Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 18
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
PALESTÍNSK kona, Manal al-Simiri (t.h.), leitar huggunar hjá frænku sinni
er maður hennar, Osama al-Simiri, var borinn til grafar í Der al-Balah á
Gaza-svæðinu í gær. Hann var einn þriggja Palestínumanna sem ísraelski
herinn segir hafa verið fellda á flótta á miðvikudaginn eftir að þeir hafi gert
misheppnaða tilraun til að gera árás á ísraelska hermenn á Gaza.
Reuters
Sorg á Gaza
Á FYRSTU átta mánuðum ársins
2003 nam aflaverðmæti íslenskra
skipa af öllum miðum 47,5 milljörðum
króna en á sama tímabili ársins 2002
var verðmætið 55,1 milljarður króna
og er þetta samdráttur um 7,7 millj-
arða króna eða 13,9%. Verðmæti
botnfiskaflans á sama tímabili var
30,1 milljarður króna samanborið við
34,2 milljarða króna á árinu 2002,
samkvæmt útreikningum Hagstof-
unnar.
Af verðmæti einstakra botnfiskteg-
unda þá var verðmæti þorsks 17,2
milljarðar en var 18,9 milljarðar á
árinu 2002, verðmæti ýsuafla dróst
saman um 600 milljónir króna og
verðmæti ufsaafla dróst saman um
800 milljónir króna. Verðmæti upp-
sjávarafla var 9,3 milljarðar króna en
á árinu 2002 var verðmætið 12,8 millj-
arðar króna og munar mestu um 3,3
milljarða samdrátt í verðmæti loðnu-
afla.
Verðmæti afla í beinni sölu útgerða
til vinnslustöðva var á tímabilinu 22,6
milljarðar samanborið við 26,6 millj-
arða á árinu 2002 og er það samdrátt-
ur um 4 milljarða króna. Verðmæti
sjófrysts afla var 14,0 milljarðar
króna en nam 15,9 milljörðum króna á
árinu 2002. Á markaði, til vinnslu inn-
anlands, var landað afla fyrir 6,8 millj-
arða króna samanborið við 8,3 millj-
arða króna í fyrra. Verðmæti landaðs
afla var mest á Norðurlandi eystra
eða rúmir 7,6 milljarðar króna en litlu
minni á Suðurnesjum, tæpir 7,6 millj-
arðar króna, og á höfuðborgarsvæð-
inu um 7 milljarðar króna. Mestur
samdráttur í verðmætum landaðs afla
á milli ára varð á Austurlandi eða um
1,6 milljarðar króna, fór úr 8,3 millj-
örðum árið 2002 í 6,7 milljarða í ár.
Aflaverðmætið
dregst saman um
7,7 milljarða
!
"#$
!$
"#
%
##
$
%
&
'' (
)
*+
, *
+( - -.+
*++
' -/
.*## *
)
+
*##/
0
1
2
0*-
+$,30
*
1
*0
*
+ -14- /
5- )4-+
""!
%$
"!"
%$
#
$/##
!!
#
!
/#
/!"
/$#%
/!$$
/$#%
/"
/"
%/#
/$
"/# #$
"/%
/"$$
/"
/! "
"/ $
/"$
/
/! #!
6$%3
6$%3
6!%3
6$3
6$ 3
6$$3
6$"3
6$#3
6%3
- 7
8 /
9 : ;
:
6* :
<
*
*
)
/6* HEILDAREIGNIR sjávarútvegs-
ins í árslok 2002 voru 234 milljarðar
króna, heildarskuldir 161 milljarður
og eigið fé 73 milljarðar. Verðmæti
heildareigna hefur lækkað í fjárhæð-
um um 5% frá 2001 og skulda um
14% en eigið fé hefur aukist um 22%.
Þetta kemur fram í útreikningum
Hagstofunnar upp úr ársreikningum
207 sjávarútvegsfyrirtækja fyrir ár-
ið 2002. Hreinn hagnaður hefur í
heildina dregist verulega saman,
einkum í botnfiskvinnslu.
