Morgunblaðið - 20.09.2003, Síða 16

Morgunblaðið - 20.09.2003, Síða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ L ETTAR ganga í dag, laugardag, að kjör- borðinu til að segja hug sinn til aðildar að Evrópusambandinu (ESB). Þeir eru síðastir í röð Eystrasaltsþjóðanna þriggja sem það gera, og reyndar síðastir í röð þeirra þjóða sem í apríl síðastliðn- um skrifuðu undir aðildarsamninga að Evrópusambandinu, sem eiga að taka gildi hinn 1. maí 2004. Eftir at- kvæðagreiðsluna í Lettlandi verður staðfestingarferli aðildarsamning- anna lokið í öllum tilvonandi aðild- arríkjunum tíu nema einu – Kýpur- Grikkir eftirláta þjóðþingi sínu að taka þessa ákvörðun fyrir hönd þjóðarinnar; á Kýpur fer því ekki fram nein þjóðaratkvæðagreiðsla. Allt frá því aðildarsamningaferlið hófst hefur tiltölulega hátt hlutfall Letta litið það tortryggnum augum og í skoðanakönnunum framan af þessu ári mældist hlutfall óákveð- inna hátt. Nú á lokaspretti aðdrag- anda þjóðaratkvæðagreiðslunnar virðist stemningin meðal kjósenda þó hafa verið að sveiflast í átt að stuðningi við ESB-aðildina. Í einni nýjustu könnuninni, sem gerð var af viðhorfskannanafyrirtækinu In- Mind dagana 4.–7. september, sögðust 87% aðspurðra ætla að mæta á kjörstað; þar af ætluðu 55,2% að samþykkja aðildarsamn- inginn, 22,8% að greiða atkvæði á móti og 22% sögðust enn óákveðin. Í könnun sem Latvijas Fakti birti á fimmtudag hugðust aftur á móti 63,2% aðstyðja inngönguna, en 29,1% að segja „nei“. Aðeins 7,7% sögðust óákveðin. Lettar taki höndum saman við Eista og Litháa Lettneskir stjórnmálaleiðtogar hafa síðustu daga skorað á landa sína að láta þá fyrirvara sem þeir kunna að hafa við einstök atriði að- ildarsamningsins ekki aftra sér frá því að samþykkja hann. Lettar ættu að líta á niðurstöðuna úr þjóð- aratkvæðagreiðslunum í grannlönd- unum, Eistlandi og Litháen, sem hvatningu til að láta ekki sitt eftir liggja. „Í dag er tíminn kominn fyr- ir Lettland að taka ákvörðun og hnýta endahnútinn á einingu Eystrasaltslanda,“ sagði Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands. Í Eistlandi, þar sem einnig hefur gætt allnokkurrar óánægju með inngönguna í ESB, var aðildin sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta – 2⁄3 hluta atkvæða – um síðustu helgi og í Litháen, þar sem kosið var í júní sl., náðist hæst hlutfall „já-atkvæða“ í öllum þjóðarat- kvæðagreiðslunum níu, yfir 90%. Íbúar Lettlands eru um 2,35 milljónir, en þar af hafa um 1.400 þúsund manns atkvæðisrétt. Sam- kvæmt þeim lögum sem í landinu gilda um þjóðaratkvæðagreiðslur telst niðurstaðan bindandi ef helm- ingur þeirra kjósenda sem síðast kusu í þingkosningum greiðir at- kvæði, en það þýðir að minnst 497.543 kjósendur – 35,14% allra skráðra – verða að mæta á kjör- stað. Hálf milljón manna án kosningaréttar Um hálf milljón rússneskumæl- andi íbúa landsins, sem ekki hafa lettneskan ríkisborgararétt, hefur heldur ekki kosningarétt. Um 40% íbúa Lettlands eru ekki af lettn- eskum uppruna, heldur fólk sem flutti þangað frá öðrum hlutum Sovétríkjanna sálugu, flest frá Rússlandi, Hvít- Rússlandi og Úkraínu. Þetta fólk var ríkis- fangslaust þegar það missti sov- ézka ríkisborg- araréttinn; sjálf- krafa fékk það hvorki lettnesk- an né rússnesk- an (né hvít-rússneskan né úkra- ínskan). Samkvæmt lettneskum lögum stendur þessu fólki opið að sækja um lettneskan ríkisborgara- rétt, en til þess að fá hann þurfa umsækjendur að standast létt próf í lettneskri tungu, sögu og menn- ingararfleifð. Þetta hafa margir hinna rússneskumælandi íbúa landsins, sem aðallega búa í höf- uðborginni Riga og hafnarborgun- um Ventspils, Daugavpils og Liep- aja – þar sem mikið af olíuútflutningi frá Rússlandi fer nú um og sovézki flotinn hafði á sínum