Morgunblaðið - 19.09.2003, Blaðsíða 26
MENNTUN
26 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ dugar ekki að hlaupaeftir tískuhugmyndum,það verður að rannsakahvort aðferðirnar virka áð-
ur en þær eru teknar í notkun,“
sagði dr. Hermundur Sigmundsson,
prófessor við norska tækni- og vís-
indaháskólann, á ráðstefnu Íslensku
menntasamtakanna Menntun á 21.
öldinni.
Hann sagði mjög brýnt að Íslend-
ingar legðu meira fé í rannsóknir á
námi og þroska barna. Sér kæmi
verulega á óvart að á Íslandi væri
engin rannsóknarmiðstöð um nám
og þroska barna, þar sem t.d. erf-
iðleikar barna í lestri, stærðfræði og
í hegðun eru rannsakaðir. Í Noregi
eru slíkar miðstöðvar um lestur,
stærðfræði og hegðunarvanda.
Vísindagreinar
Hermundur hefur verið öflugur á
sviði rannsókna í Noregi og fengið
það rannsóknarfé sem til þarf. Nið-
urstöður hans og samstarfsmanna
hafa vakið athygli. Í 175. hefti af
New Scientist, 2358 – 31. ágúst 2002
bls. 24 er vitnað í rannsóknir Her-
mundar: „Klaufsk börn eiga ekki að-
eins í erfiðleikum með fínhreyfingu.
Heilinn á einnig í vandræðum með
að vinna úr sjónrænni skynjun.“
Sagt er þar frá rannsóknum Her-
mundar og rannsóknarhóps í Þránd-
heimi á þessu sviði.
Tímaritið gefur lesendum sínum
fyrirheit um að skýra bráðlega frá
niðurstöðum þeirra um samband á
milli aksturshæfni og dyslexíu.
Hermundur hefur nýlokið við að
þróa nýtt próf til að mæla líkamlegt
ástand einstaklinga. Prófið spannar
aldurinn 4ra til 70 ára, og fékk 10
milljóna króna styrk frá norska heil-
brigðisráðuneytinu.
Sex greinar eftir Hermund birt-
ast á þessu ári í virtum vísindatíma-
ritum eins og þessi: Sigmundsson,
H., Hansen, P.C., Talcott, J. (2003).
Do ’clumsy’ children have visual
deficit? Behavioural Brain Re-
search, 139, 123-129. Önnur í Ex-
perimental Brain Research. Sú
þriðja í Scandinavian Journal of
Educational Research.
Enginn snarvegur í námi
Hann er núna að vinna að kenn-
ingu um færninám – eða hvernig
færni í lestri, skrift, stærðfræði og
hreyfingu lærist með börnum. Hún
byggist á nýjum kenningum um
nám og þroska barna, og gæti haft
mikil áhrif á störf þeirra sem vinna á
þessu sviði eins og kennara, sér-
kennara og sjúkraþjálfara. Fyrsti
hluti kenningarinnar kom fram í vís-
indagrein árið 1998 og síðan í bók
árið 2000 og hefur hún selst vel í
Noregi.
„Það finnst enginn snarvegur til
að efla nám og þroska barna,“ segir
Hermundur, „þetta er linnulaus
þjálfun, og Íslendingar þurfa að
stunda rannsóknir á þessu sviði
grimmt.“ Hann leggur áherslu á að
íslenskir fræðimenn á þessu sviði fái
verk sín ritrýnd og birt í virtum er-
lendum tímaritum. „Hver sem er
getur skrifað og gefið út bækur á
sviði náms og þroska barna,“ segir
hann, „en að áreiðanlegri mæli-
kvarði á gæði rannsókna sé að fá
þær metnar á alþjóðlegum vett-
vangi. Þá kemur í ljós hvort það sé
löngu búið að sanna það sem þar á
að sanna eða hvort alvarlega að-
ferðafræðileg villa hafi verið gerð.“
Hermundur stundar rannsóknir
sínar í Noregi og hann hefur einnig
starfað í Bretlandi. Sárlega vantar
rannsóknir hér á landi, að hans mati,
og að ekki eigi að fara út í hlutina
fyrr en búið sé að rannsaka þá.
