12.4. 2002, og Róbert
Jónsson, f. 15.9. 1927, d. 4.3.
1932.
Hlöðver kvæntist 25.1. 1947
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Kristjönu Esther Jónsdóttur, f.
í Reykjavík 5.3. 1927. Þau eiga
níu börn: 1) Binna, f. 1946, gift
Torfa Haraldssyni, f. 1950, börn
þeirra eru Ívar, f. 1977, og Est-
er, f. 1979. 2) Erna, f. 1948, gift
Niels Christian Nielsen, f. 1946.
Börn þeirra eru Ragnhildur, f.
1975, sambýlismaður Hlynur
Gestsson, f. 1971, þau eiga eina
einnig Tinnu, f. 1979, með Ro-
bert Rowden. 6) Bryndís, f.
1960, gift Hákoni Gunnarssyni,
f. 1959. Börn þeirra eru Hlöð-
ver Skúli og Magnús Nói, fædd-
ir 1997. 7) Jón Hrafn, f. 1962, í
sambúð með Elsu Dórótheu
Gísladóttur, f. 1961, og eiga
þau Áróru Veru, f. 2003. 8) Orri
Vignir, f. 1964, kvæntur Helgu
Dagnýju Árnadóttur, f. 1964, og
eiga þau Valdísi Önnu, f. 2000.
8) Hlöðver, f. 1966.
Á æsku- og unglingsárum var
Hlöðver í sveit á Syðri-Rauða-
mel í Snæfells- og Hnappadals-
sýslu hjá þeim systkinum Guð-
mundi, Sæmundi og Guðríði
Halldórsbörnum. Hann varð
meistari í rafvélavirkjun árið
1948 og starfaði hjá Eimskip,
sem rafvélavirki á millilands-
kipum, um 10 ára skeið. Hlöð-
ver var bóndi í Skálmholti í
Flóa 1960–1962 og síðan í Ey II
í Vestur-Landeyjum fram til
ársins 1970 er hann flutti í
Kópavog. Þá hóf hann störf hjá
ÍSAL og starfaði þar óslitið til
ársins 1995, fyrst sem rafvéla-
virki en síðan sem öryggis-
fulltrúi. Hann var trúnaðarmað-
ur rafiðnaðarmanna hjá ÍSAL
1973–1979 og sat í trúnaðarráði
Félags íslenskra rafvirkja.
Útför Hlöðvers fór fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 21. febrúar, í kyrrþey
að ósk hins látna.
dóttur, f. 2003, og
Bryndís, f. 1977. 3)
Róbert, f. 1950,
kvæntur Ingibjörgu
Garðarsdóttur, f.
1952. Börn þeirra
eru: a) Bárður
Steinn, f. 1973, í
sambúð með Ólöfu
Guðbjartsdóttur, f.
1981, þau eiga Elvar
Aron, f. 2002. Bárð-
ur á einnig Róbert
Andra, f. 1995 með
Auði Hörpu Andrés-
dóttur, f. 1977. b)
Garðar Örn, f. 1977,
kvæntur Steinunni Örnu Þor-
steinsdóttur, f. 1977, börn
þeirra eru Þorsteinn Orri, f.
1998, og Þórunn Harpa, f. 2002.
c) Helga, f. 1978. 4) Valþór, f.
1952, kvæntur Guðrúnu Gunn-
arsdóttur, f. 1954. Börn þeirra
eru a) Gunnar Reynir, f. 1975, í
sambúð með Halldóru Guð-
mundsdóttur, f. 1973, sonur
þeirra er Valþór Reynir, f.
2000, b) Vignir Rafn, f. 1978 og
c) Hjalti Björn, f. 1989. 5) Jódís,
f. 1958, gift Einari Ólasyni, f.
1957. Börn þeirra eru Arna, f.
1984, og Orri, f. 1988. Jódís á
Það er vart hægt að segja að
Hlöðver hafi hlotið mikið af ver-
aldlegum gæðum í vöggugjöf.
