Morgunblaðið - 28.11.2003, Side 22

Morgunblaðið - 28.11.2003, Side 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Þjálfar í elsta klúbbnum | Arnar Már Ólafsson golfkennari hefur verið ráðinn sem yfirþjálfari hjá elsta golfklúbbi Þýskalands, Wannsee, sem var stofnaður 1894 og er skammt frá Berl- ín. Arnar Már hefur verið golfkennari í Þýskalandi síðustu sjö árin og segir hann þetta nýja starf mikla viðurkenningu fyrir sig, enda um 1.600 fé- lagar í golfklúbbnum. Hann á að sjá alfarið um þjálfun karla- og unglingaliðs félagsins. Arnar Már hefur verið golfkennari hjá þýska golfklúbbnum Gutduneburg, sem er með um 400 meðlimi og er skammt frá bænum Haren. „Mér hefur líkað afskaplega vel í Har- en, en nýja starfið leggst mjög vel í mig. Það er ekki á hverjum degi sem golf- kennarar fá slík atvinnutilboð og þetta er mikil áskorun fyrir mig,“ sagði Arnar Már. Úr bæjarlífinu Arnar Már Ólafsson HÉÐAN OG ÞAÐAN Kveðja frá Fílaströndinni | Á heimasíðu Kelduhverfis er að finna bréf heim í sveitina frá hjónunum Ísak og Noi í Ásbyrgi sem gerðu garðinn frægan í heimildamynd Ásthildar Kjartansdóttur um taí- lensku konurnar í Keldu- hverfi, Noi, Pam og mennirnir þeirra: „Halló Kelduhverfi. Af okkur er allt gott að frétta. Við vorum tvær vikur í þorpinu hennar Noi, ýmislegt keypt til búskapar og haldið heilmikið partý framan við nýja húsið með hljómsveit og veitingum. Tilefnið var aðallega að hálfbróðir Noi, Ched, var vígður sem munkur til skamms tíma og þetta minnti svolítið á ferming- arveislu. Síðan var dansað á götunni í nokkra tíma í steikjandi hita og endað í klaustrinu þar sem hann ætlar að halda til næstu vikur. Við erum nú stödd á Koh Chang (Fílaeyj- unni), sem er austasti partur sem tilheyrir Taílandi, rétt sunnan við þar sem landamæri Kambódíu og Taílands enda. Hér er alger paradís og gott að vera, enda er eyjan þjóð- garður og hefur verið vernduð fyrir umferð ferðafólks að mestu, en nú á að byggja upp hótel og auka ferðamannastrauminn svo um munar, “ segir m.a. í bréfinu. Á fundi náttúru-verndarnefndarAkureyrar nýlega var lögð fram fundargerð starfshóps um útivist. Þar segir m.a. um drög að stígaskipulagi: „Starfs- hópur um útivist lýsir ánægju sinni með þá end- urskoðun á skipulagi stíga, sem fyrir liggur. Hópurinn væntir þess að framkvæmdir í samræmi við skipulagið hefjist af krafti sumarið 2004. Hóp- urinn telur mikilvægt að á næsta ári verði a.m.k. 15 millj. kr. varið til stíga- gerðar í bænum og að framkvæmdum við stíga, í samræmi við þau skipu- lagsdrög sem fyrir liggja, ljúki á innan við 10 árum.“ Stígagerð Ólafsvík | Ærin Skriða, eign Bjarna Ólafssonar í Geirakoti, skilaði sér ekki af fjalli í fyrra með lömb- in sín tvö. Nú á dögunum fundust svo kindurnar innarlega á Saxhólsdal, uppundir jökulrótum og hafði ærin bætt gráu gimbrarlambi í hópinn sinn. Það var Guðmundur Jörundsson á Hellissandi sem fann kindurnar en hann er sauðléttur smali þótt orðinn sé roskinn og jafnvel kallaður Fjalla-Bensi ef svo ber undir. Kindurnar eru vænar og vel útlítandi og er hrúturinn samanrekinn bolti og fær líf. Á þessa fjölskyldumynd vantar gráu gimbrina en eig- andi hópsins gaf Gudmundi lambið að fund- arlaunum. Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Útigöngufé undir Jökli Kristjana Vagnsdóttirrifjar það upp að hún hafi hjálpað Zik Zak- mönnum við tökur á myndinni Síðasta bænum í dalnum. Þar fór hún með hlutverk líks. Hún orti: Er ævi mín af reynslu rík reyndar vex mér kraftur því nú er ég að leika lík og lifna síðan aftur. Jón Sigurbjörnsson lék eiginmann Kristjönu og segir hún að hjónabandið hafi verið stutt og storma- laust: Við áttum saman eina stund ógn var tíminn hraður þú gætinn varst með góða lund og góður eiginmaður. Við jarðarförina var mikill kuldi í kirkjunni, en Krist- jana var best sett því það var hlýjast í kistunni. Myndataka er mannleg grein má ei valda tjóni: Í kistunni ég kúrði ein en kuldinn sótti að Jóni. Hlýtt í kistunni pebl@mbl.is Hornafjörður | Stefnt er að því að hefja framleiðslu á loðnu- hrognum hjá Skinney-Þinganesi hf. á Höfn á komandi loðnu- vertíð. Mikið af hreinum sjó þarf til vinnslunnar og ekki er hægt að notast við sjóinn úr firðinum vegna þess hve grugg- ugur hann er. Því hefur fyr- irtækið fengið Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða til að bora nokkrar holur í grennd við fisk- iðjuverið í von um að finna nægilegt magn af ferskum sjó. Að sögn Gunnars Ásgeirs- sonar, stjórnarformanns