„Fjölmargar goðsagnir eru á lofti
um hvernig börn læri og þroskist,“
segir hann og nefnir dæmi um tölvur
og nám sem Íslendingar hafa verið
ginnkeyptir fyrir. „Hvaða rannsókn-
ir hafa sýnt fram á kostina við að
kenna börnum með tölvum eða
hvernig eigi að gera það?“ spyr Her-
mundur.
Yfirfærsla náms lítil
Hann segist hafa hitt nokkra
kennara og sérkennara hér á landi
sem eru að vinna mjög gott starf við
þjálfun barna og hvernig megi auka
færni þeirra. Þessir kennarar
byggja á eigin reynslu, en geta ekki
endilega skýrt aðferðirnar með
rannsóknarrökum. Reynsla þeirra
er iðulega að ganga þurfi veginn all-
an á enda og að skemmri leiðin dugi
ekki.
Önnur goðsögn sem hafi verið
lengi við liði er um yfirfærslu náms.
Að færni á einu sviði megi yfirfæra á
annað svið. Ekkert samband er
þarna á milli. Ballettdansari verður
t.d. aldrei góður tangódansari nema
með linnulausri þjálfun. „Það er lítið
samband milli getu á einu sviði og
öðru sviði,“ segir Hermundur,
„færniþjálfun í lestri er bara þjálfun
í lestri. Enginn verður betri í lestri
nema með þjálfun í lestri jafnvel
þótt hann hlusti á tónlist í leiðinni.
Góð þjálfun í lestri skapar ekki góða
hæfileika í stærðfræði. Hvort um sig
þarf sérhæfða þjálfun.“
Goðsögn um vit og hreyfingu
Því hefur oft verið haldið fram að
tengsl séu á milli hreyfifærni barna
og vitsmunalegs þroska. Erla Gunn-
arsdóttir og Róbert Gunnarsson,
nemendur við KHÍ, sem Hermund-
ur leiðbeindi könnuðu samband
hreyfiþroska barna við 6 ára aldur
og árangurs í stærðfræði og ís-
lensku við 9 ára aldur, og reyndist
það sáralítið. En því hefur oft verið
haldið fram að sterkt samband sé
milli þessara þátta, og er það enn
ein goðsögnin: Að líkamleg færni og
vitsmunaþroski fylgist að.
„Meginmálið er að finna fyrst út
hvar börn eru stödd í mismunandi
færni og hefja ævinlega þjálfunin út
frá því,“ segir Hermundur. Áskor-
unin sem barnið fær verður að vera í
samræmi við færni þeirra.
Ef námsþættir í stærðfræði eru
kenndir í rangri röð eða áður en ár-
angur næst missa nemendur ein-
faldlega áhugann. Færni í að stinga
peningi í rauf á boxi verður ekki yf-
irfærð á að þræða perlur á band.
Hvort um sig er sérhæft. „Spurn-
ingin er aðeins hvað við viljum að
börnin kunni og séu fær í,“ segir
hann.
Meginlögmálin fjögur
Meginlögmálin í námi og þroska
eru fjögur að mati Hermundar, og
að þau komi fram í öllum rannsókn-
um á hreyfivandamálum sem hann
hefur skoðað:
1. Tíðni; að gera hlutina nógu oft.
2. Getustig; áskorun í
samræmi við getuna.
3. Viðbrögð; bregðast
jákvætt við árangri barna.
4. Sjálfsmat; barnið finni að það geti
gert hlutina sjálft.
Skoðun Hermundar er að ríkis-
valdið eigi að styðja dyggilega við
rannsóknir á námi og þroska barna.
Það gangi ekki að þessi þýðingar-
mikli hagsmunahópur verði undir í
baráttunni um fé. Stjórnmálamenn
og stjórnendur menntastofnana eigi
að sýna ótvíræðan metnað á þessu
sviði. Margir vinni vel, en rannsókn-
ir og alþjóðlegt samstarf eru skilyrði
fyrir réttum farvegi. Hann hefur því
lagt fram hugmyndir um rannsókn-
armiðstöð á námi og þroska barna.
