Morgunblaðið - 18.09.2003, Page 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 27
JPV-ÚTGÁFA hefur kynnt hvaða
bækur eru væntanlegar hjá forlag-
inu nú fyrir jólin.
Íslensk skáldverk
Í flokki íslenskra skáldverka
koma út bækurnar: Öxin og jörðin
eftir Ólaf Gunnarsson. Söguleg
skáldsaga um Jón biskup Arason
og syni hans. Sagan fjallar um trú
og efa, sjálfstæði og kúgun.
Þegar stjarna hrapar eftir Vig-
dísi Grímsdóttur. Fólkið úr fyrri
sögum hennar, Frá ljósi til ljóss og
Hjarta, tungl og bláir fuglar, glím-
ir hér við tilveru sína, skelfileg
leyndarmál og ólgandi tilfinningar
með óvæntari og afdrifaríkari
hætti en nokkru sinni fyrr.
Í frostinu eftir Jón Atla Jón-
asson. Bókin er hans fyrsta skáld-
saga. Áður hefur komið út eftir
hann smásagnasafn og leikrit.
Skáldsagan er saga úr íslenskum
samtíma. Sagt er frá ungri ein-
stæðri móður, elliheimili, tilgangs-
leysi og þessum doða sem ríkir
þegar hver dagur er eins.
Ljóðtímavagn er lokabindi á
fjórðu þriggja bóka syrpu Sigurðar
Pálsson. Áður komu út Ljóðtíma-
skyn (1999) og Ljóðtímaleit (2001).
Sú síðarnefnda var tilnefnd til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna og
fékk Bóksalaverðlaunin í flokki
ljóðabóka.
Eftir Jóhann Hjálmarsson kem-
ur út þriðja bókin í Eyrbyggju-
þríleiknum og nefnist Vetrarmegn.
Hinar eru Marlíðendur (1998) og
Hljóðleikar (2000), en sú bók var
tilnefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs 2003.
Þýddar bækur
Í flokki þýddra bóka er seinna
bindi um Don Kíkóta eftir Miguel
de Cervantes. Guðbergur Bergs-
son þýddi. Aðalpersónan, don Kík-
óti, er búinn að lesa riddarasögur
sér til óbóta og hefur tapað vitglór-
unni. Hann ákveður að ferðast út í
heiminn til að koma góðu til leiðar,
geta sér eilífan orðstír og vinna
hjarta konunnar sem hann elskar.
Svo fögur bein eftir Alice Sebold
í þýðingu Helgu Þórarinsdóttur.
Á leið heim úr skóla mætir Susie
Salmon, fjórtán ára gömul stúlka,
morðingja sínum. Hún fer til
himna og þar fær hún allar óskir
sínar uppfylltar – nema það sem
hún þráir heitast, að hverfa aftur
til ástvina sinna á jörðu niðri.
Bókin hlaut verðlaun breskra
bóksala árið 2003, ABBY-verðlaun-
in 2003.
Skuggaleikir eftir José Carlos
Somoza er í þýðingu Hermanns
Stefánssonar. Bókin hlaut virtustu
glæpasagnaverðlaun heims árið
2002, Gullna rýtinginn. Bókin hef-
ur verið þýdd á á fjölmörg tungu-
mál.
Annað tækifæri eftir James
Patterson. Þýðingu gerði Magnea
J. Matthíasdóttir. Spennusög-
umeistarinn James Patterson leiðir
lesendur inn í skelfilega undir-
heima í annarri bókinni um
Kvennamorðklúbbinn.
Ævisögur og minningar
Í flokki ævisagna og minninga
koma út fimm bækur: Einhvers
konar ég eru sjálfsævisögur Þráins
Bertelssonar um fátækt, geðveiki,
einelti, þunglyndi og töframátt lífs-
ins.
Hér segir frá sjúklingum á
Kleppi, stuttri trúlofun, eftirminni-
legu jólahaldi, skrautlegri skóla-
göngu, kynórum, einsemd, lífs-
háska, einstæðum föðurog
óvenjulegum uppvexti.