Hagnaður fyrir afskriftir, fjár-
magnskostnað og tekju- og eignar-
skatta sem hlutfall af heildartekjum
sjávarútvegsins lækkaði milli áranna
2001 og 2002. Í fiskveiðum og
-vinnslu lækkaði þetta hlutfall, án
milliviðskipta, úr 30% í 21,5%. Í fisk-
veiðum lækkaði hlutfallið úr 24,5%
árið 2001 í 23,5% af tekjum árið 2002
en í fiskvinnslu lækkaði hlutfallið úr
19,5% árið 2001 í 8% árið 2001.
Afkoma bæði botnfiskveiða og
-vinnslu versnaði frá árinu 2001 til
ársins 2002. Hreinn hagnaður botn-
fiskveiða, reiknaður samkvæmt ár-
greiðsluaðferð, lækkaði úr 13% í
12,5% af tekjum og hagnaður botn-
fiskvinnslu lækkaði úr 16,5% í 3% af
tekjum. Afkoman er betri ef gert er
upp samkvæmt hefðbundnum upp-
gjörsaðferðum í stað árgreiðslu.
Hagur rækjuvinnslu og hörpudisk-
vinnslu versnaði á árinu 2002.
Hagnaður var áfram á rekstri
mjölvinnslu og loðnuskipa á árinu
2002 en hagnaðurinn minnkaði frá
árinu 2001. Afli var mikill og verð af-
urða hækkaði á árinu.
Mismunandi aðferðir
Nokkur munur reyndist vera á af-
komu sjávarútvegsins eftir því hvort
hagnaður er reiknaður eftir ár-
greiðsluaðferð eða á hefðbundinn
hátt miðað við gjaldfærðar afskriftir
og fjármagnskostnað. Munar hér
mestu um meðferð á gengistapi
vegna erlendra lána fyrirtækjanna.
Verð á erlendum gjaldeyri lækkaði
um 8,5% frá upphafi til loka árs 2002
miðað við útflutningsvog en um 2,5%
á milli ársmeðaltala. Fjármagns-
kostnaður varð því óvenju lágur
samkvæmt hefðbundnum aðferðum
vegna mikillar tekjufærslu og fyrir
útgerðina í heild varð tekjufærslan
rúmum 5 milljörðum hærri en allur
gjaldfærður fjármagnskostnaður. Sé
árgreiðsluaðferðin notuð gætir ekki
sveiflna af þessu tagi við mat á fjár-
magnskostnaði.
!
"!# $ %&
' !
(' )
*' )!
<*
=
. +'
*' )!
.
' !
)#
+'#!
' ,(
-
-
>
>
$#
6 >
6#>
-
-
-
-
>
$$>
-
#>
6$>
-
-
-
$>
$">
-
$
$%
-
-
-
$$>
$
$ >
-
>
6$
-
-
$?2
- +
,
+)
,
,
/
?@
+)
* -- +' -- 0* /
$??
?
?
?
A3?
+)- .
# )!
' )!#
- 7
8 /
Verri afkoma
útvegsins í fyrra
BRESKA lögreglan handtók í
gær 24 ára gamlan mann í
Gloucester í vesturhluta Bret-
lands en hann er grunaður um
tengsl við al-Qaeda-hryðju-
verkasamtökin. Þá var 39 ára
gamall maður handtekinn í
Manchester á grundvelli laga
um varnir gegn hryðjuverkum.
Eftir handtöku mannsins í
Gloucester lét lögreglan rýma
alls 119 hús í nágrenninu af ótta
við að virkar sprengjur væri að
finna á heimili mannsins. „Við
hefðum ekki gripið til þessara
ráðstafana ef við tryðum því
ekki að mikil ógn stafaði af
þessum tiltekna einstaklingi,“
sagði David Blunkett, innanrík-
isráðherra Bretlands, í samtali
við breska útvarpið, BBC.
Fram kom að maðurinn, sem
handtekinn var, er breskur en
af asísku bergi brotinn. Sky-
sjónvarpsfréttastöðin sagðist
hafa heimildir fyrir því að hann
hefði haft tengsl við „skó-
sprengjumanninn“ Richard
Reid en hann afplánar nú lífs-
tíðardóm í Bandaríkjunum fyr-
ir að hafa gert tilraun til að
sprengja upp Boeing-767 far-
þegaflugvél sem var á leiðinni
frá París til Miami í desember
2001.
Rýmdu
öll hús
í næsta
nágrenni
London. AFP.
