Morgunblaðið - 28.11.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 28.11.2003, Síða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 47 ✝ Áróra Sigur-geirsdóttir fædd- ist í Reykjavík 15. maí 1943. Hún lést á sjúkrahúsi í Stras- bourg í Frakklandi 13. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Ása Lilja Arnórsdóttir, f. 1917, og Sigurgeir Einars- son verzlunarmaður, f. 1913, d. 1988. Fóst- urfaðir Áróru er Sveinn Mýrdal Guð- mundsson trésmíða- meistari, f. 1924. Fósturbróðir er Sveinn Reynir Sveinsson, f. 1960. Eftirlifandi eiginmaður Áróru er Hörður H. Bjarnason sendi- herra Íslands í Strasbourg, f. 20. febrúar 1944. Börn þeirra eru: Sigríður Ása flugfreyja, f. 12.. febrúar1963, eiginmaður hennar er Þröstur Hjartarson, starfsmað- ur Kynnisferða, f. 1965, börn þeirra eru Arnór Sigurgeir, f. 1989, og Áróra Lilja, f. 2000; Bjarni Einar, viðskiptafræðingur í Bandaríkjunum, f. 12. apríl 1971, eiginkona hans er Ebru Günaydin tölvufræðingur, f. 1971, sonur þeirra er Stefán Mesut, f. 2002; og Katla Guð- rún líffræðingur, f. 29. desember 1976. Áróra útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 1962. Hún starfaði hjá Póst- og símamála- stjóra og Ríkisút- varpinu á árunum 1962–1966, hjá Loft- leiðum 1966–1968 og Flugleiðum 1974–1976. Þá starfaði hún við Macalester-háskóla í Minnesota árin 1968–1971 og við Kvikmyndasjóð 1994–1995. Hún bjó með eiginmanni sínum og börnum í Stokkhólmi árín 1977– 1980, Brussel 1980–1984, Wash- ington D.C. 1984–1989, og síðar sem sendiherrafrú í Stokkhólmi 1996–2001 og hjá Evrópuráðinu í Strasbourg frá 2001 til dauðadags. Áróra verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Til mömmu. Nú sit ég hérna’ er sólin skín og sál mín full af trega, leitar hljóðum hug til þín, sem hvarfst svo skyndilega. Þú fylltir líf mitt ást og yl, svo aldrei bar á skugga. Hvort á nú lífið ekkert til, sem auma sál má hugga? Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. (Ágúst Böðvarsson.) Nei! – Dáin ert þú ekki, þótt okkur horfin sért, þú frá oss burtu flogin til fegri heima ert. Þig sjálfa heyri’ ég segja: „Nú samgleðjist mér öll, því ég hefi fengið frelsið og fluttst í bjarta höll“. (Ágúst Böðvarsson.) Blessuð sé minning hennar. Sigga, Bjarni og Katla. „Þungt er að deyja, skelfilega þungt, meðan hjartað er ennþá ungt“, sagði danska skáldið H. C. Andersen einu sinni. Þessari setn- ingu skaut upp í huga mér þegar sorgarfregn barst frá Strassborg í Frakklandi um að Áróra mágkona mín hefði lotið í lægra haldi fyrir ill- kynja sjúkdómi og kvatt þetta líf, langt um aldur fram. Í huga og hjarta var Róró, eins og hún var oft- ast kölluð, of ung til að halda til ann- ars heims. Hjarta hennar var alltof ungt. Þær eru margar og ljúfar minn- ingarnar sem við fjölskyldan eigum til um Róró eftir áratuga samskipti og fjölskyldutengsl. Samfundir á seinni árum voru færri en hér í eina tíð, sökum þess að hún fylgdi eign- manni sínum, Herði H. Bjarnasyni, til margra landa, bæði vegna náms og starfa hans í utanríkisþjónustu Íslands. Brottkall þess sem öllu ræð- ur í lífi okkar kom í