Linda - Ljós og skuggar nefnist
frásögn Lindu Pétursdóttur sem
vann stærstu sigra á sviði fegurðar
og í viðskiptum. Reynir Traustason
skráir. Linda lýsir ást og ofbeldi
sem hún gengur í gegnum um ára-
bil. Seinna þurfti hún að horfast í
augu við alkóhólisma og andlega
sjúkdóma sem höfðu næstum lagt
hana í gröfina.
Dætur Kína eftir Xinran er í
þýðingu Helgu Þórarinsdóttur.
Bókin er frásögn um líf kvenna í
Kína eftir daga Maós.
Xinran var með útvarpsþátt í
átta ár sem þvert á allar væntingar
sló í gegn. Fjöldi kvenna hafði
samband við hana og afhjúpaði fyr-
ir henni lífsskilyrði sín í skjóli
nafnleyndar; lífsskilyrði sem engan
gat órað fyrir að þær byggju við
undir oft og tíðum sléttu og felldu
yfirborði.
Maður að nafni Dave eftir Dave
Pelzer í þýðingu Sigrúnar Árna-
dóttur. Fyrri bækur hans eru
Hann var kallaður „þetta“ og Um-
komulausi drengurinn. Maður að
nafni Dave hefur verið á metsölu-
lista New York Times í meira en
tvö ár.
Ambáttin er sönn saga um
þrælahald á okkar tímum. Bókin er
eftir Damien Lewis & Mende Naz-
er í þýðingu Kristínar Thorlacius.
Mende Nazer, ung Núbastúlka frá
Súdan segir hér sögu sína. Hún
var kölluð jebit, sem er skamm-
aryrði um þann sem á ekkert nafn
skilið.
Almennt efni
Í flokki almenns efnis kemur út
saga Illuga Jökulssonar og fleiri,
Ísland í aldanna rás 1900–2000.
Bókin kom áður kom út í þremur
bindum, en hefur nú verið sam-
einað í eitt veglegt verk.
Fólk í fjötrum - baráttusaga ís-
lenskrar alþýðu hefur Gylfi Grön-
dal skráð. Fjallað er um aðdrag-
anda og upphaf verkalýðs-
baráttunnar og lýst bágbornum
kjörum og sárri fátækt alþýðufólks
í byrjun tuttugustu aldar.
Stjórnun á tímum hraða og
breytinga er skráð af Þórði Víkingi
Friðgeirssyni. Fjallað er um skipu-
lag fyrirtækja og undirbúning
verkefna, áætlanagerð og eftirlit,
verklok og mat á árangri.
Súpersex er handbók um kynlíf
eftir Tracey Cox. Kama Sutra er
handbók eftir kynlífsfræðinginn
Anne Hooper. Hún setur fram
kenningar fornra erótískra meist-
araverka.
Betra sjálfsmat - Lykillinn að
góðu lífi er eftir Nathaniel Brand-
en. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir
þýddi.
Líkami fyrir lífið eftir Bill Phil-
lips í þýðingu Hávars Sigurjóns-
sonar kemur út í nýrri útgáfu.
Lífsgleði njóttu eftir Dale
Carnegie kemur einnig út í nýrri
þýðingu Þóru Sigríðar Ingólfsdótt-
ur.
Buddha - Dhammapada – Vegur
sannleikans er fornt safn orðskviða
Búddha (563–483 f. Kr.) Njörður P.
Njarðvík þýðir.
Þúsund hamingju spor eftir Dav-
id Baird í þýðingu Ísaks Harð-
arsonar.
Beðið eftir framtíð hefur að
geyma svart-hvítar ljósmyndir eftir
Jón Ásgeir. Myndirnar og textinn
urðu til í Aðaldal og nágrenni á tólf
mánuðum árin 2000 og 2001.
Barna- og unglingaflokkur
Í flokki barna- og unglingabóka
kemur út bók Berglindar Sigmars-
dóttir og Sigríðar Birnu Valsdótt-
ur, Hvað er málið? Bókin er ætluð
ungu fólki og fjallar um sambönd,
útlit, kynlíf, heilsu og sjálfsmynd.
Eftir breska rithöfundinn Ja-
queline Wilson kemur út bókin
Stelpur í sárum í þýðingu Þóru
Sigríðar Ingólfsdóttur.