Hann ólst upp hjá móður sinni sem
var bláfátæk verkakona sem ein
þurfti að ala önn fyrir þremur son-
um sínum og má nærri geta að oft
hafi verið þröngt í búi. Hlöðver
missti ungur Róbert yngri bróður
sinn sem þá var fimm ára gamall,
en sá atburður markaði djúp spor í
sálarlíf hans. Þessi erfiðu uppvaxt-
arskilyrði hafa vafalaust átt sinn
þátt í því að móta skapgerð Hlöð-
vers, sem kom mér þannig fyrir
sjónir að undir hrjúfu yfirborðinu
bjó viðkvæmt og stórt hjarta. Móð-
ur sinni var hann ákaflega góður,
sem marka má af því að eftir að
hann og Esther stofna heimili varð
heimili þeirra hennar samanstaður
þau 20 ár sem hún átti eftir ólifað.
Hún varð börnum þeirra sem önn-
ur móðir og eignaðist stóran sess í
hugum þeirra allra. Hlöðver og
Esther eignuðust 9 mannvænleg
börn, sem hann var ákaflega stolt-
ur af og talaði um hve þakklátur
hann væri fyrir að hafa notið svo
mikils barnaláns. Fyrstu starfsár-
in vann Hlöðver sem rafvélavirki á
millilandaskipum Eimskips og
dvaldist þá langdvölum fjarri
heimilinu. Í kringum 1958 hættir
hann til sjós og um sama leyti
flutti fjölskyldan að Digranesvegi
37 í Kópavogi. Á þessum tíma bjó
ég á Digranesvegi 47 ásamt fjöl-
skyldu minni og kynnist þá Ró-
bert, sem rúmum áratug síðar
varð eiginmaður minn. Ég minnist
sérstaklega leikfanganna, sem
Hlöðver keypti í útlöndum fyrir
strákana sína. Einnig man ég eftir
stórum plastpoka, sem var fullur
af amerískum sleikibrjóstsykri.
Ég fann að ég þurfti bara að brosa
til Estherar til að fá einn úr pok-
anum. Þau hjónin Esther og Hlöð-
ver hafa auðsýnilega ekki verið
hrædd við að gera breytingar á
högum sínum því 1960 taka þau sig
upp og flytja með alla fjölskylduna
í sveit. Þau bjuggu fyrst að Skálm-
holti í Flóa, en síðan í 8 ár í Ey II í
Vestur-Landeyjum. Árið sem þau
fluttu í sveitina fæddist þeim
sjötta barnið og þrjú bættust í
hópinn á næstu sex árum. Sjálf-
sagt var erfitt að framfleyta þess-
ari stóru fjölskyldu og vinnudag-
urinn því oft langur. Eins og títt er
til sveita þurftu allir, sem vettlingi
gátu valdið, að leggja sitt að mörk-
um. Esther og Jónína móðir Hlöð-
vers sáu þá um daglegan rekstur
búsins ásamt eldri börnunum og
Hlöðver vann við rafvirkjun auk
þess sem hann sinnti bústörfunum.
Þrátt fyrir erfiðleika við búskap-
inn var oft glatt á hjalla í sveitinni
og sagði Hlöðver mér eitt sinn að
hann hefði alls ekki viljað missa af
þessari lífsreynslu. Hann sagði
mér líka, meira í gamni en alvöru,
að hefði hann ekki flutt í sveitina
með elstu syni sína tvo hefðu þeir
sennilega aldrei orðið að mönnum.
Eftir dvölina í sveitinni flutti
Hlöðver með fjölskylduna sína í
Kópavog og byggðu þau Esther
sér fallegt hús að Hjallabrekku 35.
Hlöðver hóf þá störf hjá ÍSAL þar
sem hann starfaði þar til hann lét
af störfum rúmlega sjötugur. Við
Róbert bjuggum ásamt börnunum
okkar í 10 ár í Uppsölum í Svíþjóð
og skrifaði Hlöðver okkur stund-
um fréttabréf af fjölskyldunni.
Hann undirritaði bréfin sín alltaf
Ma + Pa. Esther var ávallt efst í
huga hans og auðvelt var að sjá
hvaða tilfinningar hann bar til
hennar þegar hann tók utan um
hana og kallaði hana Eddu sína.
Nú er Hlöðver tengdafaðir minn
horfinn af sjónarsviðinu en fjöl-
skyldan mun geyma minningu
hans um ókomna tíð
Ingibjörg Garðarsdóttir.
Kenndu mér klökkum að gráta
kynntu mér lífið í svip
færðu mér friðsæld í huga
finndu mér leiðir og veg.