Strassborg, þar sem Hörður bróðir minn gegnir stöðu sendiherra Íslands. Grimmd sjúkdómsins var slík að Róró náði ekki heim. Róró var einstaklega skemmtileg og glaðlynd kona; full af húmor og kátínu og sá ætíð spaugilegu hlutina í lífinu. Mest fannst henni gaman ef smá prakkarastrik tókust vel. Þetta var eiginleiki sem gerði nærveru við hana ætíð skemmtilega og hress- andi. Að eðlisfari var hún ljúf mann- eskja sem sem öllum vildi vel og hún var vinur vina sinna. Ekki vildi hún láta mikið á sér bera heldur naut samskipta við fámenna fjöskyldu og þröngan hóp góðra vina. Róró var góður fulltrúi Íslands hvar sem hún fór og Íslandi unni hún heitt þrátt fyrir langa fjarveru frá fósturjörð- inni. Nú drúpum við höfði í djúpri sorg, en samtímis erum við þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast og njóta samvistar með henni. Áslaug Svava, Hörður Hákon, Jón Hákon og ég sendum bróður mínum Herði, börnum þeirra Sigríði Ásu, Bjarna Einari, Kötlu Guðrúnu, Ásu móður hennar, Sveini uppeldisföður, Reyni bróður hennar og fjölskyldu hans, tengdabörnum og barnabörn- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur á sorgarstundu. Með Áróru er genginn gegnheill Íslendingur, sem verður sárt saknað af ættingjum og vinum. Guð blessi minningu mágkonu minnar. Áslaug G. Harðardóttir. Leiðir okkar lágu saman í skóla fyrir rúmum fjörutíu árum. Við urð- um strax vinkonur og ekki varð ánægjan af kynnum okkar minni, þegar við uppgötvuðum að við vorum náskyldar. Vinátta okkar óx og Róró var alla tíð ein mín besta vinkona. Hún bjó langtímum saman erlend- is með eiginmanni sínum og börnum þeirra þremur. Alltaf tók hún jafnvel á móti mér, þegar ég heimsótti hana, hvar sem hún bjó og mér fannst ég alltaf vera eins og heima hjá mér. Hún var afskaplega fróð og vel lesin kona og svo var hún ein myndarleg- asta húsmóðir, sem ég hef kynnst. Hún var falleg og góð, hæglát og dul en um leið afskaplega kát og skemmtileg. Það stafaði af henni í senn glettni og kyrrð og það duldist engum, sem kynntist henni, að þar fór óvenjuleg kona. Um hugann þjóta myndir, flestar gleðilegar en aðrar síður, eins og gengur. En sárust er myndin af henni, kvalinni og þrotinni að kröft- um vegna sjúkdómsins sem batt enda á líf hennar svo skjótt. Ég bið alla góða vætti að hugga þá sem elskuðu hana og að halda í hönd hennar síðustu sporin. Bista. Vináttan er gulls ígildi, en verður samt aldrei metin til fjár. Að bindast vináttuböndum á unga aldri er með því dýrmætasta sem okkur hlotnast í lífinu og ótímabær missir vinar er sár. Þá er að minnst liðinna sam- verustunda og harma að þær urðu ekki fleiri. Leiðir okkar Áróru vinkonu minn- ar og skólasystur, sem kölluð var Róró, lágu fyrst saman í Verzlunar- skóla Íslands. Við vorum átta ung- menni frá Siglufirði, sem komum til höfuðborgarinnar til að setjast í 3. bekk skólans, en framhaldsnám í heimabyggðinni var ekki fyrir hendi. Jafnmargir félagar sunnanlands höfðu þá verið bekkjarfélagar um tveggja vetra skeið og kynnst allvel. Er mér einkum minnisstætt hve okkur nýnemunum var vel tekið í bekknum, og alla tíð síðan hefur