Meintur al-Qaeda-
liði handtekinn
í Bretlandi
ÁÆTLAÐ er, að um fimm milljónir
manna hafi smitast af alnæmisveir-
unni á þessu ári og hafa þeir aldrei
verið fleiri. Þá er talið, að þrjár
milljónir manna hafi látist úr sjúk-
dómnum. UNICEF, Barnahjálpar-
sjóður Sameinuðu þjóðanna, telur,
að eftir sjö ár verði fjöldi afrískra
barna, sem misst hefur a.m.k. ann-
að foreldrið af völdum alnæmis,
verða um 20 milljónir.
Kemur þetta fram í nýrri skýrslu
frá WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofn-
uninni, en í henni segir, að líklega
muni þessar tölur hækka mikið á
næstu árum, aðallega vegna yfir-
vofandi alnæmisfaraldurs í Austur-
Evrópu og Mið-Asíu. Kom þetta
fram á fréttavef BBC, breska rík-
isútvarpsins.
Í skýrslunni, sem tekin var sam-
an í tilefni af Alþjóðaalnæmisdeg-
inum 1. desember næstkomandi,
segir, að um 40 millj. manna um all-
an heim séu smitaðar eða sjúkar,
þar af um 2,5 millj. barna. Dag
hvern smitast um 14.000 manns.
Framtíð Afríku í húfi
Verst er ástandið í Afríku sunn-
an Sahara en þar eru 30% íbúanna
smituð eða sjúk og heil 39% í
Botswana. Annars staðar, til dæmis
í Kína, Indlandi, Indónesíu og
Rússlandi, sækir alnæmið hratt
fram, einkanlega vegna vaxandi eit-
urlyfjaneyslu og óvarinna kyn-
maka.
Dr. Peter Piot, yfirmaður UNA-
ids, þeirrar stofnunar Sameinuðu
þjóðanna, sem fæst við alnæmis-
varnir, segir, að í þeim ríkjum þar
sem alnæmisfaraldur er í uppsigl-
ingu verði að grípa strax í taumana.
Verði það ekki gert, muni afleiðing-
arnar verða þær sömu og í Afríku.
Í skýrslu Barnahjálparsjóðsins
segir, að verst sé ástandið í Botsw-
ana, Lesotho og Swaazilandi en tal-
ið er, að þar muni fimmta hvert
barn verða munaðarlaust af völdum
alnæmis. Í skýrslunni segir, að
framtíð Afríku muni ráðast af því
hvernig á þessum vanda verði tek-
ið.
Aldrei fleiri alnæm-
issmit í heiminum
40 milljónir
manna um allan
heim smitaðar
eða sjúkar
AÐ minnsta kosti 120 manns fór-
ust þegar yfirfullri ferju hvolfdi í
stórviðri á Maindombe-vatni í Lýð-
veldinu Kongó í Mið-Afríku á
þriðjudagskvöldið, og þrír létust
þegar lest varð fyrir aurskriðu og
fór út af sporinu í vesturhluta
landsins á miðvikudaginn. Ellefu
manns var saknað eftir það slys,
en nokkrir vagnar lestarinnar end-
uðu úti í fljóti.
Fregnir af slysinu á þriðjudags-
kvöldið, sem varð í Bandundu-hér-
aði um 600 km norður af höfuð-
borginni Kinshasa, bárust ekki
fyrr en í gær vegna takmarkaðra
fjarskipta í Kongó. Leit að fórn-
arlömbum stóð enn yfir í gær. 305
farþegar voru á bátnum, auk 20
tonna af varningi.
Slysið á miðvikudaginn varð
þegar lestin rakst á stórgrýti sem
fallið hafði á brautarteinana í kjöl-
far mikilla rigninga. Var lestin á
mikilli ferð og fóru tveir af fjórtán
vögnum út af sporinu og enduðu
úti í Kongófljóti. Um borð voru 12
járnbrautarstarfsmenn.
Rúmlega 120
farast í Kongó
Kinshasa. AFP.
B0
/
& C 4
:
'*
-+
/
&'(,!
=
)*+
-
*-*
%##+-
01234
CDE FCGHE
5
)' &#))# 6
( %!' & $ +7!&#
0'8 9$ 8# '
)
$ )#
8 "
:'# ' " $ 8