Morgunblaðið - 20.09.2003, Síða 28
SKRUDDA nefnist nýtt útgáfufyrirtæki
sem gefa mun út nokkrar bækur með
haustinu. Þeirra á meðal er ný bók eftir
Flosa Ólafsson, leikara og rithöfund, sem
nefnist Ósköpin öll – Sannleikskorn úr sam-
búð. „Bókin er samantekt á hálfrar aldar
sambúð okkar hjóna,“ segir Flosi að-
spurður um ritverkið. „Og byggjast text-
arnir í ritinu á ýmsum minnismiðum sem ég
hef ritað í gegnum tíðina, dagbókarbrotum
auk sliturs úr prentuðu máli. Allt er þetta
skrifað í hálfkæringi og í írónískum stíl.“
Að sögn Flosa á bókin brýnt erindi til
allra þeirra sem hyggja á sambúð í dag.
„En ekki síður þeirra sem þegar hafa stofn-
að til sambúðar og eru í sambúð að ekki sé
nú talað um þá fjölmörgu sem gefist hafa
upp og slitið sambúðinni. Hjá öllu þessu
góða fólki þyrfti bókin helst að eiga sér
samastað á náttborðinu, en það er mín heit-
asta ósk að hún komi öllum til góðs sem eru
að reyna að hokra þannig að þeir geti
hokrað sem allra lengst,“ segir Flosi kím-
inn.
Aðspurður hver galdurinn sé að langri
og farsælli sambúð segir Flosi hana fyrst
og fremst felast í því að fólk sé áfram skot-
ið hvað í öðru. „Þannig er mikilvægt að
manni hlýni um hjartarætur við að sjá ból-
félaga sinn þó að maður sé sjálfur kominn
hátt á áttræðisaldur og makinn orðinn
gömul kerling.“
Flosi segir bókina skrifaða eins og hann
sjálfur sé forstokkað karlrembusvín. „Ég er
náttúrlega af þeirri kynslóð þar sem eðlileg
verkaskipting kynjanna fólst í því að karl-
arnir stunduðu útivinnuna meðan konurnar
sinntu „innanbæjarsnúningum“ á borð við
matargerð og saumaskap. Heima hjá mér
var heldur ekki ætlast til þess að karlar
gengju í „kvennaverk“. Sannleikurinn er
hins vegar sá að ég er afskaplega heitur
aðdáandi kvenna og stend stífur með kon-
um í réttindabaráttu þeirra og hef alltaf
gert þó að ég hafi stundum skrifað pistla
sem gefa annað í skyn. Það var gert í því
augnamiði að reita konur til reiði, því oft
fer fólk ekki að huga að kjörum sínum fyrr
en það hefur verið reitt til reiði. Ef ekki er
látið fjúka í konur við og við þá sofna þær
hreinlega á verðinum.
Annars líst mér bara býsna vel á þær
breytingar sem orðið hafa á hlutverkum
kynjanna síðustu áratugina. En mér finnst
konur oft á tíðum geta verið óttalega leið-
inlegar,“ segir Flosi og bætir við „Á mínu
heimili er mér t.d. aldrei hleypt í eldhúsið
því kona mín heldur því fram að ég eyði-
leggi allt.“
Enn skotin
hvort í öðru
Hjónin Flosi Ólafsson og Lilja Margeirsdóttir.
LISTIR
28 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR talað er um bandarísk tón-
skáld er röðin Ives, Thomson, Sess-
ions, Cowell; Gershwin, Copland,
Carter, Barber, Cage og Berstein,
sem allir eiga það sammerkt, að hafa í
verkum sínum reynt að skapa amer-
íska tónlist, þó að oft hafi skírskotunin
til evópskrar tónlistar ráðið miklu um
tónmál þessara tónskálda. Copland
orðaði það svo að það væri einföld að-
ferð að nota djass til að geta kallað sig
bandarískt tónskáld því þjóðfélagið
vestanhafs væri samsett úr fleiri
þjóðarbrotum en frá Afríku og nefndi
til indíána, og þá ólíku menningar-
hópa, sem komu frá Evrópu og Asíu.
Copland, á svipaðan máta og Ives,
beindi því sjónum sínum að banda-
rískri indíána tónmenningu og sveita-
tónlist, sem á sér sterkan skyldleika
við skandinavíska fiðludanstónlist.
Bernstein aftur á móti hallaði sé
nokkuð að djasshryn, þó að langt í frá
sé hægt að kalla Bernstein djassista
enda kom hann víðar við í verkum sín-
um. Bæði Copland og Bernstein
standa svolítið til hliðar við banda-
ríska söngleikamennt en því olli að
nokkru menntun þeirra en báðir voru
vel að sér um evópska tónlist og Bern-
stein virtur sem afburða stjórnandi
klassískra höfunda.
