Morgunblaðið - 28.11.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 28.11.2003, Síða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbjörg Þor-bjarnardóttir fæddist í Bolungar- vík 13. júlí 1913. Hún lést á Dvalar- og elli- heimilinu Grund 19. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Rósa Ara- dóttir f. 7. ágúst 1875, d. 30. júní 1939, og Þorbjörn Eggertsson f. 28. desember 1880, d. 9. júní 1962. Albróðir Guðbjargar var Eggert Þorbjarnar- son f. 26. september 1911, d. 26. september 1989, kvæntur Guð- rúnu Rafnsdóttur. Systkini sam- mæðra voru: Bjarni Bogason, f. 19. nóvember 1894, d. 10. nóvem- ber 1905, Þorgerður Bogadóttir f. 22. október 1986, d. 9. apríl 1990, gift Guðmundi Péturssyni, Sigríð- ur Bogadóttir f. 28. maí 1899, d. gjaldkeri við bæjarfógetaembætt- ið á Siglufirði 1931–35, einkaritari og bókari hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði 1935–1945, læknaritari á Landspítalanum frá 1945 uns hún var fastráðin við Þjóðleikhúsið 1959. Guðbjörg tók þátt í leikstarfsemi með áhuga- fólki á Siglufirði en hóf að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1946, lék í Þjóðleikhúsinu frá opnun 1950 og lék þar til ársins 1989. Guðbjörg lék í fjölmörgum út- varpsleikritum og ennfremur í kvikmyndum fyrir sjónvarp. Guð- björg starfaði í fjáröflunardeild Menningarsjóðs Þjóðleikhússins, stóð að stofnun Slysasjóðs Félags íslenskra leikara og Starfsmanna- félags Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og var formaður sjóðsins um skeið. Hún var í stjórn Leiklist- arsjóðs Brynjólfs Jóhannessonar og í stjórn Starfsmannafélags Þjóðleikhússins. Hún hlaut Silfur- lampann 1961 fyrir leik sinn sem Elísa Grant í Engill, horfðu heim. Guðbjörg naut heiðurslauna lista- manna frá 1990. Útför Guðbjargar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 22. desember 1989, gift Guðjóni Bjarna- syni, Ari Bogason f. 27. júní 1901, d. 10. janúar 1957, kvæntur Sigríði Sumarrós Sig- urðardóttur, Jóhann Bogason, f. 27. nóv- ember 1904, d. 15. nóvember 1962, kvæntur Halldóru Magnúsdóttur, Bjarni Bogason, f. 8. janúar 1907, d. 14. ágúst 1997, kvæntur Guð- rúnu Haraldsdóttur, Benedikt Bogason, f. 8. janúar 1907, d. 15. janúar 1907, og Bogey Bogadóttir, f. 24. ágúst 1908, d. 24. ágúst 1908. Guðbjörg lauk skyldunámi á Ísafirði, lærði bókhald á Siglufirði 1931, stundaði nám í Leiklistar- skóla Lárusar Pálssonar í Reykja- vík og var í leiklistarnámi á Norð- urlöndum. Guðbjörg var bókari og Látin er Guðbjörg föðursystir mín, níræð frá því í sumar. Hún var alin upp fyrir vestan, fyrst á Bolung- arvík, svo á Ísafirði. Hún var komin af alþýðufólki, Rósu Aradóttur, Vestfirðingi í húð og hár, og Þorbirni Eggertssyni úr Hrútafirði. Gugga var yngst systkina sinna. Hún átti einn albróður og fimm hálfsystkini er náðu fullorðinsaldri. Þau eru öll látin. Gugga fór ung til Siglufjarðar að vinna fyrir sér, fyrst hjá bæjarfóg- etanum og síðar hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. Á Siglufirði lék hún sitt fyrsta hlutverk árið 1939. Óhætt er að segja að líf hennar hafi