Morgunblaðið - 28.11.2003, Side 58

Morgunblaðið - 28.11.2003, Side 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Bjarni Ólafsson, Peter Ronna, Goðafoss, Há- kon, Björn og Arn- arfell fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó, sýnd verður mynd frá eld- gosinu í Surstey í kaffi- tímanum. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og spilað í sal, kl. 13.30 félagsvist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar og útskurður. Kl. 14, messa, prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmunds- dóttur. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 gönguhóp- ur, kl. 14 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félag eldri boragara í Garðabæ. Harm- onikkuball í Kirkju- hvoli í dag kl 14. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 9 og kl. 13, Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13. Dansleikur í kvöld kl. 20.30–24 Caprí Tríóið leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Útvarp Saga 99,4 í dag kl. 12.20. Þáttur um málefni eldri borgara. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnnustofur opnar, m.a. kortagerð og fjöl- breytt föndur kl. 10 „gleðin léttir limina“ létt ganga og fleira, frá hádegi spilasalur op- inn. Kl. 13.30 leggja kórfélagar af stað í heimsókn í Vídalíns- kirkju í Garðabæ. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, kl. 14–15 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður, baðþjónusta, fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–12 postulínsmálning, kl. 14.30 spænska, framh. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrt- ing þriðju- og föstu- daga. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrýdans, kl.13.30 sungið við flygilinn, kl.14.30 dansað í kaffi- tímanum. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti Hverfis- götu 105, Nýir félagar velkomnir. Heitt á könnunni. Munið göng- una mánu- og fimmtu- daga. Minningarkort Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í s. 561 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í s. 551 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborg- arsvæðinu. Í dag er föstudagur 28. nóv- ember, 332. dagur ársins 2003. Orð dagsins: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jh.. 13, 35.) Steinþór Heiðarssonfjallar um mál póli- tískra flóttamanna á vef- ritinu Múrnum og bendir á að einungis ein umsókn um hæli hafi verið sam- þykkt á síðustu árum en 315 hælisleitendur hafi hins vegar fengið synjun.     Það er efalaust satt aðÚtlendingastofnunin hefur rétt samkvæmt al- þjóðlegum samningum til að senda hvern þann til baka sem ekki kemur hingað beint frá sínu heimalandi,“ segir Stein- þór. „En heimild er eitt og skylda annað – það er ekki eins og íslensk stjórnvöld hafi skuld- bundið sig til að neita öll- um umsóknum sem mögulegt er að neita með lagatúlkunum. Ef það er ekki stefna ríkis- stjórnarinnar þá er það stefna sem viðkomandi embættismenn hafa markað í sínu litla kóngs- ríki. Og það ætti ekki að þurfa að spyrja um sið- ferði þessa háttalags.     Höfuðið bítur Útlend-ingastofnunin af skömminni þegar hún ber það fyrir sig að heimalönd hælisleitenda séu hreint ekki svo slæm og þar að auki á hraðri leið til hins betra. Rök- stuðningurinn er á köfl- um þannig að hann gæfi refsistig í ræðukeppni grunnskólanna. Þannig taldi Útlendingastofnun ólíklegt að Rómar (sem margir kalla sígauna) ættu tiltakanlega erfitt uppdráttar í Rúmeníu þar sem hún væri bæði á leiðinni inn í ESB og NATO þegar fram liðu stundir. Nú hefur Afgan- istan reyndar ekki sótt um aðild að NATO svo ekki var hægt að vísa til þess þegar Ramin Sana