Morgunblaðið - 23.02.2003, Side 64

Morgunblaðið - 23.02.2003, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. F í t o n / S Í A F I 0 0 5 3 7 6 Fyrsta heimilið www.bi.is ÆRSLABELGIRNIR í Kjánaprik- um, sem á frummálinu kalla sig Jackass, ætla að skemmta lands- mönnum í Háskólabíói 11. apríl næstkomandi. Steve-O er leiðtogi hópsins sem hingað kemur en sýn- ing félaganna heitir Ekki reyna þetta sjálf eða Don’t Try This At Home. Þættirnir um Kjánaprikin, sem sýndir hafa verið hérlendis á Skjá einum við miklar vinsældir hjá yngri áhorfendum, eru veru- leikasjónvarp og ganga eins og nafnið gefur til kynna út á helber fíflalæti og fábjánaskap hjá Steve-O, Johnny Knoxville og fé- lögum. Sýningin sem Kjánaprikin bjóða upp á hér á landi ku einnig vera í anda þáttanna. Hefur hún farið sigurför um Bandaríkin. Sýningin samanstendur af uppistandi, kjána- skap og óvæntum látalátum. Ísleif- ur Þórhallsson, hjá Global Event Network, stendur að innflutningi Kjánaprikanna. Ísleifur á um þess- ar mundir í viðræðum um að efna til sýninga með Kjánaprikunum annars staðar á Norðurlöndum. Kjána- prikin á klakann Þrjú kjánaprik sem koma. SÝNING á málverkum Louisu Matthíasdóttur verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði 15. mars. Flest verkanna eru Íslands- myndir og fæst þeirra hafa sést áður opinberlega; þetta eru verk sem héngu á vinnustofu Louisu í New York. Verk Louisu hafa tví- vegis verið sýnd í Hafnarborg áð- ur, síðast árið 2000, skömmu eftir að listakonan lést. Louisa Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík 1917. Hún nam mynd- list við Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn 1934–37, einka- skóla Marcel Gromaire í París 1938–39 og skóla Hans Hofmann í New York 1942–44. Louisa bjó í Bandaríkjunum frá 1942 og skap- aði sér nafn sem einn athygl- isverðasti listmálari sinnar kyn- slóðar. Þótt hún byggi svo lengi erlendis stóð Ísland alltaf hjarta hennar nærri, eins og fjölmargar Íslandsmyndir hennar bera vott um. Morgunblaðið/Júlíus Hilmar Einarsson í Morkinskinnu er um þessar mundir að ramma inn verk eftir Louisu Matthíasdóttur sem ekki hafa verið sýnd áður. Sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur Íslandsmyndir sem ekki hafa sést opinberlega RÍKISSJÓÐUR lagði samanlagt 10,7 milljarða til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyris- sjóðs hjúkrunarfræðinga á árinu 2002 umfram lögbundin framlög og hefur þá á síðustu fjórum árum lagt sjóðnum til 41,4 milljarða króna umfram lagaskyldu eða 46 milljarða króna samanlagt þegar tekið er til- lit til ávöxtunar sjóðsins á tíma- bilinu. Þessi framlög ríkissjóðs eru gerð til að mæta framtíðarskuldbind- ingum B-deildar sjóðsins, en iðgjöld til hennar hafa ekki í gegnum tíðina nægt til að standa undir þeim lífeyrisréttindum sem lofað er. Deildinni var lokað fyrir nokkrum árum og fara nýir ríkisstarfsmenn í A-deild LSR, en þar er gert ráð fyrir að iðgjöld standi undir skuld- bindingum. Haukur Hafsteinsson, framkvæmda- stjóri LSR, sagði í samtali við Morgun- blaðið að á árinu 2002 hefði ríkissjóð- ur greitt um- fram lögboðin iðgjöld og hluta í lífeyrisgreiðslum 9 milljarða króna upp í framtíð- arskuldbindingar LSR og LH. Þá hefðu A-hluta ríkisstofnanir greitt 1,7 milljarða króna vegna lífeyr- isskuldbindinga til viðbótar, þannig að samanlagt hefði ríkissjóður greitt 10,7 milljarða króna vegna þessa á árinu 2002. Haukur bætti því við að ríkis- sjóður hefði byrjað að greiða inn á þessar skuldbindingar árið 1999. Frá þeim tíma og fram til síðustu áramóta hefði ríkissjóður þannig greitt af þessum sökum 41,4 millj- arða til lífeyrissjóðanna. Uppfærð miðað við ávöxtun sjóðsins á sama tímabili næmi þessi eign ríkissjóðs upp í skuldbindingar sínar vegna lífeyrisréttinda ríkisstarfsmanna 46 milljörðum króna. „Síðan er áformað að ríkissjóður greiði aukalega til lífeyrissjóðsins á árinu 2003 sjö og hálfan milljarð króna og að einstaka ríkisstofnanir borgi jafnframt um það bil 1,7 millj- arða króna til viðbótar,“ sagði Haukur ennfremur. Samanlagt