Morgunblaðið - 18.09.2003, Side 13

Morgunblaðið - 18.09.2003, Side 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 13 KAMATO Hongo, elsta manneskja í heimi, varð 116 ára á þriðjudag. Verður hún að fara um í hjólastól og heyrnin er farin að bila en að öðru leyti er hún furðu hraust að því er Tsuyoshi Kurauchi, tæplega fimmtugt barnabarn hennar, sagði. Á myndinni er Hongo að ræða við dótturina Shizue Kurauchi. Hongo fæddist 1887 í borginni Kagoshima og býr þar enn. Efndu ættingjar hennar og vinir til veislu í tilefni af þessum tímamótum en sjálft afmælisbarnið svaf hana raunar af sér. Hongo hefur þann háttinn á að sofa samfleytt í tvo sólarhringa og vaka í aðra tvo. Kurauchi sagði, að þótt ömmu sinni liði vel eftir atvikum, væri hún vissulega veikburða. Hún hressti sig stundum á glasi af „shochu“, víni sem framleitt er í héraðinu. AP 116 ára og vel ern Tókýó. AFP. YFIRVÖLD í Frakklandi skýrðu frá því í gær að þrítugur maður hefði játað á sig morð á fimm manna fjöl- skyldu sem framið var í Alpafjöllum 11. apríl. Að sögn franskra saksóknara hef- ur atvinnulaus bílaviðgerðamaður játað á sig morð á hjónum og þremur börnum þeirra, 7, 10 og 11 ára. Franskir fjölmiðlar segja að maður- inn hafi myrt þau eftir að hafa deilt við fjölskylduföðurinn vegna ógreiddra reikninga fyrir viðgerðir á bíl fjölskyldunnar. Myrti fimm manna fjölskyldu Annecy. AFP. HÓPUR danskra kafara ætlar á næsta ári að reyna að finna flakið af Grænlandsfarinu Hans Hedtoft sem rakst á ísjaka og sökk í jómfrúrferð sinni árið 1959. Með skipinu voru 95 manns og fór- ust allir. Aldrei fannst neitt brak úr Hans Hedtoft að því undanskildu að bauju með nafni skipsins rak á land á Íslandi nokkrum mánuðum eftir slysið, að því er segir á vefsíðu rits- ins Boarding. Leitað verður á svæði um 100 kíló- metra sunnan við syðsta odda Græn- lands, Hvarf. Leiðtogi kafaranna, Thomas de Richelieu, segir ljóst að svæðið sé mjög erfitt viðureignar sakir veðurfarsins og ef til vill sé flakið á allt að 2.000 metra dýpi. Leita að flaki Hans Hedtoft AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.