Morgunblaðið - 23.02.2003, Page 52
52 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LÁRÉTT
1. Þokkalega líkur einni persónu Tolkiens bæði á
ensku og íslensku. (11)
8. Smölun á fé upp eða niður brekku er tap. (12)
9. Þekkir sál miðlara. (8)
11. Næðingur úr suðri veitir mat. (9)
12. Úlfur í kvenmannsflík. (10)
13. Heitin garga yfir hvert annað. Formælingar. (9)
14. Her sála með þunga? (7)
15. Lítið nafn á landslagi. (6)
17. Fyrirskipa gryfjur sem samgöngumannvirki. (12)
19. Starfi guða verður að rútínu. (8)
21. Frumefni kennt við Disney-persónu? (9)
22. Hestur sem þjáist af sníkjudýrum. (9)
24. Skrúfuð af vonsviknum. (9)
25. Ein rak eftir götu. (6)
26. Þríhyrningur í hljómsveit. (7)
27. Leiksvið Jóns er það sem augu hans sjá. (8)
LÓÐRÉTT
1. Skoða. Var rými fyrir þorp? (11)
2. Svarist auk þess sem skrautmunur. (10)
3. Dýr að kasta jarðvegi. (9)
4. Slangra og skína. (6)
5. Aur turninn er fróðleiksfús. (9)
6. Leyf smekk að verða að fasi. (8)
7. Frussa grikk landsbyggðarmanns yfir. (11)
10. Sefa lúinn í veikindum. (9)
13. Held í hnappa í hjónabandinu. (10)
15. Stuttur eins og stutt píla. (9)
16. Titill manns sem stjórnaði í konungs garði á Ís-
landi? (10)
18. Finna Helíos skrækja að fugli? (10)
19. Kassi undir leikföng Völu Matt? (9)
20. Félaga tjón hjá þeim sem er einn? (7)
23. N.B. lindi fyrir augum tryggir sjónleysi. (7)
1. Hvað heitir höfundur framlags
Íslands til Evróvisjón 2003?
2. Hver leikur á móti Hugh Grant í
Tveggja vikna uppsagnarfresti
(Two Weeks Notice)?
3. Hvaða íslenska kvikmynd verð-
ur sýnd með öðrum skandinav-
ískum myndum um gervöll
Bandaríkin undir yfirskriftinni
Miðnætursólin?
4. Hver stendur fyrir tónleikaröðinni
Fimmtudagsforleikur?
5. Hvenær verður Nói albínói
frumsýnd hér á landi?
6. Hvar stóð yfir tískuvika í liðinni
viku?
7. Um hvaða gítarhetju frá
Seattle-borg í Bandaríkjunum
hefur verið ákveðið að gera
kvikmynd?
8. Hvað er áætlað að mörgum kvik-
myndum sé hlaðið ólöglega nið-
ur af Netinu dag hvern?
9. Hvað heitir myndin sem hlaut
Gullbjörninn á kvikmyndahátíð-
inni í Berlín sem lauk um síð-
ustu helgi?
10. Hver er þessi maður?
1. Hallgrímur Óskarsson 2. Sandra Bullock. 3. Ungfrúin góða og húsið. 4. Hitt húsið. 5. Næst-
komandi föstudag, 28. febrúar 6. Í Lundúnum 7. Jimi Hendrix. 8. 400 þúsund til 600 þúsund
kvikmyndum 9. Í veröld þessari (In The World) e. Bretann Michael Winterbottom 10. Michael
Jackson, áður en hann fór í lýtaaðgerðirnar tvær.
Spurt er Spurningakeppni um efni sem finna má ásíðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu.
LÁRÉTT: 1. Handlama. 5. Snudda. 7. Fiðluleik-
ari. 9. Agúrka. 11. Klór. 12. Múspell. 13. Freta.
14. Kaffitería. 16. Sniðugur. 18. Ökulag. 19.
Keisaravalsinn. 23. Forkelast. 26. Jökulsá. 27.
Laut. 28. Gloría. 29. Gullbrá. 30. Spretta.
