Morgunblaðið - 28.11.2003, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 37
ð þessum
tarfsfólk-
Allir voru
sannfærðir frá fyrstu mínútu um
að Þengli Otra myndi farnast vel.
Ég fullyrði að drengurinn hefði
hvergi getað fengið betri meðferð
en hann fékk hér, “ segir Felix
Valsson, sérfræðingur.
kk í gegnum ótrúlega læknismeðferð
Morgunblaðið/Jim Smart
a- og lungnavélina á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut, þau Líney Sím-
eðsson, sérfræðingar á vélinni, Bjarni Torfason yfirlæknir og Felix Valsson, sérfræð-
gæslulækningum. Hafa þau fjölda góðra samstarfsmanna sér við hlið þegar upp koma
Ljósmynd/Óskar Gíslason
dunarvél, kælingarbúnaður og margvísleg önnur tæki héldu lífinu í Þengli á gjör-
ti hans ganga kraftaverki næst og eru allar horfur á að hann nái sér að fullu.
bjb@mbl.is
Ég man ekkert hvað égvar að gera daginn semslysið varð. Ég átta migheldur ekki alveg á því
hvar ég man síðast eftir mér fyrir
slysið. Ég hef ekkert hugsað al-
mennilega út í það. Ég man ekkert
eftir slysinu. Veit aðeins það sem
mér hefur verið sagt,“ segir Þeng-
ill Otri Óskarsson, 14 ára piltur
sem var bjargað frá drukknun í
Breiðholtslaug 11. nóvember sl.
Hann lá á gjörgæsludeild þar til á
mánudag en þá var hann fluttur á
barnadeild Barnaspítala Hringsins.
Þengill segist oft heimsækja Breið-
holtslaug og þá jafnt til að synda
og fara í heitu pottana. Daginn sem
slysið varð fór hann einn í sund
sem svo oft áður. Hann segist ekki
gera sér neina grein fyrir því hvað
gerðist í lauginni og getur ekki
ímyndað sér hvað hafi orðið til þess
að hann missti meðvitund. Þess má
geta að Þengill er flugsyndur.
Ótrúlegt að þetta
hafi gerst í sundi
„Við höfum talað um það, hvað
það er skrýtið að hugsa til þess eft-
ir á, að það skyldi koma eitthvað
fyrir hann í sundi,“ segir Heimir
Ársælsson, fósturfaðir Þengils.
„Það er það síðasta sem okkur
hefði dottið í hug, því hann er í
sundi nærri því á hverjum einasta
degi.“
Óskar Gíslason, faðir Þengils,
tekur undir þetta. „Við bjuggumst
alveg við því að hann myndi brjóta
einhver bein eða eitthvað svoleiðis
en það hvarflaði ekki að manni að
eitthvað gæti komið fyrir hann í
sundi.“
Þengill á þrjú systkini sem öll
hafa heimsótt hann á spítalann.
Auk þess hefur hann fengið heim-
sóknir frá öðrum ættingjum og
sjúkrastofan er full af blómum og
barnateikningum sem honum hafa
borist.
„Ert þú kraftaverkamaðurinn?“
spyr Magnús Pétursson, forstjóri
Landspítala - háskólasjúkrahúss,
sem leit inn til Þengils á meðan
blaðamaður Morgunblaðsins var
þar í heimsókn í gær. Þengill segir
Magnúsi frá líðan sinni og að hann
sé óðum að ná meiri kröftum.
Man fyrst eftir sér
fjórum dögum eftir slysið
Þengill vaknaði fyrst á fjórða
degi eftir slysið og man í fyrstu
ekki eftir því þegar faðir hans rifj-
ar þann atburð upp fyrir blaða-
mann. Óskar segir að hjúkr-
unarfræðingur sem var hjá Þengli
er hann vaknaði hafi kynnt sig,
sagt honum hvar hann væri, tekið í
hendur hans og beðið hann að
kreista á sér hendurnar. Allt í einu
lifnar yfir Þengli er hann heyrir
föður sinn segja nákvæmar frá
þessum atburði. „Já, ég man eftir
þessu! Ég man ég var að kreista,
að hún sagði mér að kreista,“ segir
Þengill og brosir til viðstaddra.
Þengill var þó svæfður aftur eftir
þetta en var svo tekinn úr önd-
unarvél fyrir rúmri viku.