Kafteinn Ofurbrók og vandræðin
með prófessor Prumpubrók eftir
Dav Pilkey í þýðingu Bjarna Frí-
manns Karlssonar.
Ævintýrið um Artemis Fowl –
Læsti tengurinn eftir Eoin Colfer í
þýðingu Guðna Kolbeinssonar.
Fúsi Froskagleypir eftir Ole
Lund Kirkegaard í þýðingu Önnu
Valdimarsdóttur kemur út í nýrri
útgáfu.
Átta titlar um Herramenn eftir
Roger Hargreaves. Þrándur Thor-
oddsen og Guðni Kolbeinsson
þýddu.
Tvær bækur um Skúla skelfi eft-
ir Francesca Simon í þýðingu
Guðna Kolbeinssonar.
Tvær bækur um Tomma togvagn
eftir W. Awdry í þýðingu Davíðs
Þórs Jónssonar.
Land og þjóð
Í flokknum Bækur um land og
þjóð eru væntanlegar Magic of Ice-
land eftir Thorsten Henn & Helga
Guðmundsson. Ensk og þýsk út-
gáfa. Vigdís Finnbogadóttir ritar
formála
Fjöldi ljósmynda frá Íslandi auk
upplýsinga um land og þjóð.
Íslandslitir, eftir Thorsten Henn.
Íslensk, ensk, frönsk og þýsk út-
gáfa. Sigur Rós ritar formálsorð.
Náttúra Íslands - Ferðalag í
myndum eftir Daníel Bergmann.
Íslensk og ensk útgáfa. Fjallað er í
máli og myndum um villta náttúru
Íslands.
Margra grasa kennir
í bókaútgáfu hjá JPV
Jóhann
Hjálmarsson
Jón Atli
Jónasson
Sigurður
Pálsson
Linda
Pétursdóttir
Vigdís
Grímsdóttir
Þráinn
Bertelsson
OPNUÐ verður í kvöld, 18.
september, kl. 20.30 sýning á
ljóðum Hjartar Pálssonar á
Café Borg, Hamraborg 10 í
Kópavogi. Hjörtur verður
skáld mánaðarins og stendur
sýningin til októberloka.
Ljóðasýningar undir heit-
inu „Skáld mánaðarins“ hóf-
ust í sumar og eru samstarfs-
verkefni Ritlistarhóps
Kópavogs og Café Borgar
sem býður gestum upp á létt-
ar veitingar við opnunina. Þá
les skáldið einnig nokkur ljóð.
Ljóðin á sýningunni eru 23,
valin úr fimm ljóðabókum
Hjartar, og eitt að auki. Auk
þess sem gestir veitingastað-
arins og þeir sem þar eiga
leið hjá geta lesið þau í
gluggunum liggja ljóðin
frammi í möppu sem gestir
geta skoðað ásamt stuttri
orðsendingu höfundarins til
lesenda.
Þess má geta að árið 2002
hlaut Hjörtur Pálsson ljóða-
verðlaunin „Ljóðstaf Jóns úr
Vör“ í samnefndri samkeppni
fyrir ljóðagerð sína.
Hjörtur
Pálsson
skáld mán-
aðarins á
Café Borg
Huggun í sorg - hugleiðingar og
bænaorð er eftir Karl Sigurbjörnsson
biskup. Bókin er tileinkuð þeim sem
sorgin hefur sótt heim. Hún geymir
huggunarorð úr ýmsum áttum, ör-
stutta texta í formi íhugana og bæna
og orða Biblíunnar sjálfrar um sorg og
missi, huggun og von.
Á bókarkápu segir m.a.: „Í hverri
sorg og neyð er bænin huggunarlind.
Jafnvel þeir sem ekki hafa vanist því
að biðja hafa fundið það. Í bæninni
fáum við að tjá allar okkar hugsanir,
þarfir og þrár, vonir og vonbrigði, reiði
og sorg.“
Útgefandi er Skálholtsútgáfan.
Bókin er 117 bls., prentuð í Guten-
berg. Verð: 1.450 kr.
Hugleiðingar
mbl.is
Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900