Morgunblaðið - 18.09.2003, Page 37

Morgunblaðið - 18.09.2003, Page 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 37 Látinn er í Reykja- vík Árni Guðjónsson, lögfræðingur og fv. for- stjóri Innheimtustofn- unar sveitarfélaga, tæpra 75 ára að aldri. Árni var fæddur á Neðri-Þverá í Fljótshlíð 23. október 1928, næst- yngstur af sex börnum hjónanna Guðjóns Árnasonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Árni ólst upp við venjuleg sveitastörf á heimili sínu og þótti snemma liðtækur til flestra starfa. Um tvítugsaldur ók hann bif- reið bróður síns í vegavinnu nokkur sumur, og féll sú tilbreytni vel, en að öðru leyti dvaldist hann að mestu heima við í námsleyfum. Árni batt ævarandi tryggð við bernsku- og æskustöðvar sínar, vitjaði þeirra á hverju sumri meðan heilsa leyfði og byggði sér þar sumarbústað í fyll- ingu tímans, unaðsreit, þar sem hann dvaldist löngum ásamt fjölskyldu sinni. Árni var í eðli sínu bóndi þó að örlögin höguðu því svo að hann ynni ævistarf sitt í steindri borg innan grárra skrifstofuveggja. Hann unni fögrum fjallahring, litadýrð og víð- sýni Fljótshlíðarinnar, íbúum hennar og sögu, gróðri og búfénaði og átti þar sínar sælustu stundir, fjarri amstri og álagi erfiðra og lýjandi lög- fræði- og innheimtustarfa. Þegar barnahópurinn á Neðri- Þverá náði fullorðinsaldri giftust dæturnar burt, eins og gerist og gengur, tveir eldri synirnir, Sigur- páll og Sigurður Ingi, unnu búi for- eldra sinna og virtust líklegir til að taka við búrekstri, en yngri bræð- urnir, þeir Árni og Magnús, héldu að heiman til náms. Árni las að mestu eða öllu leyti utanskóla til stúdents- prófs undir handarjaðri höfuðklerk- anna sr. Ragnars Ófeigssonar í Fells- múla, lærdómsmannsins víðkunna, og sr. Gunnars Jóhannessonar í Skarði í Gnúpverjahreppi, og vann þar fyrir brauði sínu jafnhliða námi. Þá var alsiða í sveitum að klerkar, sem fengust við búskap samhliða embættisstörfum, tækju pilta til und- irbúnings stúdentsprófi, en piltar sinntu vinnumannsstörfum til endur- gjalds. Árni átti góða og minnisstæða dvöl á báðum þessum prestssetrum, og minntist þeirra beggja, sr. Ragn- ars og sr. Gunnars, og fjölskyldna þeirra með hlýhug og virðingu. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1949 hugðist Árni halda utan til náms í dýralækningum ásamt góðvini sín- um og skólafélaga, Sveini Ágústssyni frá Ásum í Gnúpverjahreppi. Örlögin höguðu því hins vegar þannig, að af þeim áformum varð ekki og réð þar mestu skortur á námslánum og gjaldeyri á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari, en fjár- ráð hinna ungu bændasona voru af skornum skammti. Ákvað Árni þá að venda sínu kvæði í kross og lét inn- rita sig í lagadeild Háskóla Íslands, þar sem hann lauk síðan lagaprófi 26. janúar 1956, ásamt tveimur góðum félögum, sómamönnunum Björgvini Þorlákssyni, síðar fulltrúa hjá Eim- skipafélagi Íslands, og Þorvaldi Lúð- víkssyni, síðar hæstaréttarlögmanni og gjaldheimtustjóra. Árni réðst til starfa sem lögmaður og fulltrúi bæjarstjórans á Ísafirði, Jóns Guðjónssonar, að loknu emb- ættisprófi og starfaði þar í þrjú ár, eða til ársins 1959. Sveitapilturinn Árni undi hag sínum vel í sjávar- plássinu og eignaðist þar marga vini og góðkunningja. Á Ísafirði kynntist hann ungri ágætisstúlku, Steinunni Finnborgu Gunnlaugsdóttur, og gengu þau að eigast 3. maí 1959. Lifðu þau síðan í góðu og farsælu ÁRNI GUÐJÓNSSON ✝ Árni Guðjónssonfæddist á Neðri- Þverá í Fljótshlíð 23. október 1928. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ í Reykjavík 1. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 10. september. hjónabandi allt til þess er Árni lést og eignuð- ust fimm mannvænleg börn, er öll bera for- eldrum sínum fagurt vitni. Þau Árni og Stein- unn fluttust suður til Reykjavíkur, nýgift ár- ið 1959, en þá hafði Árni fengið atvinnu sem lög- fræðingur hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Fyrstu árin starfaði hann sem fulltrúi á líf- eyrisdeild stofnunar- innar, en árið 1963 tók hann við starfi deildarstjóra lána- deildar sömu stofnunar. Hjá Trygg- ingastofnuninni starfaði Árni svo samfleytt til ársins 1971, er hann tók við starfi forstöðumanns Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga. Mun það mest hafa verið fyrir tilstilli Hjálm- ars Vilhjálmssonar, þáverandi ráðu- neytisstjóra í félagsmálaráðu- neytinu, að Árni tók við forstöðumannsstarfi hjá hinni ný- stofnuðu innheimtustofnun, en þeir Hjálmar höfðu starfað saman hjá At- vinnuleysistryggingasjóði sem þá var til húsa í Tryggingastofnun rík- isins. Árni lét af störfum hjá Trygginga- stofnun ríkisins þegar Sverrir Þor- björnsson, hagfræðingur og for- stjóri, féll skyndilega frá, en með þeim Árna hafði tekist gott samstarf og vinátta, og kærði Árni sig ekki um að starfa þar undir handarjaðri stjórnmálamanna. Hjá Trygginga- stofnun varð Árna að vonum vel til vina og enn þann dag minnast gamlir vinnufélagar hans með þökk og virð- ingu. Árni var ekki mikill félagsmála- frömuður, hlédrægur maður og lítt framagjarn, en féllst samt á að taka sæti í stjórn Byggingasamvinnu- félags starfsmanna ríkisins á árunum 1972–1980, þar sem hann gegndi for- mannsstörfum árin 1977–1980. Hjá Innheimtustofnun sveitarfé- laga starfaði Árni síðan, uns hann varð að láta af störfum sakir heilsu- brests meira en hálfsjötugur að aldri. Hann mótaði stefnu stofnunarinnar á frumbýlingsárum hennar í samráði við stjórn og stjórnarformenn og átti sinn þátt í að vel tókst til við erfiðar aðstæður, því að innheimta barna- meðlaga er ekkert áhlaupaverk. Honum tókst vel að sigla á milli skers og báru í erfiðu og vandasömu starfi og vinna hylli viðskiptavina og sam- starfsmanna. Hætt er þó við að álag það og áhyggjur, er starfinu fylgdi, hafi gengið nær heilsu hans en menn gerðu sér grein fyrir, en vinnuharka og samviskusemi voru í senn veik- leiki hans og styrkur. Árni var nær daglegur gestur á heimili foreldra minna, Elínar og Al- berts, á háskólaárum sínum, því að móðir mín var elst þeirra systkina og frændrækin og vinföst með afbrigð- um. Var sérlega kært með þeim El- ínu og Árna, enda hygg ég að þau hafi verið líkust systkinanna frá Neðri-Þverá að skapgerð – og jafnvel útliti líka, bæði nokkuð skaprík en trygg og traust. Og allt til fullorðins- ára barnanna var fjölskylda Árna og Steinunnar fastagestir í jólaboðum á heimili foreldra minna, þar sem margt var spjallað yfir góðum veit- ingum og ávallt tekið í spil við mikinn fögnuð að hefðbundnum hætti. Á ég undirritaður margar og góðar endur- minningar frá þeim árum. Ég kveð Árna frænda minn með söknuði og þakklæti og bið honum blessunar í nýjum heimkynnum. Eig- inkonu hans og fjölskyldu flyt ég samúðarkveðjur við fráfall góðs og vandaðs manns sem í engu mátti vamm sitt vita. Guðjón Albertsson. Síðla á sjötta áratugnum réðst ungur lögfræðingur til starfa hjá Ísa- fjarðarbæ. Þar var Árni Guðjónsson, borinn og barnfæddur Fljóts- hlíðingurinn, kominn til hinna harð- býlu Vestfjarða og þeirra sérkenni- legu persónuleika sem þennan landshluta byggðu. Vafalítið hafa það verið mikil um- skipti frá sunnlenskri sveit sólskríkj- unnar, en aðalfugl Ísfirðinga var hrafninn á turni slökkvistöðvarinnar. Nefni ég þetta sérstaklega þar sem hann hafði ætíð gaman af að rifja upp sögur og sagnir af fólkinu sem bjó þarna út við yzta haf. Ekki leið á löngu þar til Árni fór að venja komur sínar í Mjógötu 7. Lyktir urðu þær að Árni og elsta systirin í Mjógötunni rugluðu saman reytum. Eftir það hét hann Árni mágur. Og Árni stóð undir nafni sem slíkur. Ung að árum misst- um við föður okkar og Árni var í senn ráðhollur vinur og styrk stoð okkar allra systkinanna og þá ekki síður mömmu sem nú sér á eftir góðum tengdasyni og vini. Margs er að minnast af góðum og gleðiríkum stundum, hátíðarstund- um og þeim tíma í lífinu þegar maður uppgötvar að sorgin gleymir engum. Árni var samur og jafn, ævinlega til staðar. Hann var mikill fjölskyldu- maður