Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 27

Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 27
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 27                                                  !"#  !      $  !"#    %     %    %    &   Seltjarnarnes | Unglingastarf fé- lagsmiðstöðvarinnar Selsins hefur farið vel af stað í haust og margt hef- ur verið til gamans gert. Þar er opið öll föstudagskvöld og er þá oft bryddað upp á ýmsu eins og t.d. hryllingskvöldi sem var fjölsótt. Sel- ið er í samstarfi við félagsmiðstöðv- arnar í Mosfellsbæ og Garðabæ um skemmtanir. Félagsmiðstöðvarnar hafa haldið þrjár sameiginlegar skemmtanir nú í haust og hafa þær tekist vel, segir í fréttatilkynningu. Auk skemmtananna hafa verið haldnir fundir um ungmenni og lýð- ræði þar sem unglingar úr bæj- arfélögunum hafa komið fram með hugmyndir tengdar sínu bæj- arfélagi. Ráðgert er að í framhaldinu komi unglingarnir tillögum sínum til bæjarstjórnar í þeim tilgangi að mynda tengsl milli bæjarstjórnar og ungmenna á Seltjarnarnesi. Á heimasíðu Selsins, www.selid.is, er hægt að skoða myndir úr starfinu, sjá dagskrána auk margs annars. Hryllingskvöld: Unglingarnir í Selinu voru hryllilegir til fara. Hryllingskvöld í Selinu Bláfjöll | Stefnt er að opnun á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Starsmenn hafa unnið hörðum höndum undanfarna daga við að ýta til snjó og troða brekkur. Opið verður í Suðurgili frá 12–18 og verður miðasala á því svæði og Bláfjallaskáli lokaður. Það hefur sárasjaldan gerst að opnað hafi verið á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins í nóvember. Unnið hefur verið að brekkulögun ásamt því að snjógirðingar hafa verið settar upp. Þetta gerir það að verkum að hægt er að opna svæðið með mun minni snjó en áð- ur þurfti. Forstöðumenn skíðasvæðanna biðja þó fólk að fara varlega þar sem grunnt er á grjót. Einnig er mikilvægt að halda sig í troðnum leiðum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skíðamenn fagna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.