LÓÐRÉTT: 1. Hafátt. 2. Neðangreindur. 3. Lauf-
léttur. 4. Alikálfar. 5. Stafkrókur. 6. Dánarmein.
8. Lútsterk. 10. Aflvana. 15. Fallistar. 16.
Sankti. 17. Urðarköttur. 20. Afoka. 21. Alls-
gáður. 22. Nábjargir. 24. Skarlat. 25. Flumbra.
Vinningshafi krossgátu
Linda Leifsdóttir, Barðastöðum 69, 112
Reykjavík. Hún hlýtur í vinning bókina
Dauðarósir, eftir Arnald Indriðason, frá
Vöku-Helgafelli.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Verðlaun eru veitt fyrir
rétta lausn krossgát-
unnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn með nafni
og heimilisfangi ásamt
úrlausninni í umslagi
merktu Krossgáta
Sunnudagsblaðsins,
Morgunblaðið, Kringlan
1, 103 Reykjavík. Skila-
frestur á úrlausn kross-
gátunnar rennur
út fimmtudaginn 27.
febrúar.
Heppinn þátttakandi
hlýtur bók af bóksölu-
lista, sem birtur er í
Morgunblaðinu.
VINNINGUR ER GEFINN AF FÉLAGI ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFANDA.
K r o s s g á t u v e r ð l a u n
HEIMILSFANG
PÓSTFANG
NAFN
Liðamóta-
krem
Verkja- og gigtaráburður
Apótekin
lyfjaverslanirnar
FRÁ
Ótrúlegur
árangur
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda at-
vinnuvegasýningu í og við íþrótta-
miðstöðina í Stykkishólmi dagana
23.–25. maí nk. Það er Efling í Stykk-
ishólmi og atvinnumálanefnd Stykk-
ishólmsbæjar sem standa fyrir sýn-
ingunni. Þetta er í annað skiptið sem
boðið er upp á svona stóra sýningu í
Stykkishólmi. Fyrir fjórum árum
var haldin sýningin „Vesturvegur
1999“. Alls tóku 90 fyrirtæki, stór og
smá, þátt í þeirri sýningu. Aðsóknin
var mjög góð og er talið að 9–10 þús-
und manns hafi sótt sýninguna þá
þrjá daga sem hún stóð yfir.
Sá góði árangur sem fékkst 1999
er hvatinn að sýningunni nú. Sýning-
in „Vesturvegur 2003“ er haldin til
að kynna hvers konar atvinnu, fyr-
irtæki, þjónustuaðila og handverks-
fólk sem eru með starfsemi á eða
selja þjónustu sína á Vesturlandi.
Í íþróttamiðstöðinni í Stykkis-
hólmi verða settir upp sýningarbás-
ar, handverkssvæði og einnig verður
aðstaða fyrir stærri hluti á útisvæði,
s.s. sumarhús, báta, bíla og véla. Á
sýningunni verður bryddað upp á
ýmsum skemmti- og menningarvið-
burðum.
Tilgangur sýningarinnar er að
vekja meiri athygli á atvinnulífi á
svæðinu, styrkja stöðu fyrirtækja og
ekki síst að vekja áhuga aðila utan
svæðisins á að koma og skoða hvað
Vestlendingar hafa upp á að bjóða.
Einnig er markmiðið að Vestlend-
ingar verði sér sjálfir meðvitandi um
þá fjölbreyttu starfsemi sem er á
svæðinu. Reynsla af öðrum sýning-
um á Íslandi og í útlöndum sýnir að
samvinna milli fyrirtækja verður
betri og styrkir þau á marga vegu.
Verkefnisstjóri sýningarinnar er
Nadine Walter og með henni vinnur
þriggja manna stjórn ásamt fram-
kvæmdastjóra Eflingar, Ernu Guð-
mundsdóttir.
Atvinnuvega-
sýning haldin í
Stykkishólmi í vor
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Nadine Walter, verkefnisstjóri „Vesturvegar 2003“, og Erna Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri Eflingar Stykkishólms, fyrir framan íþrótta-
miðstöðina þar sem sýningin mun fara fram í vor.