og lét sig ekki muna um að taka til hendinni á heimilinu eða að sinna litlu barni. Þar var sama ár- veknin og í kröfuhörðu starfi. Í mörg ár áttu þau hjón sumarbústað í Fljótshlíðinni sem þau kölluðu Niku. Þar nutu þau sín vel og ræktuðu garðinn sinn. Oftar en ekki var lítill vinnumaður eða vinnukona með í för, gjarnan að aðstoða afa og ömmu í sveitinni. Árni naut þess að fara í heyskap með bræðrum sínum að Neðri-Þverá á sumrin. Steinunn systir mín og Árni voru góð hjón, stóðu saman í blíðu og stríðu og þegar veikindin sóttu hann heim hin síðari ár var hún stoðin hans unz yfir lauk. Árni lá rúmfastur vegna veikinda sl. sex ár, lengst af á Sjúkrahúsinu á Ísafirði en þangað fluttu þau Steinunn og bjuggu um skeið. Á Ísafirði leið Árna vel og hann hlaut einstaka umönnun allra og eiga þeir sem hugsuðu um hann þar miklar þakkir skildar, svo og starfsfólk Skógarbæjar þar sem hann dvaldi síðustu mánuði. Ævinlega var gaman að heim- sækja Árna og spjalla um hin ýmsu málefni, umræðuefnið spannaði vítt svið, það gat verið búskapur, skóg- rækt, sauðfjárrækt og það sem um var að vera í þjóðfélaginu hverju sinni. Við skemmtum okkur vel sam- an er ræddir voru hinir ýmsu mögu- leikar til lands og sjávar. Þegar mér verður hugsað til Árna mágs míns og hvað það var sem einkenndi hann kemur margt upp í hugann en stærsti eiginleikinn held ég að hafi verið ábyrgðartilfinningin og um- hyggjan, það að sjá um sína í orðsins fyllstu merkingu. Fram á síðasta dag hugsaði hann um hvernig börnunum vegnaði. Einhverju sinni nefndi ég við hann hvað yngstu börnin í fjöl- skyldunni væru efnileg og hann ljóm- aði allur og sagði: „Þau eru öll falleg, barnabörnin mín.“ Í nafni móður okkar, okkar systk- inanna og fjölskyldna þeirra þakka ég liðna tíð og bið honum blessunar. Við minnumst Árna Guðjónssonar þegar við heyrum góðs manns getið. Sigríður Gunnlaugsdóttir. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, mágur, frændi og afi, ÞÓRARINN SVEINBJÖRNSSON, Birkihlíð, Stokkseyri, lést á Sjúkrahúsi Selfoss að morgni fimmtu- dagsins 11. september. Útför hans verður gerð frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 20. september og hefst athöfnin kl. 14.00. Jarðsett verður á Stokkseyri. Þórgunnur Jónsdóttir, Matthías Þórarinsson, Stefán Þórarinsson, Linda Þórarinsdóttir, Þórður Sveinbjörnsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Gríma Sveinbjörnsdóttir, Stefnir Helgason, Vilborg Sveinbjarnardóttir, Ken Wilson, Stefanía Þórdís Sveinbjarnardóttir, Ray Dignum, Ársæll Jónsson, Gyða Magnúsdóttir, Svava Kristín Valfells, Sveinn Valfells, frændsystkin og barnabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA GÍSLADÓTTIR frá Deild í Fljótshlíð, síðast til heimilis í Litlagerði 12, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju föstudaginn 19. september klukkan 16.00. Þröstur Jónsson, Ragnheiður Skúladóttir, Hrefna Jónsdóttir, Björn Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR RAFN GUÐMUNDSSON málarameistari, Naustahlein 30, Garðabæ, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánu- daginn 15. september. Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Bjarnarson, Pétur Guðmundsson, Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, Guðmundur K. Guðmundsson, Svanlaug Sigurðardóttir og barnabörn. Áskær móðir mín og amma okkar, HELGA JÓHANNSDÓTTIR, Árskógum 2, áður til heimilis í Furugerði 1, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Hrönn Sveinsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Eiríkur Ellertsson, Sveinn Frímann Bjarnason, Berglind Bjarnadóttir, Sigurður Blöndal, Svava Bjarnadóttir, Guðjón P. Arnarson, langömmubörn og langalangömmubarn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍAS BALDVINSSON slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, lést þriðjudaginn 16. september. Útförin verður auglýst síðar. Halla Guðmundsdóttir, Baldvin Skæringsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.