Morgunblaðið - 28.11.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 28.11.2003, Qupperneq 44
UMRÆÐAN 44 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í UPPLÝSINGABÆKLINGI frá Bæjarstjórn Kópavogs 1997 segir svo meðal annars í kafla um fræðslumál: „Skóla- hald í Kópavogi hófst ekki fyrr en með byggingu Kópavogsskóla árið 1949, en í byrjun þess árs hófst kennsla í skólanum nýbyggðum. Kennsla hafði þó farið fram í Kópavogi frá árinu 1945 en ekki nema fyrir hluta þeirra barna sem bjuggu á svæðinu og var kennt á að minnsta kosti fjórum stöðum í leiguhúsnæði. Hluti barnanna, að- allega þau sem eldri voru, þurfti að sækja skóla til Reykjavíkur og voru þau flest í Miðbæjarskól- anum.“ (Handbók Kópavogs, útg. Bæjarstjórn Kópavogs 1997, bls. 49.) Ég hef ítrekað gert athuga- semdir við þessa túlkun ráða- manna í Kópavogi á upphafi skóla- halds í Kópavogi og hygg að ég hafi talað þar fyrir munn okkar flestra, sem gengum í Kópavogs- skóla frá hausti 1945 og til ársloka 1948, eða áður en skólahald hófst í Kópavogsbyggð samkvæmt áður- nefndri söguskoðun. Vænn hluti af skólasögu Kópavogs er raunar sagður í bókinni Sveitin mín – Kópavogur sem kom út í fyrra. Þar kemur fram að Kópavogsskóli var stofnaður síðla sumars 1945 og settur við hátíðlega athöfn í fyrsta skipti 20. október á Hlíðarvegi 9. Auk frásagna nítján manns í hópi fyrstu nemenda Kópavogsskóla í þeirri bók eru meginheimildir mín- ar að kaflanum um skólann dag- bækur Guðmundar Eggertssonar, fyrsta kennara og fyrsta skóla- stjóra Kópavogsskóla. Hann var ráðinn kennari við skólann 9. októ- ber 1945, settur skólastjóri 1947 og skipaður árið eftir. Guðmundur lést í júlí 1949 og var öllum harm- dauði, ekki síst okkur börnunum sem elskuðum hann og virtum. Kópavogsskóli 1945–1948 Áður en skólahúsið á Digranes- hálsi var byggt starfaði Kópavogs- skóli í þremur húsum en ekki fjór- um eins og segir í riti bæjarstjórnar. Síðasta eina og hálfa árið, eða frá hausti 1947 til ársloka 1948, var hann í nýbyggðu verksmiðjuhúsi í landi Marbakka. Það átti upphaflega að hýsa prent- smiðjuna Odda en gerði það aldrei. Síðar var þar lengi fyrirtækið Málning hf. Börnin sem fóru ekki í Kópavogsskóla sóttu ýmist Mið- bæjarskóla eða Austurbæjarskóla en nokkur kusu heldur að vera í Laugarnesskóla. Þó að ekki væri rúm fyrir öll skólaskyld börn í Kópavogsskóla frá stofnun hans haustið 1945 breytir það engu um upphaf hans og þar með upphaf skólahalds í bænum. Raunar var ekki einu sinni pláss fyrir öll 7–9 ára börnin sem skólinn var þó ætl- aður fyrsta skólaárið, 1945–1946. (Sjá nánar í Sveitinni minni.) Samkvæmt bekkjarskrám Kópa- vogsskóla 1945–1949 voru 184 börn í skólanum á því tímabili, í samtals sautján bekkjardeildum. Vorið 1948 tóku fyrstu nemend- urnir lokapróf frá skólanum, það voru 24 drengir sem þreyttu fulln- aðarpróf, líklega hið síðasta sem haldið var í landinu. Næsta vor lauk elsti árgangurinn – og sá sem ég tilheyri – barnaprófi og ung- lingaprófi tveimur árum síðar, vor- ið 1951. Við vorum 27 talsins og héldum flest áfram námi. Það fór