Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 61

Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 61 Laugardag: 11.00-16.00 Sunnudag:13.00-17.00 UNGT fólk í þúsundatali hefur á undanförnum fjórum árum eignast eigið húsnæði fyrir til- stuðlan viðbótar- lánakerfisins sem Framsóknarflokk- urinn hafði for- göngu um að koma á fót. 90% lán til fólks undir tekju og eignamörkum hefur verið bylting fyrir þennan aldurshóp. Af þeim tæpu 8 þús- und fjölskyldum sem notið hafa viðbótarlánanna er um það bil helmingur undir 35 ára aldri. Til samanburðar voru félagslegar íbúðir alls um 9.000 þegar Fram- sóknarflokkurinn hóf grettistak sitt í húsnæðismálum með stofn- un Íbúðalánasjóðs. Biðraðir hurfu Með viðbótarlánunum gat þetta unga fólk valið sér búsetu í stað þess að bíða í áraraðir í biðröð- inni eftir félagslegri eignaríbúð í gamla félagslega kerfinu. Þær biðraðir hurfu eins og dögg fyrir sólu með tilkomu viðbótarlána. Þá hefði stór hlut þessa unga fólks yfir höfuð ekki átt kost á að eignast eigið húsnæði í fyrra kerfi. Þá má ekki gleyma þeim hundruðum námsmannaíbúða sem lánað hefur verið til að und- anförnu. Nægir að benda á upp- byggingu háskólaþorpsins á Bif- röst og núverandi framkvæmdir á Hólum í Hjaltadal. 90% lán fyrir alla Nú ætlar Framsóknarflokk- urinn að halda áfram uppbygg- ingu húsnæðismála með því að veita öllum 90% lán til kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði. Slík kerfisbreyting verður bylt- ing í húsnæðismálum heimilanna um allt land, ekki síst fyrir ungt fólk á Austurlandi sem nú sér loks bjarta framtíð í atvinnu- málum, vegna tilstuðlan Fram- sóknarflokksins. Það skiptir máli hver stjórnar Framsóknarflokkurinn hafði forgöngu um að útvíkka húsa- leigubótakerfið þannig að náms- menn sem leigja herbergi á nem- endagörðum njóta nú húsaleigubóta. Það ætti því ekki að koma á óvart að Framsókn- arflokkurinn muni áfram leggja áherslu á að lána til uppbygg- ingar námsmannaíbúða við fram- haldsskóla og háskóla um allt land. Það skiptir máli hver stjórnar! Framsókn í húsnæðismálum ungs fólks! Eftir Dagnýju Jónsdóttur Höfundur er formaður Sambands ungra framsóknarmanna og skip- ar 3. sæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.