Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU PALESTÍNSK kona, Manal al-Simiri (t.h.), leitar huggunar hjá frænku sinni er maður hennar, Osama al-Simiri, var borinn til grafar í Der al-Balah á Gaza-svæðinu í gær. Hann var einn þriggja Palestínumanna sem ísraelski herinn segir hafa verið fellda á flótta á miðvikudaginn eftir að þeir hafi gert misheppnaða tilraun til að gera árás á ísraelska hermenn á Gaza. Reuters Sorg á Gaza Á FYRSTU átta mánuðum ársins 2003 nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 47,5 milljörðum króna en á sama tímabili ársins 2002 var verðmætið 55,1 milljarður króna og er þetta samdráttur um 7,7 millj- arða króna eða 13,9%. Verðmæti botnfiskaflans á sama tímabili var 30,1 milljarður króna samanborið við 34,2 milljarða króna á árinu 2002, samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Af verðmæti einstakra botnfiskteg- unda þá var verðmæti þorsks 17,2 milljarðar en var 18,9 milljarðar á árinu 2002, verðmæti ýsuafla dróst saman um 600 milljónir króna og verðmæti ufsaafla dróst saman um 800 milljónir króna. Verðmæti upp- sjávarafla var 9,3 milljarðar króna en á árinu 2002 var verðmætið 12,8 millj- arðar króna og munar mestu um 3,3 milljarða samdrátt í verðmæti loðnu- afla. Verðmæti afla í beinni sölu útgerða til vinnslustöðva var á tímabilinu 22,6 milljarðar samanborið við 26,6 millj- arða á árinu 2002 og er það samdrátt- ur um 4 milljarða króna. Verðmæti sjófrysts afla var 14,0 milljarðar króna en nam 15,9 milljörðum króna á árinu 2002. Á markaði, til vinnslu inn- anlands, var landað afla fyrir 6,8 millj- arða króna samanborið við 8,3 millj- arða króna í fyrra. Verðmæti landaðs afla var mest á Norðurlandi eystra eða rúmir 7,6 milljarðar króna en litlu minni á Suðurnesjum, tæpir 7,6 millj- arðar króna, og á höfuðborgarsvæð- inu um 7 milljarðar króna. Mestur samdráttur í verðmætum landaðs afla á milli ára varð á Austurlandi eða um 1,6 milljarðar króna, fór úr 8,3 millj- örðum árið 2002 í 6,7 milljarða í ár. Aflaverðmætið dregst saman um 7,7 milljarða                        ! "#$ !$ "#  % ## $  % & '' (   ) * + , *   +( - -. +    * ++ ' -/ .*##    *            )   +  *##/  0     1        2 0*- +$,30  *    1  *0       *  +  -14- / 5- )4-+        ""! %$  "!" %$ # $/## !! # !   /# /!" /$#% /!$$ /$#% /"  /" %/# /$    "/# #$ "/%  /"$$ /" /! " "/ $ /"$ /  /! #!   6$%3 6$%3 6!%3 6$3 6$  3 6$$3 6$"3 6$#3 6%3  - 7  8 / 9 : ; : 6* : <    * * ) /6* HEILDAREIGNIR sjávarútvegs- ins í árslok 2002 voru 234 milljarðar króna, heildarskuldir 161 milljarður og eigið fé 73 milljarðar. Verðmæti heildareigna hefur lækkað í fjárhæð- um um 5% frá 2001 og skulda um 14% en eigið fé hefur aukist um 22%. Þetta kemur fram í útreikningum Hagstofunnar upp úr ársreikningum 207 sjávarútvegsfyrirtækja fyrir ár- ið 2002. Hreinn hagnaður hefur í heildina dregist verulega saman, einkum í botnfiskvinnslu. Hagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnskostnað og tekju- og eignar- skatta sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins