Morgunblaðið - 28.11.2003, Page 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Auður KristínSigurðardóttir,
Syðri-Úlfsstöðum í
Austur-Landeyjum,
fæddist á Kúfhóli í
sömu sveit 6. janúar
1935. Hún lést á
Líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
20. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guðríð-
ur Ólafsdóttir og Sig-
urður Þorsteinsson á
Kúfhóli. Systkini
Auðar eru: Iðunn
Ingibjörg, látin, Þor-
steinn, Ólafur, Bergþór, Ingunn
Sesselja, Soffía, Guðrún Lára og
Hjördís. Eftirlifandi
maki Auðar er Ósk-
ar Halldórsson.
Dóttir þeirra er
Kristín Hulda. Börn
hennar eru Auður
Ósk og Halldór Vil-
hjálmsbörn. Auk
Kristínar eignuðust
þau Auður og Óskar
dreng sem lést
skömmu eftir fæð-
ingu og Jóhannes
Arnar sem lést níu
ára gamall.
Útför Auðar verð-
ur gerð frá Kross-
kirkju í Austur- Landeyjum í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku frænka, það er sárt að
kveðja þig. Það er erfitt að trúa því að
þú sért farin. Mér er orða vant. Ég
trúði því að þú værir að ná þér á strik
og fengir að njóta nýju íbúðarinnar
sem þið hjónin voruð að kaupa og þið
hlökkuðuð til að flytja í, þó ekki væri
nema einhverja mánuði og fengir að
eiga jólin með fjölskyldunni. Þér var
ætlað annað.
Það sefar sorgina að vita að þér líð-
ur vel núna, þarft ekki að kveljast
meir, vita að á móti þér hefur verið
vel tekið bæði af sonum þínum, syst-
ur og foreldrum. Þú ert komin í ljósið
þar sem þér er ætlað eitthvað meira
og stærra.
Stundum finnst okkur lífið svo
óréttlátt. Þegar hjartahlý og góð
manneskja eins og þú sem varst alltaf
boðin og búin ef eitthvað var að ein-
hvers staðar er tekin frá okkur allt of
fljótt eigum við erfitt með að skilja
tilganginn en einhver hlýtur hann að
vera. Öllum er okkur ætlað eitthvert
hlutvert, bæði hér á jörðu og á öðrum
tilverustigum, það er mín trú og ég
veit að þín bíður stórt og mikið hlut-
verk á æðri stað.
Elsku frænka, þakka þér fyrir
hvað þú varst alltaf yndisleg og góð,
bæði við mig og börnin mín. Í hjarta
mínu man ég þig sem fallegu, góðu og
yndislegu frænkuna mína sem alltaf
áttir útbreiddan faðm handa okkur.
Guð og allir góðu englarnir hans veri
með þér þar sem þú ert nú.
Elsku Óskar, Kristín, Auður Ósk
og Halldór, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og bið góðan guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Guðríður Sveinbjörnsdóttir
(Gurrý).
Að missa ástvini getur verið þraut-
in þyngri og tekur ávallt á, í sál og
hjarta.
Mig langar með örfáum orðum að
minnast frænku minnar, hennar Auð-
ar. Auði kynntist ég barn að aldri þar
sem hún er ein af systrum mömmu og
strax við fyrstu kynni snerti hún
hjarta mitt með hæversku sinn, fram-
komu og einstaklega góðri nærveru.
Alltaf fylltist ég spenningi og til-
hlökkunar þegar heimsækja átti Auði
og Óskar í sveitina því friðsældin og
hlýjan tóku alltaf á móti okkur á
heimili þeirra. Fyrir mér var Auður
ekki bara frænka, heldur var hún líka
tenging við fjölskyldu sem ég hefði
ekki kynnst nema fyrir hennar til-
stilli, fjölskyldu sem hefur með tím-
anum orðið mér kærir og góðir vinir,
þá sérstaklega Kristín dóttir þeirra
Auðar og Óskars sem fyrir mér er
eins og stóra systir sem alltaf er hægt
að leita til. Með tímanum sá maður
hvað Auður var mikil og að mér virð-
ist lifði fyrir alla og gaf af sér mikinn
kærleika og krafðist einskis til baka.