ver- ið kært með okkur, þótt samfund- irnir hafi orðið strjálli. Á æskuheimili Róróar á Rauðalæk 10 og seinna í Garðsenda 1 var öllum vel tekið. Hjónin Ása og Sveinn höfðu þá nýlega eignast soninn Svein Reyni, sem var þeim gleðiefni. Þau sýndu mér einstaka hjartahlýju, sem er æskufólki mikils virði þegar hleypt er heimdraganum. Aldrei féll skuggi á vináttu okkar Róróar, þótt við hittumst ekki reglu- lega vegna búsetu hennar erlendis. Við vinkonur hennar hlökkuðum allt- af jafnmikið til að hitta Róró. Hún var svo skemmtileg og leiftrandi fyndin, hafði einstaka frásagnar- hæfileika og tilsvör hennar eru ógleymanleg. Frá þessari góðu vin- konu stafaði ævinlega mikilli hlýju og manni leið alltaf vel í návist henn- ar. Róró var gáfuð og afar glæsileg kona, gædd miklum persónutöfrum, en þeir hæfileikar komu að góðum notum í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Hún eignaðist mætan og góðan mann, Hörð H. Bjarnason. Manni sínum var hún góður lífsförunautur og samfylgd þeirra var báðum gæfu- spor. Róró bjó yfir rósemi og festu og hún var börnum sínum, þeim Sigríði Ásu, Bjarna Einari og Kötlu Guð- rúnu, umhyggjusöm og hlý móðir og bera þau uppeldinu fagurt vitni. Gleði hennar var mikil þegar barna- börnin þrjú litu dagsins ljós og lét hún sér annt um velferð þeirra. Erfiðum sjúkdómi mætti hún með æðruleysi og sálarstyrk og hélt reisn sinni til hinstu stundar. Ástvinum hennar öllum flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning minnar góðu vinkonu, Áróru Sigurgeirsdóttur. Ólöf Þórey Haraldsdóttir. Fyrstu minningar mínar um Áróru Sigurgeirsdóttur eru frá löngu liðnum skólaárum. Fríður and- litssvipur, bros hennar og fas vöktu athygli mína. Hún skar sig að mér fannst úr stórum hópi skólasystra sökum fríðleika og framkomu allrar. Þetta minningarbrot kemur mér nú í huga þegar Áróra er nú kvödd hinstu kveðju langt um aldur fram. Kynni okkar Hebu og vinátta við Áróru og Hörð hófst er þau komu til starfa í utanríkisþjónustunni 1974 og samvera með þeim í Washington á árunum 1984–87 treysti þau bönd og gæddi nýju innihaldi. Starf sendi- manna á erlendri grundu krefst margra góðra eðliskosta og Áróra og Hörður voru samstiga í starfi sínu hvarvetna sem þau fóru. Hlutverk húsmóðurinnar erlendis er marg- þættara en ella og þá ekki síst móð- urhlutverkið sem er snar þáttur þess að allt heila dæmið yfirleitt gangi upp. Vegna náins samgangs fjöl- skyldna okkar veit ég hversu góð móðir Áróra var og hversu hún bjó fjölskyldu sinni eitt það fallegasta heimili sem ég hef séð. Smekkvísi hennar og gestrisni var viðbrugðið og þau hughrif sem hún vakti glöddu alla sem henni kynntust. Hún var góður vinur sem nú er sárt saknað. Orð Matthíasar Jochumssonar „Sú stund er góð er gamlir vinir finn- ast“ koma í hugann. Við Heba áttum slíka stund með Áróru og Herði á vordögum í Washington, D.C. er þau komu vestur um haf til að heimsækja son sinn, tengdadóttur og nýfætt barnabarn. Okkur bauð ekki í grun að þessi fagnaðarfundur væri í síð- asta skipti er við hittum Áróru. Frétt um veikindi hennar og andlát var okkur harmafregn. Við Heba