Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 29

Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 29 Eins og fram kemur í viðtalinu við May var það Ólafur en ekki safnið sem átti frumkvæðið að þessari framvindu vinnuferlisins við sýninguna í túrbínusalnum. Óneitanlega vekur það nokkra eftirtekt að innan jafnstórrar stofnunar og Tate Modern skuli vera slíkt svigrúm fyrir þá lista- menn sem þar sýna til að hafa mótandi áhrif á safnastarfið. Það er þó vitaskuld til mikillar fyr- irmyndar og fyrst og fremst til marks um hversu mikla áherslu safnið leggur á að þróa stefnumót- un á sviði sýningarstjórnar er endurspeglar ferskustu strauma í myndlistarheimi samtímans í stað þess að sjóða saman nýjar sýningar á göml- um og hugsanlega úreltum forsendum. Markaðssetning listarinnar En þeim er vinna í myndlistarheiminum í dag er ekki einungis nauðsynlegt að fylgj- ast vel með á sviði sýningarstjórnar og þeirrar hugmyndafræði sem þar liggur að baki. Eins og fram kemur hjá Bonami hér að ofan standa söfn ekki einvörðungu í ströngu við að móta sýning- arstefnu sína, heldur eru þau einnig háð því efna- hagslega umhverfi sem listirnar búa við hverju sinni. Það er því ekki síður mikilvægt fyrir allt fagfólk á sviði myndlistar að fylgjast með mark- aðsþróun innan hins alþjóðlega myndlistarheims, sem óneitanlega er mikilvægur kraftur við að knýja listirnar áfram – rétt eins og aðra þætti nú- tímasamfélags. Það er því engin tilviljun að helsta listkaupstefna heims, listkaupstefnan í Basel, hefst þegar opnunardögum Feneyjatvíæringsins lýkur. Staðreyndin er sú að flestir safn- og sýning- arstjórar lykilsafna í hverju landi leggja sig fram um að skoða tvíæringinn í Feneyjum á opnunar- dögum hans og slá síðan tvær flugur í einu höggi með því að fara þaðan beinustu leið til Basel. Í Feneyjum kynnast þeir grasrót myndlistarinnar, þar sem bæði heimsþekktir og lítt þekktir lista- menn eiga sviðið, auk þess að fylgjast með hug- myndafræðilegri stefnumótun. Í Basel efla þeir síðan tengsl sín við þá sem sjá um að listin gangi kaupum og sölum; galleríin og safnarana. Þetta gera þeir sem fulltrúar sinna stofnana og ekki síð- ur sem forystumenn menningarlífs þess lands sem þeir starfa í. Þannig verða þeir að þátttak- endum í alþjóðlegri orðræðu þessa starfsvett- vangs, afla sér trúverðugleika í starfi og um leið þýðingarmikilla sambanda við aðra starfsfélaga. Listkaupstefnan í Basel var að þessu sinni haldin í þrítugasta og fjórða skipti, og umsagn- irnar sem hún fékk hjá virtum fjölmiðlum segja sitt um það vægi sem hún hefur í heimi listanna. Fjölmiðlar hafa ekki sparað hrósið í lýsingum sín- um á þessum viðburði; dagblaðið „Le Monde“ í Frakklandi gaf kaupstefnunni einkunnina „sú besta í heimi“, „New York Times“ sagði hana samsvara „ólympíuleikum listheimsins“, „Frank- furter Allgemeine Zeitung“ notaði orðalagið „list í sinni bestu mynd“ og „Welt am Sonntag“ sagði „hvergi í heiminum er svo mikið – og undantekn- ingarlaust í hæsta gæðaflokki – til sýnis af list eins og í Basel“. Flestir eru því á einu máli um að þótt í Basel sé auðvitað fyrst og fremst verið að selja list, sé það umhverfi sem henni er þar skapað í mjög háum gæðaflokki. Þannig fá einungis bestu gallerí heims að taka þátt, þau þurfa að uppfylla marg- vísleg fagleg skilyrði til að komast að, svo það nál- arauga sem þau fara í gegnum er augljóslega afar þröngt. Þau verk sem þarna eru á boðstólum eru auðvitað fyrst og fremst eftir þá listamenn 20. og 21. aldar sem þegar hafa sett mark sitt á listheim- inn. En samt sem áður er ætlast til þess að þau virtu gallerí sem þarna sýna standi undir nafni sem mótandi afl í listheiminum með því að kynna lítt þekktari spámenn til sögunnar samhliða þeim sem eftirsóttastir eru. Að öðrum kosti er hætta á að þau standi ekki undir væntingum þeirra kaup- enda sem þekkja listmarkaðinn best og að þeir beini fjármunum sínum annað. Til að styrkja mótandi hlutverk kaupstefnunn- ar enn frekar er hluti sýningarrýmisins helgaður nýsköpun og endurnýjun með þeim hætti að framsæknum galleríum, sem ekki eru meðal fastagesta kaupstefnunnar, er boðið að taka þátt og sýna verk eins listamanns að eigin vali, oftast einhvers sem þegar hefur vakið eftirtekt án þess þó að slá í gegn. Þessi hluti, sem gengur undir heitinu „Art Statements“ (sem útleggja mætti sem „Listyfirlýsingar“) er afar áhugaverður vett- vangur fyrir unga listamenn og þá ekki síður