„Ég var mjög slappur til að
byrja með,“ segir Þengill um líðan
sína fyrst eftir að hann vaknaði eft-
ir slysið. „Núna get ég staðið upp
og labbað óstuddur. Mig svimar
svolítið en ég finn ekki fyrir nein-
um verkjum.“
„Fyrir hann að ganga í gegnum
þetta er eins og að hlaupa mörg
þúsund kílómetra í einni lotu,“ seg-
ir faðir hans. „Hann er því auðvitað
gjörsamlega úrvinda.“
Þengill áttar sig ekki á því hve-
nær hann man fyrst eftir sér, fyrir
utan fyrrgreint tilvik, eftir slysið.
„Ég hef reyndar ekkert verið að
velta því fyrir mér,“ útskýrir hann.
Hlakkar til að hitta félagana
Þengill er nemandi í 9. bekk í
Hólabrekkuskóla og segir að þótt
hann hafi það mjög gott á barna-
spítalanum hlakki hann vissulega
til að hitta félaga sína. Hann segist
ekkert hafa verið að opna skóla-
bækurnar en að það muni breytast
bráðlega. Nú þurfi hann að ein-
beita sér að því að safna kröftum
og byggja sig upp. Hann verður nú
í sjúkraþjálfun á sjúkrahúsinu en
óvíst er hvenær hann verður út-
skrifaður, að sögn föður hans.
Þengill segist hafa það gott á
sjúkrahúsinu, faðir hans vill meina
að starfsfólkið bókstaflega dekri
við hann. „Ég horfi bara mjög mik-
ið á sjónvarpið,“ segir Þengill að-
spurður um hvernig hann drepi
tímann.
Fjölskylda Þengils hefur skrifað
dagbók um líðan hans, bata og alla
atburðarásina frá því hann kom á
sjúkrahúsið. „Þannig að sjúkrasag-
an er mjög ítarleg,“ segir Óskar.
Skrýtin tilfinning
Óskar segir læknana og annað
starfsfólk sem sinnti Þengli hafa
staðið sig með ólíkindum, sér-
staklega starfsfólk gjörgæslunnar.
„Þarna var hárrétt fólk á hár-
réttum tíma sem tók hárréttar
ákvarðanir,“ segir hann.
Þengli finnst ótrúlegt til þess að
hugsa að hann hafi verið í lífs-
hættu. „Það er mjög skrýtin til-
finning. Pabbi var að lesa fyrir mig
um það sem var gert fyrir mig á
spítalanum og ég bara ... vá.“
Þengill og fjölskyldur hans vilja
koma á framfæri innilegu þakklæti
til allra þeirra sem hafa hjálpað
Þengli að ná bata eftir slysið í
Breiðholtslauginni; starfsfólki
Landspítalans og Breiðholtslaugar,
lögreglunni og öðrum sem komu að
fyrstu hjálp. Þá segir Óskar skiln-
ing og stuðning þeirra fyrirtækja
sem aðstandendur Þengils vinna
hjá ómetanlegan og beri að þakka.
Ótrúleg tilhugsun að
hafa verið í lífshættu
Þengill Otri Ósk-
arsson er þekktur
sem „kraftaverka-
maðurinn“ á Barna-
spítalanum. Hinn 11.
nóvember var hann
nær drukknaður í
Breiðholtslaug og tví-
sýnt var um líf hans
næstu daga. Sunna
Ósk Logadóttir
heimsótti Þengil sem
hefur náð undraverð-
um bata og er óðum
að ná fyrri kröftum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þengill er smám saman að endurheimta fyrri krafta. Örið á hálsinum er
eftir slöngur lungnavélarinnar sem m.a. bjargaði lífi hans.
sunna@mbl.is
Ljósmynd/Óskar Gíslason
Þengill Otri var tengdur flóknum tækjabúnaði á gjörgæsludeild Land-
spítalans þá daga sem hann lá þar meðvitundarlaus.
n ásamt
Þengli í
Felix til
nig
irkar.
slöngu
sjúk-
átt
otuð til
num.
m gervi-
áttu sér
r inn í
úr blóð-
kilað aft-
um aðra
óra blá-
Með
manum
þrátt
ætu ekki
viðhalda
st lungun
ð bólgna
öskun
jafnvel
nni, sem
síðan leiðir til lágs blóðþrýstings
og jafnvel hjartastopps. Felix
segir að í venjulegum tilvikum
sé barkarenna sett í barka sjúk-
lings og hann þannig tengdur
við öndunarvél sem oftast dugi
sem meðferð. Hjá Þengli hafi
það ekki dugað þar sem lungun
gátu lítið eða ekki starfað fyrst
eftir drukknunina. Loftskiptin
um lungu Þengils voru mjög tak-
mörkuð í marga daga og því
hefði hann ekki lifað af án
hjarta- og lungnavélarinnar.
n sem hélt Þengli á lífi
!
"