Copland þurfti að stríða nokkuð við
sjálfan sig, varðandi stíl, því verandi
vel að sér um evópska tónmennt
reyndi hann fyrst að fylgja þeim
straumum, sem voru efstir á baugi en
fann sig um síðir í því sem kalla mætti
bandaríska tónmennt er birtist sterk-
ast í ballettverkum hans. Bernstein,
sem var afburðagóður píanisti, var
sérkennilega klofinn sem höfundur,
leikinn í að nota dægurlagahefðina en
semur svo alvarlega tónlist sem fáir
vita um eða vilja hlusta á. Þessi tví-
skipting birtist einnig í starfi Bern-
steins sem stjórnanda, verandi vak-
inn og sofinn við að vinna að flutningi
bandarískrar tónlistar og svo njóta
óskiptrar frægðar, sem afburða góð-
ur stjórnandi klassískrar tónlistar
evópskra tónskálda. Í verkum þess-
ara manna kristallast sú togstreita
sem einkennir bandaríska tónlist.
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands sl. fimmtudag voru á efnis-
skránni verk eftir þessa snillinga og
hófust tónleikarnir á Forleik að óp-
erunni Candide eftir Bernstein, verk
sem er ævintýraleg hljómsveitaveisla
því hljómsveitin var honum jafntiltæk
og píanóið.
Annað verk tónleikanna var tvö
söngatriði úr óperunni The Tender
Land, eftir Copland, Once I Thought
I’d Never Grow og The Sun is Com-
ing Up, sem Sigrún Hjálmtýsdóttir
söng mjög vel. Þar eftir söng Sigrún
Somewhere úr West Side Story og
sérkennilegt lag, What a Movie, úr
óperunni Trouble in Tahiti og þar fór
Sigrún á kostum í glæsilegum söng
sínum. Á eftir hljómsveitarverkinu El
Salon Mexico eftir Copland söng Sig-
rún sérlega fallegt lag, Simple Gifts,
og lauk svo sínum hluta með aríu
Kúnigúndar, Glitter and Be Gay úr
óperunni Candide, eftir Bernstein,
með miklum „brilliance“, sérstaklega
í gamansamri og „klassískri“ kadensu
aríunnar.
Niðurlag tónleikanna var fjórir
þættir úr ballettinum Rodeo, eftir
Copland, sem er eitt vinsælast verk
höfundar og ber sterk einkenni banda-
rískrar sveitatónlistar, skemmtilegt
verk sem var mjög vel flutt. Hljóm-
sveitarstjórinn, David Charles Abell,
var auðheyrilega á heimavelli og
hljómsveitin fylgdi honum vel eftir svo
að í heild var þetta mikil hljómsveit-
arveisla þar sem saman fór léttleiki
tónmáls og glæsilegur hljómsveitarrit-
háttur, sérstaklega hjá Bernstein.
Hljómsveitarveisla
TÓNLIST
Háskólabíó
Flutt voru tónverk eftir
Copland og Bernstein.
Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Stjórnandi: David Charles Abell.
Fimmtudagurinn 18. september 2003.
Sinfóníutónleikar
Jón Ásgeirsson
KARL og kona, sambýlingar, eru
í þann mund að setjast að snæðingi
eftir vel heppnaða verslunarferð
þegar þrjá óvænta gesti ber að
garði, karl og tvær konur. Þeim er
vel tekið og boðið að taka þátt í mál-
tíðinni þó ekki hafi verið gert ráð
fyrir þeim í upphafi hennar. Sam-
kvæmið er ögn vandræðalegt til að
byrja með, en fljótlega bráðnar ísinn
og fyrr en varir eru allir komnir á
trúnaðarstigið, farnir að segja sögur
af sínum dýrmætustu og persónu-
legustu stundum. Svo er farið í
kjánalega leiki, og allir sofna.
Eftir æsilegar draumfarir vaknar
fólk til raunveruleikans á ný, gest-
irnir eru ekki velkomnir lengur og
fara. Eftir eru sambýlingarnir með
sjálf sig í ljósi þess sem gerðist og
kom fram í samkvæminu.
Kannski svolítið formúlukennt, en
svona er atburðaramminn í Vini
mínum heimsenda, sem þó er langt
frá því að vera hversdagslegt leik-
húsfóður. Þeir sem þekkja ólíkinda-
höfundinn Kristínu Ómarsdóttur
geta náttúrlega sagt sér það sjálfir.
Sambýlingarnir í verkinu eru þau
Elísabet og Ríkarður, fertug kona
og dvergur, sem búa saman, að því
er virðist á nokkuð snertipunkta-
lausan hátt.