fyrir þá listsafnara sem gjarnan vilja „uppgötva“ lista- menn áður en verðið á verkum þeirra fer að hækka. Það aðdráttarafl sem Basel hefur fyrir þátttak- endur í listheiminum hefur ennfremur verið auk- ið undanfarin fjögur ár með metnaðarfullri list- sýningu sem sett er upp í tengslum við kaupstefnuna. Sýningin ber heitið „Art Unlim- ited“, (eða „List án takmarka“) sem vísar til þess að þar eru sýningarmöguleikum nánast engin takmörk sett – öfugt við það sem oft gerist í hefð- bundnu sýningarrými. Framkvæmdastjóri kaup- stefnunnar, Samuel Keller, segir í kynningu sinni að sýningunni að þessu sinni að leiðarljós þeirra sem að henni standa hafi frá upphafi verið að afmá þau takmörk sem listum eru of oft sett, svo sem hvað varðar rými, umfang, þyngd, lýsingu, hljóðmynd og fleira. Þá er markmiðið ekki síður að sýna fram á hvers markaðsöflin eru megnug á sviði lista, því reynt er að sjá til þess að engum góðum verkum sé hafnað vegna þess að þau kosti of mikla fjármuni eða það sé of tímafrekt að koma þeim fyrir. Eins og margir þeir sem sóttu kaup- stefnuna að þessu sinni bentu á, er það ekki oft sem listum eru skapaðar slíkar kjöraðstæður enda hlaut sýningin í ár einróma lof. Listumhverfið hér á landi Því miður hefur það myndlistarumhverfi sem við búum við hér á landi ekki enn tekið á sig þá mynd að við getum talist öflugir þátttak- endur í þeirri orðræðu menningarheima sem á sér stað á alþjóðavettvangi myndlistarinnar. Þrátt fyrir að hér séu nú loks til staðar nánast all- ir þeir grunnþættir á þessu sviði sem aðrar þjóðir hafa þróað á löngum tíma, svo sem listaháskóli, listasöfn, sýningarsalir og gallerí, auk listamann- anna sjálfra og fræðimanna, hefur okkur ekki tekist að skapa íslenskri myndlist þau sóknarfæri er duga til að íslenskir myndlistarmenn geti látið að sér kveða utan landsteinanna. Auðvitað ber að þakka það sem vel er gert og óhætt er að segja að þátttaka Rúríar í Feneyjatvíæringnum núna, og sú athygli sem hún hefur notið í kjölfarið, sé gott dæmi um hvers íslenskir myndlistarmenn eru megnugir þegar verkum þeirra er fylgt eftir með kraftmikilli og útsjónarsamri sýningarstjórn. En ef umhverfið hér á að þróast með sama hætti og í nágrannalöndum okkar er jafnframt nauðsynlegt að við eigum okkar þátt í þeirri hug- myndafræðilegu stefnumótun sem stöðugt á sér stað í kringum okkur. Þá skiptir engu hvort við erum sammála eða ósammála þeim hræringum sem hér hefur verð tæpt á, heldur það eitt að við gerum sjónarmið okkar kunn. Og til þess að svo megi verða er ekki nóg að senda listamenn stöku sinnum til útlanda í þeirri von að þeir verði upp- götvaðir – þeir þurfa á sama stuðningi að halda í sínu starfsumhverfi og listamenn nágrannaþjóða okkar njóta, hvað hugmyndafræðileg samskipti og eftirfylgni við markaðssetningu varðar. Morgunblaðið hefur áður bent á nauðsyn þess að hér sé til staðar samtímalistastofnun, eða list- ráð, eins og hin Norðurlöndin hafa sett á stofn. En annar mikilvægur þáttur í þessu sambandi er auðvitað að íslenskir safn- og sýningarstjórar verði sýnilegir þátttakendur í helstu viðburðum hins alþjóðlega listheims, svo sem Feneyja- tvíærningnum og kaupstefnunni í Basel, rétt eins og starfssystkini þeirra í nágrannalöndunum. Því þótt myndlist sé auðvitað þess eðlis að hún geti miðlað miklu til þeirra sem komast í tæri við hana þá talar hún ekki máli sínu sjálf – ekki frekar en fiskur eða hvað annað sem við reynum að mark- aðssetja utan landsteinanna. Sýningar og kaup- stefnur eru afar mikilvægur vettvangur markaðs- setningar íslenskra lista sem full ástæða er til að rækta ef sá mikli fjöldi frambærilegra listamann sem hér er búið að mennta til skapandi starfa á ekki einvörðungu að vera til taks á tyllidögum, heldur ná að þroskast í stærra samhengi en fyr- irfinnst á okkar smáa og lítt þróaða listmarkaði. Morgunblaðið/Árni Torfason Óneitanlega vekur það nokkra eftirtekt að innan jafnstórrar stofnunar og Tate Modern skuli vera slíkt svigrúm fyrir þá listamenn sem þar sýna til að hafa mótandi áhrif á safnastarfið. Það er þó vitaskuld til mik- illar fyrirmyndar og fyrst og fremst til marks um hversu mikla áherslu safnið leggur á að þróa stefnumótun á sviði sýningarstjórnar er endurspeglar fersk- ustu strauma í myndlistarheimi samtímans í stað þess að sjóða saman nýjar sýningar á gömlum og hugs- anlega úreltum forsendum. Laugardagur 5. júlí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.