og börnin okkar vottum Herði og börn- unum dýpstu samúð okkar. Helgi Ágústsson. Þegar vinir manns kveðja lífið á besta aldri og eiga svo margt ógert verður hverfulleiki þessa lífs æ aug- ljósari. Kær vinkona mín hefur nú orðið að lúta hörðum örlögum. Hún hefur verið hrifin á brott frá öllu sem henni var kærast, góðum eigin- manni, börnum, barnabörnum, aldr- aðri móður og öllum vinunum. Leiðir okkar Áróru lágu saman í sambandi við störf eiginmanna okk- ar í utanríkisþjónustunni, fyrst við sendiráðið í Stokkhólmi og síðar í Washington, D.C. í þá daga var fá- mennt í sendiráðum Íslands og góð samvinna afar dýrmæt. Vináttan og samvinnan í öllum þeim störfum sem eiginkonur sendiráðsstarfsmanna þurfa að annast varð okkur Áróru bæði styrkur og gleðigjafi. Áróra var einstaklega hlý og ljúf kona sem ætíð hafði jákvæð áhrif á nærstadda. Háttvísi og tillitssemi var henni í blóð borin og glettnin, sem var ríkur þáttur í skapgerð hennar, gerði manni glatt í geði. Þegar hin alvarlegu veikindi dundu yfir sýndi hún fádæma kjark og æðruleysi og var það efst í huga að þótt hún væri fjarri ættjörðinni væri hún í höndum ágætra lækna í Strasbourg og gæti verið heima hjá eiginmanni sínum og börnunum sem öll hafa stutt hana og styrkt með nærveru sinni. Dæturnar tvær, Sig- ríður og Katla, sem eru búsettar hér á landi fóru til Strasbourg og hafa ekki vikið frá hlið móður sinnar. Einkasonurinn Bjarni, sem býr í Washington, D.C., kom þaðan með konu sína og ungan son til þess að takast á við erfiðleikana með fjöl- skyldu sinni. Allt of stuttri ævi yndislegrar konu er nú lokið og okkur öllum sem þekktum hana verður hún ógleym- anleg. Við Ingvi og Bergljót dóttir okkar minnumst allra samveru- stundanna með þeim Herði og börn- unum, bæði hér heima og erlendis, þar sem ávallt ríkti gleði og gáski og einlægt vinarþel. Um undra-geim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal.) Guð veiti ástvinum Áróru styrk í sorg þeirra og söknuði. Hólmfríður G. Jónsdóttir. Skugga sló á daginn er fréttin barst um andlát þitt, Róró frænka. Bjarta og kankvísa brosið þitt var slokknað og fallegu augun þín geisla ekki lengur mót lífinu. Brosið þitt er þó ekki með öllu horfið, það lifir ennþá í huga mér, fjölskyldu þinnar og allra þeirra mörgu, er þig þekktu. Ljúfastar eru minningar mínar um þig þegar ég bjó veturlangt hjá þér, foreldrum þínum og ömmu okk- ar á Snorrabrautinni. Þá var ég ung- ur menntaskólastrákur frá Skagan- um og þú ung stelpa full af fjöri og kátínu. Sérstaklega er mér minnisstæður vetrardagur einn fagur. Það var laugardagur, snjó hafði dyngt niður um nóttina og þú vildir endilega fá mig með þér út í bakgarðinn til þess að búa til snjómann. Ég man ennþá gleðihátra, rjóðar kinnar þínar og æskuákefð er við dunduðum okkur við gerð listaverksins okkar. Eins man ég sorgartárin þín, þegar regnið kom daginn eftir og máði burtu lista- verkið okkar. Eins er með listaverk- ið okkar og brosið þitt bjarta, það deyr ekki meðan minningin um það lifir. Þín verður sárt saknað, elsku frænka, af öllum sem þig þekktu. Kæru Ása og Sveinn, Reynir, Hörður, Sigríður, Katla