Morgunblaðið - 20.09.2003, Síða 18

Morgunblaðið - 20.09.2003, Síða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EFTIR að Sigurður Lárusson, eig- andi söluturnsins Dals-Nestis í Hafnarfirði, hætti að taka við greiðslukortum gat hann lækkað álagninguna um meira en helming. Í fyrra jókst veltan í kjölfarið um 50% og reksturinn skilaði hagnaði. „Þegar ég var laus við kortin gat ég lækkað álagningu mína niður í 13%,“ segir Sigurður en áður var hún að meðaltali 27,2%. „Með öðr- um orðum ég gat lækkað álagn- inguna um meira en helming – bara með því að hafna kortunum.“ Sigurður er hugsjónamaður að því leyti að hann hefur barist í meira en áratug gegn fyrirkomu- lagi kortaviðskipta á Íslandi án þess að hljóta sérstakan persónu- legan ávinning af þeirri baráttu. Í þeirri baráttu hefur hann farið í dómsmál, fyrir hæstarétt, sent samkeppnisráði erindi, áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og í gær kom hann við á skrifstofu umboðsmanns Alþingis. Hann vill breyta þessu kerfi sem hann segir fela í sér stærstu og alvarlegustu brot á samkeppnislögum sem hægt sé að hugsa sér. Búum við kortaverðlag Sigurður heldur því fram að upp- bygging greiðslumiðlunar með debet- og kreditkortun sé miðstýrt sósíalskt fyrirbæri. Miðstýring nái inn í Reiknistofu bankanna sem stjórnað sé af öllum bönkunum sameiginlega með ólögmætu sam- ráði. Auk þess sé bankakerfið í samstarfi við tvo erlenda auð- hringi; Visa International og Mast- ercard. „Hvernig er hægt að hugsa sér meiri, stærri og alvarlegri brot á samkeppnislögum og samkeppnis- hugsuninni; markaðshagkerfinu. Ef þetta mál er tekið fyrir efn- islega, og rétt niðurstaða fæst, mun mál olíufélaganna líta út eins og krækiber í helvíti í samanburð- inum. Þetta er svo miklu, miklu stærra mál,“ segir Sigurður. Hann fullyrðir að almenningur á Íslandi búi við kortaverðlag. Kaup- menn þurfi að sjálfsögðu að taka þóknun fyrir viðskiptin en þeir þurfi líka að innheimta fyrir banka- kerfið vegna kortaviðskipta. Sá kostnaður sé falinn í verðlaginu sem allir þurfi að borga; líka þeir sem greiði með peningum. Hann segir þetta kerfi ekki byggt á frjálsum samningum eins og haldið sé fram. Til útskýringar segir hann kortaviðskipti byggjast á samningum fjögurra aðila; kort- hafa, kaupmanns, banka kaup- manns og banka korthafa. Ekki sé fyrir hendi umboð frá fimmta að- ilanum, þ.e. þeim sem nota pen- ingana. „Það vantar umboð frá þeim sem notar peningana. Þeir hafa aldrei skrifað undir neina samninga um að búa til eitthvað sem heitir korta- verð. Þeir eru látnir borga korta- verðlag þrátt fyrir að þeir noti pen- inga,“ segir Sigurður og verið sé að rugla framboð og eftirspurn. „Ef þú rukkar þriðja aðila, óskyldan aðila, um kostnað sér notandi kortsins ekki hvað varan kostar. Þetta er brot á markaðshagkerf- inu. Þetta er brot á öllum hag- fræðikenningum, lögum og sið- fræði.“ Brjóta þarf upp miðstýringuna Aðspurður segist hann ekki fylgjandi því að þeir sem noti kort borgi hærra verð en þeir sem noti peninga. „Bankarnir verða að rukka sína eigin viðskiptamenn, korthafa, um allan kostnað sem þessu fylgir. Þessir aðilar eiga að skaffa þau tæki sem þarf til að sinna þessum viðskiptum. Þetta eru þeirra viðskiptamenn og þeir geta ekki vísað sínum viðskipta- mönnum á einhvern þriðja aðila. Það er sósíalismi. Ég er að tala um samkeppni og markaðshagkerfi.“ Sjálfur segist Sigurður líta á kortin sem kolólögleg fyrirbæri. Enginn grundvöllur sé fyrir sam- keppni og það þurfi að brjóta upp miðstýringuna, samstarfið og sam- ráðið. Þá geti hver banki verðlagt sína þjónustu á eigin forsendum. Hann segir það hundfúlt og leið- inlegt að þurfa að hafna viðskiptum en hefði aldrei orðið sáttur við sjálfan sig ef hann hefði ekki tekið þessa baráttu upp á sínum tíma. Hún sé hluti af baráttu fyrir frelsi í viðskiptum en þessir viðskipta- hættir gangi í þveröfuga átt. Það sé megininntakið. Hann vill ráðast á hugmyndafræðina og það þýðir ekkert minna en að stinga þennan marghöfða þurs í hjartastað eins og hann orðar það. Að því hefði hann komist þegar hann hóf að reikna út óhagkvæmni þessara við- skipta; sú nálgun ein nægði ekki. Við lúguna í fimmtán ár í desember eru liðin fimmtán ár frá því að Sigurður tók við rekstri Dals-Nestis. Þetta á að mörgu leyti vel við hann en yfirlegan og við- veran er ofboðslega mikil að hans sögn. „Þetta er miklu meira krefj- andi en að vera með barn á brjósti eða kúabú. Þetta er miklu meira bindandi og gengur ekki nema eig- andinn sé með hjartað í þessu.