tíma bækistöðvar – ekki kært sig um. Talsverð spenna hefur einkennt samskipti Letta og rússneskumæl- andi minnihlutans og þessi spenna hefur einnig átt mikinn þátt í því að tengsl Lettlands við stóra grann- ann í austri eru stirðari en hinna Eystrasaltslandanna; í Eistlandi er rússneskumælandi minnihlutinn allnokkru minni, eða um 30% íbú- anna, og í Litháen er hann vel inn- an við 10% og þar fékk hann lithá- ískan ríkisborgararétt um leið og aðrir íbúar hins nýendurstofnaða lýðveldis árið 1991. Til skilnings á þessari spennu milli þjóðernishóp- anna í Lettlandi og Eistlandi ber að hafa í huga hvernig Moskvuvaldið nánast markvisst vann að því á Sovéttímanum að útmá þjóðerni Eystrasaltsþjóðanna; hundruð þús- unda Letta, Eista og Litháa voru flutt í þrælkunarbúðir í Síberíu eða „látnir hverfa“ á annan hátt. Skiptar skoðanir Meðal rússneskumælandi minni- hlutans eru skoðanir þó að minnsta kosti jafnskiptar um ágæti inn- göngu Lettlands í ESB og þær eru meðal Letta sjálfra. „Þegar Lett- land verður einu sinni gengið í ESB munu útlendingar geta komið og keypt upp landið okkar sem mun tapa sjálfstæði sínu,“ hefur AFP- fréttastofan eftir 28 ára gömlum manni úr rúss- neska minni- hlutanum í Daugavpils, sem er nýbú- inn að verða sér úti um lettneskan rík- isborgara- og þar með kosn- ingarétt. „Við höfum reynslu af því að vera hluti af öðru ríkjasambandi [Sov- étríkjunum]. Hvers vegna ættum við að ganga í slíkt á ný?“ spyr maðurinn, sem heitir Nikolai Nogovitsín. Annar rússneskumælandi sveit- ungi hans, rúmlega fimmtugur leigubílstjóri í Daugavpils, segist hins vegar myndu greiða atkvæði með ESB-aðildinni, hefði hann færi á því. Einkum þeir Lettlands-Rúss- ar sem stunda viðskipti hugsa sér gott til glóðarinnar þegar landið verður orðið hluti af hinum opna, sameiginlega Evrópumarkaði. Günter Verheugen, sem fer með stækkunarmál ESB í framkvæmda- stjórn þess, heimsótti Lettland nú í vikunni. Hvatti hann þá íbúa lands- ins sem ekki hafa sótt um ríkis- borgararétt að gera það; að öðrum kosti yrðu þeir enn meira utanveltu eftir því sem tímar liðu fram. „Við hvetjum rússnesku borgarana hér í Lettlandi til að læra lettnesku og sækja um ríkisborgararétt, en hon- um mun sjálfkrafa fylgja ESB- borgararéttur,“ sagði Verheugen. Kvaðst hann sannfærður um að Lettlands-Rússar ættu í auknum mæli eftir að sækjast eftir ríkis- borgararétti, einkum yngri kyn- slóðin. Tortryggni til sveita Álíka tortryggnir og áðurnefndur Nikolai eru margir Lettar, einkum á landsbyggðinni. „Ég ætla ekki að fara að kjósa á laugardaginn. Þeir munu ráðskast með okkur að sinni vild hvort eð er,“ hefur AFP eftir Olgu, bónda- konu í Jaunmarupe, um 20 km suð- vestur af Riga. Olga vann á sov- éttímanum á samyrkjubúi, en eftir 1991 skilaði ríkið fjölskyldu hennar átta hektara bújörð sem hún hafði átt fyrir tíma þjóðnýtingar Sovét- stjórnarinnar. Hún segir að framleiðsluvörur hennar, sem að mestu leyti eru kartöflur ræktaðar með lágmarks- tækni, seljist á mjög lágu verði og Evrópusambandsaðildin muni ekki breyta því. Mörg smábýlin sem urði til í Lettlandi eftir hrun sovétkerf- isins hafa síðan neyðzt til að hætta rekstri og til sveita er víða mikil fá- tækt. Enn hafa um 15% lands- manna þó viðurværi sitt af land- búnaði; aftur á móti hefur hlutdeild landbúnaðar í þjóðarframleiðslu skroppið saman á síðustu árum, úr um 10% fyrir áratug í um 4% nú. Til sveita óttast margir harðari samkeppni frá hátæknivæddum landbúnaði Vestur-Evrópu og kvótakerfi og gæðastaðla sameig- inlegrar landbúnaðarstefnu ESB. En tortryggnin í garð ESB er jafnmikil meðal margra bænda sem meira eiga undir sér. Girts, 33 ára bóndi sem rekur 115 hektara bú í félagi við tvo bræður sína, segist vera í „opinni andstöðu“ við ESB. „Ég