Hugmyndin hefur enn ekki hlotið
brautargengi og óljóst hvort svo
verði. „Fólk er jákvætt en það þarf
fjármagn í slíka starfsemi,“ segir
hann, „rannsóknarmiðstöð í lestri
sem sett var á fót á ári læsis var
t.a.m. lögð niður árið 2002 sökum
fjárskorts.“
Þjálfun og þróun
Séu grunnrannsóknir ekki stund-
aðar eru meiri líkur á því að falla í
ýmsar órannsakaðar gryfjur eða
tískubólur í uppeldismálum. Her-
mundur segir einnig hættu á að fest-
ast inni í einhvers konar valdabar-
áttu á milli fagstétta eins og
genarannsóknir séu skýrasta dæmið
um. Rannsóknir (GOTTLIEB, 1998)
sýni t.d. greinilegt samspil gena og
umhverfis, dæmi: Streita hefur áhrif
á hormón sem aftur hafa áhrif á
DNA. Annað dæmi er að aðeins 20%
þeirra sem eru með MS-genið fá
sjúkdóminn. Áhrifin eru ekki bara
aðra leið heldur og samspil gena og
umhverfis óumflýjanlegt. Þróun
hvers einstaklings er stöðugt sam-
spil á milli starfsemi gena, tauga-
kerfis, atferlis- og umhverfisáreita.
Áreiti-viðbragð (stimulus-re-
sponse) er einfaldasta útskýring á
því sem á sér stað milli manns og
umhverfis. Áreitið þarf að vera í
samræmi við þau viðbrögð sem
barnið hefur náð tökum á. Þetta
hafa líka nýjar rannsóknir á heil-
anum sýnt, áreitið styrkir tauga-
frumuhópa og heilinn myndar grein-
ar tenginga á því svið sem þjálfað er.
Nýjar kenningar á sviðið tauga-
sálfræði styðja þetta og það sem
Hermundur hefur verið að gera:
Sérhæfing taugafrumna er mun
meiri en áður var talið og yfirfærsla
mun minni. Þannig að niðurstaðan
er að þroskast það sem þjálfað er.
Þróun er ekki fyrirfram ákveðin, og
umhverfið er eini þátturinn sem
kennarar, þjálfarar og uppalendur
geta haft áhrif á með áreitum.
Nám og þroski/ Rannsóknir á námi og þroska barna eru ekki nógu hátt skrifaðar á Ís-
landi að mati dr. Hermundar Sigmundssonar, prófessors við Tækni- og vísindaháskólann í
Noregi. Gunnar Hersveinn átti samtal við hann um nýjar rannsóknir og mikilvægi þess að
setja rannsóknarmiðstöð um nám og þroska barna á fót, og kannaði viðbrögð.
Áskorun
í samræmi
við færni
Morgunblaðið/Þorkell
Þroski er mjög flókið ferli þar sem margir þættir koma saman, segir Her-
mundur sem vill auka grunnrannsóknir á námi og þroska barna.
Fjölmargar goðsagnir eru á lofti
um hvernig börn læri og þroskist
Sérhæfing taugafrumna vegna
náms og þroska er mjög mikil
guhe@mbl.is
„HUGMYNDIR
um rannsóknar-
miðstöð um nám
og þroska ís-
lenskra barna eru
um margt áhuga-
verðar. Ég er sam-
mála Hermundi
hvað varðar brýna
þörf á grunnrann-
sóknum á þessum sviðum. Vett-
vangur fyrir slíkar rannsóknir hef-
ur einkum verið þríþættur, þ.e. að
sérfræðingar og fræðimenn standa
að rannsóknum, nemar í framhalds-
námi stunda slíkar rannsóknir og
loks hafa ýmiss konar stofnanir
staðið að grunnrannsóknum. Eins
og málum er nú háttað er erfitt að
öðlast yfirsýn yfir hvers konar
grunnrannsóknir hafa verið gerðar
þar sem enginn virkur gagna-
grunnur er til fyrir slíkt efni. Ann-
ar annmarki er sá að vettvangur til
kynningar á niðurstöðum rann-
sókna er takmarkaður.
Því má velta fyrir sér hvort
stofna eigi eina rannsóknarmiðstöð
eða styrkja þær stofnanir sem fyrir
hendi eru t.d. Námsmatsstofnun og
Greiningarstöð ríkisins, og breyta
og víkka starfssvið þeirra. Ef slíkt
yrði gert yrði það tvímælalaust
kostur ef þessar stofnanir yrðu
tengdar háskólastofnunum í land-
inu til að auðvelda farveg miðlunar
og kennslu. Annar kostur væri sá
að t.d. háskólarnir þrír, Háskóli Ís-
lands, Háskólinn á Akureyri og
Kennaraháskóli Íslands, stæðu
hver um sig eða sameiginlega að
því að koma á fót og bera ábyrgð á
stofnun sem gæti í senn stundað
rannsóknir og þróunarstarf á sviðið
þroska og náms. Að vissu leyti
finnst mér sá kostur vera fýsilegur
að hafa tvær til þrjár stofnanir
tengdar háskólum sem sinntu rann-
sóknum á sviði þroska og náms.“
Rósa Eggertsdóttir er sérfræð-
ingur hjá skólaþróunarsviði kenn-
aradeildar Háskólans á Akureyri.
