Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.11.2003, Qupperneq 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hraunbær 72 Falleg 124 fm íbúð á 3ju hæð. Verð 13,8 m. Malla sýnir íbúðina milli kl. 13-17 í dag. Verið velkomin. Hraunbær 156 Falleg 2ja herbergja íbúð á 3. hæð. Ásett verð 9,6 millj. Það verður opið hús í dag, laugardag, milli kl. 13-17. Halldóra og Gunnar bjóða ykkur velkomin. Markholt - Falleg 3ja herbergja íbúð til sölu í Mosfellsbæ 80 fm, 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á góðum og rólegum stað í Mosfellsbæ. 2 góð svefnherbergi, eldhús með fallegri hvítri innréttingu, nýtt parket og ný uppgert baðherbergi. Frábært útsýni til Esjunnar. Góður garður. Verð 11,2 millj. OPIÐ HÚS - OPIÐ HÚS Engjateigi 5 • 105 Reykjavík • S. 533 4200 og 892 0667, arsalir@arsalir.is • Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun Hafnarfjörður | Stærsti leikskóli landsins til þessa mun rísa við Ásbraut 4 í Hafnarfirði, en samningar um byggingu hans voru undirrit- aðir á lóðinni við Ásbraut í gær. Lúðvík Geirs- syni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, barst fjöl- mennur og öflugur liðsauki þegar hann naut aðstoðar tuga leikskólabarna frá leikskólanum Tjarnarási við fyrstu skóflustungu hins nýja leikskóla. Áður en athöfnin hófst heyrðist í einu barni: „Ég er að fara að moka.“ Spurði þá annað barn, „hvað ertu að fara að moka?“ Svaraði þá barnið, „ég er að fara að moka leikskóla!“ Þeg- ar til kastanna kom tættu krakkarnir vægast sagt í sig sandinn með litlu sandskóflunum sín- um. Einu barninu varð starsýnt á að Lúðvík var með nokkuð stærri leikfangaskóflu en hin og stakk upp á skiptum og tók Lúðvík vel í þau viðskipti. Var þá mikið hlegið og sagði eitt for- eldri þetta vera dæmi um góða og upp- byggilega sandkassapólitík. Annar faðir sagði þá að hér væri stórkaupmaður framtíðarinnar á ferð sem gæti platað bæjarstjórann til að taka minni skóflu fyrir stærri. Ánægja með gott samstarf Það er verktakafyrirtækið Hagtak hf. sem byggir leikskólann, sem er átta deilda og alls rúmir fjórtánhundruð fermetrar. Hægt verður að skipta honum í tvisvar sinnum fjórar deildir. Alls munu um tvöhundruð og tuttugu börn stunda skólann, en hann verður opnaður í áföngum. Hafrún Dóra Júlíusdóttir, formaður fræðslu- ráðs Hafnarfjarðar, segir þetta áhugaverða til- raun og þarna sé í raun um frumraun á leik- skólasviði að ræða, þar sem svona stór leikskóli hefur aldrei verið rekinn á Íslandi. Helga R. Stefánsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði, tekur undir orð Hafrúnar og segir þarna vonandi nást góða hagræðingu í rekstri vegna þéttari yfirbyggingar skólans. Þær segja báðar afar ánægjulegt hversu samvinna meirihluta og minnihluta í fræðsluráði er góð í þessum málaflokki eins og ýmsum öðrum. Fyrstu skóflustungur teknar fyrir nýjan átta deilda leikskóla við Ásbraut „Ég er að fara að moka leikskóla!