Gestirnir mynda óvenjulegan ást-
arþríhyrning. Þau eru búlimíusjúk-
lingurinn Signý, blindi kynskipting-
urinn Agnes og Ólafur, sem pissar á
sig og á oftar en ekki erfitt með að
orða það sem hann hugsar. Öll eru
þau dauðvona.
Þessi yfirvofandi dauði er ein birt-
ingarmynd heimsendis í verkinu.
Dauðinn er heimsendir, og öll erum
við dauðvona. En kannski erum við
nútímafólk líka á siðferðilegum
heimsenda, við endimörk tækninnar,
á ástlausum hjara veraldarinnar þar
sem kynlíf er án tengingar við ást og
útlitið eitt skiptir máli.
En samt er von. Það hlýnar í sam-
lífi Elísabetar og Ríkarðs þegar
gestirnir hverfa á braut. Og eftir
„flekklausan“ getnað fæðist barn.
Er það frelsarinn? Eða kannski bara
brúða? Texti Kristínar Ómarsdóttur
er brotakenndur og stíllega fjöl-
breyttur, stundum að því er virðist
vísvitandi stirður og tilgerðarlegur,
á öðrum stöðum fullur af óvæntum
og snjöllum hugdettum og myndum
innan um hversdagslegra tal. Þessir
ólíku þættir varpa ljósi hver á annan
og útkoman er sú að áhorfandinn fer
að nema skáldskapinn í hvunndags-
snakkinu. Við þetta bætist síðan fjöl-
skrúðugt mynd- og táknmál sýning-
arinnar: Lifandi snákur í búri,
bananar, jólaguðspjallið, egg, blinda,
fuglar, blóðug sár, kórónur, spelkur.
Kristín Eysteinsdóttir höndlar þetta
allt af öryggi þrátt fyrir reynsluleys-
ið, en þó er ekki laust við að að
manni læðist sá grunur að skarpari
sýn á hvað ætlunin væri að segja, og
nákvæmari og hófstilltari notkun á
meðölum skáldskapar og leiksviðs
hefði skilað sér í meiri áhrifum, fast-
ari tökum á áhorfendum. Það er dá-
lítið stórt, púsluspilið sem þær nöfn-
ur senda okkur út með í leikslok, og
við erum ekki einu sinni alveg viss
um að öll stykkin séu á vísum stað.
En það er spennandi að velta því
fyrir sér í huganum, og athuga
hvaða mynd birtist þó eitthvað
kunni að vanta. Vinur minn heims-
endir er fyrir vikið sýning sem er
meira athyglisverð heldur en áhrifa-
rík.
Vinna leikaranna ber þess merki
að þeir hafi átt drjúgan þátt í mótun
sýningarinnar þótt endanleg útkoma
sé á hinn bóginn skýrt mótuð og ög-
uð, enda leikstjórinn með hreyfinga-
hönnuð sér til fulltingis.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir er Elísa-
bet og nýtir vel þann hæfileika sinn
að gera hversdagslegustu setningar
að bröndurum á áreynslulausan
hátt. Í síðari hlutanum náði hún síð-
an að sýna okkur eftirminnilega inn
að kvikunni í persónunni. Frank
Højbye Chistiansen varð hins vegar
ekki mikill matur úr frekar rýru
hlutverki Ríkarðs, dálítið eins og
höfundi og leikstjóra hafi fundist
nærvera hans nægjanleg til áhrifa.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson bjó
til kostulega aumkunarverðan von-
biðil úr Ólafi, þó erfitt væri að tengja
þetta hraustlega glæsimenni við
dauðvona mann með dripp í æð.
Elma Lísa Gunnarsdóttir er hárrétt
í hlutverk hinnar átröskuðu Signýj-
ar sem vefur félögum sínum um
fingur sér, að því er virðist án þess
að vita af því, en reynist svo fær um
stóra persónulega fórn fyrir annað
þeirra. Kynskiptingurinn Agnes var
síðan ansi hreint mögnuð persóna í
meðförum Arndísar Hrannar Egils-
dóttur, líkamsmál og raddbeiting
hvort tveggja afbragðsvel unnið.
Umgjörð sýningarinnar er prýði-
lega vel heppnuð, og á það jafnt við
um skemmtilega búninga Þórunnar
Elísabetar Sveinsdóttur og Mar-
grétar Sigurðardóttur, leikmynd
Ingibjargar Magnadóttur, lýsingu
Kára Gíslasonar og tónlist Úlfs Eld-
járns. Ingibjörg nær að nýta helsta
kost Hafnarfjarðarleikhússins,
sviðsdýptina, eins og margir fyrir-
rennarar hennar, og Kári býr iðu-
lega til sterkar myndir í rýminu með
lýsingu sinni.