trúi ekki á evrópskar niður- greiðslur,“ hefur AFP-fréttastofan eftir honum. „Þegar einhver gefur þér eitthvað mun fyrr eða síðar koma að skuldadögum. Og ég veit ekki hvers ESB mun krefjast af mér,“ segir hann. Kannanir hafa sýnt að fylgið við ESB-aðildina er mest meðal yngri, betur menntaðra borgarbúa. Þar sem þriðjungur íbúa Lettlands býr í Riga og annar þriðjungur í öðrum stærstu borgum landsins mun því óánægja fólks til sveita ekki gera útslagið í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag. Einn síðasti hjallinn á mjög langri braut Níunda og síðasta þjóðaratkvæða- greiðslan til stað- festingar næstu stækkunarlotu Evr- ópusambandsins fer fram í Lettlandi í dag. Andstaða við aðild er töluverð þar í landi, en að sögn Auðuns Arnórs- sonar er ekki útlit fyrir annað en að hún verði samþykkt. ’ Í dag er tíminnkominn fyrir Lett- land að taka ákvörð- un og hnýta enda- hnútinn á einingu Eystrasaltslanda. ‘ AP Lettneskir borgarar líta á upplýsingaefni um Evrópusambandið á götumarkaði í lettnesku höfuðborginni Riga. auar@mbl.is ÞRÍR létu lífið í sprengingu og elds- voða í stálverksmiðju í norðvestur- hluta Finnlands í gær. Skemmd súrefnisleiðsla olli sprengingunni og í kjölfarið kviknaði eldur í verksmiðjunni í Tornio, um 740 km norður af Helsinki. Spreng- ingin varð kl. 11 í gærmorgun, eða kl. 8 að íslenskum tíma. Yfirmaður verksmiðjunnar, Risto Liisanantti, sagði mennina hafa látið lífið í sprengingunni eða eldsvoðan- um sem fylgdi. Þá sagði hann að ekki væri vitað hvers vegna leiðslan hefði rofnað. Eldurinn geisaði í hálfa klukkustund. Verksmiðjan var rýmd eftir sprenginguna. AvestaPolarit-verksmiðjan er í eigu Outokumpu, sem er stærsta námu- og málmvinnslufyrirtæki Finnlands. Um 2.000 manns vinna í verksmiðjunni í Tornio. Sprenging í Finnlandi Tornio. AFP. ALI Imron, einn af skipuleggjend- um hryðjuverksins á Bali í Indónesíu í október í fyrra, var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi í fyrradag. Var honum hlíft við dauðadómi vegna þess að hann iðraðist gjörða sinna. Eldri bróðir Imrons hefur verið dæmdur til dauða fyrir aðild að hryðjuverkinu, sem varð meira en 200 manns að bana, og líklegt er að annar bróðir hans verði dæmdur til dauða fyrir sömu sakir. Hryðjuverkið á Bali Iðraðist og heldur lífi Denpasar. AFP. HASHIM Ahmed, sem gegndi emb- ætti varnarmálaráðherra í ríkis- stjórn Saddams Husseins, hefur gef- ið sig fram hjá bandaríska her- námsliðinu í norð- urhluta Íraks. Ahmed, sem var númer 27 á lista Bandaríkja- manna yfir eftir- lýsta ráðamenn í Írak, kom fram í borginni Mosul í gærmorgun eftir nokkurra daga málamiðlanir. Fjöl- skylda hans var með í för þegar hann gaf sig fram. Sultan Hashem Ahmad al-Jabburi al-Tai, eins og ráðherrann fyrrver- andi heitir fullu nafni, er að sögn ekki grunaður um að bera ábyrgð á glæpaverkum í valdatíð Saddams Husseins, fyrrverandi forseta. Daoud Baghestani, liðsmaður ír- askra mannréttindasamtaka, sem hafði milligöngu í málinu, sagði í gær að ráðherrann fyrrverandi hefði ekki komið nærri ákvörðunum stjórn- valda í tíð Saddams. Hashim Ahmed yrði því sýnd tilhlýðileg virðing. 40 af 55 komnir fram „Hann hefur enga glæpi framið,“ sagði Baghestani. Hann kvað Hash- im Ahmed við góða heilsu. Andleg líðan ráðherrans fyrrverandi væri með ágætum og hann hefði lagt á það ríka áherslu að hann hefði einungis fylgt skipunum, líkt og hermanni sæmdi, í valdatíð Saddams Husseins. 55 ráðamenn í Írak voru á lista þeim sem hernámslið Bandaríkja- manna birti yfir þá sem eftirlýstir væru í landinu. 40 þeirra hafa nú ým- ist verið drepnir, teknir höndum eða gefið sig fram. Íraskur ráðherra gefur sig fram Mosul. AFP. Sultan Hashim Ahmed ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.