Aldrei hafði mig órað fyrir því að
þegar Auður og Kristín komu að
heimsækja mig á Njálsgötuna síðast-
liðið sumar að það væri í síðasta
skipti sem ég sæi Auði á ferðinni og
að örfáum vikum seinna yrði hún
komin á spítala með sjúkdóm sem
ekki var hægt að lækna. Alltaf bar
hún sig vel og kvartaði aldrei allan
þann tíma sem ég heimsótti hana á
spítalann þótt þjáð væri og allt undir
það síðasta, er hún lá á líknardeild-
inni, hélt hún reisn sinni, tíguleika og
þeirri ró sem auðkenndi persónu
hennar.
Elsku Óskar, Kristín, Auður Ósk
og Halli, mikill er missir ykkar og
skarð er í ykkar litlu fjölskyldu, þá
trúi ég og veit fyrir víst að Auður er
ekki farin langt því hún mun vera hjá
okkur í anda og vaka yfir ykkur þrátt
fyrir ný heimkynni í ríki Guðs. Bið ég
algóðan Guð að styrkja ykkur og
blessa í sorg.
Að lokum vildi ég tileinka Auði
frænku minni ljóð sem ég orti og veit
fyrir víst að gæti verið ferðasaga
hennar á nýjar slóðir.
Hvítir vængir bera mig,
skýjum ofar á hærra stig.
Bylgjur breiðar berast mér,
kærleikinn ég finn hjá þér.
Himnavera, hrein og blá,
ásýnd þína nýt að sjá.
Hugurinn svo hreinn og tær,
stjarna þín svo hrein og skær.
Þú fyllir hjarta ástúð þinni,
þú bjargað hefur sálu minni.
Ó, himnavera leyfðu mér,
að svífa um og fylgja þér.
Ljósið,
ljósið er lífið,
ljósið er eilíft.
Láttu ljósið
lýsa sálu hjarta þíns.
Lifðu fyrir ljósið
það er lífið.
Óli Geir.
AUÐUR KRISTÍN
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Alfred EugenAnderson fædd-
ist í Frösö í Jentland
í Östersund í Svíþjóð
4. september 1909.
Hann lést á heimili
sínu 20. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Alf-
red Matthias Ander-
sen steinsmiður og
Cristina Pred Frid-
rika Pallien húsmóð-
ir.
Alfred kvæntist
Sigríði Ragnheiði
Ólafsdóttur hjúkrun-
arfræðingi 26. janúar 1957 og eiga
þau þrjú börn. Börn þeirra eru: 1)
Hendrikka Jónína Alfreðsdóttir, f.
11. janúar 1958, maki Pétur Ás-
geirsson, f. 21. sept. 1960. Börn
þeirra eru Ásgeir, f. 17 maí 1984,
október 1991, Ólöf Birna, f. 23.
apríl 1993, og Sara Lind, f. 25. júlí
1996.
Alfred fæddist í Svíþjóð og var
næstyngstur níu systkina, tveir
bræður og sjö systur. Um tveggja
og hálfs árs aldur flytur hann til
Noregs. Um þriggja ára aldur er
hann tekinn í fóstur hjá stórbónda
á Bae. Hann dvelst þar til fimmtán
ára aldurs þar til hann flytur til
Signýjar systur sinnar, en hún bjó
í Kristiansund, og dvelur þar um
tveggja ára skeið þar til hann flyt-
ur til móður sinnar, sem bjó í Esk-
ilstuna í Svíþjóð. Hann kynnist
Sigríði Ragnheiði Ólafsdóttur
þegar hann er í sumarfríi hjá syst-
ur sinni í Ósló í Noregi árið 1954
og þau flytja til Íslands með Gull-
fossi 1956.
Eftir að hann flutti til Íslands
starfaði hann í Ofnasmiðjunni í
Reykjavík, Rafha í Hafnarfirði en
lengst af sem sundlaugarvörður í
Sundhöll Hafnarfjarðar.
Útför Alfreds verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Alfreð Ingvar, f. 25.
nóv. 1986, Pétur Óli, f.
