Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ ER pollamót á Akureyri. Og enginn pollanna undir þrí-tugu. Pollarnir mæta í drullugalla; hópar af pollum í eins lit-um stuttbuxum og bol. Einn af pollunum er blaðamaður í Ufsatreyju. Hafþór Kolbeinsson og Mark Duffield heilsa
honum á miðjunni fyrir fyrsta leikinn.
– Sælir, segir blaðamaður kumpánlega.
– Þekki ég þig, spyr Hafþór undrandi.
– Ég er gamall KA-maður, svarar blaðamaður, sem fylgdist með
þeim úr stúkunni á Akureyrarvelli sem strákur. Þá spiluðu þeir fyrir
KA. Aldrei hefði hann trúað að þeir ættu eftir að mætast. Hafþór
skoraði mörkin. Duffield var múrbrjóturinn. Hann var svo öflugur að
hann bæði tók markspyrnurnar og vann skallaeinvígin þegar boltinn
barst út á völlinn.
– Mér líst ekkert á þetta, segir lítt kjarkaður fram-
herji Ufsans. Og bætir við: Ég er skíthræddur.
– Það þýðir ekkert að vera hræddur, segir hákarl-
inn í vörninni. Þá erum við bara dauðir.
Svo tapast leikurinn.
Í sjoppunni byrjuðu Þórsararnir að smyrja sam-
lokur sex um morguninn. Í salnum situr ungur strák-
ur hjá föður sínum.
– Ert þú að spila, spyr blaðamaður strákinn. Ekki ert þú orðinn þrí-
tugur?
– Nei, svarar stráksi.
– Ertu þá að hvetja pabba?
– Já, svarar hann.
– Er hann bestur?
– Já.
– Er hann búinn að skora?
– Ég veit það ekki, segir strákurinn og sneiðir hjá því að svara
spurningunni neitandi.
– Þetta var óþverraspurning, segir faðirinn og kímir.
Á KA-vellinum er Esso-mótið haldið. Þar keppa yngri flokkar
drengja. Hópur hrópandi foreldra stendur á hliðarlínunni og fylgist
með.
– Hvernig er staðan, spyr blaðamaður forvitinn.
– 2-1 fyrir ekki ÍR, svarar raunamædd móðir.
– Fyrir hitt liðið, bætir faðirinn við. Og nóg komið af rausi. Þau taka
aftur til við að hrópa.
– Allir fram!
– Magnús, þú verður að fara fram!
– Þetta er brot!
– Nota kantana!
– Og skjóta svo!
– Pressa, ÍR-ingar!
Leikurinn er flautaður af. Foreldrarnir taka ósigrinum vel; aðal-
atriðið er jú að vera með. Ólympíuandinn.
Á pollamótinu keppir Friðrik Steingrímsson frá Mývatnssveit með
UMFB ásamt fleiri hagyrðingum. Þeir töpuðu fyrsta leiknum.
– Við kölluðum okkur kviðlingana í fyrra, segir hann og fer með
vísu:
Hópurinn þó virðist veill
víst þó snúist getur;
fall er jafnan fararheill,
nú fer að ganga betur.
Einn strákanna meðal áhorfenda segir að pabbi sinn haldi með
Fram, Tottenham, Breiðablik og Íslandi.
– Heldur þú með Íslandi? spyr hann blaðamann.
Þannig geta menn verið ákveðnir í skoðunum sínum á fótbolta, ekki
síður en stjórnmálaskoðunum. Gallharður KA-maður segist líta svo á
að Þórsvöllurinn tilheyri Dalvík. Akureyri sé hinumegin við Glerá.
Hann hefur barnalæsinguna á vinstra megin og hleypir farþegum að-
eins út hægra megin.
– Eruð þið hérna? kallar blaðamaður á leið í búningsklefann og er að
leita að félögum sínum úr Ufsanum.
– Við erum naktar! heyrist hrópað úr klefanum. Eins og það sé til
þess fallið að stöðva blaðamann. Hann rýnir betur í klefanúmerið og
sér skrifað með smáu letri undir númerinu sex: „kvennaklefi“. Það
rennur upp fyrir honum að hann skipti um föt í kvennaklefanum um
morguninn. Og nú eru fötin í gíslingu. Þær sjá aumar á honum, sveipa
sig handklæðum og leyfa honum að sækja fötin.
Það er laugardagsmorgunn. Nú eru 32 liða úrslitin að byrja. Þar
mætir Ufsanum Draumurinn. Hvað dreymir Ufsa?
