Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ verður að segjast eins og er, að við Íslendingar erum greindar manneskjur og einstaklega duglegir við að fá hingað til lands hæfileika- fólk á ótal sviðum, til að segja álit sitt á víðtækum sviðum mannlífsins, hvað varðar land okkar og þjóð og samskipti okkar við umheiminn. Þetta er flest lærdómsfólk á sviði stjórnmála og annarra umsvifa í heiminum. Allt þekkt og frægt fólk, sem gefur okkur tækifæri til að meta stöðu okkar í heimsmálum og segir okkur hvar við stöndum. Og það kemur í ljós, að við erum á flest- um sviðum jafningjar annarra þjóða í flestum tilfellum, og það er okkur mikils virði að fá álit þessa fólks á heimsmálum og almennum velfarn- aði eða ógn þjóðanna. Og eins og ég segi hér að framan þá erum við greindir vel og menntaðir og býsna lífshæfir þegar á allt er litið, í lífsins ólgusjó. Það má því segja að við séum vel settir að flestu leyti, enda þótt nú gefi á bátinn í bili í varn- armálum. Meira að segja skörum við fram úr í mörgum viðfangsefn- um mannlífsins. Þetta eigum við að vita meö sjálfum okkur og ekki þó að miklast af. Við erum liprir í samningum við aðrar þjóðir, og komum víða við í mannlegum sam- skiptum um víða veröld, og megum vera stoltir af því. Og forráðamenn þjóðarinnar eru afreksmenn, hver á sínu sviði. Og í íþróttum erum við einnig liðtækir. Þetta er nú orðin dágóð lofræða um landann, en við eigum þetta skilið; verum minnug þess að endingu – um hrósið. Við eigum góða og volduga bandamenn og samherja í veraldar valdinu, enda þótt Kaninn vilji alls staðar vera í stríði; í Írak, við Íran og Norður-Kóreu; og að gyðingar séu þeirra helstu samherjar, sem öllu ráða í fjármálum Bandaríkj- anna, og sem mega helst einir eiga gjöreyðingarvopn – ásamt þeim. Nú eru það ekki gyðingar sem eru drepnir í milljónatali, eins og í síð- ustu styrjöld, heldur drepa þeir nú Palestínumenn unnvörpum – og reyndar gera þeir það á báða bóga. Ég hefi þó persónulega allt gott um gyðinga að segja, því einn besti vin- ur minn, hermaður í Vestmannaeyj- um á stríðsárunum, var gyðingur, sem starfaði með mér í hafnareft- irliti; blaðamaður að mennt; úrvals- maður það. Ég myndi þó ekki kæra mig um að þeir stjórnuðu einir heiminum ásamt Kananum. Að sjálfsögðu eru aðrar þjóðir við völd og með áhrif í álfunni – sem ég nefni ekki hér. Líta ber á það einnig, hvað Kanann varðar, þá hefur honum ekki ennþá tekist að hafa uppi á bin Laden né Saddam Íraksforseta og tveim sonum hans, þegar þetta er skrifað. PÁLL HANNESSON, Ægisíðu 86, 107 Reykjavík. Úr einu í annað um landann og heimsmálin Frá Páli Hannessyni: BJÖRGVIN Guðmundsson fyrr- verandi borgarfulltrúi krata og for- stjóri BÚR skrifar hugvekju í Mogga og kemur víða við. Hann minnist á borgarstjórakosningar þar sem Björn hafi tapað fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og að hann sé farinn aftur í ráðherrastól þó hann hafi sagt að hann væri að láta kjósa sig til 4 ára. En hann minnist ekki einu orði á að Ingibjörg Sól- rún hafi sagt þó hvað eftir annað í sjónvarpi, sem allir landsmenn sáu, að hún ætlaði að vera borgarstjóri næstu 4 ár ef hún yrði kosin en hún var þó hlaupin út á Granda á jólaföstu 8 mánuðum síðar og þá sem forsætisráðherraefni krata. Sjálfur fór Björgvin Guðmundsson úr borgarstjórn Reykjavíkur áður en kjörtímabilið var á enda vegna þess að þá vantaði góðan mann til að gegna embætti forstjóra BÚR og að sjálfsögðu var enginn betri en hann í það embætti. Síðan segir hann að sendiherrar eigi ekki að vera stjórnmálamenn eða ráð- herrar sem enginn dugur er í. Það má vera að ég sé farinn að gleyma en mig minnir að nokkrir þing- menn og ráðherrar úr flokki Björg- vins hafi gegnt sendiherra stöðum. Var ekki Stefán Jóhann sendiherra og Guðmundur I. og Haraldur Guðmundsson og var ekki Bene- dikt Gröndal sendiherra, svo og Eiður Guðnason og var ekki Kjart- an Jóhannsson sérlegur sendiherra í ESB og víðar og var ekki Jón Baldvin sendiherra? Miðað við stærð flokksins þá er þetta örugg- lega Íslandsmet. Það kemur því úr hörðustu átt þegar maður eins og Björgvin Guðmundsson og úr al- þýðuflokknum fer að skrifa ráð- leggingar til flokkanna hvernig þeir eigi að vera. Hann ætti að tölusetja bréfin sín eins og Páll postuli. Það verður aðgengilegra fyrir menn að vitna í í framtíðinni. Eins og Björgvin sagði í bréfi sínu, ( nr. ? ) „svona góðar hugvekjur mega ekki glatast“. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Grjótkast úr glerhúsi Frá Guðmundi Bergssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.