Vinur minn heimsendir er frum-
legt og oft á tíðum skáldlegt leik-
húsverk sem er vel þess virði að sjá,
þó mín tilfinning sé sú að hlutarnir
séu á endanum stærri en heildin.
Hér er á ferðinni athyglisverð frum-
raun Kristínar Eysteinsdóttur sem
sýningarhöfundar, og staðfesting
þess að rödd Kristínar Ómarsdóttur
er einstök meðal íslenskra leik-
skálda.
Hvar endar heimurinn?
LEIKLIST
Mink leikhús og Hafnarfjarð-
arleikhúsið Hermóður og Háðvör
Höfundur: Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri:
Kristín Eysteinsdóttir, leikmynd: Ingi-
björg Magnadóttir, búningar: Þórunn El-
ísabet Sveinsdóttir og Margrét Sigurð-
ardóttir, lýsing: Kári Gíslason, tónlist:
Úlfur Eldjárn, sviðshreyfingar: Ólöf Ing-
ólfsdóttir.
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma
Lísa Gunnarsdóttir, Frank Højbye Christi-
ansen, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og
Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Hafnarfjarðarleikhúsið 18. september
2003.
VINUR MINN HEIMSENDIR
Þorgeir Tryggvason
LÖNGUM hafa austræn áhrif sett
mark sitt á nútímalist og nútímabók-
menntir. Sama gildir raunar um
hugmyndalegan
grundvöll Vestur-
landa seinni tíma.
Gunnar Dal hefur
ekki farið dult
með áhuga sinn á
anda Austurlanda
og ber nýjasta
ljóðabók hans
þeim áhuga vitni.
Þríhendur nefnist
hún og í henni eru þrjú hundruð
þrjátíu og þrjár vísur sem ,,sverja
sig í ætt við japönsku hækurnar“,
eins og segir á bókakápu, þrjár línur
hver með hinum klassíska atkvæða-
fjölda 5 – 7 – 5. Gunnar kýs að nefna
vísurnar þríhendur enda fer hann að
öðru leyti nokkuð frjálslega með
hækuformið. Athygli vekur hversu
ljúflega og áreynslulaust þríhend-
urnar streyma úr penna skáldsins.
Þessi kveðskaparmáti virðist honum
jafneðlilegur og að anda.
Mörg megineinkenni hækuforms-
ins eru huglæg, lögð er áhersla á að
túlka af innsæi fremur en rökvísi til-
finningar augnabliksins. Í bestu
hækunum magnast hversdagsleg
augnabliksmynd í áhrifamikla inn-
sýn í kjarna tilverunnar. Í bestu þrí-
hendum sínum tekst Gunnari Dal að
strjúka einhvern streng lífshörpunn-
ar þannig að hún hljómar sem
grunntónn tilverunnar eins og með
þessum einföldu orðum:
Ég sit í friði
læt heiminn koma til mín.
Geri ekki neitt.
Sama má segja um þessa óræðu mynd:
Örninn sem flýgur
skilur aldrei eftir sig
nein spor á himninum.
Flestar þríhendurnar verða þó
Gunnari Dal farvegur fyrir lífsspeki
hans þannig að þær líkjast meir heil-
ræðum og heimspekilegum kjarn-
yrðum (aforismum). Viðfangsefnin
eru fjölbreytt, allt frá gagnrýni á
takmarkalausa frelsisdýrkun til
náttúruverndarsjónarmiða og frið-
ahyggju sem uppfull er af lífsspeki í
anda Taósins. Mikil áhersla er lögð á
að veröldin sé veröld breytinganna
og að einungis í heimi skilgreining-
anna sé til fastur punktur. Trú
Gunnars er trú á hið einfalda, fagn-
aðarerindi ,,Krists / án guðfræðinga.
Þríhendurnar orka misjafnlega
sterkt á mig. Best finnst mér Gunn-
ari takast upp þegar lífsspekin og
heilræðin þokast í skuggann eða
spretta upp af ljóðmyndum og bestu
þríhendurnar eru þær sem fanga
augnablikið af innsæi og myndvísi:
Rós sólsetursins
opnast í augum þínum
út í nóttina.
Með Þríhendum Gunnars Dal öðl-
umst við enn á ný innsýn inn í hug-
arheim lífsspekings og þegar best
lætur tekst honum að fanga augna-
blikin af innsæi og myndvísi.
Þríhendur
BÆKUR
Ljóð
eftir Gunnar Dal. Lafleur. 2003 – 333 vís-
ur.
ÞRÍHENDUR
Skafti Þ. Halldórsson
Gunnar Dal