Morgunblaðið - 28.11.2003, Side 42

Morgunblaðið - 28.11.2003, Side 42
LISTIR 42 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vélasalur, Vestmannaeyjar kl. 20 Bergur Thorberg heldur áfram ferð sinni um landið með kaffi- málverk sín. Meðan á sýningunni stendur mun Bergur sýna við- stöddum hvernig hann vinnur en hann teiknar á hvolfi og línan hans liggur í lausu lofti. Áhuga- sömum er bent á slóðina www.vit- anova.is/thorberg. Sýningunni lýkur kl. 18 á sunnu- dag. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is KÓR Langholtskirkju stendur fyrir tónleikaröðinni „Blómin úr garðinum“ í tilefni 50 ára afmælis kórsins og er það sameiginlegt með öllum tónleikunum að einsöngvar- arnir hafa byrjað sinn feril í kórnum. Sl. sunnudag var komið að þeim Þóru Einarsdóttur og Birni Jóns- syni, er starfa bæði í Þýzkalandi en voru hér heima í tilefni tónleikanna. Viðfangsefnið var síðasta stærra verk Hugos Wolf, „Ítalska ljóðabók- in“ frá 1890–91/96 er svo er nefnd, samin við þýzkar þýðingar Pauls Heyses á ítölskum ljóðum. Frumhöf- unda var ekki getið í tónleikaskrá, er hins vegar naut nákvæmra inntaks- þýðinga Þorsteins Gylfasonar frá ís- lenzkum frumflutningi verksins 1981. Lögum var ekki raðað í upp- haflegri röð, heldur í heildarflutn- ingsvænni uppröðun Eriks Werba fyrir Irmgard Seefried og Fischer- Dieskau er sungu lögin 46 til skiptis í Salzburg 1958, og mun sú tilhögun síðan orðin útbreidd hefð. Auk þess að tengja lögin saman að eðli og andblæ hafði uppröðun Werba þann skemmtilega kost að kalla fram e.k. „tjáskipti“ milli karl- og kvenein- söngvarans. Ítölsku ljóðabókinni líkti austur- ríska tónskáldið við „börn mín úr suðri, hverra hjörtu slá á þýzku þótt á þau skíni ítölsk sól … … frumleg- ust og listfengust allra verka minna“. Þykja þau orð standa vel fyrir sínu í dag, því þó að flest lögin séu stutt eru þau afar hnitmiðuð og nátvinnuð píanóútfærslan samt sparsöm og gegnsæ. Blása þar vind- ar ástarinnar á fjölskrúðugustu nót- um ákefðar, hæðni, örvinglunar, heiftar og afbrýði, en líka stundum á sérlega einlægan og hugljúfan hátt. Komust þessir eiginleikar oftast vel til skila í söngnum, sem útfærður var af mikilli alúð og innlifun. Sérstak- lega var nálgun Þóru blæbrigðarík, og man undirritaður raunar ekki eft- ir annarri eins litaauðgi í tjáningu hennar og raddbeitingu. Stiklað mjög á stóru mætti nefna duttlunga- fulla útleggingu þeirra Þóru og Kristins Arnar Kristinssonar á Wer rief dich denn, edenssælumeðferðina á Wir haben beide lange Zeit geschwiegen (við sannkallaðan englahörpuslátt Kristins, er var ekki síður gegnsær í O wär dein Haus durchsichtig), kvenlegu ísmeygileg- heitin í Mein Liebster ist so klein, sígaunakenjarnar í Wie lange schon (snilldarlega undirstrikaða með samsvarandi rorrandi rúbatóum í slaghörpu) og hina fírugu niðurlags- perlu bálksins Ich hab in Penna. Þótt tenórröddin virtist eitthvað tekin að dimmgerast í barýtonátt og túlkunin kæmi hlutfallslega einsleit- ar fyrir, t.d. með fullvélrænni hryn- mótun ítrekuðu nótnanna í Selig ihr Blinden, tókst Birni oft vel upp. Kannski einkum í Benedeit die sel’ge Mutter, er angaði af unglingsheitri lotningarþrá líkt og hið dapra Sterb ich, so hüllt in Blumen meine Glied- er. Ennfremur í kraftmikla niðurlag- inu á Dass doch damals all deine Reize wären, í Geselle, wolln wir uns in Kutten hüllen (afbragðsvel studdu af brakandi tærum píanómeðleik), sjálfhæðnu kvöldlokkunni Ein Ständchem Euch zu