“ Morgunblaðið/Þorkell Í góðra vina hópi: Lúðvík Geirsson og hjálpsöm og iðin unga kynslóðin af Tjarnarási tóku höndum saman og rótuðu í sandinum. inn 26. nóvember sl. Álagningarpró- senta útsvars hækkar ekki á milli ára og verður áfram 12,46%. Álagning- arprósenta fasteignagjalda helst einnig óbreytt. Þjónustugjöld hækka í takt við verðlagsþróun. Holræsa- gjald er ekki lagt á og mun Seltjarn- arnes eitt sveitarfélaga um þá tilhög- un. Elli- og örorkulífeyrisþegar munu áfram njóta afsláttar af fast- eignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Gert er ráð fyrir að greiða 62 millj. kr. í afborganir af langtímalánum á árinu 2004 en áætlað er að heildar- skuldir bæjarins og fyrirtækja í árs- lok nemi alls um 400 milljónum Seltjarnarnes | Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004 gerir ráð fyrir að heildartekjur bæj- arsjóðs og stofnana hans verði um 1.308 millj. kr., en rekstrargjöld án fjárfestinga 1.154 millj. kr. Afgangur frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs er því áætlaður um 154 milljónir króna og nemur rekstrarhlutfall aðalsjóðs og stofnana um 88,23% af skatttekjum. Rekstrarafgangur eykst því um 12% á milli ára. Veltufé frá rekstri nemur tæplega 200 millj. kr. og hækkar um tæpar 50 millj. kr. frá yfirstandandi ári. Fjárhagsáætlunin var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjar- stjórnar Seltjarnarness miðvikudag- króna eða u.þ.b 86.000 kr. á íbúa. Engin ný langtímalán verða tekin á árinu. Peningaleg staða Seltjarnar- nesbæjar er með því besta sem ger- ist á meðal sveitarfélaga og skuldir á hvern íbúa þær lægstu á meðal stærri sveitarfélaga, hvort sem litið er til A-hluta bæjarsjóðs eða sam- stæðu. Rúmlega 115 millj. kr. verður var- ið til nýframkvæmda á árinu 2004 sem er 12% aukning frá fyrra ári en árið 2003 var þó eitt mesta fram- kvæmdaár síðari ára á Seltjarnar- nesi. Helstu framkvæmdir ársins tengjast fræðslumálum, æskulýðs- og íþrótta- og menningarmálum. Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar samþykkt Aukin framlög til nýframkvæmda Seltjarnarnes | Líkur eru á því að sam- komulag náist við heilbrigðisráðuneyti um starfrækslu dagvistunar fyrir aldraða á Seltjarnarnesi. Að sögn bæjaryfirvalda eru þessi mál- efni í afar jákvæðum farvegi eftir farsæl- an fund Jónmundar Guðmarssonar bæj- arstjóra og Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra um málið. Dagvistun getur leyst vanda þeirra sem geta því aðeins búið áfram heima að þeir séu undir stöðugu eftirliti. Hún er mik- ilvægur þáttur í að rjúfa einsemd, tryggja næringu, aðstoða við persónulegt hrein- læti og almennt að styðja aldraða við að ráða fram úr viðfangsefnum daglegs lífs. Dagvistun fyrir aldraða Morgunblaðið/Ómar Miðborgarrölt | Menningarfylgd Birnu ehf. opnaði nýlega heimasíðuna: www.birna.is. Fyrirtækið hefur í nokkurn tíma boðið upp á gönguferðir um miðborg Reykjavíkur og engin ástæða að hætta þeim þótt skammdegið skelli á. Göturnar hverfa ekki þótt dimmi og söguslóðir eru samar við sig þótt snjóföl færist yfir. Ferðirnar eru ekki síður fyrir innlenda en erlenda og jafnvel borna og barnfædda Reykvíkinga og eru prýðileg- asta hugmynd að óvissu- eða vinaferðum. Brátt má búast við jólasveinum á ferð, að ógleymdum jólakettinum, og þeir eru til alls vísir, uppátektasamir með afbrigðum og geta brugðið á leik í miðri gönguferð. Garðabær | Starfsmenn Garðabæjar fengu óvænta og vel þegna kennslu í skyndihjálp og slysavörnum í gær í tengslum við átak vegna jólamánaðarins, en í