Morgunblaðið - 23.02.2003, Page 58
58 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HROLLVEKJAN Hring-urinn (The Ring), í leik-stjórn Gores Verbinskis,naut óvæntra vinsælda
vestanhafs síðasta haust og sat lengi
á topp tíu í Bandaríkjunum. Hinn 28
ára gamli Nýsjálendingur Martin
Henderson fer með aðahlutverk í
myndinni auk hinnar áströlsku
Naomi Watts, sem er þekkt fyrir
leik sinn í Mulholland-vegi (Mul-
holland Drive) eftir David Lynch.
Henderson ólst upp í Auckland og
varð þekktur fyrir leik sinn í bæði
áströlskum og nýsjálenskum sjón-
varpsþáttum. Hann hefur einnig
leikið í fjölmörgum kvikmyndum en
á undan Hringnum lék hann í mynd
Johns Woos, Lesið í vindinn (Wind-
talkers).
Hringurinn, sem hefur hlotið góða
dóma, er endurgerð japönsku kvik-
myndarinnar Ringu, sem byggist á
samnefndri skáldsögu eftir Kôji
Suzuki. Myndmálið er ríkt og mikið
lagt upp úr stemmningunni í mynd-
inni, sem fjallar í stuttu máli um
myndband er hefur þau áhrif að
hver sá sem horfir á það deyr eftir
viku. Eða hvað?
Myndbandið hrollvekjandi
„Ég hélt ekki að myndin yrði
svona hrollvekjandi vegna þess að
mörgu af því sem er í lokaútgáfunni
er bætt við af leikstjóranum. Margt
er ekki einu sinni í handritinu. Eins
og myndbandið sjálft, því var aldrei
lýst í handritinu, en mér finnst það
einna mest hrollvekjandi við mynd-
ina,“ segir Henderson og bætir við:
„Það var alltaf búið að gefa í skyn
að myndbandið yrði hrollvekjandi.
Maður varð bara að treysta því að
leikstjórinn gerði eitthvað úr því.
Mér finnst hann hafa lagt mikið í
það en stúdíóið vildi ekki að þetta
yrði of skelfilegt. Það hafði áhyggjur
af því að hræða burt áhorfendur en
leikstjórinn stóð fast við sitt og það
kom svona vel út.“
Henderson vill að kvikmyndir
hreyfi við fólki. „Það er gott að geta
farið á bíómyndir og finna fyrir ein-
hverju, jafnvel þó það sé ótti.“
Hann horfði á upprunalegu mynd-
ina og líkaði vel. „Mér finnst hún
góð. Ótrúlegt hvað var hægt að gera
hana fyrir lítinn pening.“
Kaldhæðinn og vantrúaður
Í Hringnum leikur Henderson
Noah, töffara og fyrrverandi kær-
asta Rachel (Naomi Watts). „Mér
fannst gaman að leika Noah því
hann var kaldhæðni þátturinn í
myndinni. Hann er mjög vantrúaður
á það sem er að gerast. Hann lætur
ekkert á sig fá, sem er gott í mynd,
sem tekur sig frekar alvarlega. Það
hjálpar áhorfendunum að slaka að-
eins á.“
Hvað skyldi Henderson hafa líkað
best varðandi myndina? „Myndin fer
með áhorfendur í ferðalag, um leið
og þeir ákveða að trúa sögunni.
Leikstjóranum, myndatökumann-
inum og í raun öllum sem komu að
myndinni, tókst að skapa nýjan
heim. Stemningin er sérstök með
rigningunni, litunum og birtunni.“
Líka morðsaga
„Mér finnnst líka sérstaklega gott
við myndina að hún líkist á margan
hátt morðsögu en ekki bara hefð-
bundinni hryllingsmynd. Hún er
sérstök á þann hátt.“
Watts og Henderson eru bæði frá
sama heimshlutanum, nágrannaríkj-
unum Ástralíu og Nýja-Sjálandi.
Samleikur þeirra þykir góður og
Henderson segir þeim hafa komið
vel saman.
Hrollvekjan Hringurinn frumsýnd um helgina
Heimsborg-
ari og töffari
Nýjasta stjarna Nýsjálendinga, Martin Hender-
son, ræddi við Ingu Rún Sigurðardóttur um ást
sína á Dönum, velgengni ástralskra leikara í Holly-
wood og súrrealísku hrollvekjuna Hringinn en
hann leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni.
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Frábær svört kómedía með stórleikurunum Jack
Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar
til Óskarsverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni.
2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna:Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.
RADIO X
SV MBL
Kvikmyndir.com
SG DV
SV. MBLKvikmyndir.com HK DV
Tilnefningar til Óskarsverð-
launa þ. á. m. besta mynd13
Sýnd kl. 6. Tilboð 400 kr.
Stórskemmtileg teiknimynd eftir
frábærri sögu Astrid Lindgren.
Sýnd kl. 1.50, 3.15 og 4.40. Tilboð 400 kr.
Sýnd kl. 8.
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 10.20. Sýnd kl. 2.45. Tilboð 400 kr.
ÓHT RÁS 2
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Tilboð 400 kr.
Stórskemmtileg teiknimynd eftir
frábærri sögu Astrid Lindgren.
Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT
Sýnd kl. 4, 8 og 10.10. B.i. 16.
kl. 2.Tilboð 400 kl. 4 og 8. Bi. 12.
kl. 5.30 og 9.
Frábær mynd sem frá leikstjóranum Martins Scor-
sese meðstórleikurunum Leonardo DiCaprio,
Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna,
þ.á.m.besta mynd og besti leikstjóri10
Sýnd kl. 2. Tilboð250 kr. Sýnd kl. 2. Tilboð 250 kr.Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Tilboð 400 kr.
Sýnd kl. 8. B.i. 16.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12.