aldrei á milli mála hjá okkur fyrstu nemendum skólans og skylduliði okkar að Kópavogs- skóli var frá upphafi sjálfstæður skóli, stofnaður eins og áður segir á Hlíðarvegi 9 haustið 1945. Af opinberum gögnum um skólann, bekkjarskrám og lögboðnum skýrslum um skólahald í lok hvers skólaárs má líka ráða að svo hafi verið. Hvergi kemur fram að skól- inn sé útibú frá öðrum skóla eða einhvers konar bráðabirgðaskóli þar til hús hafi verið reist yfir hann. Að minnsta kosti átta kenn- arar störfuðu við skólann á þessu tímabili og samkvæmt Kennaratali voru þeir allir ráðnir til starfa við Kópavogsskóla. Hvers vegna? Eins og áður segir hef ég iðu- lega andmælt túlkun bæjaryf- irvalda á aldri Kópavogsskóla, meðal annars í bæjarstjórn en ég átti sæti þar 1974–1979 og aftur 1994–1998. Ég hef reynt að graf- ast fyrir um ástæður þessarar söguskoðunar en lítið orðið ágengt. Má vera að ráðamönnum þyki óþægilegt að rifja upp hvað við börnin þurftum að búa við slæmar aðstæður í skóla sem þó var lögð rík áhersla á að fá í byggðarlagið. Aðstæður til skóla- halds í húsunum þremur voru með öllu ófullnægjandi og líkast til heilsuspillandi, jafnvel á þeirrar tíðar mælikvarða. Annan janúar 2003 sendi ég bæjarstjóra, Sigurði Geirdal, bréf og spurðist fyrir um málið. Sá hluti bréfsins sem fjallar um Kópavogsskóla er svona: „Hvenær og hvers vegna var ákveðið að miða aldur Kópavogsskóla við flutning skólans í eigið húsnæði 12. janúar 1949? Er þessi dagsetn- ing ef til vill aðeins miðuð við ald- ur hússins en ekki skólans? Sé svo, hver er þá aldur skólans? Við hvað er miðað þegar aldur annarra skóla í bænum hefur verið ákveð- inn?“ Bæjarstjóri hefur ekki svarað bréfinu, telur erindið líkast til ekki svara vert. Samt varðar það mik- ilvægan kafla í sögu Kópavogs- bæjar. Mig uggir hins vegar að ýmsir þeir sem lifðu þá atburði í Kópavogi sem leiddu til þess að skóli var stofnaður þar haustið 1945 – og ekki síst þeir sem gengu í skólann fyrstu þrjú til fjögur árin – hafi áhuga og vilji hafa það sem sannast reynist í því máli eins og öðrum. Þess má að lokum geta að ég var nemandi í Kópavogsskóla 1946–1951 og kennari þar 1957– 1972. Hvað er Kópavogsskóli gamall? Eftir Helgu Sigurjónsdóttur Höfundur er kennari og rithöfundur og rekur eigin skóla í Kópavogi. TILEFNI þessa greinarkorns er sú ákvörðun yfirstjórnar Landspítala – háskólasjúkrahúss að leysa Sigurð Björnsson yfirlækni á lyflækningadeild krabbameina undan stjórnunarskyldum. Það skal tekið fram að lækninum var ekki sagt upp störf- um við sjúkrahúsið, heldur vinnutilhögun breytt. Læknirinn telur á sér brotið varð- andi frelsi til eigin atvinnurekstrar utan sjúkrahússins og íhugar að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Forsaga þessa máls er sú að yfir- stjórn LSH (Landspítala – háskóla- sjúkrahúss) ákvað á árinu 2001 að yf- irlæknar deilda og sviðsstjórar skyldu vera í 100% stöðuhlutfalli við sjúkrahúsið og ekki hafa leyfi til að stunda lækningar á einkastofum. Það væri ljóst í hverjum ráðningarsamn- ingi hver vinnutilhögunin væri, yf- irlæknar