Skinn- eyjar-Þinganess, er búið að bora fjórar holur en ekki hefur enn fundist sjór í nægilegu magni. Gunnar segir að nú muni menn leggjast yfir niðurstöður bor- ananna og ákveða næstu skref. Loðnuhrogn hafa ekki verið unnin áður hjá fyrirtækinu, en Borgey hf. framleiddi loðnu- hrogn á árum áður og Skinney hf. var sömuleiðis með hrogna- vinnslu á Reyðarfirði. Skinney- Þinganes hf. varð til við samein- ingu þessara félaga og hluti framleiðslutækjanna er því til hjá fyrirtækinu. Gunnar segir að stefnt sé að því að hefja vinnslu strax á komandi loðnu- vertíð. Loðnuhrogn eru afar verðmæt afurð og hafa aðallega verið seld á Japansmarkað hing- að til. Vonir standa til þess að markaður sé að opnast í Rúss- landi fyrir loðnuhrogn og við það breikkar markaðssvæðið fyrir loðnuhrogn verulega. Morgunblaðið/Sigurður Mar Borað eftir sjó Hrognavinnsla Akranes | Á fundi Bæjarstjórnar Akraness 25. nóvember sl. var samþykkt að verja alls 4.776.000 kr. á árinu 2004 til ýmiss konar há- tíðarhalda og viðburða á Akranesi. Þar með eru talin hátíðarhöld vegna 17. júní, írskra daga, þrettándabrennu og skipulagðra gönguferða. Á sama fundi var einnig sett fram tillaga um að gera ráð fyrir rekstri þriggja stofn- ana sem tengjast æskulýðsmálum, þ.e. fé- lagsmiðstöðvarinnar Arnardals, Hvíta húss- ins sem er menningarhús fyrir ungt fólk og Bíóhallarinnar. Bíóhöllin mun að öllu óbreyttu skila rúm- lega 1 milljónar kr. hagnaði á rekstrarárinu en tekjur Bíóhallarinnar eru áætlaðar 13,7 millj. kr og rekstrargjöld 12,3 mkr. Hagnaður af rekstri Bíó- hallarinnar Morgunblaðið/Sigurður Elvar Hljómsveitin „U2 Project“ kunni vel við sig í Bíóhöllinni á írskum dögum í sumar. MÖPPU með íslenskum, grænlenskum og færeyskum frímerkjum var stolið í Midd- elfart í Danmörku um síðustu helgi þegar fyrirtækið R.A. Frimærker í Óðinsvéum tók þátt í frímerkjamarkaði í bænum. Frí- merkin voru metin á 50 þúsund danskar krónur eða um 600 þúsund íslenskar. Fyrir tveimur árum var frímerkja- möppu með íslenskum frímerkjum stolið þegar fulltrúar fyrirtækisins voru í Midd- elfart, að því er fram kemur í blaðinu Fyens Stiftstidende. Þau frímerki voru um 2 þúsund danskra króna virði eða um 24 þúsund íslenskra króna. Preben Albrechtsen, eigandi R.A. Fri- mærker, og kona hans voru með sölubás á frímerkjamarkaðnum og allar vörur þeirra lágu á borðum í básnum. Knud Erik Mad- sen, formaður frímerkjaklúbbsins í Middelfart, segir við blaðið, að þeir sem taki þátt í markaðnum verði að hafa merki sín sýnileg. Það kunni hins vegar að gera óheiðarlegum sálum kleift að stela verð- mætum munum þegar athygli eigendanna beinist að öðru um stundarsakir. Íslenskum frí- merkjum stolið ♦ ♦ ♦ Stykkishólmur | Leikfélagið Grímn- ir í Stykkishólmi frumsýnir í kvöld, föstudagskvöldið 28. nóvember leik- ritið Lukkuriddarann. Svo vill til að Lukkuriddarinn var fyrsta verkefni Grímnis þegar það var stofnað árið 1967, og segja má að Lukkuriddarinn heimsækir Stykkishólm í annað sinn. Lukkuriddarinn er eftir John Millinton Synge. Verkið byggist á kynnum höfundar af fólki, lífs- viðhorfum og hinu litríka tungumáli er Synge kynntist er hann fluttist til Araneyja undan vesturströnd Ír- lands árið 1889 og gerðist þar bóndi. Lukkuriddarinn flokkast því undir gamanleikrit eða réttara sagt gam- ansöngleik því mikið er sungið í verk- inu. Leikritið var frumsýnt í Abbey- leikhúsinu í Dublin árið 1907 og þurfti 70 lögregluþjóna til að standa vörð þegar verkið var sýnt því áhorf- endur skiptust í tvær andstæðar fylkingar sem létu sér ekki nægja að láta í ljós þóknun sína og vanþóknun með hrópum og köllum, heldur börð- ust með hnúum og hnefum. Leikstjóri þessarar uppfærslu er Jón Svanur Pétursson og taka 12 leikarar þátt í sýningunni fyrir utan 10–15 starfsmenn, svo sem ljósa- meistara, tónlistarstjóra, leiktjalda- smiði, hvíslara, förðunar- og hár- greiðslufólk, búningahönnuð og fleiri. Í uppfærslunni 1967 var núverandi leikstjóri í aðalhlutverkinu og lék lukkuriddarann en leikstjóri var Gísli Alfreðsson. Sýningar á Lukkuridd- aranum verða föstudaginn 28. nóv- ember kl. 21, laugardaginn 29. nóv- ember kl. 23 og fimmtudaginn 4. desember kl. 21 í félagsheimilinu í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Frá æfingu: Egill V. Benediktsson, Þórður Magnússon, Alfreð Þórólfs- son, Árni Valgeirsson og Hólm- fríður Friðjónsdóttir. Lukkuriddarinn aftur í Hólminn   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.