Morgunblaðið - 28.11.2003, Side 9

Morgunblaðið - 28.11.2003, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 9 Hlýjar yfirhafnir Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Bankastræti 14, sími 552 1555 Fallegar vörur Fjölbreytt úrval Í mjúka pakkann hennar ullar- og silkipashminur Margir litir Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun iðunn Stretch gallabuxur Blússur og peysur í úrvali Laugavegi 84, sími 551 0756 á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Póstsendum Úrval af rúmfatnaði fyrir alla fjölskylduna Hverfisgötu 6 sími 562 2862 KAUPVERÐ Landsbanka Íslands mun lækka um 700 milljónir króna skv. ákvæði í kaupsamningi ríkisins við Samson ehf. um takmarkaða verð- aðlögun ef þróun tiltekinna efnahags- liða yrði önnur en gengið var út frá í samkomulaginu. Viðskiptaráðuneytið gaf út tilkynningu þessa efnis í gær. Gengið var frá sölu á 45,8% hlut í Landsbankanum til Samsonar ehf. fyrir 12,3 milljarða á gamlársdag í fyrra. Í tilkynningu framkvæmdanefndar um einkavæðingu frá 31. desember 2002 um undirritun kaupsamnings milli íslenska ríkisins og Samsonar ehf. kom fram að í samningnum væru ákvæði um takmarkaða verðaðlögun, allt að 700 milljónir króna, ef þróun tiltekinna efnahagsliða yrði önnur en gengið var út frá í samkomulagi aðila. Þá kom fram að ekki yrði ljóst fyrr en á síðari hluta ársins 2003 hvort þessi ákvæði hefðu áhrif á endanlegt kaup- verð. Í tilkynningu frá viðskiptaráðu- neytinu til Kauphallar Íslands segir að nú liggi fyrir sú niðurstaða að kaupverð Landsbanka Íslands lækki um 700 milljónir króna að fengnu mati tveggja endurskoðunarskrif- stofa og staðfestingu Ríkisendur- skoðunar á tilteknum eignum Lands- banka Íslands þann 30. júní sl. Þar segir jafnframt að lokagreiðsla kaup- verðsins verði innt af hendi þann 29. desember nk. Kaupverð Landsbankans lækkar um 700 milljónir FORMAÐUR samgöngunefnd- ar Reykjavíkurborgar, Árni Þór Sigurðsson, sýndi slæmt for- dæmi að mati Kjartans Magn- ússonar, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks, þegar hann notaði embættisbifreið forseta borgar- stjórnar á bíllausa daginn. Kjartan benti á þá staðreynd, á fundi samgöngunefndar, að Árni Þór hafi sjálfur hvatt al- menning til að nýta sér almenn- ingssamgöngur og aðra ferða- máta en einkabílinn, en síðan notað hann sjálfur. Þetta hafi valdið neikvæðri fjölmiðlaum- fjöllun og verið á skjön við boð- skap bíllausa dagsins. Kjartan segir Árna Þór, sem var í aðal- hlutverki við að kynna sam- gönguvikuna í september, hafa neitað að svara fyrirspurnum um þessa breytni þangað til ný- lega og þá með ómálefnalegum skætingi. „Við vildum ræða þessi mál bæði út frá jákvæðri og neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun og fara almennt yfir málið, en í stað þess að svara því, brást for- maðurinn afar illa við og réðst á mig með stóryrðum og skæt- ingi,“ segir Kjartan. „Mér sýnist út frá þeim svörum sem ég fékk um kostnað samgönguvikunnar að þar vanti inn vissa kostnaðar- liði.“ Nýtti fjölbreyttan ferðamáta Í svari Árna Þórs til Kjartans á fundi samgöngunefndar ný- lega sagði meðal annars: „Í sam- ræmi við hugmyndafræði Evr- ópsku samgönguvikunnar nýtti formaður samgöngunefndar einmitt hina fjölbreyttu ferða- máta þá daga sem vikan stóð eins og endra nær. Í þeim sam- anburði á borgarfulltrúi Kjartan Magnússon ekki úr háum söðli að detta, þó það sé efni þessa máls óviðkomandi.“ Borgarfulltrúi sjálfstæðismanna Árni Þór sýndi slæmt fordæmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.