Morgunblaðið - 28.11.2003, Side 27
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 27
Reykjanesbær | Karlakór Kefla-
víkur og Íslandsbanki í Keflavík
fengu afhent menningarverðlaun
Reykjanesbæjar 2003 við hátíð-
lega athöfn í sal Listasafns
Reykjanesbæjar í gær. Fyrir til-
viljun kom það í hlut feðgina,
Steins Erlingssonar formanns
karlakórsins og Unu Steinsdóttur
útibússtjóra Íslandsbanka að veita
viðurkenningum viðtöku á sama
tíma úr hendi Bjarkar Guðjóns-
dóttur, forseta bæjarstjórnar.
„Nei, þetta er engin tilviljun.
Þau koma úr svo sterkri menning-
arfjölskyldu,“ skaut Valgerður
Guðmundsdóttir menningar-
fulltrúi inn í spjall blaðamanns við
feðginin Stein og Unu eftir af-
hendinguna í gær. „Nei, þetta
hlýtur að vera alger tilviljun, pabbi
fær enga styrki, við tölum að
minnsta kosti ekki hátt um það,“
sagði Una en Steinn sagði að það
væri skemmtilegt að svona skyldi
hafa hist á í þetta skipti, að þau
væru þarna bæði stödd í þessum
tilgangi.
Menningarverðlaun Reykjanes-
bæjar voru veitt í sjöunda skipti.
Annars vegar er veitt viðurkenn-
ing til einstaklings eða hóps sem
unnið hefur vel að menningar-
málum í bæjarfélaginu. Sú við-
urkenning kom nú í hlut Karlakórs
Keflavíkur sem starfað hefur með
miklum þrótti í fimmtíu ár. Hins
vegar er um að ræða viðurkenn-
ingu til fyrirtækis sem stutt hefur
við menninguna á annan hátt, til
dæmis með fjárstuðningi. Sú við-
urkenning kom að þessu sinni í
hlut Íslandsbanka í Keflavík sem
meðal annars hefur stutt starf
Listasafns Reykjanesbæjar.
Til staðfestingar á þessari við-
urkenningu fengu kórinn og bank-
inn afhenta sérstaka verðlauna-
styttu, Súluna eftir Karl Olsen.
„Þetta er hvatning til kórsins að
halda sínu striki næstu fimmtíu ár-
in. Við vitum hvað við höfum og
hvað við þurfum til að halda þessu
gangandi,“ sagði Steinn um þýð-
ingu viðurkenningarinnar fyrir
Karlakórinn. Hann bætti því við að
þegar Reykjanesbær hóaði í kór-
inn væru menn klárir í bátana og
það vissu menn þar á bæ. Una
sagði að það væri skemmtilegt og
hefði komið á óvart að fá þetta
hrós fyrir þá viðleitni bankans að
styðja við menningu og listir í
bænum. „Við teljum það raunar
hluta af samfélagslegum skyldum
þessa fyrirtækis,“ sagði Una
Steinsdóttir útibússtjóri.
„Hlýtur að vera tilviljun“
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Söngur og fjármagn: Feðginin Steinn og Una tóku við menningarverðlaunum Reykjanesbæjar 2003.
Feðgin tóku við menningarverðlaunum Reykjanesbæjar fyrir árið 2003
Keflavíkurflugvöllur | Flugstöð
Leifs Eiríkssonar hf. og sam-
keppnisráð hafa verið sýknuð af
kröfum Íslensks markaðar um
ógildingu úrskurðar áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála varðandi
forval vegna úthlutunar á verslun-
arplássi í flugstöðinni.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf.
hóf á síðasta ári forval rekstrar-
aðila vegna verslunar og þjónustu í
flugstöðinni. Íslenskur markaður
rak mál fyrir samkeppnisyfirvöld-
um, meðal annars á þeim forsend-
um að Flugstöðin hefði misnotað
markaðsráðandi aðstöðu sína og að
starfsemin hefði skaðleg áhrif á
samkeppni. Niðurstaða áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála var sú að
Flugstöðin gæti sem húseigandi
ráðstafað verslunarplássi og vöru-
flokkum í flugstöðinni. Héraðs-
dómur hefur nú staðfest þessa nið-
urstöðu.
„Það er staðfest með þessum
dómi að forval um val á rekstrarað-
ilum í flugstöðinni, forsendur þess
og umfang hafi verið lögmætt,“
segir í fréttatilkynningu frá Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöðin hefur heimild til forvalsKeflavík | Þjóðleikhúsið sýnir Græna
landið í síðasta skipti í Frumleikhús-
inu í Keflavík í kvöld. Er þetta auka-
sýning vegna þess að uppselt hefur
verið á flestir sýningarnar.
Leikritið, sem er nýtt verk eftir
Ólaf Hauk Símonarson, verður tekið
til sýninga á litla sviði Þjóðleikhúss-
ins eftir áramót.
Miðasala er í miðasölu Þjóðleik-
hússins og einnig er unnt að kaupa
miða í Frumleikhúsinu klukkutíma
fyrir sýningu.