Segir svo ekki meira af ævintýrum Ufsans.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Pabbi er
bestur
SKISSA
Pétur Blöndal
tók þátt í
pollamótinu í
knattspyrnu
PETER Katzenstein segir stærð
ríkja ekki alltaf skipta mestu máli
fyrir áhrif þeirra og velgengni. Lítil
ríki og stór ríki geti átt það sameig-
inlegt að hafa vitlausa ráðamenn og
afraksturinn verði eftir því. Katzen-
stein var á fimmtudag viðstaddur
opnunarhátíð Rannsóknaseturs um
smáríki en hann er einn virtasti og
þekktasti fræðimaður í smáríkja-
rannsóknum í heiminum.
Katzenstein er fæddur í Þýska-
landi en flutti til Bandaríkjanna eftir
menntaskóla og er nú prófessor við
Cornell-háskóla. Bækur Katzen-
steins eru kenndar í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands og hefur fjöldi
námsmanna stuðst við kenningar
hans um hegðun smáríkja í alþjóða-
kerfinu í lokaverkefnum.
Katzenstein segir að í heildina hafi
smáríki í reynd staðið sig vel allt frá
því á þriðja eða fjórða áratugnum
þegar ákveðin uppstokkun varð í al-
þjóðamálum vegna kreppunnar
miklu. „Þau endurskipulögðu öll sín
mál og við nýjar aðstæður eftir 1945
stóðu þau sig mun betur.“
Segir Katzenstein að aðstæður í
Austur-Evrópu eftir fall kommún-
ismans 1989 séu að sumu leyti svip-
aðar. Austantjaldsþjóðirnar hafi
hins vegar utanaðkomandi aðila,
Evrópusambandið, sem sífellt skipi
þeim fyrir verkum. „Þau vildu ganga
í ESB hvort eð var en við þessar að-
stæður hafa þau ekki átt neinn val-
kost.“
Það er á hinn bóginn skoðun Katz-
ensteins að smáríki muni standa vel
að vígi í Evrópusambandi framtíð-
arinnar. „Ég hef engar áhyggjur af
þeim,“ segir hann. „En auðvitað
skiptir máli hvaða augum þú lítur
Evrópu. Ég lít á ESB sem nýtt stig
stefnumörkunar og ákvarðanatöku,
sem viðbót við þá sjálfsmynd [sem
íbúarnir búa yfir]; ég lít ekki á það
sem arftaka þeirra stofnana sem
fram að þessu hafa tekið stefnumót-
andi ákvarðanir [fyrir íbúa Evrópu,
þ.e. ríkisstjórnir einstakra landa]
eða að það komi í staðinn fyrir þá
sjálfsmynd sem er fyrir. Þetta er
þróun sem á sér stað og menn taka
þátt í.“
Katzenstein nefnir Portúgal og Ír-
land sem dæmi um smáríki sem hafa
grætt verulega á
aðild að ESB. Er
hann þá spurður
hvort hér þurfi
ekki að skil-
greina hvað sé
smáríki og hvað
ekki; Portúgal sé
hugsanlega smá-
ríki við hliðina á
Þýskalandi og
Frakklandi en
Íslendingar líti það varla þeim aug-
um. Þessu svarar Katzenstein svona:
„Þeir líta sjálfir á sig sem smáríki og
það skiptir auðvitað miklu máli.
Portúgal hefur síðan líka verið afar
fátækt ríki sem skiptir máli í þessu
samhengi.
Ábendingin er þó rétt, það skiptir
alltaf máli hvernig ríki og þjóðir skil-
greina sjálf sig.“
Erum ekki ein á báti
Katzenstein segir mörg örríki í
heiminum, Ísland sé alls ekkert ör-
ríki. Mörg örríkjanna hafi það hins
vegar fínt. Skýringin felist þó að
hluta til vissulega í því að ríki taki
höndum saman þegar það skiptir
máli og sömuleiðis að þau geri samn-
inga við önnur ríki. „Hitt skiptir líka
máli hvers konar stjórnarfar er á
hverjum stað,“ segir Katzenstein.
„Þú getur verið smáríki sem aðhyll-
ist einangrunarhyggju og verndar-
tollastefnu, eins og t.d. Albanía og
Norður-Kórea. En það er ekki gáfu-
legt, þú verður að hagnýta þér aukið
frelsi í alþjóðaviðskiptum. Spurning-
in er kannski hvernig þú opnar hag-
kerfi þitt án þess að verða algerlega
háður ytri öflum. Stefna þín í þessum
efnum lýtur lögmálum markaðarins
en þú getur samt áfram ráðið hver
stefnan er. Og hún ræðst af stjórn-
málum hvers ríkis fyrir sig og sjálfs-
mynd þjóðar.