23. apríl 1990, og
Linda Þórey, f. 18.
apríl 1992. 2) Ólöf
Petrína Alfreðsdóttir,
f. 26. des. 1958, maki
Friðrik Z. Hilmars-
son, f. 30. júní 1961.
Börn þeirra eru
Sveinn Einar Z., f. 19.
október 1982, Sigríð-
ur Ásta Z., f. 10. októ-
ber 1984, Jóhanna
María Z., f. 15. nóv.
1986, Hendrikka Ólöf
Z., f. 14. maí 1989,
Friðrik Hilmar Z., f. 26. mars
1992, og Ingibjörg Lóreley Z., f.
12. jan. 1996. 3) Sveinn Alfreðsson,
f. 10. mars 1960, maki Valdís Ólöf
Jónsdóttir, f. 13. sept 1968. Börn
þeirra eru Sigurður Jón, f. 24.
Elsku Alfreð minn, takk fyrir allar
ánægjulegu stundirnar sem við átt-
um saman.
Okkur var ætlað að deila ævinni
saman. Ég var að vinna á sjúkrahúsi
í Osló þegar við kynntumst fyrst. Þú
komst með systur þinni yfir Dofra-
fjöllin, þá stoppaði bíllinn þinn og þú
fórst út en fyrir framan hann lá hes-
taskeifa. Þú tókst skeifuna upp og
hún hangir uppi á vegg hjá okkur
enn þann dag í dag. Bíllinn var ræst-
ur að nýju og það var ekki neitt að
honum. Þú varst viss um að þessi
ferð yrði þér til gæfu og blessunar.
Þú varst svo duglegur að smíða og
allt lék í höndunum á þér. Hand-
smíðaða styttan af hjúkrunarkon-
unni sem þú renndir handa mér af
mikilli leikni og gafst mér í afmæl-
isgjöf í sumar mun ætíð minna mig á
þig, elsku vinurinn minn. Þakka þér
fyrir allar góðu minningarnar um
þig.
Það var alltaf jafn gott að geta
sest niður, beðið saman og lesið í
Biblíunni, þú í þinni norsku og ég í
minni íslensku. Þannig enduðum við
daginn nokkrum mínútum áður en
þú kvaddir þennan heim.
Guð hefur svo sannarlega blessað
okkur og séð um allar okkar þarfir.
Við áttum sameiginlega trú á Drott-
in okkar og frelsara. Bænin var okk-
ur kær. Sameiginlega gátum við lagt
allt í Guðs hendur. Beðið Guð fyrir
börnunum okkar, tengdasonum,
tengdadóttur og þrettán barnabörn-
um.
Þér þótti gott að lesa úr Jóhannes-
arguðspjalli og það veitti þér oft
huggun. Við drógum okkur alltaf á
hverju kvöldi vers úr Biblíunni.
Versið sem þú fékkst rétt áður en
Guð kallaði þig til sín var úr Jóh.
14,1:
Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og
trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar
vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá
sagt yður, að ég færi burt að búa yður
stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið
yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín,
svo að þér séuð einnig þar sem ég er.
Þessi orð hugga mig og ég veit að
þú ert kominn í eilífa sælu hjá Guði.
Guð gaf okkur þrjú yndisleg börn,
tvo tengdasyni, tengdadóttur og
þrettán barnabörn sem okkur þykir
svo vænt um og hafa reynst okkur
svo vel í lífinu.
Ættingjar og vinir í Noregi og Sví-
þjóð báðu fyrir ástar- og saknaðar-
kveðjur.
Þakka þér, elsku vinur, fyrir öll
árin sem við höfum fengið að búa
saman. Ég hlakka til að hitta þig hjá
Jesú.
Þín ástkær eiginkona
Sigríður R. Ólafsdóttir.
Pabbi var einstakur maður. Hann
hafði ekki hátt og sagði kannski ekki
margt en með sinni ljúfu framkomu
og mikla kærleika hafði hann mikil
áhrif á fullorðna sem og börn. Allir
elskuðu hann.