þaðan í frá snúist um leiklist en árið 1989 lék hún sitt síðasta hlutverk á sviði. Hjá Þjóðleikhúsinu lék hún hátt í eitt hundrað hlutverk en að auki lék hún hjá Leikfélagi Reykja- víkur og í fjölmörgum útvarpsleik- ritum. Hún þótti góð leikkona og hlaut Silfurlampann 1961. Gugga er órjúfanlegur hluti minna æskuminninga. Hún var tíður gestur á heimili foreldra minna ásamt föður sínum. Hún eyddi með okkur mörg- um jólum. Svaf gjarnan hjá okkur um jólanóttina og fékk kakó í rúmið á jóladagsmorgun. Við áttum einnig saman marga sunnudaga og páskahátíðir auk fjölskylduhátíða með öðrum systkinum hennar. Gugga bauð líka oft heim og veitti gjarnan súkkulaði og rjóma. Gugga veitti fleira. Hún opnaði leikhúsið fyrir sínu fólki og fyrir hennar til- stilli nutum við ríkulega leiklistar. Við tvær áttum einnig okkar eigin stundir. Sumarpart var ég í fóstri hjá henni þegar foreldrar mínir voru er- lendis. Þá bjó hún á Barónsstíg og deildi íbúð með Helgu og Hildi Kal- man. Það var góð vist. Nokkrum ár- um síðar, þá komin á Brávallagöt- una, sagði hún mér til við upplestur ljóða. Okkur var það báðum léttir þegar ég flosnaði úr þessu námi eftir glímu við Gunnarshólma. Það var margt sérstakt við Guggu. Hún var fríð kona, glæsikona, heims- kona og dama. Maður skyldi halda að slíkt væri að mestu leyti lært en hún hélt þessari fallegu framkomu og þokkafullu hreyfingum löngu eftir að hún var hætt að þekkja samferða- menn sína. Gugga var glaðsinna og fór vel með skap sitt. Hún hafði lag á að gefa til kynna á fágaðan og óyrtan hátt þegar henni þótti nóg komið af orðræðu. Það átti til dæmis við um trúmál og pólitík. Um viss mál ræddi maður ekki við Guggu. Hún hélt sínu létta skapi fram í andlátið. Gugga var vel að sér og ágætlega talandi og ritfær á Norðurlandamál og ensku. Hún hafði yndi af ferðalög- um, innanlands sem utan. Hún hélt sambandi við skyldfólk sitt sem hafði flutt utan. Það átti við um Halldór móðurbróður hennar sem flust hafði til Noregs og Herdísi föðursystur hennar sem farið hafði vestur um haf. Fyrir hennar tilstilli eru enn tengsl við afkomendur Herdísar í Vesturheimi. Síðustu árin dvaldi Gugga á Grund. Á þeim árum eignaðist hún vinkonu, unga stúlku, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Þóra hefur síðastliðin fimm ár reynst henni með afbrigðum vel. Henni eru færðar sérstakar þakkir fyrir tryggð og vináttu við Guggu. Deildarhjúkrunarfræðingi á Grund, Unni Viggósdóttur, og henn- ar starfsfólki eru einnig færðar þakkir fyrir umhyggjusemi alla í garð Guggu. Kær frænka er nú kvödd og henni þökkuð ljúf samferð. Rósa Eggertsdóttir. Guðbjörg Þorbjarnardóttir frænka mín er látin á nítugasta og fyrsta aldursári. Ég á margar góðar minningar um hana Guggu og þá sérstaklega frá því ég var ungur drengur. Ég man alltaf eftir því þeg- ar ég fékk upphringingu frá henni og hún spurði mig hvort ég gæti litið inn hjá sér sem og ég gerði. Erindið var hvort ég hefði áhuga á að leika hlut- verk í leikriti sem þá var byrjað að æfa í Þjóðleikhúsinu. Fyrir þetta hafði ég aðeins komið fram í uppá- komum í skólanum