Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 68

Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 68
68 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i.14 ára. Sýnd kl. 10. B.i.12 ára. Sýnd kl. 3. B.i.14 ára. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 3, 6 og 8. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. Sýnd kl. 3, 5, 6, 8, 9 og 11. B. i. 12 ára. The Matrix og The Matrix Reloaded kl. 12 á miðnætti. B. i. 16 ára. The Matrix og The Matrix Reloaded kl. 12 á miðnætti. Sýnd kl. 3.15, 5.40, 8 og 10.20. KEFLAVÍK / ÁLFABAKKI / ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 2. Tilboð 500 kr. / Sýnd kl. 2. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI ÁLFABAKKI / ÁLFABAKKI/KRINGLAN / ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára / Sýnd kl. 2 og 3.50./ Sýnd kl. 2 / Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI / AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4 og 6. / Sýnd kl. 2. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 4 og 6. HVAÐ eiga Íslendingur, Norð- maður, Svíi, sex listamenn og fyr- irtæki og íslenska sauðkindin sam- eiginlegt? Svarið er verkefni á vegum fyrsta árs nema í KaosPilot- skólanum í Árósum í Danmörku. Nemendurnir María Rut Reyn- isdóttir (Íslendingur), Harald Hal- vorsen (Norðmaður) og Jonas Joel- son (Svíi) ákváðu að bæta ímynd sauðkindarinnar á Íslandi. „Sauðkindin hefur í tímanna rás gegnt mikilvægu hlutverki í ís- lensku þjóðfélagi en í dag hefur hún tapað virðingu sinni og er að miklu leyti gleymd,“ útskýra þau í til- kynningu. Þetta er prófverkefni hjá þeim í skólanum, sem er frumkvöðla- og leiðtogaskóli. Leggur hann áherslu á samstarf lista- og atvinnulífs. Verkefnið um sauðkindina snýst einmitt um slíkt samstarf. „Skólinn byggist á því að maður eigi að læra með því að gera. Ég lít á þetta eins og að vera á vernd- uðum vinnustað í þrjú ár,“ grínast María Rut. Hún segir að listamennirnir hafi tekið þeim opnum örmum. Í upphafi voru þeir tíu en á endanum tóku sex fyrirtæki þátt og er María Rut sér- lega ánægð með þátttöku þeirra. Verkefnið hefst formlega í dag og lýkur 16. júní. Eins og áður sagði eru sex listamenn og sex fyrirtæki þátttakendur í verkefninu og er samstarfinu þannig háttað að hver listamaður vinnur listaverk fyrir tiltekið fyrirtæki. Listaverkið þarf bæði að tengjast starfsemi fyr- irtækisins og sauðkindinni og því standa listamennirnir frammi fyrir talsverðri áskorun. Þess má geta að til viðbótar tekur Magnús Sigurðarson þátt í verkefn- inu með verki á forsíðu Lesbók- arinnar í dag. Morgunblaðið/Arnaldur Uppreisn ærinnar ingarun@mbl.is Hekla – Ilmur Stefánsdóttir Safe Road Sheep Hvað hefur sauðkindin með bíla að gera? Jú, hún lendir gjarnan á grillinu framan á þeim. Gæti loftpúði komið þeim til bjargar? Smáralind ehf. – Steingrímur Eyfjörð Heimalingur Hver vill ættleiða heima- ling? Eftir 6 mánuði verður hann að kind og þá eru allar afurðir hans þínar. OgVodafon – Ingibjörg Magnadóttir Án nafns Viltu ræða við sauðkindina? Nýjasta samskiptatækið að- stoðar þig við það. Einnig verður ullin teygð og toguð í verki Ingibjargar. Lyfja hf. – Bjargey Ólafsdóttir Án nafns Draumastaður flökkuhrúts sem er lasinn og sólginn í lyfjagrös er í verslunum Lyfju. Íslandsbanki – Þóra Þórisdóttir Fjárfesting Skúlptúr sem byggist á táknmyndum og orðaleikjum og fjallar um markaðsstöðu myndlistar í dag og mismun- andi verðmætamat. IMG – Ásmundur Ásmundsson Án nafns Á borðum verður íslensk kjötsúpa. Óvenjulegur fundur var haldinn í húsakynnum IMG á föstudag. Fundarefni: Íslenska sauðkindin. Á MIÐJUM áttunda áratugnum réð fönkrokksveitin Júdas lögum og lofum á ballmarkaðinum um hríð. Hún var þá langvinsælasta sveit landsins og enginn þótti skáka Júdasi í stuði og skemmti- legheitum á tónleikum. Nú hefur Magnús Kjartansson, leiðtogi sveitarinnar, blásið í herlúðra og ætla félagarnir að trylla lýðinn á Kringlukránni í kvöld. „Þegar við byrjuðum á sínum tíma var mikil gróska í Keflavík,“ útskýrir Magnús, þar sem hann og blaðamaður fletta í gegnum forláta úrklippubók. Þetta var í upphafi sjöunda áratugarins en Magnús og félagar í Júdas léku í ýmsum bönd- um áður en umrædd sveit varð að veruleika árið 1969. „Okkur langaði einfaldlega meira til að vera uppi á sviði en úti í sal. Maður lifði fyrir þetta – algerlega.“ Magnús segir að Júdas hafi samanstaðið af strák- unum í hverfinu, allir hafi þeir þekkst frá blautu barnsbeini eða svo gott sem. Bassaleikarinn, Finn- bogi, er t.a.m. bróðir Magnúsar. „Pétur Kristjáns sagði einhvern tíma að þegar Pelican kom aftur til Íslands frá Bandaríkjunum eftir plötugerð þá hefðu þeir ekki kom- ist að fyrir einhverri unglinga- hljómsveit úr Keflavík sem spilaði ekkert nema bíómynda- og negra- músík!“ Magnús segir að í dag sé Jagúar að gera svipaða hluti og Júdas var að gera á sínum tíma. „Þeir eru það sem við vildum alltaf vera. Svona gleði/fönk/grúv- hljómsveit. Við bara höfðum ekki efni á blásurum (hlær).“ Magnús segir loks að það sé hugur í þeim félögum og vel sé mætt á æfingar. „Okkur finnst þetta voða gaman. Þetta snýst auðvitað aðallega um að hitta vini sína. Við gerum þetta bara af því að við höfum gaman af þessu...“ Goðsagnir troða upp á Kringlukránni í kvöld Heitur Júdasarkoss Svona var það ’76! arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.