Hann hafði verið hermaður í
sænska hernum þegar hann bjó í
Svíþjóð. Barnabörnin elskuðu að
hlusta á hann segja sögur af her-
mennskunni og stoltið leyndi sér
ekki að eiga afa sem hafði verið her-
maður og átt byssu. Pabbi vann í
mörg ár í Sundhöll Hafnarfjarðar og
þótti honum mjög vænt um það
starf, bæði samstarfsmenn og sund-
laugargesti. Við systkinin nutum
góðs af vinnu hans í sundlauginni.
Mest spennandi fannst okkur að fara
ofan í laugina þegar búið var að loka
og enginn var í henni, það var ótrú-
leg tilfinning fyrir okkur að eiga
laugina út af fyrir okkur, meðan
pabbi var að hreinsa og ganga frá.
Pabbi var stoltur af löndunum sín-
um; Svíþjóð þar sem hann fæddist,
Noregi þar sem hann ólst upp og Ís-
landi þar sem hann eignaðist konuna
sína og börnin sín og bjó í 46 ár.
Honum fannst Ísland vera heim-
ilið sitt en saknaði oft sumranna í
hinum löndunum. Hann var mikið
náttúrubarn og hafði gaman af að
vera úti í náttúrunni, innan um gróð-
urinn og trén.
Takk fyrir kærleikann þinn.
(1. Kor. 13. 1–8.)
Hendrikka.
Elsku pabbi minn, nú er komið
stórt skarð í hópinn, það vantar þig
svo mikið. Hugurinn reikar aftur í
tímann. Ég á svo margar dýrmætar
minningar um þig og það sem við
gerðum saman. Þú gafst þér tíma í
leik með okkur, t.d. í sumarhúsinu, í
Hraununum smíðaðir þú svo margt
handa okkur. Þú vaknaðir fyrir allar
aldir og fórst að smíða dúkkuhús
sem var eins og lítið sumarhús. Við
vöknuðum við hamarshöggin í
kyrrðinni. Þú smíðaðir rólur, vega-
salt og mörg leikföng handa okkur.
Það var föst venja að fara í sunnu-
dagsbíltúra og þá var iðulega keypt-
ur ís handa okkur. Þú keyrðir í poll-
ana og gusurnar gengu yfir bílinn og
við hlógum öll og skemmtum okkur.
Á hverju sumri fórum við til Ak-
ureyrar en sá staður var þér kær
vegna allra trjánna sem eru þar. Það
minnti þig á æskustöðvarnar í Nor-
egi.
Á unglingsárunum vorum við mik-
ið á ferðinni og misstum oft af strætó
en þá gátum við alltaf hringt í þig og
þú varst fús að ná í okkur.
Allt sem bilaði var hægt fara með í
viðgerð til þín, þú renndir höldur á
potta, handföng á ostahnífa, brýndir
skærin o.m.fl.
Þegar við fjölskyldan dvöldumst í
Bjarkargildi í Húsafelli yfir sumarið
þá lifnaði yfir staðnum þegar þið
birtust. Það var svo gaman að fá
ykkur og alltaf voruð þið með eitt-
hvað til að gleðja okkur. Þú varst svo
duglegur að keyra og naust þess al-
veg fram að níutíu ára aldri. Þið
mamma voruð alltaf á ferðinni og þú
tókst þátt í öllu með henni af lífi og
sál, meira að segja hafðir þú kaffi-
brúsann með í bæjarferðunum.
Elsku pabbi, það er svo mikill
söknuður að hafa þig ekki hjá okkur.
Við vitum að þú ert í góðum höndum
hjá Guði.
Kveðja
Ólöf og Friðrik.
Elsku pabbi minn, það er erfitt að
hugsa framhaldið án þín. Þegar ég
geng um íbúðina mína þá eru verk
eftir þig í hverju herbergi, útskorin
klukka, málaðir englar, jólasveinar,
renndar styttur og þannig gæti ég
lengi talið upp. Þú varst svo mikill
hagleiksmaður og kunnir svo vel til
verka. Það var svo margt sem ég
lærði af þér. Þegar ég kom til ykkar
mömmu á Strandgötuna varst þú oft
í smíðaverkstæðinu þínu sem tengt
var við húsið ykkar. Það var svo
gaman að sjá hvað þú vart að útbúa.