lækkaði milli áranna 2001 og 2002. Í fiskveiðum og -vinnslu lækkaði þetta hlutfall, án milliviðskipta, úr 30% í 21,5%. Í fisk- veiðum lækkaði hlutfallið úr 24,5% árið 2001 í 23,5% af tekjum árið 2002 en í fiskvinnslu lækkaði hlutfallið úr 19,5% árið 2001 í 8% árið 2001. Afkoma bæði botnfiskveiða og -vinnslu versnaði frá árinu 2001 til ársins 2002. Hreinn hagnaður botn- fiskveiða, reiknaður samkvæmt ár- greiðsluaðferð, lækkaði úr 13% í 12,5% af tekjum og hagnaður botn- fiskvinnslu lækkaði úr 16,5% í 3% af tekjum. Afkoman er betri ef gert er upp samkvæmt hefðbundnum upp- gjörsaðferðum í stað árgreiðslu. Hagur rækjuvinnslu og hörpudisk- vinnslu versnaði á árinu 2002. Hagnaður var áfram á rekstri mjölvinnslu og loðnuskipa á árinu 2002 en hagnaðurinn minnkaði frá árinu 2001. Afli var mikill og verð af- urða hækkaði á árinu. Mismunandi aðferðir Nokkur munur reyndist vera á af- komu sjávarútvegsins eftir því hvort hagnaður er reiknaður eftir ár- greiðsluaðferð eða á hefðbundinn hátt miðað við gjaldfærðar afskriftir og fjármagnskostnað. Munar hér mestu um meðferð á gengistapi vegna erlendra lána fyrirtækjanna. Verð á erlendum gjaldeyri lækkaði um 8,5% frá upphafi til loka árs 2002 miðað við útflutningsvog en um 2,5% á milli ársmeðaltala. Fjármagns- kostnaður varð því óvenju lágur samkvæmt hefðbundnum aðferðum vegna mikillar tekjufærslu og fyrir útgerðina í heild varð tekjufærslan rúmum 5 milljörðum hærri en allur gjaldfærður fjármagnskostnaður. Sé árgreiðsluaðferðin notuð gætir ekki sveiflna af þessu tagi við mat á fjár- magnskostnaði.  ! "!# $ % &    ' ! ('  )  *'  )!  <*  =   .  +'  *'  )! .      ' ! )#  +'#!  ' ,( - - > > $#  6 > 6#> -  - - -  > $$> - #> 6$> - -  -  $>  $">  - $ $%  -  - - $$> $ $ > - > 6$ - - $?2   -   +   ,   +)   ,       ,  / ?@    +)      * --   +' -- 0* / $?? ? ? ?    A3?  +)-    . #  )! '  )! #   - 7  8 / Verri afkoma útvegsins í fyrra BRESKA lögreglan handtók í gær 24 ára gamlan mann í Gloucester í vesturhluta Bret- lands en hann er grunaður um tengsl við al-Qaeda-hryðju- verkasamtökin. Þá var 39 ára gamall maður handtekinn í Manchester á grundvelli laga um varnir gegn hryðjuverkum. Eftir handtöku mannsins í Gloucester lét lögreglan rýma alls 119 hús í nágrenninu af ótta við að virkar sprengjur væri að finna á heimili mannsins. „Við hefðum ekki gripið til þessara ráðstafana ef við tryðum því ekki að mikil ógn stafaði af þessum tiltekna einstaklingi,“ sagði David Blunkett, innanrík- isráðherra Bretlands, í samtali við breska útvarpið, BBC. Fram kom að maðurinn, sem handtekinn var, er breskur en af asísku bergi brotinn. Sky- sjónvarpsfréttastöðin sagðist hafa heimildir fyrir því að hann hefði haft tengsl við „skó- sprengjumanninn“ Richard Reid en hann afplánar nú lífs- tíðardóm í Bandaríkjunum fyr- ir að hafa gert tilraun til að sprengja upp Boeing-767 far- þegaflugvél sem var á leiðinni frá París til Miami í desember 2001. Rýmdu öll hús í næsta nágrenni London. AFP. Meintur al-Qaeda- liði handtekinn í Bretlandi ÁÆTLAÐ er, að um fimm milljónir manna hafi smitast af alnæmisveir- unni á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er talið, að þrjár milljónir manna hafi látist úr sjúk- dómnum. UNICEF, Barnahjálpar- sjóður Sameinuðu þjóðanna, telur, að eftir sjö ár verði fjöldi afrískra barna, sem misst hefur a.m.k. ann- að foreldrið af völdum alnæmis, verða um 20 milljónir. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofn- uninni, en í henni segir, að líklega muni þessar tölur hækka mikið á næstu árum, aðallega vegna yfir- vofandi alnæmisfaraldurs í Austur- Evrópu og Mið-Asíu. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska rík- isútvarpsins. Í skýrslunni, sem tekin var sam- an í tilefni af Alþjóðaalnæmisdeg- inum 1. desember næstkomandi, segir, að um 40 millj. manna um all- an heim séu smitaðar eða sjúkar, þar af um 2,5 millj. barna. Dag hvern smitast um 14.000 manns. Framtíð Afríku í húfi Verst er ástandið í Afríku sunn- an Sahara en þar eru 30% íbúanna smituð eða sjúk og heil 39% í Botswana. Annars staðar, til dæmis í Kína, Indlandi, Indónesíu og Rússlandi, sækir alnæmið hratt fram, einkanlega vegna vaxandi eit- urlyfjaneyslu og óvarinna kyn- maka. Dr. Peter Piot, yfirmaður UNA- ids, þeirrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem fæst við alnæmis- varnir, segir, að í þeim ríkjum þar sem alnæmisfaraldur er í uppsigl- ingu verði að grípa strax í taumana. Verði það ekki gert, muni afleiðing- arnar verða þær sömu og í Afríku. Í skýrslu Barnahjálparsjóðsins segir, að verst sé ástandið í Botsw- ana, Lesotho og Swaazilandi en tal- ið er, að þar muni fimmta hvert barn verða munaðarlaust af völdum alnæmis. Í skýrslunni segir, að framtíð Afríku muni ráðast af því hvernig á þessum vanda verði tek- ið. Aldrei fleiri alnæm- issmit í heiminum 40 milljónir manna um allan heim smitaðar eða sjúkar AÐ minnsta kosti 120 manns fór- ust þegar yfirfullri ferju hvolfdi í stórviðri á Maindombe-vatni í Lýð- veldinu Kongó í Mið-Afríku á þriðjudagskvöldið, og þrír létust þegar lest varð fyrir aurskriðu og fór út af sporinu í vesturhluta landsins á miðvikudaginn. Ellefu manns var saknað eftir það slys, en nokkrir vagnar lestarinnar end- uðu úti í fljóti. Fregnir af slysinu á þriðjudags- kvöldið, sem varð í Bandundu-hér- aði um 600 km norður af höfuð- borginni Kinshasa, bárust ekki fyrr en í gær vegna takmarkaðra fjarskipta í Kongó. Leit að fórn- arlömbum stóð enn yfir í gær. 305 farþegar voru á bátnum, auk 20 tonna af varningi. Slysið á miðvikudaginn varð þegar lestin rakst á stórgrýti sem fallið hafði á brautarteinana í kjöl- far mikilla rigninga. Var lestin á mikilli ferð og fóru tveir af fjórtán vögnum út af sporinu og enduðu úti í Kongófljóti. Um borð voru 12 járnbrautarstarfsmenn. Rúmlega 120 farast í Kongó Kinshasa. AFP. B 0 /  & C 4 :   '* - +  / &'(,! =  )*+ - *-* %##+- 01234 CDE FCGHE   5   )'   &#))# 6  ( %!' & $ +7! &# 0'8 9$ 8#  '  )        $ )# 8 " :'# '  " $ 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.