Svo er það nú líka þannig að ríkj-
um getur verið illa stjórnað af því að
þeim stýra misgáfaðir menn. Stærð
skiptir ekki alltaf öllu máli.“
Katzenstein segir það rétt að stór-
þjóðir geti haft tilhneigingu til að líta
svo á að tiltekin smáþjóð skipti litlu
máli. Þá beri að huga að því að ekki
séu nema sex til átta mjög stór ríki í
heiminum, flest hinna 160–170
ríkjanna í heiminum séu lítil. „Það er
því ekki eins og þið Íslendingar séuð
einir á báti. Stundum er menn mun
meira einmana ef þeir eru stórir.“
Rannsóknasetur um smáríki opnað í Reykjavík
„Stærð skiptir ekki
alltaf öllu máli“
Peter
Katzenstein
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur Ragnar Grímsson forseti heilsar Lennart Meri, fyrrverandi forseta
Eistlands, á setningarathöfn Rannsóknaseturs um smáríki sl. fimmtudag.
„VIÐ erum of lítil ein okkar liðs til
að rödd okkar heyrist,“ segir Tuil-
oma Neroni Slade, sendiherra Sam-
óa-eyja hjá Sameinuðu þjóðunum,
um mikilvægi Sambands smárra
eyríkja (AOSIS) en Slade hefur
lengi gegnt trúnaðarstörfum fyrir
samtökin. „Það er auðvelt að
gleymast ef maður er úti í jaðr-
inum. Það er því ljóst að samstarf
gefur okkur betri möguleika á að
koma áhersluatriðum okkar á fram-
færi, eykur líkurnar á því að okkur
takist að fá aðrar þjóðir til að
hlusta og taka mark á okkur.“
Slade var meðal heiðursgesta á
opnunarhátíð Rannsóknaseturs um
smáríki í Reykjavík á fimmtudag-
inn. Hann lætur senn af embætti
sendiherra Samóa hjá SÞ en hann
hefur verið kjörinn einn af dóm-
urum Alþjóðasakamáladómstólsins
nýja sem tók til starfa í Haag í Hol-
landi í fyrra.
Fjörutíu og þrjú ríki tilheyra
AOSIS og koma þau úr öllum
heimshornum. Aðspurður segir
Slade að þar sé einkum að finna
þróunarríki, Ísland sé ekki aðili að
sambandinu, enda skilgreint sem
eitt af þróaðri ríkjum heimsins.
Meðal meðlima eru hins vegar ríki
eins og Kúba,
Jamaíka, Singa-
pore, Malta,
Kýpur og síðan
fjöldi smárra ey-
ríkja í Kyrrahafi
og Suður-Atl-
antshafi.
Á bilinu 170
og 180 þúsund
manns búa á
Samóa-eyjum og
Slade segir eyjarskeggjana hafa
áhyggjur af mörgum sömu málun-
um og Íslendingar þó að fjarlægðin
sé mikil. „Við höfum eins og þið Ís-
lendingar haft miklar áhyggjur af
ástandi sjávarins og lífríkis í haf-
inu,“ segir hann.
Þá hafi eyjarskeggjar miklar
áhyggjur af afdrifum kóralrifja sem
eru ferðamannaiðnaðinum mikilvæg
í þessum heimshluta. Sömuleiðis
skapi hækkandi yfirborð sjávar
hættu fyrir margar eyjanna er til-
heyra Samóa.
Slade bendir einnig á að loftlags-
breytingar snerti allar þjóðir
heimsins og þar sé um málaflokk að
ræða sem íbúar Samóa og aðilar að
AOSIS setji mjög á oddinn. Losun
gróðurhúsalofttegunda frá stórum
ríkjum hafi slæm áhrif á lífsskilyrði
þeirra minni, „sem ekki eru í reynd
ábyrg fyrir þessum alheimsvanda“.
„Markmið okkar er þó ekki að
kvarta og kveina sem smáríki held-
ur leita leiða til að taka á vandamál-
unum. Það skiptir mestu þegar til
lengri tíma er litið. Í raun er það
tilgangur samstarfsins, að undir-
strika að um vanda sé að ræða sem
snerti alla jarðarbúa,“ segir Slade.
Þurfum að leggja
hart að okkur
Slade tekur undir að það kunni
að einkenna litlar eyþjóðir að þær
líti betur í kringum sig en stórþjóð-
irnar, þekki umheiminn betur.
„Ástæðan er sú að við þurfum að
leggja harðar að okkur. Vegna ým-
issa þeirra vankanta sem tilheyra
því að vera svo lítill eru eyríki sem
okkar oft algerlega háð stærri lönd-
um. Þú þarft því að vinna þig upp
úr því hugarfari að lifa á ölmusu
annarra, þú þarft að styrkja sjálfs-
mynd þína og tækifæri til að standa
á eigin fótum. Það fylgir semsé því
að vera lítill að þú þarft að leggja
harðar að þér; horfa í kringum þig,
vera opinn fyrir umheiminum,“ seg-
ir hann.
Samstarf eykur líkur á
því að í okkur heyrist
Tuiloma Neroni
Slade