desembermánuði verða að jafnaði flest slys. Síðasta föstudag í hverj- um mánuði er haldinn morg- unverðarfundur með öllum starfsmönnum Garðabæjar. Þar segja starfsmenn gjarn- an frá verkefnum sem þeir eru að vinna að. Í þetta sinn var hefðin brotin upp og ut- anaðkomandi leiðbeinandi fenginn frá Garðabæjar- deild Rauða krossins, til að kenna grundvallaratriði í skyndi- hjálp. Byrjað var með hefðbundnum morgunverðarfundi frá átta til níu, en síðan færði leiðbeinandinn sig yfir á bæjarskrifstofurnar þar sem boðið var upp á verklega kennslu frá níu til tólf. Þar voru ýmis gögn til verklegr- ar skyndihjálparkennslu, dúkkur, sárabindi og fleira. Kenndi leiðbein- andinn grundvallaratriði í skyndi- hjálp, svo sem meðferð sárabinda, blástursaðferð og hjartahnoð. Í erindi Ásdísar Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra Garðabæjar, á málþingi Rauða Kross Íslands á dögunum, kom meðal annars fram að á þessu ári hafa 288 heima- og frí- tímaslys verið skráð í Garðabæ. „Ekkert bendir til að Garðabær sé ólíkur öðrum sveitarfélögum hvað þetta varðar, þannig að það er til mikils að vinna að finna leiðir til að fækka þessum slysum,“ segir Guð- finna B. Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri Garða- bæjar, en á næstunni verð- ur fræðsluefni dreift til allra heimila í bænum þar sem m.a. verður gátlisti sem fólk getur notað til að fara yfir öryggi á eigin heimili. Kennslan í gær var liður í því að færa þetta átak til starfsmanna Garða- bæjar. Slysavarnir efldar í Garðabæ Skyndihjálpin numin: Starfsmenn Garðabæjar fengu skyndikúrs í skyndihjálp á morgunverðarfundi í gær. Sólheimar í gamla pósthúsið | Sól- heimar í Grímsnesi hafa samið við Íslands- póst um afnot af gamla pósthúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði undir sölu á fram- leiðslu Sólheima fyrir jólin. Verslunin mun tengjast jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar á einhvern hátt, segir í Fjarðarpóstinum. Vesturbær | Reykjavíkurakadem- ían hefur tekið við rekstri og um- sjón Bókasafns Dagsbrúnar, en samningur þess efnis var undirrit- aður nýlega milli Eflingar – stétt- arfélags og Reykjavíkurakademí- unnar, félags sjálfstætt starfandi fræðimanna. Safnið hefur nú verið flutt í húsnæði Akademíunnar á Hringbraut 121 og er ætlunin að þróa það sem sérsafn á sviði verka- lýðsmála og atvinnulífsrannsókna. Bókasafn Dagsbrúnar var stofnað árið 1956 þegar Guðrún Pálsdóttir, ekkja Héðins Valdimarssonar, gaf Verkalýðsfélaginu Dagsbrún bóka- safn hans, alls 2.400 titla. Að grunni til er safnið komið frá for- eldrum Héðins, Bríeti Bjarnhéð- insdóttur og Valdimar Ásmunds- syni. Margir aðrir, einstaklingar og útgefendur, hafa gefið bækur til þess. Nú eru um 17.000 titlar í safninu. Tilgangur Bókasafns Dags- brúnar var að efla menntun og menningu verkafólks og þjónaði safnið því hlutverki um langt ára- bil. Þörf fyrir slíkt starf hefur þó ekki verið fyrir hendi lengi því að nú á dögum hefur almenningur góðan aðgang að bókum á opinber- um bókasöfnum. Akademían ættleiðir bækur Bókasafnið afhent: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heilsar Halldóri Björnssyni. Morgunblaðið/Sverrir      
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.