bringen kam ich her og hinu tilþrifamikla Laß sie nur gehen, die so die Stolze spielt. Píanóleikur Kristins Arnar var kapítuli út af fyrir sig, er markaði eftirtektarverðan áfanga á rísandi ferli hans meðal fremstu undirleik- ara landsins. Mótunin var víðast hvar með afbrigðum skýr, ýmist eld- snörp eða gædd syngjandi flæði, án þess nokkurn tíma að kaffæra söng- inn. Var ekki lítið afrek að koma jafnmiklu jafntært til skila í hljóm- miklu húsi, þó að sérkennileg upp- röðun áheyrendasæta í einum hnappi fremst fyrir miðju hafi án efa hjálpað upp á verstu sakir. Vínarbrauð fyrir uxahala Nýjasti liðurinn í hádegistónleika- röð Íslenzku óperunnar átti sl. þriðjudag að vera undir yfirskrift- inni Uxahali í hádeginu og var þar vitanlega vísað til von Ochs baróns úr Rósariddara Richards Strauss, hvaðan meiningin var að taka nokk- ur valin atriði. En vegna „veikinda í eldhúsinu“, eins og Davíð Ólafsson kynnir orðaði það, var horfið frá því. Í staðinn fengu hlustendur, er nærri troðfylltu húsið þrátt fyrir slyddu og sundurgrafna Ingólfsgötu, „Vínar- brauð“ – lagavönd úr Vínaróperett- um. Þ.e.a.s. að undanskildu sjálfs- kynningarlagi Papagenos fuglafangara úr Töfraflautu Moz- arts, með hverju dagskráin hófst í grallaralegum meðförum Ólafs Kjartans Sigurðarsonar, er í síðasta do re mí fa so-viðlaginu tók undir sig elegant tveggja alda tæknistökk frá panflautu yfir í GSM-hringitíst. Kom sá kækur ugglaust mörgum hlust- endum til að þreifa í laumi eftir þarf- asta þjóninum í jakkavasanum, enda strax eftir minntir á að slökkva á far- símum. Burtséð frá panflautuaríunni voru öll síðari lögin innan þjónustusvæðis vínaróperettunnar. Davíð var Fal- staff uppmálaður með heyranlegu hárauðu nefi í drykkjuvísu feita ridd- arans úr Kátu konunum í Windsor (Nicolai), og burgeisadömu Sesselju Kristjánsdóttur þótti sömuleiðis sopinn góður í kampavínsaríunni úr La Perichole eftir Offenbach. Snorri Wium var hljómfagur Paganini í Gern hab’ ich die Frauen geküßt úr samnefndri óperettu Lehárs, og Hulda Björk Garðarsdóttir bæði glæsileg og kát ekkja í Viljasöngnum hans fræga. Úr sömu óperettu sungu Ólafur og Hulda þar næst valsdúettinn óslít- andi, Lippen schweigen, með dans- tilþrifum við hæfi – að vísu ívið of rúberað – í fínlegum en stundum svolítið hikandi píanóundirleik Kurts Kopeckys. Davíð var óborganlegur ungverskur svínahéðinn með dýr(s) legan lágstéttarhreim í aríu Zsupáns úr Sígaunabaróninum. Loks sungu þeir Snorri og Davíð hið ómissandi Wien, Wien, nur du allein við mikil fagnaðarlæti. Örkuðu síðan tónleika- gestir upp á aðra hæð, þar sem bak- aríið Kornið fyllti mælinn eftir lyst- ugan óperettubröns með nýbökuðu vínarbrauði. Britten fyrir tenór og hörpu Það er óneitanlega fágæt sjón að sjá hörpu sem eina undirleikshljóð- færið á sígildum söngtónleikum hér á landi. Hefði því kannski mátt búast við meiri hlustendaforvitni en aðeins þriðjungs sætanýting Salarins gaf til kynna á tónleikum þeirra Garðars Thors Cortes og Elísabetar Waage á þriðjudagskvöld. Viðfangsefnin voru öll frá ævi- kvöldi Benjamins Brittens (1913–76) eða 1969–76. Söngverkin þrjú voru samin fyrir „lífsförunaut“ hans eins og nú má kalla, tenórinn Peter Pears. Fyrst voru Átta útsetningar á velskum þjóðlögum frá 1976, bráð- skemmtileg og æskuspræk músík er þau Garðar Thor og Elísabet fluttu af mikilli innlifun. Elísabet Waage sat ein í sviðsljós- inu í fimmþættri Svítu Brittens fyrir hörpu (1969) saminni fyrir góðvin hans