sem hafa verið ráðnir og enn eru með stofurekstur hafa fengið aðlögunartíma til að hætta þeim rekstri. Þegar síðustu kjarasamningar lækna voru samþykktir var ákveðið að þeir einir gætu verið í 100% stöðu- hlutfalli sem ekki stunduðu lækn- ingar utan sjúkrahússins, þeir sem kysu að sinna stofurekstri væru í 80% stöðuhlutfalli eða minna. Þetta á við um sérfræðilækna almennt, ekki bara yfirmenn. Ástæða þess að LSH gerir þessar kröfur um vinnutilhögun yfirmanna er nokkuð augljós: starf yfirmanna er yfirgripsmikið og krefjandi og stofn- unin gerir þá kröfu að menn sinni því af alúð og heilindum og hafi ekki hagsmuna að gæta annars staðar. Það er ekki tilgangur greinar þess- arar að leggja dóm á hvort rétt hafi verið lagalega að leysa áðurnefndan lækni undan stjórnunarskyldum, til þess skortir mig þekkingu í lögum. Það sem er mér umhugsunarefni er, að sá réttur spítalans að krefjast áðurnefndrar vinnutilhögunar sé ve- fengdur. Landsspítali – háskólasjúkrahús er einn stærsti vinnustaður landsins, ef ekki sá allra stærsti. Stofnunin veltir yfir 20 milljörðum króna á ári. Þar eru inni allar helstu sérgreinar lækn- isfræðinnar. Þar fer fram kennsla nema í heilbrigðisvísindum hvers konar. Þar eiga að fara fram rann- sóknir, bæði grunnrannsóknir og svo- kallaðar klínískar rannsóknir. Þar á að vera saman komin besta tækni í læknavísindum sem völ er á og mesta sérfræðiþekking. Í hátíðaræðum er talað um „flaggskip íslenskrar heil- brigðisþjónustu“. Einstök svið og deildir LSH eru stórar einingar á íslenskan mæli- kvarða sem velta miklum fjármunum. Yfirlæknar deilda eiga, auk stjórn- unarstarfa, að vera faglegir leiðtogar, stuðla að gæðaþróun hver á sinni deild og vera leiðandi í rannsóknum og kennslu í sinni sérgrein. Það má því ljóst vera að starfið er bæði yf- irgripsmikið og krefjandi. Það er í hæsta máta eðlilegt að stofnunin geri þær kröfur að yf- irmenn starfi ekki annars staðar, nema við kennslu og setu í opinberum nefndum. Sú skoðun sumra að menn geti ver- ið í einkarekstri samhliða og gert hvoru tveggja góð skil er gamaldags hugsunarháttur og leifar frá þeim tíma þegar læknar voru að vinna á mörgum stöðum samtímis. Það eru vafalaust margir kollegar mínir sem gætu vel hugsað sér að hverfa aftur til gamla fyrirkomulagsins þegar þeir gátu gert nánast það sem þeim sýnd- ist, ekki bara unnið á einum vinnu- stað utan sjúkrahússins, heldur mörgum. Það er ekki þannig sem er hægt að byggja upp nútímalegt há- skólasjúkrahús. Það verður ef til vill látið reyna á það fyrir dómstólum hvort LSH sé stætt á því lagalega að banna yfir- mönnum að vinna á einkastofum. Ef dómur í slíku máli félli LSH í óhag er sannarlega kominn tími til að breyta lögum. Ef ríkisfyrirtæki mega ekki gera kröfur um slíkt vinnufyrir- komulag yfirmanna er verið að binda þau á klafa gamalla og úreltra siða og útilokað er, að hægt sé að reka slík fyrirtæki vel. Er það eðlilegt að yfirmaður í stóru fjármálafyrirtæki geti verið að vinna hjá öðru slíku „utan síns venjulega vinnutíma“? Eða að ritstjórar dag- blaða skrifi reglulega