þannig að hug- myndin um að komast á svið Þjóð- leikhússins var eins og fjarlægur draumur. Þetta var þó draumur sem var við það að rætast því ég sam- þykkti þetta að sjálfsögðu en þurfti fyrst að mæta í prufu. Gugga var að sjálfsögðu viðstödd þegar ég gekk í gegnum þessa eld- raun. Hún tók á móti mér og gekk með mig fram á sviðið þar sem Gunnar Eyjólfsson afhenti mér rullu úr leikritinu og bauð mér að lesa þann texta sem hann hafði undir- strikað. Sem betur fer virtist þetta hafa farið vel því eftir prufuna sagði hann við mig að ég hefði ágæta rödd á sviði. Mér til ánægju nefnir hann einnig klukkan hvað ég ætti að mæta á æfingar, því að ég væri kominn með lítið hlutverk í leikritinu. Þar með byrjaði ævintýri í lífi mínu sem ég gleymi aldrei og mun ég ávallt vera þakklátur henni Guggu fyrir að skapa þetta tækifæri fyrir mig. Gugga var einkar barngóð og í gegnum tíðina naut ég góðsemi hennar og hugulsemi. Hún var ávallt tilbúin að veita mér ráðgjöf og var einnig búin þeim eiginleika að geta hlustað í einlægni á fólk. Hún sýndi alltaf áhuga á því sem ég var að gera og að ég stæði mig vel. Ég man sérstaklega eftir því að nokkrum árum eftir að ég hafði kom- ið fram í Þjóðleikhúsinu kom ég heim eftir að hafa verið í námi er- lendis og var fyrsta verk mitt eftir heimkomuna að heimsækja Guggu á Reynimel 80, en þar átti hún íbúð sem var alltaf óaðfinnanleg. Eftir dvölina úti hafði ég frá mörgu að segja varðandi reynslu mína og tal- aði ég mikið um leikarana sem voru í uppáhaldi hjá mér því ég hafði enn áhuga á leiklist, fór mikið í bíó og leikhús. Ég var jafnvel að hugsa um að feta í fótspor Guggu frænku á því sviði. Ég hafði einmitt séð stórkost- lega kvikmynd, „A Man for All Seas- ons“, með Paul Scofield í aðalhlut- verki og leyfði Gugga mér að tala að því er virtist endalaust um bæði myndina og aðalleikarann. Hún gerði það án þess að trufla mig og sagði einungis að hún vissi um hvern ég væri að tala og leyfði mér að halda í mínar eigin hugmyndir. Þannig var hún góður hlustandi og sýndi ávallt áhuga á því sem ég var að gera en vildi benda á og leiðrétta það sem betur mætti fara. Ég var ávallt stoltur af því að eiga hana sem frænku, hún starfaði í Þjóðleikhúsinu frá opnun þess og fór þar með fjölmörg hlutverk. Hún var talin ein fremsta leikkona Þjóðleik- hússins um þrjátíu ára skeið og var án efa ein hæfileikamesta og ástsæl- asta leikkona okkar Íslendinga. Hún lék einnig hjá Ríkisútvarpinu í mörg ár og kom fram í sjónvarpskvik- myndum. Guggu hlotnaðist ýmiss konar heiður á leiklistarferli sínum, hún hlaut „Silfurlampann“ 1961 og styrk úr Menningarsjóði Þjóðleik- hússins 1962. Einnig gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum, starfaði í fjáröflunardeild Menningarsjóðs Þjóðleikhússins, stóð að stofnun Slysasjóðs Félags íslenskra leikara og Starfsmannafélags Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og var formað- ur sjóðsins um skeið. Hún var í stjórn Leiklistarsjóðs Brynjólfs Jó- hannessonar og í stjórn Starfs- mannafélags Þjóðleikhússins. Ég man eftir einni línu sem var í texta mínum í leikritinu í Þjóðleik- húsinu sem var eftirfarandi: „Ég vil lifa, lifa lifa.