Osian Ellis. Hún sýndi þar gíf- urlegt öryggi er hún kom blaðlaust til skila óumdeilanlegum yndisþokka verksins með heillandi leikni og mús- íkalskri mótun. Tæknifrekasti þátt- urinn var ugglaust Fúgan (IV); arg- asti fingurbrjótur á köflum, enda leikurinn ekki með öllu örðulaus, þótt hvergi væri til mikils vanza. Að tónskáldskap reis þessi ótvíræða hörpuperla sennilega hæst í tignar- lega lokaþættinum, Hymnanum til heilags Demiosar, er í skáldlegum sagnaslætti Elísabetar kraftbirtist sem heiðblá fjallasýn úr hljóðlátri svifflugu. Eftir hlé fluttu þeir félagar hið drungalegt expressjóníska tónaljóð Brittens við texta T.S. Eliots um dauða heilags Narcissusar. Glitti þar í dramatískari tennur Garðars af stundum óvæntum krafti, þó svo að samhljóðaframburðurinn mætti þar sem víðar vera aðeins skýrari, m.a. á s-hljóðum. Að lokum var líkt og í upphafi gengið á vit alþýðuróta með A Birthday Hansel, tónsetningum Brittens á sjö millispilssamtengdum smáljóðum eftir skozka þjóðskáldið Robert Burns í tilefni 75 ára afmælis Elísabetar drottningarmóður 1975. Eins og með velsku þjóðlögin fóru hér bráðvel heppnuð smálög innblás- in af ferskri sveitamenningu undir listrænni ögun eins snjallasta tón- höfundar sem Bretlandseyjar hafa alið. Fóru þau Garðar og Elísabet þar beinlínis á kostum, enda uppskar smitandi innlifun dúósins hlýjar og verðskuldaðar undirtektir. Gradus ad nobilitatem Hafi einhver velkzt í minnsta vafa um hver sé nú fremsti kvennakamm- erkór lýðveldisins hlaut sá efi að gufa upp sem dögg fyrir sólu um leið og stúlkurnar 24 í Graduale Nobili hófu upp eðalraust sína á háskóla- tónleikunum í Norræna húsinu sl. miðvikudagshádegi í viðeigandi sam- ræmi við einstakt vetrarskyggnið úti fyrir. Eftir fallegt finnskt þjóðlag í út- setningu Mattis Hyökkys, On suuri sun rantas autius, kom seiðandi rytmísk Barnagæla Hjálmars H. Ragnarssonar, þar sem ekki sízt skýr textaframburður vakti fyrst (en fráleitt síðast) athygli, enda kór- hlustendur Klakans óvanir því að geta heyrt bókstaflega hvert einasta orð. Náði það gæðamark einnig til erlendu textanna, þar sem bar t.d. hvergi á hvimleiðri landlægri tví- hljóðun o-ins í latínu [eins og „óra pró nóbis“]. Að vísu hjálpaði tak- mörkuð akústík litla og þétt settna salarins sjálfsagt eitthvað til. Á móti vó vægðarlaus afhjúpun hans á minnstu ónákvæmni í hryni og inn- tónun, sem betra vönum kirkjukór hefði efalítið hrosið hugur við. Hér var hins vegar ólíku fólki saman að jafna. Enda er skemmst frá því að segja, að GN stóðst allar prófraunir með þvílíkum glans að maður sakn- aði varla aukins hljómburðar nema í einu lagi, Ave Maria e. Gustav Holst, þar sem hnausþykk rómantísk hljómafærslan var greinilega hugsuð fyrir meiri heyrð. Holst gerði, líkt og útsetning Jóns Ásgeirssonar á Móður minni í kví, kví, óvægnar hæðarkröfur til 1. sópr- ans, og þurfti sterkar taugar til að hleypa raddböndum efst upp undir súð án öryggisnets húsenduróms. Samt var varla að heyra að háu c-in vefðust fyrir „sópranínum“ kórsins, er glitruðu skært í háloftunum sem sólstafir að vori. Stjórnandi heimskunna sænska karlakórsins Orphei Drängar, Ro- bert Sund, átti þvínæst afspyrnu skemmtilegt stykki, Unnibahia, er að rytmísku fjöri jafnaðist á við huppdillandi púðurkerlingu Hjálm- ars. Söng GN þar með smellandi spinto-snerpu við hæfi, og samstigar raddfærslur verksins nærri því dá- leiddu hlustandann fyrir tandur- hreint svífandi þokka kórsins. Eftir tignarlegt