Morgunblaðið - 17.05.2003, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 17.05.2003, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i.14 ára. Sýnd kl. 10. B.i.12 ára. Sýnd kl. 3. B.i.14 ára. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 3, 6 og 8. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. Sýnd kl. 3, 5, 6, 8, 9 og 11. B. i. 12 ára. The Matrix og The Matrix Reloaded kl. 12 á miðnætti. B. i. 16 ára. The Matrix og The Matrix Reloaded kl. 12 á miðnætti. Sýnd kl. 3.15, 5.40, 8 og 10.20. KEFLAVÍK / ÁLFABAKKI / ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 2. Tilboð 500 kr. / Sýnd kl. 2. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI ÁLFABAKKI / ÁLFABAKKI/KRINGLAN / ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára / Sýnd kl. 2 og 3.50./ Sýnd kl. 2 / Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI / AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4 og 6. / Sýnd kl. 2. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 4 og 6. HVAÐ eiga Íslendingur, Norð- maður, Svíi, sex listamenn og fyr- irtæki og íslenska sauðkindin sam- eiginlegt? Svarið er verkefni á vegum fyrsta árs nema í KaosPilot- skólanum í Árósum í Danmörku. Nemendurnir María Rut Reyn- isdóttir (Íslendingur), Harald Hal- vorsen (Norðmaður) og Jonas Joel- son (Svíi) ákváðu að bæta ímynd sauðkindarinnar á Íslandi. „Sauðkindin hefur í tímanna rás gegnt mikilvægu hlutverki í ís- lensku þjóðfélagi en í dag hefur hún tapað virðingu sinni og er að miklu leyti gleymd,“ útskýra þau í til- kynningu. Þetta er prófverkefni hjá þeim í skólanum, sem er frumkvöðla- og leiðtogaskóli. Leggur hann áherslu á samstarf lista- og atvinnulífs. Verkefnið um sauðkindina snýst einmitt um slíkt samstarf. „Skólinn byggist á því að maður eigi að læra með því að gera. Ég lít á þetta eins og að vera á vernd- uðum vinnustað í þrjú ár,“ grínast María Rut. Hún segir að listamennirnir hafi tekið þeim opnum örmum. Í upphafi voru þeir tíu en á endanum tóku sex fyrirtæki þátt og er María Rut sér- lega ánægð með þátttöku þeirra. Verkefnið hefst formlega í dag og lýkur 16. júní. Eins og áður sagði eru sex listamenn og sex fyrirtæki þátttakendur í verkefninu og er samstarfinu þannig háttað að hver listamaður vinnur listaverk fyrir tiltekið fyrirtæki. Listaverkið þarf bæði að tengjast starfsemi fyr- irtækisins og sauðkindinni og því standa listamennirnir frammi fyrir talsverðri áskorun. Þess má geta að til viðbótar tekur Magnús Sigurðarson þátt í verkefn- inu með verki á forsíðu Lesbók- arinnar í dag. Morgunblaðið/Arnaldur Uppreisn ærinnar ingarun@mbl.is Hekla – Ilmur Stefánsdóttir Safe Road Sheep Hvað hefur sauðkindin með bíla að gera? Jú, hún lendir gjarnan á grillinu framan á þeim. Gæti loftpúði komið þeim til bjargar? Smáralind ehf. – Steingrímur Eyfjörð Heimalingur Hver vill ættleiða heima- ling? Eftir 6 mánuði verður hann að kind og þá eru allar afurðir hans þínar. OgVodafon – Ingibjörg Magnadóttir Án nafns Viltu ræða við sauðkindina? Nýjasta samskiptatækið að- stoðar þig við það. Einnig verður ullin teygð og toguð í verki Ingibjargar. Lyfja hf. – Bjargey Ólafsdóttir Án nafns Draumastaður flökkuhrúts sem er lasinn og sólginn í lyfjagrös er í verslunum Lyfju. Íslandsbanki – Þóra Þórisdóttir Fjárfesting Skúlptúr sem byggist á táknmyndum og orðaleikjum og fjallar um markaðsstöðu myndlistar í dag og mismun- andi verðmætamat. IMG – Ásmundur Ásmundsson Án nafns Á borðum verður íslensk kjötsúpa. Óvenjulegur fundur var haldinn í húsakynnum IMG á föstudag. Fundarefni: Íslenska sauðkindin. Á MIÐJUM áttunda áratugnum réð fönkrokksveitin Júdas lögum og lofum á ballmarkaðinum um hríð. Hún var þá langvinsælasta sveit landsins og enginn þótti skáka Júdasi í stuði og skemmti- legheitum á tónleikum. Nú hefur Magnús Kjartansson, leiðtogi sveitarinnar, blásið í herlúðra og ætla félagarnir að trylla lýðinn á Kringlukránni í kvöld. „Þegar við byrjuðum á sínum tíma var mikil gróska í Keflavík,“ útskýrir Magnús, þar sem hann og blaðamaður fletta í gegnum forláta úrklippubók. Þetta var í upphafi sjöunda áratugarins en Magnús og félagar í Júdas léku í ýmsum bönd- um áður en umrædd sveit varð að veruleika árið 1969. „Okkur langaði einfaldlega meira til að vera uppi á sviði en úti í sal. Maður lifði fyrir þetta – algerlega.“ Magnús segir að Júdas hafi samanstaðið af strák- unum í hverfinu, allir hafi þeir þekkst frá blautu barnsbeini eða svo gott sem. Bassaleikarinn, Finn- bogi, er t.a.m. bróðir Magnúsar. „Pétur Kristjáns sagði einhvern tíma að þegar Pelican kom aftur til Íslands frá Bandaríkjunum eftir plötugerð þá hefðu þeir ekki kom- ist að fyrir einhverri unglinga- hljómsveit úr Keflavík sem spilaði ekkert nema bíómynda- og negra- músík!“ Magnús segir að í dag sé Jagúar að gera svipaða hluti og Júdas var að gera á sínum tíma. „Þeir eru það sem við vildum alltaf vera. Svona gleði/fönk/grúv- hljómsveit. Við bara höfðum ekki efni á blásurum (hlær).“ Magnús segir loks að það sé hugur í þeim félögum og vel sé mætt á æfingar. „Okkur finnst þetta voða gaman. Þetta snýst auðvitað aðallega um að hitta vini sína. Við gerum þetta bara af því að við höfum gaman af þessu...“ Goðsagnir troða upp á Kringlukránni í kvöld Heitur Júdasarkoss Svona var það ’76! arnart@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.