“ Elsku Gugga, minning- arnar um góða frænku sem var tilbú- in að gefa svo mikið af sér muna lifa áfram. Blessuð sé minning hennar. Bogi Magnússon. Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Guðbjörg Þorbjarnardóttir er lát- in. Þessi merka og vinsæla leikkona var einn af frumkvöðlunum í ís- lensku atvinnuleikhúsi og einn af burðarásum Þjóðleikhússins í ára- tugi. Hún hóf leikferil sinn sem áhugaleikkona á Siglufirði, þar sem hún kynntist Lárusi Pálssyni með þeim afleiðingum, að hann bauð henni til náms í leiklistarskóla sinn í Reykjavík. Fyrsta hlutverk hennar hér syðra var hlutverk Elínar Há- konardóttur í Skálholti Kambans hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1945 og í kjölfarið fylgdi Stína í Vermlending- unum. Árið 1947 fór Guðbjörg í náms- og kynnisferð til Norðurlanda og sótti tíma hjá taltæknikennara í Stokk- hólmi. Ekki var hún fyrr komin heim en henni var boðið að vera með í ný- stofnuðum leikflokki, „Sex í bíl“, sem ferðaðist um landið þrjú sumur í röð við miklar vinsældir. Þar þótti hún einkum sýna eftirminnilegan og glæsilegan leik í „Brúnni til mánans“ eftir Clifford Odets. Hún lék bæði í Fjalla-Eyvindi og Íslandsklukkunni við vígslu Þjóðleikhússins 1950 og lék næstu árin bæði þar og hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Meðal stærstu hlutverka hennar hjá Leikfélaginu voru Olga í Þrem systrum, prinsess- an í Pí-pa-kí, Catherine í Erfingjan- um og frú Karítas í Kjarnorku og kvenhylli. Frá 1959 var Guðbjörg fastráðin við Þjóðleikhúsið og lék þar á ferli sínum tæplega eitt hundrað hlut- verk. Oft voru það burðarhlutverk þar sem tekið var til þess að hún hefði leitt viðkomandi sýningar fram til sigurs enda var hún lengst af önn- ur aðalleikkona Þjóðleikhússins ásamt Herdísi Þorvaldsdóttur. Guðbjörg hlaut Silfurlampann, viðurkenningu Félags leikgagnrýn- enda, fyrir túlkun sína á Elsu Gant í Engill horfðu heim 1961. Meðal þeirra hlutverka sem hún sjálf mat hvað mest voru auk Elsu Gant frú Alving í Afturgöngum Ibsens og Lára í Föðurnum sem hún sagði eitt sinn við mig að hefði verið eitt erf- iðasta hlutverk sitt vegna þess hve miklar andstæður voru í hlutverkinu og hve hörð og köld persónan var en sjálf var Guðbjörg einstaklega blíð- lynd og glaðleg manneskja. Hún var ákaflega minnisstæð í mörgum dramatískum átakahlutverkum: drykkjukonan í leikritinu Á undan- haldi, móðirin í Andorra, Nell í Endatafli Becketts, Antígóna Anou- ihls. En hún hafði ekki síður ánægju af léttari og gamansamari hlutverk- um. Heillandi léttleiki hennar og sjarmi nutu sín vel í hlutverkum eins og Sheilu Broadbent í Tengdasonur óskast, frú Molloj í Hjónaspili, Anaís í Ítölskum stráhatti og ekki síst í hinni óútreiknanlegu ævintýrakonu Mame Dennis í Hún frænka mín, þar sem hún fór á kostum. Guðbjörg hafði mikla útgeislun og sterka nærveru á sviði. Hún hafði gott skopskyn og skemmtilegt næmi fyrir hárréttum tímasetningum, sem skipta oft öllu í gamanleik. Mér er hún ógleymanaleg sem hin kostulega frú