“ Það segir líka sína sögu að hon- um hefur haldist vel á starfsfólki frá upphafi sem er fátítt í rekstri söluturna. Hann segir það líka fá- títt að menn endist svona lengi í þessu og sumarfrí þekkist ekki því þá þurfi samstarfsfólkið sitt frí. Fyrir vikið hefur flosnað upp úr vinahópnum og bridsið geymir hann á hillunni í bili. Hann reiknar með að halda bar- áttunni ótrauður áfram en viður- kennir að hann sé að eldast og það sé spurning hvenær hann vilji losna. Aðspurður hvort hann verði ríkur af þessu umstangi segir Sig- urður: „Ég verð ekki fjárhagslega ríkur en starfið gefur mér margt annað.“ Erindi vegna kortaviðskipta sent umboðsmanni Alþingis Baráttan snýst um frelsi í viðskiptum Hafnarfjörður Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Lárusson tekur einungis við beinhörðum peningum. FIMM ára krakkar á leikskólum Seltjarnarness voru sum hver nokkuð hissa á að grænmetið kæmi úr jörðinni en ekki úr búðinni þeg- ar þau fengu að taka upp það sem eftir varð í skólagörðunum nú í lok sumars. Var að vonum mikið fjör á þessari uppskeruhátíð. Umsjónarmenn skólagarða Sel- tjarnarness láta jafnan setja niður nokkuð meira magn af grænmeti sem elstu börnum leikskólanna er síðar boðið að taka upp og hafa með sér heim. Tilgangurinn með þessu er að vekja áhuga þeirra á skólagörðunum og hvetja þau til að sækja þá þegar þau hafa aldur til. Þetta hefur verið venja undan- farin ár á Seltjarnarnesi eftir að yngri árgangar grunnskólans hafa komið sinni uppskeru í hús að hausti. Grænmetið kemur úr jörðinni Ljósmynd/Björgvin Guðmundsson Seltjarnarnes AUNG San Suu Kyi, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Búrma, hefur gengist undir umfangsmikla skurð- aðgerð, að því er læknir hennar greindi frá í gær. Tin Myo Win lækn- ir sagði að líðan Suu Kyi, sem hlotið hefur friðarverðlaun Nóbels, væri stöðug. Aðgerðin hófst kl. 5 í gær- morgun að íslenskum tíma og stóð yfir í þrjár klukkustundir. „Líðan hennar er stöðug og hún er 100% í lagi,“ sagði Tin Myo Win við blaðamenn. „Hún talar. Henni verð- ur haldið hér í einhverja daga.“ Fyrr í vikunni fór Suu Kyi í aðgerð á kvensjúkdómadeild einkarekins sjúkrahúss. Óeinkennisklæddir ör- yggislögreglumenn voru á verði við sjúkrahúsið í Rangoon í gær. Aung San Suu Kyi hefur verið í stofufangelsi herforingjastjórnar- innar í Búrma frá því í maí. Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýstu í gær yfir áhyggjum vegna málsins og kváðust engar staðfestar heimild- ir hafa fyrir því að Aung Saan Suu Kyi hefði gengist undir aðgerð. Hvöttu þau yfirvöld í Búrma til að sleppa henni og öðrum pólitískum föngum úr haldi. Reuters Útlagar frá Búrma, stuðningsfólk Aung San Suu Kyi, söfnuðust saman við byggingu Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó í Japan í gær. Suu Kyi á sjúkrahúsi Washington. AFP. BREZKI Verkamannaflokkurinn beið ósigur í aukakosningum í Lund- únakjördæminu Brent austur, sem fram fóru í fyrradag. Er það í fyrsta sinn sem brezkir kjósendur ganga að kjörborði eftir dauða vopnasérfræð- ingsins dr. David Kelly. Ósigurinn er talinn áfall fyrir Tony Blair forsætis- ráðherra. Sigur úr býtum bar Sarah Teather, frambjóðandi Frjálslynda flokksins, en hún hlaut 1.118 atkvæðum meira en næsti frambjóðandi. Frambjóð- andi Verkamannaflokksins hlaut 63% atkvæða og vann kjördæmið með 13.000 atkvæða mun í hitteðfyrra. Kjördæmið hefur á umliðnum ár- um reynzt óvinnanlegt vígi Verka- mannaflokksins en þingmaður kjör- dæmisins, Paul Daisley, lést fyrr á árinu. Þóttu úrslitin, er þau lágu fyrir í gærmorgun, vera mikið áfall fyrir Tony Blair forsætisráðherra. Er þetta í fyrsta sinn sem Verkamanna- flokkurinn tapar þingsæti í auka- kosningum í 15 ár. Niðurstaðan var sett í samband við dauða Davids Kelly og deilur í Bret- landi um herförina gegn Saddam Hussein Íraksforseta. Stjórn Blairs er vænd um að hafa beitt vísvitandi blekkingum til að sannfæra almenn- ing um réttmæti þess að láta til skar- ar skríða gegn Saddam Hussein. Þykir trúverðugleiki Blairs og und- irsáta hans ekki sá sami og áður ef marka má skoðanakannanir. Frambjóðandi Verkamannaflokks- ins, Robert Evans, hlaut 7.040 at- kvæði en Teather 8.158. Frambjóð- andi Íhaldsflokksins, Uma Fernand- es, varð í þriðja sæti með 3.368 atkvæði. Um var að ræða 29% fylgissveiflu frá Verkamannaflokknum til Frjáls- lyndra. Kjörsókn var aðeins 36,4%. AP Sarah Teather, sigurvegari aukakosninganna í Bretlandi, með Charles Kennedy, leiðtoga Frjálslynda flokksins, eftir sigurinn. Flokkur Blairs tapar þingsæti Lundúnum. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.