Morgunblaðið - 23.02.2003, Side 51

Morgunblaðið - 23.02.2003, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 51 DAGBÓK SÚ var tíðin að Alþjóða- samband bridsblaðamanna efndi til árlegrar heil- ræðakeppni meðal bestu spilara heims, þar sem hug- myndin var að koma á fram- færi einföldum og auð- skildum boðskap sem kæmi að gagni við spilaborðið. Því miður hefur þessi siður ver- ið aflagður, en hluti heilræð- anna hefur komið út á bók (Bridge Tips From The Masters – 1980). Eitt er það heilræði sem dálkahöfundur hefur hvergi séð á prenti: „Ekki dobla með gosann fimmta í trompi!“ Fyrir þessu eru margar ástæður: Ein er sú að sagnhafi er varaður við slæmri legu og það hefur oft afgerandi áhrif á þá leið sem hann velur. Í öðru lagi fer oft lítið fyrir því að vörnin fái slag á slíkt tromp ef sagnhafi getur víxltrompað. Í þriðja lagi er hugsanlegt að sóknin breyti sögninni sér í hag. Það gerðist í þessu spili Flugleiðamótsins: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 95 ♥ ÁD ♦ ÁK106 ♣KD1042 Vestur Austur ♠ 4 ♠ ÁDG632 ♥ G7643 ♥ 8 ♦ DG984 ♦ 753 ♣G5 ♣963 Suður ♠ K1087 ♥ K10952 ♦ 2 ♣Á87 Vbridsest- ur Norður Austur Suður Pass 1 lauf 1 spaði 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass 5 lauf Pass 5 hjörtu Dobl !? Pass Pass 5 grönd Dobl Allir pass Í NS voru Zia Mahmood og Boye Brogeland. Sagnir eru nokkuð blátt áfram fram að fimm laufum Zia í suður, sem hann meinti sem eðilega sögn, en Boye taldi að um fyrirstöðu væri að ræða með hjartaslemmu í huga. Frá hans bæjardyrum séð vantaði því ÁK í spaða og hann hugðist stansa í fimm hjörtum. Sá samn- ingur lekur einn niður. Vörnin fær á spaðaás og eina stungu, og síðan fær vestur þriðja slaginn á gos- ann í lokin. Í slíkum spilum skiptir afskaplega litlu máli hvort samningurinn er dobl- aður eða ekki, því ef sveitar- félagarnir vinna geimsögn sín megin vinnast 12–13 IMPar hvort sem er. En hér varð doblið þess valdandi að Boye breytti í fimm grönd þar sem 11 slagir standa á borðinu. Sóma síns vegna varð vest- ur að dobla þann samning líka. Zia og Boye fengu 870 fyrir spilið í stað þess að tapa 100. Ef gert er ráð fyr- ir að NS fái til dæmis 620 á hinu borðinu þá er gróði Zia og félaga 6 IMPar, en tapið hefði verið 12 IMPar. Doblið kostaði AV því 18 IMPa. Þetta hlýtur að vera gott heilræði. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú stendur óvenju föstum fótum í fortíð þinni og átt því erfitt með að ákveða nokkuð í skyndi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samræður þínar við fólk snú- ast ekki endilega um hagnýta hluti, heldur einkum um framtíðarmarkmið, dag- drauma og langanir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þegar mál geta farið á hvorn veginn sem er verður maður bara að taka sína ákvörðun og láta slag standa. Að hika er sama og að tapa. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Bilanir og tafir í vinnunni valda þér erfiðleikum en þú verður að læra að sætta þig við óhöpp af þessu tagi, þau eru óhjákvæmileg. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það virðist eiga vel við þig að hafa mörg járn í eldinum. Gættu þess þó að þú missir ekki yfirsýn yfir starfið því þá fer botninn úr öllu saman. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki fagurgala annarra villa þér sýn. Farðu heldur varlega og það mun skila þér meiru þegar til lengri tíma er litið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur hleypt í þig mikilli þrjósku en veist raunveru- lega ekki af hverju. Það er í lagi að vera ákveðinn ef ein- hver fótur er fyrir því, annars ekki Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það getur verið erfitt að standast freistinguna þegar löngunin til að eignast eitt- hvað er sterk. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er nauðsynlegt þegar allt stefnir í að þér takist ætl- unarverk þitt að búa sig einn- ig undir vonbrigði því þau geta alltaf átt sér stað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hæfileikar þínir eru ótvíræð- ir og vekja aðdáun annarra og stundum öfund. En um- fram allt skaltu láta hvorugt á þig fá, heldur halda þínu striki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þeir sem leita ráða hjá þér hafa stundum á orði að þú ættir að gerast launaður ráð- gjafi. Líttu á þetta sem hrós og þakklætisvott en haltu þínu striki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það kann að vera að fjár- málin séu þér þyngri í skauti en þú vilt vera láta. Eina lausnin til að komast á réttan kjöl er að horfast í augu við hlutina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Oft getur lítil þúfa velt þungu hlassi og því er nauðsynlegt að kynna sér öll mál út í æsar og sérstaklega að lesa smáa letrið á öllum pappírum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TÁRIN Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Ólöf Sigurðardóttir LJÓÐABROT ÞESSI sagnorð eru al- þekkt í máli okkar, en eru gagnstæðrar merkingar. Bæði OM og hin nýja OE hafa sömu skýringar um merkingar þeirra. Lítum fyrst á so. að eyða. Það er notað í ýmsum merking- um: 1 útrýma, tortíma, eyðileggja. 