Morgunblaðið - 18.09.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.09.2003, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 27 JPV-ÚTGÁFA hefur kynnt hvaða bækur eru væntanlegar hjá forlag- inu nú fyrir jólin. Íslensk skáldverk Í flokki íslenskra skáldverka koma út bækurnar: Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson. Söguleg skáldsaga um Jón biskup Arason og syni hans. Sagan fjallar um trú og efa, sjálfstæði og kúgun. Þegar stjarna hrapar eftir Vig- dísi Grímsdóttur. Fólkið úr fyrri sögum hennar, Frá ljósi til ljóss og Hjarta, tungl og bláir fuglar, glím- ir hér við tilveru sína, skelfileg leyndarmál og ólgandi tilfinningar með óvæntari og afdrifaríkari hætti en nokkru sinni fyrr. Í frostinu eftir Jón Atla Jón- asson. Bókin er hans fyrsta skáld- saga. Áður hefur komið út eftir hann smásagnasafn og leikrit. Skáldsagan er saga úr íslenskum samtíma. Sagt er frá ungri ein- stæðri móður, elliheimili, tilgangs- leysi og þessum doða sem ríkir þegar hver dagur er eins. Ljóðtímavagn er lokabindi á fjórðu þriggja bóka syrpu Sigurðar Pálsson. Áður komu út Ljóðtíma- skyn (1999) og Ljóðtímaleit (2001). Sú síðarnefnda var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna og fékk Bóksalaverðlaunin í flokki ljóðabóka. Eftir Jóhann Hjálmarsson kem- ur út þriðja bókin í Eyrbyggju- þríleiknum og nefnist Vetrarmegn. Hinar eru Marlíðendur (1998) og Hljóðleikar (2000), en sú bók var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2003. Þýddar bækur Í flokki þýddra bóka er seinna bindi um Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes. Guðbergur Bergs- son þýddi. Aðalpersónan, don Kík- óti, er búinn að lesa riddarasögur sér til óbóta og hefur tapað vitglór- unni. Hann ákveður að ferðast út í heiminn til að koma góðu til leiðar, geta sér eilífan orðstír og vinna hjarta konunnar sem hann elskar. Svo fögur bein eftir Alice Sebold í þýðingu Helgu Þórarinsdóttur. Á leið heim úr skóla mætir Susie Salmon, fjórtán ára gömul stúlka, morðingja sínum. Hún fer til himna og þar fær hún allar óskir sínar uppfylltar – nema það sem hún þráir heitast, að hverfa aftur til ástvina sinna á jörðu niðri. Bókin hlaut verðlaun breskra bóksala árið 2003, ABBY-verðlaun- in 2003. Skuggaleikir eftir José Carlos Somoza er í þýðingu Hermanns Stefánssonar. Bókin hlaut virtustu glæpasagnaverðlaun heims árið 2002, Gullna rýtinginn. Bókin hef- ur verið þýdd á á fjölmörg tungu- mál. Annað tækifæri eftir James Patterson. Þýðingu gerði Magnea J. Matthíasdóttir. Spennusög- umeistarinn James Patterson leiðir lesendur inn í skelfilega undir- heima í annarri bókinni um Kvennamorðklúbbinn. Ævisögur og minningar Í flokki ævisagna og minninga koma út fimm bækur: Einhvers konar ég eru sjálfsævisögur Þráins Bertelssonar um fátækt, geðveiki, einelti, þunglyndi og töframátt lífs- ins. Hér segir frá sjúklingum á Kleppi, stuttri trúlofun, eftirminni- legu jólahaldi, skrautlegri skóla- göngu, kynórum, einsemd, lífs- háska, einstæðum föðurog óvenjulegum uppvexti. Linda - Ljós og skuggar nefnist frásögn Lindu Pétursdóttur sem vann stærstu sigra á sviði fegurðar og í viðskiptum. Reynir Traustason skráir. Linda lýsir ást og ofbeldi sem hún gengur í gegnum um ára- bil. Seinna þurfti hún að horfast í augu við alkóhólisma og andlega sjúkdóma sem höfðu næstum lagt hana í gröfina. Dætur Kína eftir Xinran er í þýðingu Helgu Þórarinsdóttur. Bókin er frásögn um líf kvenna í Kína eftir daga Maós. Xinran var með útvarpsþátt í átta ár sem þvert á allar væntingar sló í gegn. Fjöldi kvenna hafði samband við hana og afhjúpaði fyr- ir henni lífsskilyrði sín í skjóli nafnleyndar; lífsskilyrði sem engan gat órað fyrir að þær byggju við undir oft og tíðum sléttu og felldu yfirborði. Maður að nafni Dave eftir Dave Pelzer í þýðingu Sigrúnar Árna- dóttur. Fyrri bækur hans eru Hann var kallaður „þetta“ og Um- komulausi drengurinn. Maður að nafni Dave hefur verið á metsölu- lista New York Times í meira en tvö ár. Ambáttin er sönn saga um þrælahald á okkar tímum. Bókin er eftir Damien Lewis & Mende Naz- er í þýðingu Kristínar Thorlacius. Mende Nazer, ung Núbastúlka frá Súdan segir hér sögu sína. Hún var kölluð jebit, sem er skamm- aryrði um þann sem á ekkert nafn skilið. Almennt efni Í flokki almenns efnis kemur út saga Illuga Jökulssonar og fleiri, Ísland í aldanna rás 1900–2000. Bókin kom áður kom út í þremur bindum, en hefur nú verið sam- einað í eitt veglegt verk. Fólk í fjötrum - baráttusaga ís- lenskrar alþýðu hefur Gylfi Grön- dal skráð. Fjallað er um aðdrag- anda og upphaf verkalýðs- baráttunnar og lýst bágbornum kjörum og sárri fátækt alþýðufólks í byrjun tuttugustu aldar. Stjórnun á tímum hraða og breytinga er skráð af Þórði Víkingi Friðgeirssyni. Fjallað er um skipu- lag fyrirtækja og undirbúning verkefna, áætlanagerð og eftirlit, verklok og mat á árangri. Súpersex er handbók um kynlíf eftir Tracey Cox. Kama Sutra er handbók eftir kynlífsfræðinginn Anne Hooper. Hún setur fram kenningar fornra erótískra meist- araverka. Betra sjálfsmat - Lykillinn að góðu lífi er eftir Nathaniel Brand- en. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir þýddi. Líkami fyrir lífið eftir Bill Phil- lips í þýðingu Hávars Sigurjóns- sonar kemur út í nýrri útgáfu. Lífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie kemur einnig út í nýrri þýðingu Þóru Sigríðar Ingólfsdótt- ur. Buddha - Dhammapada – Vegur sannleikans er fornt safn orðskviða Búddha (563–483 f. Kr.) Njörður P. Njarðvík þýðir. Þúsund hamingju spor eftir Dav- id Baird í þýðingu Ísaks Harð- arsonar. Beðið eftir framtíð hefur að geyma svart-hvítar ljósmyndir eftir Jón Ásgeir. Myndirnar og textinn urðu til í Aðaldal og nágrenni á tólf mánuðum árin 2000 og 2001. Barna- og unglingaflokkur Í flokki barna- og unglingabóka kemur út bók Berglindar Sigmars- dóttir og Sigríðar Birnu Valsdótt- ur, Hvað er málið? Bókin er ætluð ungu fólki og fjallar um sambönd, útlit, kynlíf, heilsu og sjálfsmynd. Eftir breska rithöfundinn Ja- queline Wilson kemur út bókin Stelpur í sárum í þýðingu Þóru Sigríðar Ingólfsdóttur. Kafteinn Ofurbrók og vandræðin með prófessor Prumpubrók eftir Dav Pilkey í þýðingu Bjarna Frí- manns Karlssonar. Ævintýrið um Artemis Fowl – Læsti tengurinn eftir Eoin Colfer í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Fúsi Froskagleypir eftir Ole Lund Kirkegaard í þýðingu Önnu Valdimarsdóttur kemur út í nýrri útgáfu. Átta titlar um Herramenn eftir Roger Hargreaves. Þrándur Thor- oddsen og Guðni Kolbeinsson þýddu. Tvær bækur um Skúla skelfi eft- ir Francesca Simon í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Tvær bækur um Tomma togvagn eftir W. Awdry í þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar. Land og þjóð Í flokknum Bækur um land og þjóð eru væntanlegar Magic of Ice- land eftir Thorsten Henn & Helga Guðmundsson. Ensk og þýsk út- gáfa. Vigdís Finnbogadóttir ritar formála Fjöldi ljósmynda frá Íslandi auk upplýsinga um land og þjóð. Íslandslitir, eftir Thorsten Henn. Íslensk, ensk, frönsk og þýsk út- gáfa. Sigur Rós ritar formálsorð. Náttúra Íslands - Ferðalag í myndum eftir Daníel Bergmann. Íslensk og ensk útgáfa. Fjallað er í máli og myndum um villta náttúru Íslands. Margra grasa kennir í bókaútgáfu hjá JPV Jóhann Hjálmarsson Jón Atli Jónasson Sigurður Pálsson Linda Pétursdóttir Vigdís Grímsdóttir Þráinn Bertelsson OPNUÐ verður í kvöld, 18. september, kl. 20.30 sýning á ljóðum Hjartar Pálssonar á Café Borg, Hamraborg 10 í Kópavogi. Hjörtur verður skáld mánaðarins og stendur sýningin til októberloka. Ljóðasýningar undir heit- inu „Skáld mánaðarins“ hóf- ust í sumar og eru samstarfs- verkefni Ritlistarhóps Kópavogs og Café Borgar sem býður gestum upp á létt- ar veitingar við opnunina. Þá les skáldið einnig nokkur ljóð. Ljóðin á sýningunni eru 23, valin úr fimm ljóðabókum Hjartar, og eitt að auki. Auk þess sem gestir veitingastað- arins og þeir sem þar eiga leið hjá geta lesið þau í gluggunum liggja ljóðin frammi í möppu sem gestir geta skoðað ásamt stuttri orðsendingu höfundarins til lesenda. Þess má geta að árið 2002 hlaut Hjörtur Pálsson ljóða- verðlaunin „Ljóðstaf Jóns úr Vör“ í samnefndri samkeppni fyrir ljóðagerð sína. Hjörtur Pálsson skáld mán- aðarins á Café Borg Huggun í sorg - hugleiðingar og bænaorð er eftir Karl Sigurbjörnsson biskup. Bókin er tileinkuð þeim sem sorgin hefur sótt heim. Hún geymir huggunarorð úr ýmsum áttum, ör- stutta texta í formi íhugana og bæna og orða Biblíunnar sjálfrar um sorg og missi, huggun og von. Á bókarkápu segir m.a.: „Í hverri sorg og neyð er bænin huggunarlind. Jafnvel þeir sem ekki hafa vanist því að biðja hafa fundið það. Í bæninni fáum við að tjá allar okkar hugsanir, þarfir og þrár, vonir og vonbrigði, reiði og sorg.“ Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Bókin er 117 bls., prentuð í Guten- berg. Verð: 1.450 kr. Hugleiðingar mbl.is Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.