greinar í önnur dagblöð og þiggi fyrir það laun? Svari hver fyrir sig. Ég er einn þeirra lækna sem styðja heilshugar stefnu stjórnenda LSH í þessu máli. Ég veit að mjög margir aðrir eru sama sinnis þótt það hafi ekki farið hátt. Landspítali – háskólasjúkrahús er stofnun sem við getum verið stolt af. Við eigum að leggja okkar af mörkum til að hún verði enn betri. Ein leið til þess, er að velja stjórnendur sem helga sig starfinu á sjúkrahúsinu. Frelsi og ábyrgð yfir- manna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Eftir Hjördísi Smith Höfundur er svæfingarlæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. ENN einu sinni eru menn að fara á taugum yfir kunnáttu grunnskólabarna í stærðfræði. Núna er það ekki vegna þess að við lendum í al- þjóðlegri könnun neðar en lönd sem hafa ekki einu sinni skólaskyldu. Nei, foreldrar eru að uppgötva vankunnáttu barna sinna. Gott og vel. Ég ætla ekki að fjalla um meinta vankunnáttu barna í stærðfræði né öðrum greinum. Það er afleiðing en ekki orsök. Ég ætla að fjalla um forsendur grunnskólans eins og hann er núna og hvað þurfi að gera vilji menn raunverulegar úrbætur. Heimaskóli fyrir alla Það var loks með grunnskólalög- unum árið 1974 að öllum börnum var tryggð skólavist í almenna skólakerfinu. Fram að því gátu skólayfirvöld losað sig við óþægi- lega nemendur. Síðan hefur sjálf- sagður réttur allra barna til að ganga í almenna skóla verið tryggður. Foreldrar hafa í auknum mæli nýtt þennan rétt og skólunum ber skylda til að taka við öllum börnum, hvernig svo sem þau eu á sig komin andlega eða líkamlega. Það þýðir að nemendahópurinn er miklu margslungnari en nokkru sinni fyrr. Aðeins um 1% íslenskra barna eru í sérskólum. Þetta hefur verið að gerast undanfarin ár án þess að skólunum hafi verið gert kleift að sinna svo fjölbreyttum nemendahópi á viðunandi hátt. Á sama tíma hefur ríkisvaldið lagt hömlur á skólastarf í formi miðstýrðra námskráa og fleiri sam- ræmdra prófa. Ég var fyrir nokkr- um árum í skólaheimsókn í Tallinn í Eistlandi. Þá voru þeir að losa sig við sovéska miðstýringu meðan við vorum að taka upp svipaða siði! Vinnuaðstaða nemenda og kennara Ofan á þetta allt saman kemur stóraukið vinnuálag á kennara í kjölfar síðasta kjarasamnings þeirra. Ég fjalla ekki frekar um þann samning enda er hann sjálf- skaparvíti grunnskólakennara sem voru nógu miklir grasasnar að samþykkja hann. Gleymum heldur ekki vinnuálag- inu á nemendurna. Vikuleg vinna nemenda í unglingadeild grunn- skólans er yfir 40 klukkustundir á viku. Dæmi eru um að nemendur séu yfir 30 í bekk. Í skólanum þar sem ég kenni eru dæmi um 31 nemanda í 45 fermetra kennslustofu. Ég nenni ekki að reikna út fermetra á mann en þetta er á við þéttbýlustu staði jarðar. Ætlar einhver að segja mér að þetta sé viðunandi vinnuaðstaða fyrir nemendur og kennara? Þarna á einn kennari að sinna þörfum hvers og eins. Og þarna eiga nemendur að vinna bróðurpartinn af vinnu sinni. Dett- ur einhverjum í alvöru í hug að þetta gangi upp? Dæmi um opinber úrræði Stefán Jón Hafstein skrifaði