Síðasta sýning
á Græna landinu
Reykjanesbraut | Verktakarnir sem
vinna að tvöföldun Reykjanesbraut-
arinnar eru tilbúnir til að hraða
vinnunni í vetur og skila hraðbraut-
inni af sér í júní, fimm til sex mán-
uðum fyrr en samningar þeirra kveða
á um. Áhugahópur þrýstir á um að
framkvæmdum verði haldið áfram og
mun hópurinn koma saman við minn-
isvarðann í Kúagerði á sunnudag.
Háfell, Jarðvélar og Eykt tóku að
sér tvöföldun Reykjanesbrautarinn-
ar frá bæjarmörkum Hafnarfjarðar
og hálfa leiðina til Njarðvíkur. Samið
var um að verkinu ætti að skila 1. des-
ember á næsta ári en forsvarsmenn
verktakanna lýstu því yfir að þeir
hygðust skila af sér að fullu 1. sept-
ember og fá þá ákveðna uppbót, svo-
kallað flýtifé, frá Vegagerðinni.
Verkið er komið vel á veg. Verk-
takarnir hafa nú fyrir milligöngu
áhugahóps um tvöföldun Reykjanes-
brautarinnar, lýst þeim vilja að skila
akstursbrautunum af sér enn fyrr,
eða þannig að hægt yrði að taka hrað-
brautina í notkun að fullu í júní á
næsta ári. Eiður Haraldsson, eigandi
Háfells ehf., segir að þeir séu til reiðu
búnir að keyra verkið áfram á fullum
afköstum í vetur til að ná þessu mark-
miði. Þá yrði hægt að ljúka malbikun
á vordögum og taka veginn þá í notk-
un, þótt einhver frágangsvinna yrði
hugsanlega eftir. Eiður segir að ein-
hver kostnaður fylgi því að vinna
meira í vetur en áformað var og
myndu þeir vilja fá hluta þess kostn-
aðar til baka með auknu flýtifé.
Framkvæmdin stöðvast
Steinþór Jónsson, talsmaður
áhugahópsins, fagnar því að unnt sé
að flýta verkinu og vonast til að yf-
irvöld samgöngumála taki vel í tillög-
ur verktakanna. Hann segir að margt
af því sem áhugahópurinn hafi haldið
fram sé að koma fram, meðal annars
að unnt væri að vinna verkið á mun
skemmri tíma en upphaflega var
áformað og að það myndi kosta
minna en talað var um. Varðandi það
síðarnefnda vísar hann til þeirra hag-
stæðu tilboða sem komu í verkið.
Áhugahópurinn hefur verið að
vinna að því að verkinu verði haldið
áfram, Reykjanesbrautin verði tvö-
földuð alla leið til Njarðvíkur og hafa
meðal annars átt fundi með sam-
gönguráðherra vegna þess. Eins og
staðan er núna eru ekki neinar fjár-
veitingar til framhaldsins. Talað hef-
ur verið um að unnt yrði að bjóða þá
framkvæmd út í loks árs 2005, í
fyrsta lagi. Steinþór segir skelfilegt
til þess að hugsa að nú sé útlit fyrir að
framkvæmdirnar stöðvist á næsta ári
og ekki vitað hvenær þráðurinn verði
tekinn upp að nýju. Hann segir að bú-
ið sé að hanna veginn alla leið og telur
góðar líkur á að hagstæð tilboð fengj-
ust í nýju útboði og vísar þar meðal
annars til þess tilboðs núverandi
verktaka að taka framhaldið að sér á
sama einingaverði og þeir vinna núna
á.
Steinþór rifjar upp að sex banaslys
hafi orðið á Reykjanesbrautinni á
þessu ári. „Þetta er eitt ljótasta árið á
brautinni og við finnum nú áþreifan-
lega fyrir þörfinni á umbótum. Þetta
stöðvast ekki fyrr en verkefninu
verður lokið,“ segir hann.
Forsvarsmenn áhugahópsins boða
til athafnar við minnisvarðann við
Kúagerði klukkan 18 næstkomandi
sunnudag og Steinþór segir að ef
framhaldið fari ekki að skýrast verði
efnt til nýs borgarafundar 11. janúar
næstkomandi. Þá verður liðið ár frá
því fyrsta skóflustunga var tekin að
framkvæmdinni sem nú stendur yfir
og þrjú ár síðan haldinn var fjöl-
mennur borgarafundur í Reykja-
nesbæ um málefni Reykjanesbraut-
arinnar.
Verktakarnir reiðubúnir að hraða framkvæmdum í vetur
Gætu opnað hrað-
brautina í júní
Keflavík | „Þetta er óð-
ur til landsins okkar,“
segir Hjördís Árna-
dóttir sem í dag opnar
myndlistarsýningu að
Hafnargötu 22 í Kefla-
vík. Sýninguna nefnir
hún Bláa landið en
myndefnið sækir hún í
eigin undirmeðvitund
og leitast við að lýsa
þeim hughrifum sem
íslenskt landslag hef-
ur á hana.