Gefðu mér gullin í svefni
gættu að óskum og þrám
minntu á máttinn í sálu
minning er fegurri en tár.
Og sjáðu hvar heiður himinn
handan við þyngstu ský
er dagur sem dugar á ný.
(Sigmundur Ernir.)
Elsku Hlöðver, í dag sá ég þig í
síðasta sinn á þessari jarðvist.
Það er þyngra en tárum taki að
þú skulir vera horfinn á braut frá
okkur.
Minning um yndislegan mann
mun alltaf lifa í hjarta mínu.
Ég veit að við hittumst síðar.
Söknuður minn er mikill.
Guð geymi þig.
Þinn tengdasonur,
Einar.
Mig langar fyrir hönd mína og
sona minna í örfáum orðum að
minnast tengdaföður míns Hlöð-
vers Kristjánssonar, sem nú hefur
kvatt jarðvistina eftir farsælt og
viðburðaríkt lífshlaup. Með brott-
hvarfi hans er stórt skarð rofið í
þann hring sem alla tíð hefur um-
vafið okkur Bryndísi og tvíburana
okkar, Hlöðver Skúla og Magnús
Nóa. Missir Bryndísar er mikill og
drengjanna einnig, þótt þeir hafi
enn varla áttað sig á því að Hlöð-
ver afi sé ekki lengur á meðal okk-
ar. Hann var sem klettur í þeirra
lífi og sýndi þeim endalausa þol-
inmæði og ástúð í hverju sem á
gekk. Okkar foreldranna býður
það hlutverk að halda minningu
hans á lofti í þeirra huga og mun
það ekki reynast erfitt, því af nógu
er að taka. Samverustundirnar
voru ómældar, hvort sem var á
okkar heimili eða í Hjallabrekk-
unni að ógleymdum bestu stund-
unum okkar allra í sælureitnum á
Syðri-Rauðamel. Þar tók Hlöðver
fullan þátt í uppbyggingu á gamla
sveitabænum þar sem hann hafði
sjálfur dvalið allt frá barnsaldri.
Það var sem Hlöðver gengi í end-
urnýjun lífdaga þegar í það verk-
efni var ráðist því fátt var honum
kærara en minningarnar frá
Hnappadalnum.
Einstakt var að fylgjast með hve
hann reyndist Bryndísi vel í
brimsjó krefjandi starfs en þar var
hann ekki eingöngu ráðgjafi, held-
ur ekki síður sá sem stappaði stál-
inu í stelpuna sína á erfiðum
stundum. Ég veit að fyrir það er
hún ævinlega þakklát.
Gæfa Hlöðvers var án efa sam-
búðin við Esther og það afrek sem
þau saman unnu, að koma öllum
börnunum 9 til manns. Með þess-
um fáu orðum vil ég fyrir hönd
okkar feðganna í Grundarhúsun-
um kveðja Hlöðver Kristjánsson
og sendi Esther og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Hákon Gunnarsson.
Elsku afi minn. Þegar ég kom í
heiminn bauðst þú mig velkomna
með átta rauðum rósum. Rósirnar
voru þurrkaðar og geymdar þar til
fyrir þremur árum er þeim var
fleygt. Skrítið að einmitt um það
leyti þá veiktist þú. Í kistunni
þinni liggja nú átta rauðar rósir
sem ég kveð þig með að sinni. Nú
tengja rósirnar okkur aftur sam-
an.
Áfram sömu hlutverk afi, þú
verndarengill og ég afastelpan
sem alltaf er að læra, læra af líf-
inu. Takk fyrir allt elsku afi minn.
Minningum okkar breyti ég í
hjartagull og hjúfra mér að þeim
þar til við hittumst aftur. Ég skal
líta eftir Eddunni þinni.
Þín afastelpa,
Tinna.
Elsku afi minn.
Takk fyrir að hvetja mig…
Takk fyrir að styðja mig…
Takk fyrir allt sem þú gafst
mér…
Takk fyrir að vera mér góð fyr-
irmynd…
Takk fyrir allar minningarnar…
Takk fyrir að vera afi minn…
Takk fyrir allt og allt…
Þinn
Orri.
Elsku afi minn, það er svo
óraunverulegt og sárt að þú sért
farinn frá okkur. En ég veit að
núna líður þér vel og horfir niður
til okkar allra. Takk fyrir allt, það
hefði ekkert verið eins án þín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ég elska þig, þín
Arna.
