Morgunblaðið - 28.11.2003, Qupperneq 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 21
Bertini sportvagn
m/beygjuhjólum
25% afmælis-
afsláttur
Nú 36.000
Fullt verð 46.900
Systkinasæti
m/vagninum
Nú 2.500
Fullt verð 4.900
OPNUNARHÁTÍÐ
Föstudag kl. 14-19 • Laugardag kl. 10-18 • Sunnudag kl. 12-18
Við flytjum í Húsgagnahöllina Bíldshöfða 20 í dag kl. 14
20% afsláttur
af Lamaze leikföngum
15% afsláttur
af öllum ungbarnafatnaði
50% afsláttur
af skiptitöskum m/vagni
Ný sending
af 2004 vögnum
Á SÍÐUSTU tíu árum hefur morðingi eða
morðingjagengi leikið lausum hala í borginni
Ciudad Juarez í Chihuahua-héraði í Mexíkó og
haldið íbúunum í sannkölluðum heljargreipum.
Hafa lík a.m.k. 263 kvenna fundist frá því að
fyrsta morðið átti sér stað, í janúar 1993.
Mæður hinna myrtu eru óánægðar með fram-
göngu yfirvalda á staðnum í leitinni að morð-
ingjanum eða morðingjunum og á þriðjudag
áttu þær fund með Vicente Fox, forseta
Mexíkó.
Fundurinn með Fox forseta er hápunkturinn
í baráttu mæðra hinna myrtu stúlkna fyrir því
að fá yfirvöld til að beita sér meira í málinu.
„Eftir alla okkar baráttu þá er þetta sigur,“
sagði Norma Ledesma, ein mæðranna sem
funduðu með Fox í Mexíkóborg. „Fox lofaði því
að yfirvöld myndu komast til botns í þessu
máli,“ sagði Norma Andrade en sautján ára
dóttir hennar, Lilia Alejandra, var myrt í hitt-
eðfyrra.
En fundurinn með forsetanum og öll sú at-
hygli sem morðaldan í Ciudad Juarez hefur
fengið breytir þó ekki þeirri staðreynd að lög-
reglan virðist engu nær því en áður að finna
morðingja stúlknanna sem myrtar hafa verið
síðustu tíu árin.
Verði dæmdir fyrir afglöp
Mörg fórnarlamba morðingjans voru verka-
konur sem rænt var á leið sinni til og frá
vinnu. Mörgum var nauðgað eða þeim mis-
þyrmt, þær síðan kyrktar og lík þeirra skilin
eftir í eyðimörkinni í nágrenni Ciudad Juarez.
Alríkisyfirvöld í Mexíkó hafa tekið yfir
rannsókn á sumum morðanna og í október
skipaði Fox forseti sérstakan fulltrúa sem á að
einbeita sér að lausn málsins. Yfirvöld í
Chihuahua þykja hins vegar hafa staðið svo illa
að málum í gegnum tíðina að mæður
fórnarlambanna kröfðust þess af Fox að hann
sæi til þess að saksóknarar og lögreglumenn,
sem komið hafa að rannsókn morðmálanna í
Ciudad Juarez, yrðu sóttir til saka fyrir afglöp
í starfi og fyrir að hafa átt við sönnunargögn.
„Saklausir á bak við lás og slá“
„Í Chihuahua hafa þeir sett saklausa menn á
bak við lás og slá […] en þeir sem mesta
ábyrgðina bera á þessum glæpum eru
yfirmenn löggæslunnar,“ sagði Norma
Ledesma við blaðamenn á þriðjudag en sextán
ára gömul dóttir hennar, Paloma, var myrt í
fyrra.
Er tekið undir sumar af ásökunum mæðr-
anna í nýrri skýrslu sem Mannréttindanefnd
stjórnvalda í Mexíkó sendi nýlega frá sér en
þar kemur fram að ýmislegt bendi til að emb-
ættismenn í Chihuahua hafi falsað sönn-
unargögn, beitt grunaða menn pyntingum og
að oft hafi vafasömum brögðum verið beitt við
yfirheyrslur.
Nokkrir menn hafa verið handteknir í
tengslum við morðin en svo virðist sem oftast
nær hafi lögreglan neytt viðkomandi til að játa
á sig aðild. Aðeins einn maður hefur verið sak-
felldur og situr hann á bak við lás og slá fyrir
eitt morðanna. Yfirvöld vita þó í raun ekki
hvort raðmorðingi eða raðmorðingjar bera
ábyrgð á dauða allra kvennanna, eða hvort
glæpagengi hafa verið hér á ferð.
263 konur hafa verið myrtar í Ciudad Juarez í Mexíkó frá því í janúar 1993
Mæður fórnarlambanna
gagnrýna lögregluna
Reuters
Aðstandendur fórnarlamba morðingjans eða
morðingjanna í Ciudad Juarez gengu fylktu liði
um Mexíkóborg til að vekja menn til vitundar um
að hinn seki gengi enn laus.
Segja Fox forseta hafa
heitið því að morðmálin
verði upplýst
Mexíkóborg. AP.
RÁÐHERRAR vísindamála
Evrópusambandsríkjanna
ákváðu á miðvikudag að bær-
inn Cadarache í Suður-
Frakklandi keppi fyrir hönd
Evrópu um að hýsa 5,3 millj-
arða evru alþjóðlegt rann-
sóknaverkefni, sem miðar að
því að smíða kjarna-
samrunaofn, þ.e. þróa tækni
sem „hermir eftir“ kjarna-
samruna í sólinni, sem leysir
þá gríðarlegu orku úr læðingi
sem sólin geislar frá sér.
Cadarache keppir við
japanskan bæ
Með ákvörðun ráðherranna
varð bærinn Vandellos í
Katalóníu á Spáni undir í
samkeppninni um það hvaða
staður í Evrópu keppi um að
hýsa verkefnið, sem kallað er
ITER (eftir ensku skamm-
stöfuninni International
Themonuclear Experimental
Reactor). Byggðist ákvörð-
unin á því mati sérfræðinga,
að Cadarache væri betur í
sveit sett til að sinna verk-
efninu. Nú munu Cadarache
og japanskur bær keppa um
að fá verkefnið til sín, en til
stendur að ákveða það fyrir
árslok.
Að verkefninu standa Evr-
ópusambandið, Japan, Banda-
ríkin, Kanada, Kína, Rúss-
land og Suður-Kórea.
Keppt um
smíði
kjarnasam-
runaofns
Brussel, Madríd. AFP.