grein um daginn, í Moggann minnir mig, og sagði að Fræðsluráð Reykjavíkur ætlaði að skipa nefnd um málefni bráðgerra barna. Gott og vel. Það er í fínu. Hins vegar vil ég benda formanninum á það að bráðgerir nemendur hafa fjölmörg tækifæri í unglingadeildum grunn- skólans. Til dæmis geta þeir tekið samræmd próf í 9. bekk og fram- haldsskólaáfanga. Þetta er því ekki mesta meinsemd skólans. Sá sem heldur það veit ekkert um skólamál og byrjar eðlilega á öfugum enda. Það á heldur ekki að draga út einn hóp nemenda. Það á að hugsa fyrir hagsmunum allra nemenda. Með því að draga fram einn hóp nem- enda erum við einfaldlega að búa til skekkju sem þarf að leiðrétta síðar. Hvað ber að gera? Í skýrslu European Agency, Effective Inclusive Classroom Practice, koma fram nokkur skil- yrði fyrir árangursríkri kennslu í skóla án aðgreiningar. Skýrslan er afrakstur athugana og samansafn reynslu frá flestum löndum Evr- ópu. (Ísland tók þátt). Þessi skil- yrði eru meðal annarra: Bekkjarkennari þarf stuðning frá öðrum kennara, sérkennara eða almennum kennara. Þetta reyndist duga vel til að ýta undir fræðilega og félagslega færni allra nemenda. Það gefur augaleið að samvinna kennaranna verður að vera góð. Besta útfærsla þess er að tveir kennarar kenni bekknum. Aðstoð jafningja og samvinna nemenda var árangursrík, bæði hvað varðaði nám og félagslega hæfni. Nemendur læra mikið á því að hjálpast að, einkum ef þeir hafa mismikla námsgetu. Í skýrslunni er bent á nauðsyn þess að fylgjast vel með framförum nemendanna með því að meta og áætla námið frá degi til dags. Vandamál leyst sameiginlega. Þetta á einkum við um nemendur með hegðunarerfiðleika. Vandamál sem af því stafa eru þá leyst í sam- einingu á kerfisbundinn hátt. Jafn- framt gilda skýrar og einfaldar reglur, samdar af kennurum og nemendum í sameiningu. Loks kom fram að ólíkar kennsluaðferðir þarf til að kenna ólíkum nemendum í blönduðum bekk. Skýr markmið, sveigjanlegar aðferðir og fráhvarf frá einsleitum kennsluaðferðum, það er hefð- bundinni töflukennslu með innlögn. Þetta er dýrt Það þarf að fjölga kennurum til að byggja upp tveggja kennara kerfi. Það þarf að gerbreyta kennsluháttum. Það þarf að draga úr lamandi miðstýringu yfirvalda. Það þarf að minnka kennsluskyldu kennara og auka undirbúningstím- ann á móti. Það þarf að bæta vinnuaðstöðu kennara og nemenda. Svo fátt eitt sé nefnt. Vissulega er þetta dýrt. Rosa- lega dýrt. Auðvitað er asnalegt að birta þessa tillögu á sama tíma og menntamálaráðherra hefur það eitt til málanna að leggja að stytta framhaldsskólann í sparnaðar- skyni. En samt eru þessi orð nauð- synlegt. Ef yfirvöld menntamála hlusta ekki á kennara og fara að tillögum þeirra þá munu þau halda áfram að keyra menntakerfið í þrot. Kennarar verða líka að láta í sér heyra og móta tillögur um úr- bætur í skólamálum Þeir eru sér- fræðingar á þessu sviði. Stærðfræðin, grunnskólinn og taugar þjóðarinnar Eftir Eirík Brynjólfsson Höfundur er kennari. Undirföt fyrir konur Skálastærðir: B-FF Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.