og Bjarni minnist þess að af kaleik sorgarinnar verða allir þeir sem lífinu lifa ein- hvern tíma að bergja. Án dauða er ekki líf. Munið einnig að Guð er með okkur öllum í gleði og í sorg. Þegar sorgin nístir sem mest, reynið að muna þennan sannleik. Hallgrímur Pétursson kvað í Passíusálmunum um kaleik sorgarinnar: Kvöl sína Jesús kallar kaleik áskenktan sér. Kross þinn og eymdir allar eins máttu nefna hér, því Drottinn drakk þér til, fyrir þig þá hann píndist, svo þú, mín sál, ei týndist, gjör honum gjarnan skil. Þú mátt þig þar við hugga, hann þekkir veikleik manns, um þarftu ekki að ugga ádrykkjuskammtinn hans, vel þín vankvæði sér, hið súrasta drakk hann sjálfur, sætari og minni en hálfur skenktur er skerfur þér. Guð sé með ykkur öllum. Inger, Einar Tjörvi Elíasson og Karel. Kvöldið var friðsælt og fagurt. Kvöldsólin skrifaði ævintýri í speg- ilsléttan hafflötinn sem við horfðum yfir frá Strandakirkju. Kyrrðin og fegurðin voru þannig að við mann- fólkið öðluðumst um stund „hlutdeild í himninum“. Skyndilega komu þús- undir fugla sem flugu í óreglulegu og rykkjóttu hópflugi yfir okkur drykk- langa stund rétt eins og guðleg hönd væri að sveifla risastórri silkislæðu um himininn. Þetta var áhrifamikil upplifun og ógleymanleg. Við hjónin vorum ásamt Áróru Sigurgeirsdóttur og Herði H. Bjarnasyni manni hennar á kvöldferð í náttúru landsins eins og við höfðum haft fyrir reglu í nokkur ár. Það lá vel á Áróru þetta kvöld, hún geislaði af gleði, gamansemi og krafti og síst hefði mann grunað þetta einstaka kvöld að hún myndi fyrst okkar fjögurra öðlast varan- lega „hlutdeild í himninum“. Herði, manni Áróru, kynntist ég fyrst þegar ég hafði með höndum al- þjóðlega ráðstefnu hér í Reykjavík og hann var fenginn til ráðgjafar. Strax þá tókst með okkur góð vinátta sem átti eftir að styrkjast þegar ég hóf störf hjá utanríkisráðuneytinu. Samgangur varð fljótt allmikill milli fjölskyldna okkar og gagn- kvæmar heimsóknir bæði heima og erlendis. Við ferðuðumst saman og samveran var okkur til ánægju og upplyftingar. Áróra var, eins og aðr- ir makar starfsmanna utanríkisþjón- ustunnar, hluti af þjónustunni og gegndi sínu hlutverki af reisn og áhuga. Mökunum er sjaldan sungið lof, þó að hlutur þeirra við að efla landsins hag erlendis sé oftast mikill, en ólaunaður. Áróra var góður vinur, hjálpsöm og hlý í viðkynningu og afskaplega umhyggjusöm um sitt fólk bæði fjöl- skyldu og vini. Hún hafði næmt auga fyrir því sem fyndið var og skemmti- legt og margar hlátursstundir áttum við saman, þar sem hent var gaman að ýmsu því sem kom upp í hugann. Höfðinglegar móttökur þeirra hjóna, þegar gesti bar að garði eru mörgum minnisstæðar. Við erum þakklát fyrir þessi góðu kynni og ánægjustundirnar sem við áttum með Áróru á liðnum árum. Við höfðum ætlað að hittast fljótlega en endurfundir verða að bíða um sinn. Við biðjum góðan Guð að styrkja Hörð, börn, tengdabörn, barnabörn og aðra vandamenn í sárum missi og sorg. Við kveðjum Áróru með þakklæti og virðingu. Þrúður og Atli. ÁRÓRA SIGURGEIRSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.