Þau Esther hittust neðst á Vest-
urgötunni, það sem kallað er núllið
í Reykjavík. Þau voru alla tíð
óskaplega náin og aldrei talað um
þau nema sem Hlölla og Esther.
Líf þeirra og fyrstu barna þeirra
og frændsystkyna minna, Binnu,
Ernu, Róberts og Valþórs, hefur
verið óaðskiljanlegur hluti af mínu
lífi, æskuárin uppfull af góðum
minningum.
Á miðjum aldri fá þau hugdettu
um að flytjast í sveit. Öllu var
pakkað saman í Kópavogi og stefn-
an tekin austur fyrir fjall, fyrst í
Skálmholt og síðan í Ey. Við þessa
flutninga var á tímabili lengra á
milli okkar frændsystkinanna, en
strengirnir rofnuðu aldrei. Hlöð-
ver og Esther höfðu örugglega
meiri tíma hvort fyrir annað því í
barnahópinn bættust Jódís, Bryn-
dís, Jón Hrafn, Orri og Hlöðver.
Þessi frændsystkini ólust upp í
sveitinni og fengu þau örugglega
eitthvað með móðurmjólkinni, þau
virðast jarðbundari en eldri systk-
inin sem ólust upp á á mölinni.
Þegar maður hugsar til áranna
allt frá barnæsku og til dagsins í
dag þá hafa alltaf komið góðir
straumar frá þeim hjónum. Eitt-
hvað hressilegt við Hlölla, hann
var blátt áfram, hreinskilinn og
maður skynjaði alltaf væntum-
þykju og áhuga á því sem maður
var að gera hverju sinni. Þessa
eiginleika notaði hann ríkulega í
umgengni við sína afkomendur,
alltaf að passa uppá velferð þeirra.
Honum leið best þegar fjölskyldan
var öll í kringum hann. Á síðustu
árum var Hlölli mjög upptekinn af
því að rekja ættir sínar og sinna
nánustu. Töluðum við um þá dýrð-
ardaga sem voru að skella á þegar
við gætum farið að gramsa í Ís-
lendingabók. Eitt það fyrsta sem
ég gerði var að athuga okkar
tengsl og viti menn, við vorum
frændur. Nú skilja leiðir, ég þakka
Hlölla frænda fyrir alla vináttuna
og væntumþykjuna og votta
Estheri frænku og öllum frænd-
systkinunum mína samúð.
Úlfar Antonsson.
Með Hlöðveri Kristjánssyni er
genginn góður vinur og samstarfs-
maður. Hlöðveri kynntist ég árið
1990, er ég hóf störf hjá álverinu í
Straumsvík. Þar var mér m.a. falin
ábyrgð á öryggismálum fyrirtæk-
isins og Hlöðver, sem verið hafði
öryggisfulltrúi hjá ISAL um nokk-
urt skeið og áður trúnaðarmaður
rafvirkja, varð minn fyrsti starfs-
maður. Við náðum strax vel saman
og mér fannst gott að geta leitað
til Hlöðvers eftir upplýsingum og
ráðum.
Um þetta leyti gekk reksturinn
erfiðlega; fyrirtækið var rekið með
miklu tapi og deilur af ýmsu tagi
voru nánast daglegt brauð. Hlöð-
ver lét rekstrarerfiðleika ekki
stöðva sig og þótt litlir peningar
væru til tók hann fullan þátt í að
ryðja nýjar brautir í öryggismál-
um. M.a. því, að rétt vinnubrögð
við ýmis störf í verksmiðjunni voru
kvikmynduð og myndböndin voru
notuð til að efla öryggisvitund og
fræðslu í fyrirtækinu. Hlöðver, þá
kominn fast að sjötugu, stóð heilu
dagana með gamla kvikmynda-
tökuvél í kerskálunum og sú mikla
vinna sem fór í kvikmyndagerðina
skilaði augljósum árangri. Segja
má að sá árangur hafi lagt grunn-
inn að Stóriðjuskólanum, sem síð-
ar varð að veruleika.