verk Holsts kom síðan innilegt Maríuljóð Hildigunnar Rún- arsdóttur, og suðrænt sætkryddaðri melódík Javiers Busto í Salve regina fylgdi þvínæst hið höfugt kyrrláta Ave Maria eftir Alice Tegnér. Lauk Graduale Nobile frábærum tónleik- um sínum á dansvænum „hocket“- óði Báru Grímsdóttur til Guðsmóð- ur, Ég vil lofa eina þá, við mikla hrifningu áheyrenda. Ítölsk sól úr þýzkum hjörtum TÓNLIST Langholtskirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR Wolf: Ítalska ljóðabókin. Björn Jónsson tenór og Þóra Einarsdóttir sópran; Krist- inn Örn Kristinsson píanó. Sunnudaginn 23. nóvember kl. 17. Íslenzka óperan ÓPERUTÓNLEIKAR „Vínarbrauð í hádeginu.“ Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjáns- dóttir mezzosópran, Snorri Wium tenór, Ólafur Kjartan Sigurðarson barýton og Davíð Ólafsson bassi. Kurt Kopecky pí- anó. Þriðjudaginn 25. nóvember kl. 17. Salurinn EINSÖNGSTÓNLEIKAR Britten: 8 þjóðlagaútsetningar; Hörpu- svíta Op. 83; Canticle V Op. 89; A Birthday Hansel Op. 92. Garðar Thor Cortes tenór, Elísabet Waage harpa. Þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20. Norræna húsið KÓRTÓNLEIKAR Háskólatónleikar. Kórverk eftir Hyökky, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson, Sund, Holst, Hildigunni Rúnarsdóttur, Busto, Tegnér og Báru Grímsdóttur. Graduale Nobili u. stj. Jóns Stefánssonar. Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 12:30. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Jim Smart Garðar Thór Cortes fór beinlínis á kostum, ásamt Elísabetu Waage, enda uppskar smitandi innlifun dúósins hlýjar og verðskuldaðar undirtektir. Morgunblaðið/Ásdís „Nálgun Þóru Einarsdóttur var blæbrigðarík, og man undirritaður raunar ekki eftir annarri eins litaauðgi í tjáningu hennar og raddbeitingu.“ ÞÓRIR Gröndal hefur verið búsettur í Flórída í Banda- ríkjunum undanfarin 40 ár. Hann hefur séð þar um sölu á íslenskum fiski á Bandaríkjamarkað, verið ræðismaður Ís- lands í Flórída og getið sér orð fyrir greinar sínar og pistla sem birst hafa í íslenskum dagblöðum og tímaritum. „Mér telst til að ég hafi skrifað um 220 pistla frá upphafi og fannst því tilvalið að velja úr þeim til útgáfu í bók,“ segir Þórir. Það er Pjaxi sem gefur bókina út og alls eru í henni um 60 greinar, um allt milli himins og jarðar því eins og hann segir sjálfur, „þá er mér ekkert óviðkomandi. Þetta eru greinar um lífið í Bandaríkjunum, söguleg efni, heims- málin á hverjum tíma, svipmyndir af samferðafólki, stjórn- mál, æskuminningar, furðulegar frá- sagnir af fólki og plöntum, jafnvel ímynduð viðtöl við fólk, fugla, tré og plöntur!“ segir Þórir og nefnir viðtal við aldraðan bónda um þann atburð er eldingu laust ofan í kúna hans. „Þetta var ímyndað viðtal, eins konar smá- saga, sem vakti talsverða athygli þegar það birtist í Fálkanum á sínum tíma.“ Satt og logið er heiti bókarinnar og segir Þórir það sannmæli. „Margt er satt en sumt er logið. Öllu gamni fylgir samt nokkur alvara og það á við hér,“ segir hann. Margt satt en sumt logið Þórir S. Gröndal Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi Sýningu á ljósmyndum Magnúsar Ólafssonar lýkur á mánudag. Opið virka daga kl. 12–19, um helg- ar kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Sýningu Dominique Ambroise á ol- íumálverkum í Baksalnum lýkur á sunnudag. Opið daglega kl. 10–18, laugardaga kl. 11–17 og sunnudaga kl. 14–17. Sýningum lýkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.