Hjördís segist hafa
ferðast mikið um land-
ið á undanförnum ár-
um, meðal annars
Austfirði og hálendið og í sumar
hafi hún farið um Vestfirði. „Ég
verð alltaf jafn gagntekin af ís-
lensku landslagi,“ segir Hjördís.
Flestar myndirnar málaði hún á
dögunum þegar hún dvaldi á
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Segir að þegar stund gafst frá lík-
amlegum æfingum hafi hún farið
inn í sitt litla herbergi og málað til
að byggja sig upp andlega. „Ég
kallaði fram minningar um staði
sem mér voru hugstæðir og túlkaði
þá á minn hátt,“ segir Hjördís.
Á sýningunni eru um þrjátíu
myndir, flestar unnar með akríl á
striga enda segist Hjördís ekki hafa
getað notað olíuliti í herberginu
sínu í Hveragerði.
Hún segist ekki hafa fengist áður
við að mála landslag en lítur á þessa
tilraun sem lið í því að þróa sig
áfram. „Ég hef haft mest gaman af
óhlutbundnum myndum en hef
prófað flest enda tel ég það nauð-
synlegt fyrir alþýðulistamann sem
er í fullri vinnu við annað,“ segir
Hjördís en hún starfar sem félags-
málastjóri Reykjanesbæjar.
Hún hefur verið á námskeiðum í
myndlist samfellt í átta ár og hefur
haldið þrjár einkasýningar og tekið
þátt í fjölda samsýninga.
Sýningin opnar klukkan 17 í dag.
Hún verður opin á laugadag kl. 10
til 16 og á sunnudag 14 til 17. Hjör-
dís stefnir að því að hafa sýninguna
opna eitthvað áfram.
Bláa landið: Hjördís Árnadóttir er heilluð af ís-
lensku landslagi og sýnir nú túlkun sína á því.
„Óður til landsins“
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
SIGURÐUR Sævarsson tónskáld og Steinunn
Jóhannesdóttir rithöfundur fengu hæstu
styrki einstaklinga úr menningarhluta Mann-
gildissjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2003 og
Leikfélag Keflavíkur fékk hæstu fjárhæð list-
hópa. Styrkir voru afhentir við athöfn í sal
Listasafns Reykjanesbæjar í gær og um leið
voru undirritaðir rekstrar- og þjónustusamn-
ingar við nokkra listahópa.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Reykjanesbæjar hafði þrjár milljónir til út-
hlutunar úr Manngildissjóði. Var þeim fjár-
munum úthlutað til ellefu umsækjenda.
Sigurður og Steinunn fengu 300 þúsund
króna styrki hvort um sig. Siguður er að
ljúka við Hallgrímspassíu, tónverk við texta
upp úr Passíusálmum Hallgríms Péturs-
sonar. Steinunn vinnur að ritun síðara bindis
ævisögu Guðríðar Símonardóttur.
Brynja Magnúsdóttir fær 150 þúsund
króna styrk til að vinna að merkingum á
merkum stöðum í bæjarfélaginu og Siguringi
Sigurjónsson fær sömu fjárhæð til að setja
upp leikritið Ráðalausa menn í Reykjanesbæ.
Þá fengu Ólöf Guðmundsdóttir og starfsfólk
leikskólans Heiðarsels 100 þúsund kr. styrk
til að vinna sögu og spil um útilistaverk í bæj-
arfélaginu og Ísmedía og Kristlaug M. Sig-
urðardóttir sömu fjárhæð til að gera heimild-
armynd um Reykjanesbrautina.
Leikfélag Keflavíkur fékk hæsta styrk list-
hópanna, 460 þúsund krónur, til að greiða
laun leikstjóra. Félagi myndlistarmanna var
úthlutað 300 þúsund kr. styrkur vegna nám-
skeiðahalds í Svarta pakkhúsinu.
Karlakór Keflavíkur og Kvennakór Suð-
urnesja fengu 300 þúsund króna styrk hvor
kór, auk þess sem Karlakórnum var afhent
300 þúsund króna afmælisgjöf í tilefni 50 ára
afmælis. Þá fékk Tónlistarfélag Reykjanes-
bæjar 200 þúsund kr. til tónleikahalds.
Um leið voru undirritaðir samningar við
listhópana þar sem þeim er tryggður sami
stuðningur í þrjú ár.
Þrjár milljónir til ellefu
listamanna og hópa
Hljómar í kirkjunni | Hljómsveitin
Hljómar leikur á Jólasveiflu í Kefla-
víkurkirkju næstu tvo sunnudaga,
fyrsta og annan sunnudag í jóla-
föstu, báða dagana klukkan 20.30.
Þeir koma fram ásamt kór og barna-
kór Keflavíkurkirkju sem syngja
undir stjórn Hákonar Leifssonar,
organista og kórstjóra.
Í fréttatilkynningu kemur fram að
Hljómar séu eitt dæmið um áhrif
keflvískra tónlistarmanna. Sérstök
ástæða sé til að þakka þeim fyrir
hversu jákvæð áhrif tónlist þeirra
hafi haft á uppvaxandi kynslóð. Og
með endurkomu sinni nú eyði þeir
aldursfordómum.