Verkstæði þitt hafði mikla þýðingu
fyrir þig. Þegar þú varst veikur var
dagurinn lengi að líða ef þú komst
ekki út í „kompu“ eins og þú kallaðir
verkstæðið þitt. Að vera með eitt-
hvað á milli handanna var þitt líf og
yndi. Meira að segja eru til útsaum-
uð verk eftir þig.
Þegar ég var að vinna í Ósló komst
þú einn til mín, annars voruð þið
mamma alltaf saman í öllu. Þú sýnd-
ir mér verksmiðjuna sem þú starf-
aðir við og sagðir mér frá ýmsu sem
á daga þína hafði drifið í Noregi. Í
Svíþjóð gafstu mér hlutdeild í þínum
tíma þar og sýndir mér margt
spennandi.
Mér þótti svo vænt um þennan
tíma sem við áttum saman. Þú varst
alltaf svo glaður þegar þú komst í af-
mælin hjá okkur því þá fékkstu oft-
ast uppáhalds heita réttinn þinn. Það
verður tómlegt að hafa þig ekki hjá
okkur en við þökkum Guði fyrir öll
árin sem þú fékkst að lifa og biðjum
Guð að gefa mömmu og okkur öllum
styrk og hjálp í sorginni.
Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í
nauðum.
(Sálm. 46:2.)
Þótt ég fari um dimman dal óttast ég
ekkert illt því að þú ert hjá mér.
(Sálm. 23:4.)
Takk fyrir allt elsku pabbi og
tengdapabbi. Við höfum margar góð-
ar minningar að ylja okkur við og
marga muni sem þú hefur smíðað
handa okkur. Guð blessi þig, við
hlökkum til að sjá þig á himnum.
Kveðja,
Sveinn og Valdís.
Þú varst svo mikið fyrir okkur
barnabörnin þín og okkur þótti svo
vænt um þig. Við vorum alltaf jafn-
velkomin í heimsókn og þú varst allt-
af jafnglaður að sjá okkur. Þú hafðir
alltaf tíma fyrir okkur og varst alltaf
til staðar. Þú sóttir okkur í skólann
og keyrðir okkur það sem við þurft-
um. Alltaf áttir þú brjóstsykur í vas-
anum sem þú gafst okkur eða réttir
að okkur pening til að gleðja okkur.
Þegar við eldri börnin fermdumst
gafst þú okkur útskornar klukkur
sem þú hafðir útbúið af miklum hag-
leik, einnig bjóstu til fallega fugla
sem skrýddu borðin.
Það síðasta sem þú gafst okkur í
afmælisgjöf var renndur listmunur
með hólfi þar sem þú hafðir vafið
peningaseðli inn í.
Smíðaverkstæðið þitt var eins og
draumaheimur fyrir okkur öll. Við
fengum að smíða hjá þér undir þinni
leiðsögn, við nutum þess svo vel. Þau
voru ófá leikföngin sem þú smíðaðir
handa okkur.
Það var svo skemmtilegt á sumrin
þegar þú varst búinn að smíða
teygjubyssu eða boga og örvar fyrir
okkur til að við gætum haft bogfimi-
keppni í Sléttuhlíðinni og svo kennd-
ir þú okkur að skjóta af boganum í
skotmark sem þú hafðir útbúið. Þú
varst með verðlaun handa öllum sem
tóku þátt í keppninni.
Við sem erum orðin eldri af barna-
börnunum þínum nutum jafnmikillar
hlýju og þú skildir svo vel að við átt-
um ekki fyrir bensíni á bílana okkar.
Þú gaukaðir að okkur smápeningi
fyrir bensíni.
En Jesús sagði:
Leyfið börnunum að koma til mín,
varnið þeim eigi,
því slíkra er Guðs ríki.
(Matt. 19.14.)
Við elskum þig öll, elsku afi okkar.
Takk fyrir englana og allt sem þú
gerðir fyrir okkur.
Þín
barnabörn.
ALFRED EUGEN
ANDERSON
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.