Auk þess að vera traustur og
áreiðanlegur vinnufélagi varð
Hlöðver fljótlega góður, persónu-
legur vinur. Og þótt átta ár séu lið-
in frá starfslokum hans í Straums-
vík vorum við reglulega í sambandi
eftir þau. Ósjaldan tók ég upp sím-
ann til að heyra í honum og leita
ráða um ýmis mál.
Fjölmörg dæmi mætti nefna um
persónulega vináttu hans í verki,
en þó er mér efst í huga þegar
Hlöðver heimsótti mig alvarlega
veika á sjúkrahús, þar sem nýfædd
dóttir mín lá í lífshættu á vöku-
deild. Hlöðver færði barninu leik-
fang að gjöf, lítið lamb sem skírt
var í höfuðið á Hlöðveri. Stuðn-
ingur þessa níu barna föður var
okkur hjónunum mikils virði og
hans sannfæring um að barnið
okkar næði heilsu. Enda kom það á
daginn, að Hlöðver hafði rétt fyrir
sér, stúlkan náði sér að fullu og
leikfangið góða er slitið.
Hlöðver kom stundum við í
Straumsvík til að spjalla um dag-
inn og veginn og fyrir síðustu jól
boðaði hann komu sína, líkt og svo
oft áður. Þegar hann mætti skynj-
aði ég hvert erindið var og kallaði
því á tvo góða vini hans úr verk-
smiðjunni. Við sátum á skrifstofu
minni yfir kaffi og kökum góða
stund, hlógum saman og spjölluð-
um eins og í gamla daga. Þess á
milli komu dapurlegar þagnir. Vil
skynjuðum öll, að Hlöðver var
kominn til að kveðja, það þurfti
ekki að segja það.
Nú, aðeins fáum vikum síðar,
hefur Hlöðver kvatt fyrir fullt og
allt eftir erfið veikindi. Það er erf-
itt að sjá á eftir góðum vini og
vissulega verður skrítið að geta
ekki hringt í Hlöðver til að heyra í
honum hljóðið og leita ráða.
Fjölskyldu og vinum Hlöðvers
votta ég mína dýpstu samúð og
honum sjálfum þakka ég fyrir vin-
skapinn, stuðninginn og ráðin í
gegnum árin.
Rannveig Rist.
Hlöðver nam rafvélavirkjun og
tók sveinspróf 1948. Hann starfaði
eftir námið hjá Eimskip og var á
fraktskipum. Var bóndi um skeið,
en hóf störf hjá Íslenska álfélaginu
fljótlega eftir að álverið hóf starf-
semi og var þar út starfseril sinn.
Hann varð fljótlega trúnaðarmað-
ur rafiðnaðarmanna hjá álverinu
og var í trúnaðarráði Félags ís-
lenskra rafvirkja. Hann varð síðar
öryggisfulltrúi Íslenska álfélags-
ins og starfaði við það allmörg ár,
eða þar til að hann lét af störfum
70 ára.
Hlöðver tilheyrði þeim hóp
manna, sem er tilbúinn til þess að
leggja sitt af mörkum til þess að
hafa áhrif á og móta sitt starfsum-
hverfi, auk þess að taka þátt í því
að skapa réttlátara samfélag.
Hann var í þeim hóp sem mótaði
Rafiðnaðarsambandið. Starf trún-
aðarmanns á vinnustað er oft á tíð-
um vanþakklátt. Hlöðver fór svo
sem stundum leiðir sem allir voru
ekki sammála um. En það er nú
þannig að ekki komast allir fyrir á
sama punktinum og komast því
einfaldlega ekki hjá því að sjá á
sama hlutinn hver frá sínu sjón-
arhorni og hafa því mismunandi
skoðanir. Oft er sótt að þeim sem
taka að sér hlutverk trúnaðar-
manna og bornar á þá ósanngjarn-
ar sakir. Kemur þá í ljós hversu
heilsteyptir menn eru. Hlöðver
sýndi það oft að hann stóð vel und-
ir sínum skoðunum og naut trausts
félaga sinna. Sannast þar oft þau
ummæli, að hunang jarðneskrar
visku næst ekki úr blómum, heldur
þyrnum.
Ég vil fyrir hönd rafiðnaðar-
manna þakka Hlöðveri fyrir gott
starf í okkar þágu og sendi eig-
inkonu og fjölskyldu hugheilar
samúðaróskir.
Guðmundur Gunnarsson.
HLÖÐVER
KRISTJÁNSSON