var synjað um hæli á Ís- landi. En þar með voru menn langt í frá uppi- skroppa með aularökin og bentu sigri hrósandi á að talibana-stjórnin væri fallin. Til að nýfætt barn Ramin og Jönu Sana fái vegabréf þurfa þau að tilkynna barnsburðinn til annaðhvort Afganistan eða Úsbekistan. Varla þarf að fjölyrða um ástandið í fyrrnefnda landinu þótt Útlend- ingastofnun virðist ókunnugt um þá skálm- öld sem þar ríkir. Í Ús- bekistan er meðferðin á stjórnarandstæðingum með því viðbjóðslegasta sem gerist í samtímanum og sérlega vinsælt að dýfa þeim í sjóðandi vatn til að leiða þá á heilla- vænlegri braut í pólitík- inni.     Æðstudómarar Útlend-ingastofnunar ættu að velta því fyrir sér hvort líklegt sé að fólk verði álitið sérstakir stuðningsmenn stjórn- valda í Úsbekistan eftir að hafa flúið landið og sótt um hæli. Við hin get- um velt því fyrir okkur hvort mönnum, sem bera á borð annan eins þvætt- ing um Afganistan, sé hreinlega sjálfrátt,“ seg- ir Steinþór. STAKSTEINAR Hörð stefna í flótta- mannamálum Orð í belg – athugasemd MIG langar bara til að koma á framfæri athuga- semd við grein, sem birtist í Morgunblaðinu 13. nóvem- ber sl., þar sem fyrirsögnin er Orð í belg á bls. 49. Ég held ég hafi aldrei, hvorki fyrr né síðar séð jafnljótt orðbragð á síðum Morgunblaðsins, sem ég hef þó lesið í áratugi. Mig furðar að Mbl. skuli birta annað eins. Að ákveðnir þjóðfélagshópar séu kallað- ir aumingjar og réttast væri að skjóta það pakk. Að vísu skil ég höfund þannig að hér sé um öfug- mæli að ræða. Einhvers staðar hlýtur þó að verða að draga mörkin. Allavega ofbýður mér. Ef þetta er vísirinn að því sem koma skal, hljóta einhverjir áskrifendur að fara að hugsa sinn gang. Kveðja, Kristján S. Baldursson, Egilsgötu 28, R. Svik við kaup? MIG langar að vara fólk við að kaupa bíla milliliðalaust eftir auglýsingum í blöðum eða útvarpi. Þannig var að ég keypti bíl af manni sem auglýsti bíl sinn til sölu á flóamarkaði Útvarps Sögu. Ég kaupi sem sagt bílinn á 40.000 kr. Skoðaður bíll ’87 árg með 5 vetrardekkj- um. „Fínn bíll“, segir selj- andinn, „rýkur alltaf í gang og allt það.“ Ég auðvitað heimska konan trúi þessu öllu saman og reiði fram fé mitt og keyri af stað heim með bílinn. Vika líður og ég fer að nota bílinn af alvöru og þá gerist það að bílinn stöðv- ast í Ártúnsbrekkunni og neitar að haldast í gangi. Ég læt draga hann og kemst að því að rafgeym- irinn er tómur! 10.000 kr þar. Enn fer bíllinn ekki í gang og ég kemst að því að kveikjuheilinn er ónýtur, 20.000 kr. þar. Þá fara að renna á mig tvær grímur. Er þetta ekki dæmi um það þegar fólk er svikið við kaup? Seljandinn vill ekk- ert fyrir mig gera og ég sit uppi með bíl sem ekki borg- ar sig að gera við, og 50.000 krónum fátækari. Farið varlega, eru mín ráð. Tabitha Snyder, 300871-5429. Strætó sem ekki stoppar ÉG var að koma frá Glæsibæ sl. sunnudags- kvöld og ætlaði taka vagn nr. 6 heim. Var ég á mótum Miklubrautar og Grensás- vegar og vorum við tveir sem biðum eftir vagninum. Þegar vagninn kom að stoppustöðinni hélt hann bara áfram án þess að stoppa. Það vildi til að vagn nr. 5 kom á eftir og gat ég tekið hann niður á Hlemm en varð að taka leigubíl þaðan og heim. Farþegi. Hvar fæst Develop 10 naglaherðir? Í MÖRG ár notaði ég naglaherði frá „Develop 10“ og á tímabili flutti ég hann inn sjálf. Nú virðist þessi frábæri naglaherðir ekki vera til hér á landi. Er einhver sem veit hvað orðið hefur um þessa vöru? Rannveig. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Hinn 8. nóvember síðastliðinn, lagði Boeing 757-200 TF-FIN, vél Icelandair af stað frá Gautaborg í hnattflug með 190 Svía sem höfðu unnið í Lottó. Var ferðinni meðal annars heitið til Höfðaborgar, en þar var þessi mynd tekin af vélinni 23. nóvember. Á ferðin að taka 28 daga, flogið verð- ur 57 þúsund kílómetra, samtals 80 flug- tíma. Meðal staða sem lent var á voru: Dubai, Bangkok, Phuket, Singapúr, Sydney, Tahiti, Páskaeyjar, Rio de Jan- eiro og Höfðaborg. Flugáhugamönnum fannst gaman að sjá íslenska vél í Höfðaborg sem er frek- ar sjaldgæf sjón. Kveðja, Sigurbjörn Sigurðsson. Icelandair í lottóflugi með Svía LÁRÉTT 1 smánar, 8 hákarlshúð, 9 japla, 10 blása, 11 vagn, 13 hlaupa, 15 kofa, 18 smákorns, 21 erfiði, 22 viljuga, 23 kærleikshót, 24 hagkvæmt. LÓÐRÉTT 2 hinar, 3 kjaga aftur og fram, 4 víðar, 5 gyðja, 6 saklaus, 7 gefa að borða, 12 magur, 14 fjallsbrún, 15 mikill, 16 óhreinka, 17 eyða litlu, 18 stétt, 19 næstum ný, 20 óbogið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 píanó, 4 bytta, 7 lydda, 8 rófum, 9 kút, 11 nafn, 13 garn, 14 örvar, 15 hróf, 17 ábót, 20 ugg, 22 ofnar, 23 aftur, 24 iðrun, 25 temja. Lóðrétt: 1 pílan, 2 andóf, 3 ómak, 4 burt, 5 tefja, 6 amm- an, 10 útveg, 12 nöf, 13 grá, 15 hroki, 16 ógnar, 18 bæt- um, 19 torga, 20 urin, 21 galt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... Það er fastur liður þegar útlend-inga ber að garði að sýna þeim örlítið meira af landinu heldur en Reykjavík. Svo virðist sem flestir þeir sem hingað koma sækist eftir því að fara í Bláa lónið. Þá er það nánast skylda að erlendir gestir fái einnig tækifæri til að berja Gullfoss og Geysi augum. Víkverji tók á móti erlendum gest- um um síðustu helgi og að sjálfsögðu var farið með þá í hina hefðbundnu ökuferð yfir Hellisheiðina. x x x Hverasvæðið við Geysi stóð undirvæntingum að venju og eftir að hafa dvalið þar um stund var haldið áfram að Gullfossi. Þegar Víkverji átti nokkuð hundruð metra eftir ófarna að fossinum tók hann eftir því að vegurinn hafði breyst í svell. Var greinilegt að úðinn frá fossinum teygði sig nokkuð langt og því nauð- synlegt að aka af fyllstu varfærni. x x x Það tók hins vegar ekki betra viðþegar út var komið. Ekki nóg með að bílastæðið hefði getað sómt sér sem skautasvell heldur voru allir göngustígar að fossinum einnig ísi lagðir. Fór svo að Víkverji og gestir hans treystu sér ekki til að halda að fossinum heldur létu sér nægja að feta sig áfram í grasbrekkunni með- fram göngustígunum og virða foss- inn síðan fyrir sér í fjarlægð. Það var ekki mikið um gesti við Gullfoss þennan sunnudag en þó komu þarna nokkrir bílar á meðan Víkverji var á staðnum og virtist í flestum tilvikum vera um að ræða erlenda ferðamenn á bílaleigubílum. Flestir gestanna voru bókstaflega eins og beljur á svelli þegar út á göngustígana var komið og voru ef- laust nokkrir með sára afturenda miðað við skellina er þeir virtust fá er þeir misstu fótanna í hálkunni. x x x Sumir voru það hugrakkir að þeirlögðu af stað stíginn niður að fossinum sjálfum og hafði Víkverji áhyggjur af því hvernig þau ferðalög gætu endað. Víkverji er ákafur talsmaður þess að náttúruperlur landsins fái að njóta sín án þess að verið sé að raska umhverfi þeirra. Hins vegar gæti verið skynsamlegt að setja upp við- vörunarskilti er vara fólk við þessum aðstæðum og jafnvel að bera salt á göngustígana þannig að brotin bein verði ekki sú minning er gestir okk- ar fara með heim. Eftir því sem ferðamönnum fjölg- ar utan hins hefðbundna ferða- mannatíma má reikna með að fleiri sæki náttúruundrin á Suðurlandi heim við aðstæður sem þessar. Það hlýtur að vera skylda okkar að tryggja að þær heimsóknir endi ekki með ósköpum. Morgunblaðið/Þorkell Gullfoss í klakaböndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.