Ólfer í Strompleik Laxness. Og í fleiri íslenskum leikritum skóp hún skemmtilegar manngerðir. Kerling- in hennar í Gullna hliðinu var ólík kerlingum annarra leikkvenna: mild- ari, hlýrri og öllu fágaðri en áhorf- endur voru vanir. Hún lék í upphafi ferils síns bæði Ástu í Dal í Skugga- Sveini og Snæfríði Íslandssól í Ís- landsklukkunni með glæsilegum hætti. Eitt eftirminnilegasta hlut- verk hennar síðustu starfsárin var móðirin í tveggja manna leikritinu Heims um ból, einstaklega hlý, djúp og áhrifamikil túlkun. Sjálf mat hún mikils að hafa fengið að taka þátt í nokkrum óperettum og óperum; hún hafði fallega söngrödd og söng meðal annars fóstruna í Rigólettó og Anninu í La Traviata. Þá lék Guðbjörg ógrynnin öll af hlut- verkum í útvarpinu. Hún var ein þeirra radda, sem urðu heimilisvinir á íslenskum heimilum áratugum saman, og varð þannig sjálfsagður þáttur tilverunnar og stuðlaði að leiklistaruppeldi þjóðarinnar. Sjálfur vann ég með Guðbjörgu sem leikstjóri nokkrum sinnum en langminnisstæðust verða kynni okk- ar í Stundarfriði, þar sem hún lék ömmuna Guðrúnu af einstakri hlýju og elskulegheitum. Fjölskyldan í þessu makalausa leikriti Guðmundar Steinssonar varð okkar önnur fjöl- skylda í þrjú ár og við fórum með sýninguna til margra Evrópulanda í leikferð. Það var ákaflega gaman að hafa Guðbjörgu með í þessum ferð- um, hún var „daman“ í hópnum, fín með sig og settleg, einstaklega snyrtileg og reglusöm og sá oft spaugilegar og óvæntar hliðar á ólík- legustu hlutum. Reyndar var hlutverk hennar í Stundarfriði eitt þeirra hlutverka sem hún naumast lék heldur einfald- lega „var“ hún persónan. Einn stærsti kostur hennar á sviði var nefnilega að láta allt virðast svo áreynslulaust og sjálfsagt. Guðbjörg var ákaflega hláturmild og skapgóð, það var alltaf gaman að vinna með henni. Hún var jákvæð og opin og þótt hún furðaði sig stundum á uppá- tækjum unga leikstjórans gerði hún allt sem fyrir hana var lagt og gerði það að sínu þannig að allt varð per- sónunni sjálfsagt. Þegar litið er yfir feril Guðbjargar sést hversu gríðarlega fjölhæf leik- kona hún var. Hún var jafnvíg á sindrandi léttleika og leiftrandi til- svör gamanleikjanna og skapofsa og tilfinningahita dramatísku verk- anna. Það var mikil reisn yfir henni á sviðinu ef á þurfti að halda, hún var sannkölluð hefðarkona. Hún bjó yfir öllum þeim eiginleikum sem gera leikara að ástsælum leikara, hún vann áhorfendur ætíð á sitt band. Og eins og allir góðir leikarar virtist hún í leik sínum búa yfir einhverju spennandi leyndarmáli þannig að áhorfandann þyrsti alltaf í að sjá og heyra meira. Guðbjörg náði háum aldri, varð ní- ræð í sumar en hafði fyrir allmörg- um árum horfið inn í „Græna landið“ og átti því ekki mikil samskipti við fyrrverandi samstarfsfólk sitt í leik- húsinu hin síðari ár. Hennar verður ætíð minnst sem einnar fremstu leikkonu tuttugustu aldarinnar. Hún auðgaði líf okkar allra á ómetanlegan hátt með list sinni. Blessuð sé minning hennar. Stefán Baldursson. GUÐBJÖRG ÞOR- BJARNARDÓTTIR Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.