2 koma í lóg, gera að engu, sóa, nota (illa) > eyða peningum í vitleysu. Sú skýring OM og OE á so. að spara, sem hér á við, er sú, að það er m. a. haft um að eyða litlu, draga við sig í mat og öðru fyrir nauðsynja sakir. Þessi so. komu upp í huga minn, þegar ég heyrði auglýsingu frá banka- stofnun einni, þar sem upphafsorðin voru þessi: Eyddu í sparnað. Var þá verið að hvetja menn til sparnaðar og kaupa á nýj- um verðbréfum í stað bréfa, sem komin voru til innlausnar. En eru þetta ekki öfugmæli, þegar grannt er skoðað og merk- ingin allt önnur en sú, sem væntanlegir kaupendur nýrra verðbréfa áttu að skilja? Auðvitað áttu þeir enn að spara við sig og halda áfram sparnaði sín- um, sú var hin fróma ósk bankans, þótt heldur væri klaufalega komizt að orði að mínum dómi. Við getum svo litið á þau no., sem hér eiga við. Eyðsla merkir samkv. OM og OE (eyð- andi ) notkun, sóun – eyði- legging og sparnaður er haft um það að spara, sparsemi, sparneytni samkv. téðum orðabókum. Þetta orðalag, sem á mörgum erlendum málum mun nefnt slogan, en oft- ast á íslenzku slagorð, sem raunar er danskættað, en einnig vígorð, sem fer ágætlega í máli okkar. Þegar það er athugað nán- ar, sem hér hefur verið nefnt, má öllum vera ljóst, að gætilega þarf að fara við smíði orðasambanda og vígorða. Að sjálfsögðu skilja allir, við hvað er átt með vígorði bankans og trúlega hafa ekki allir hnotið um þetta orðalag. Aftur á móti kemur í ljós, þegar grunnorðin eru skoðuð, að merkingin hef- ur í reynd snúizt við. Sjálf- sagt er að benda lesendum á þetta og þá ekki síður þeim, sem fjalla um aug- lýsingagerð fyrir stofnanir og fyrirtæki. – J.A.J. ORÐABÓKIN Eyða – spara ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 24. febrúar, verður ní- ræður Jón S. Jónsson, sjó- maður frá Flateyri, til heimilis á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Hann tekur á móti gestum í dag, sunnudaginn 23. febrúar, í Gullsmára 13, Kópavogi, milli kl. 15 og 18. 40 ÁRA afmæli. í dag,sunnudaginn 23. febrúar, er fertugur Jónas Erlendsson bóndi og frétta- ritari Morgunblaðsins í Fagradal, Mýrdalshreppi. Laugardaginn 1. mars frá kl. 19 verður Jónas heima og tekur á móti gestum. 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. e4 d6 5. d4 cxd4 6. Rxd4 a6 7. Bd3 Dc7 8. 0-0 Rc6 9. Rxc6 bxc6 10. f4 e5 11. f5 Bb7 12. Bg5 Be7 13. De2 h6 14. Bh4 0-0 15. Hac1 Rh7 16. Bf2 Had8 17. b4 Db8 18. Hb1 Rf6 19. c5 Dc8 20. cxd6 Bxd6 21. Hfc1 c5 22. Ra4 Dd7 23. bxc5 Be7 24. Rc3 Hc8 Staðan kom upp í sterku skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Gíbraltar. Darr- yl Johansen (2.487) hafði hvítt gegn Ian Thompson (2.256). 25. Hxb7! Dxb7 26. Bxa6 Dc6 27. Bxc8 Hxc8 28. Kf1 Bxc5 29. Rd5 Dd6 30. Rxf6+ gxf6 31. Dc4 og svartur gafst upp enda er hann að verða manni undir. Skákdagur fjölskyld- unnar verður í dag, 23. febrúar, að Kjarvals- stöðum. Mikið verður um að vera og má búast við mikilli skemmtun. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 28. febrúar og laugardaginn 1. mars í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda h in n e in i s an ni bó kamarkaður Kópavogi: Smáralind, sími 562 9701. Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð, sími 663 1224. 20. febrúar til 2. mars Opið 10 til 19 Líka um helgar bestu bókakaupin Indversk grænmetismatargerð Námskeið í indverskri grænmetis- matargerð, fæða fyrir sál og líkama Skemmtilegt eitt kvöld 3. mars, 6. mars eða 12. mars frá kl. 18–22.30 með Shabönu, sími 581 1465, 659 3045 og 698 0872. Indversk matargerð í eldhúsinu þínu. Shabana Zaman Ef þú vilt halda veislu þá kem ég á staðinn og sé um matinn Hver einasti hlutur í búðinni með 50% afslætti Húsgögn, ljós, fatnaður og gjafavörur Opið í dag, sunnudag, kl. 13-16. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Okkar árlega rýmingarsala Hef opnað snyrtistofu í Rofabæ 9, Árbæ Pantanir í síma 587 0300 Úrvals þjónusta í boði 20% kynningar afsláttur mán.-fös. kl. 9-18, lau. 10-16 Enskunám í Englandi fyrir 12-15 ára Íslenskir hópstjórar með í för allan tímann. Uppl. hjá Enskuskóla Erlu Ara sími 891 7576 frá kl. 13-17 alla daga. Sjá nánar um starfsemi skólans og myndir frá fyrri ferðum á simnet.is/erlaara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.