er því áformað að rík- issjóður greiði 9,2 milljarða króna til LSR og LH á árinu 2003, en það jafngildir því að rúmir 50 milljarðar króna verði greiddir til sjóðanna umfram lagaskyldu á fimm ára tímabili. Skynsamleg ráðstöfun Aðspurður hvaða máli það skipti lífeyrissjóðinn að fá þessi viðbót- arframlög til ráðstöfunar, segir Haukur, að það skipti fyrst og fremst máli fyrir ríkissjóð að hyggja strax að því að mæta þess- um útgjöldum í stað þess að þau legðust á með fullum þunga í fram- tíðinni. „Markmiðið með greiðslunum er að styrkja fjárhag sjóðanna til að koma í veg fyrir mikil útgjöld sem að óbreyttu lenda á ríkissjóði eftir 15–20 ár. Þetta tel ég að hafi verið skynsamleg ráðstöfun og hefur reynst heppilegt fyrir lífeyrissjóð- inn, sjóðfélaga og ríkissjóð,“ sagði Haukur. Tæpir 11 milljarðar til LSR umfram lagaskyldu /    123        4(5    &%         Ríkissjóður hefur greitt yfir 40 milljarða króna til að mæta framtíðarskuldbindingum vegna lífeyrisréttinda LÖGREGLAN á Selfossi fann nokkrar e-töflur í fórum tveggja ungra manna við reglubundið um- ferðareftirlit á Suðurlandsvegi, vest- an við Selfoss, um klukkan þrjú í fyrrinótt. Ökumaður bílsins gekkst við að eiga töflurnar. Þeir hafa báðir komið áður við sögu í fíkniefnamál- um hjá lögreglu. Með e-töflur í fórum sínum HVERNIG verður þjóð til – hver er- um við og hver er bakgrunnur okk- ar? Þetta er spurning sem leitast verður við að svara á sýningu sem opnuð verður í endurnýjuðu húsi Þjóðminjasafns við Suðurgötu í Reykjavík á næsta ári en sjálft er Þjóðminjasafnið 140 ára á morgun. Að sögn Margrétar Hallgríms- dóttur þjóðminjavarðar verður sýn- ingin sú stærsta sinnar tegundar sem sett hefur verið upp á Íslandi. Er henni ætlað að segja sögu Íslands frá landnámi til dagsins í dag. „Þegar við fáum húsið við Suðurgötu afhent í sumar hefst vinna við uppsetningu sýningarinnar,“ segir Margrét. Stærsta sýning sinnar tegundar á Íslandi Margrét segir að þetta verði virðuleg sýning þjóðargersema en þó jafnframt fersk og öðruvísi sýning. „Það er verið að móta sýninguna og hanna í samstarfi við sænska hönn- uði, Codedesign í Stokkhólmi, sem annast verkefnið í kjölfar samkeppni um það sem þeir unnu árið 2000.“ Hún segir að nú sé verið að for- verja muni sem valdir hafa verið á sýninguna sem muni standa lengur en allar sérsýningar en sýningin er sett upp í tengslum við 60 ára afmæli lýðveldisins og 100 ára afmæli heimastjórnar. „Það er mjög erfitt val, það eru svo margir merkilegir munir í eigu safnsins,“ segir Mar- grét. Jaxlar úr beinagrindunum komnir í DNA-rannsókn Þjóðminjasafnið á í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu um DNA- rannsókn sem gerð hefur verið á erfðaefni úr jöxlum í höfuðkúpum beinagrinda sem sumar hverjar voru áður til sýnis í Þjóðminjasafninu. „Það spyrja mig margir,“ segir Mar- grét, „hvort þær verði ekki aftur til sýnis þegar húsið verður opnað aftur – svarið er að þær verða það. Það er mjög spennandi að bera saman DNA-raðir úr fyrstu Íslendingunum við núlifandi Íslendinga því margar DNA-raðirnar hafa haldist. Með þessum aðferðum og hinum eldri má kannski rekja ættir okkar langleið- ina til landnámsmanna. Hægt er einnig að sjá með þessum rannsókn- um hvernig við höfum blandast ein- staklingum frá öðrum þjóðum,“ segir Margrét. Frá landnámi að líðandi stund  Fjöreggið/22 Vinna við uppsetningu hefst í endur- nýjuðu Þjóðminjasafni í sumar MAÐUR henti glasi í höfuð annars manns í Þingholtsstræti í fyrrinótt. Sá sem fyrir því varð fékk skurð á höfuð og var flutt- ur með sjúkrabíl á slysadeild að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Þá óskaði dyravörður á skemmtistað í miðborginni eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem hafði veist að honum og brotið í honum tönn. Í báðum tilvikum voru ólátaseggirnir handteknir en sleppt eftir yfir- heyrslu. Þá hafði lögreglan í Reykja- vík afskipti af fjórum ökumönn- um sem grunaðir voru um ölv- unarakstur í fyrrinótt. Henti glasi í höfuð manns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.