Rósa Eggertsdóttir
„VÍSIR að miðstöð
þar sem fengist var
við miðlun,
kennslu, prófþró-
un, rannsóknir og
þjónustu við skóla
starfaði í 10 ár við
Kennaraháskóla
Íslands. Hér á ég
við Lestrar-
miðstöð. Hún var lögð niður og
fjárskorti kennt um. Ég er því ekki
bjartsýn á að miðstöð með útvíkkað
hlutverk verði sett á laggirnar en
myndi vissulega fagna því. Spurn-
ingar sem stýra rannsóknunum í
slíkri miðstöð þurfa að brenna á
starfsmönnum skóla og foreldrum.
Svörin, hvort sem þau eru í formi
tækja, prófa, aðferða eða þekk-
ingar eiga að nýtast þeim og hafa
hagnýtt gildi.
Ég tel jafnframt að rannsóknir á
fullorðnum sem greindir hafa verið
með nám- og þroskavandamál í
æsku ættu heima í miðstöð sem
þessari. Með því fæst yfirsýn um
horfur og þróun frá bernsku til full-
orðinsára. Við fullyrðum stundum
ranglega um viðkvæma hluti sem
ekki hafa verið rannsakaðir. Því er
til dæmis oft haldið fram hér á
landi að bæði dyslexía og ofvirkni
leiði til afbrota á fullorðinsárum.
Hvað höfum við fyrir okkur í því?
Það kom sænskum rannsakendum á
óvart árið 1999 að alvarleg dyslexía
reyndist jafnalgeng meðal afbrota-
unglinga og unglinga sem ekki
höfðu komist í kast við lögin. Erf-
iðara er að rannsaka hvort ein
kennsluaðferð virki betur en önnur.
Innan menntastofnana á Íslandi er
til bæði rannsóknarþekking og
reynsla af kennsluaðferðum sem
þróaðar eru við íslenskar aðstæður.
Það þarf að safna þekkingunni og
miðla skipulega. Ég sé það sem eitt
af hlutverkum rannsóknarmið-
stöðvar um nám og þroska.“
Rannveig Lund er sjálfstætt
starfandi fræðimaður í læsi í
ReykjavíkurAkademíunni.
Rannveig Lund
„HUGMYNDIR Hermundar og mínar falla að því leyti
saman að við erum sammála um að brýnt sé að Íslend-
ingar leggi meira fjármagn í rannsóknir á námi og þroska
barna. Hins vegar gæti okkur greint á um leiðir, þar sem
Hermundur virðist vilja leggja megináherslu á rann-
sóknir á frávikum; hvað börn geti ekki gert – væntanlega
til að „laga“ þau.
Mínar áherslur snúa aftur á móti að því að rannsaka
hvernig börn læra, hve getumikil þau eru – en það virðist
hingað til hafa farið að einhverju leyti framhjá þeim full-
orðnu, sérstaklega í rannsóknarsamfélaginu. Spyrja má hvort það sé eitt-
hvað líkt með rannsakendum og hamrinum sem vís kona lýsti eitt sinn
þannig: „ef þú hugsar eins og hamar þá ferðu að sjá allt í líki nagla.“
Rannsóknarmiðstöð getur verið til góðs en hún getur einnig stuðlað að
einhliða rannsóknum um nám og þroska barna og þá er illa af stað farið.
Ég tel mikilvægt að menn taki höndum saman og að rannsóknir um nám
barna verði efldar og það gert á breiðum grundvelli. Gæta verður að því að
festast ekki í gömlum hjólförum sem ég tel hugsanlega hættu á ef hug-
myndum Hermundar er fylgt.“
Guðrún Alda Harðardóttir er brautarstjóri leikskólabrautar kenn-
aradeildar Háskólans á Akureyri.
Guðrún Alda Harðardóttir
TENGLAR
.....................................................
Hermundur.Sigmundsson-
@SVT.NTNU.NO