Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 74
DAGBÓK 74 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Green Flake fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Jóla- hlaðborðið verður mið- vikudaginn 5. desem- ber, gestur kvöldsins Elín Pálmadóttir, blaðamaður. Pamela og Steingrímur leika á flautu og píanó. Þur- íður Sigurðardóttir söngkona og Magnús Kjartansson hljóm- listamaður flytja nokk- ur lög. Skráning í síma 562 2571 og í afgreiðslu Aflagranda. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ Postulínsmálning laug- ardaginn 29. nóvember kl. 11. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ ganga frá Hlé- garði kl 11. Heitt á könnunni þegar komið er til baka. Skrifstofan opin á þriðjudögum í Hlégarði kl. 10–12. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel er opið alla virka daga frá kl. 9–16. Félag eldri borgara Garðabæ. Jólagleði verður haldin föstu- daginn 5. desember í Kirkjuhvoli kl. 19. Á boðstólum verður hangikjöt og laufa- brauð og fleira. Á dag- skrá er helgistund, skemmtidagskrá, söngur og dans. Að- göngumiðar seldir í Garðabergi 1. desem- ber kl. 13–17. Sam- starfsverkefni FEBG og FAG. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Mánudaginn 1. desember er boðið í heimsókn í Ártúns- skóla, „þjóðsögur á fullveldisdaginn“, lagt af stað frá Gerðubergi kl 9.45. Akstur í boði. Skráning í s. 575 7720. Hraunbær 105. Föstu- daginn 5. desember verður jólafagnaður. Húsið opnað kl. 17.30 með fordrykk. Ræðu- maður: Geir Jón Þór- isson yfirlög- regluþjónn. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir söngkona og Ingibjörg Gréta Gísladóttir leik- kona verða með jóla- dagskrá sem þær kalla Immanúel. Hugvekja: Séra Þór Hauksson. Skráning á skrifstofu. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14 á morgun sunnudag kl. 14. Kaffiveitingar. Fjórði dagur í fjögurra daga keppni. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud: Kl.18.15, Seltjarnar- neskirkja, Seltjarn- arnes. Miðvikud: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Egils- staðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard: Kl.10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Glerárkirkja, Ak- ureyri. Kl.19.15 Selja- vegur 2, Reykjavík. Neyðarsími: 698 3888 Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tart- anbrautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl. 10–11.30 alla virka daga. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is. Félag breiðfirskra kvenna. Jólafundur verður miðvikudaginn 8. desember kl. 19, há- tíðarmatur, hugvekja, upplestur og fl. Munið jólapakkana. Skráning fyrir miðvikudaginn 3. desember s. 564 5365 Gunnhildur eða s. 553 2562 Ingibjörg. Kvenfélag Lágafells- sóknar, verður með jólfundinn í Hlégarði, mánudaginn 1. desem- ber kl. 19.30. tilkynna þarf þátttöku í s. 566 6187. Munið eftir jólapökkunum. Ferðaklúbburinn Flækjufótur verður með ljósaskreyting- arferð til Keflavíkur og Grindavíkur miðviku- daginn 10.desember kl.15 frá Hátúni 12 (að- aldyr) upplýsingar í síma 898 2468 fyrir 5. desember. Í dag er laugardagur 29. nóv- ember, 333. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jh. 14, 17.)     Einar K. Guðfinnsson,formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, fjallar um afkomu bank- anna á heimasíðu sinni, www.ekg.is. Hann segir þar m.a. „Athyglisvert er að bankarnir hafa að- allega hagnast af eign sinni á hlutafé og skulda- bréfum. Ávöxtun á þess- um sviðum hefur verið góð á árinu sem er að líða. Íslensk hlutabréf hafa hækkað mikið í verði, skuldabréfamark- aður verið sterkur og er- lend hlutabréf rétt úr kútnum. Einkanlega þess vegna hafa bankarnir grætt. Það er hið ná- kvæmlega sama að gerast á vettvangi lífeyrissjóð- anna og annarra þeirra sem hafa fjárfest á þessu sviði í landinu. Geta líf- eyrissjóðanna til þess að standa undir skuldbind- ingum sínum verður meiri. Það er gott því þar með verða kjör þeirra betri, sem njóta greiðslna úr sjóðunum, aldraðra og fólks með skert starfs- kjör. Það er því dálítið holur hljómur í málflutn- ingi þeirra sem gagnrýna ofsagróða bankanna…“     Þess eru fjölmörg dæmiað fyrirtæki stór og smá, einstaklingar og sveitarfélög leita eftir hagstæðustu viðskiptum, með því að fara á milli bankastofnana. Í mý- mörgum tilvikum hafa þeir með þessum hætti, lækkað fjármagnsgjöldin sín og greitt þannig úr stöðu sinni. Þetta er dæmi um samkeppni.     Það breytir því þó ekkiað bankakerfið getur auðveldlega lækkað þjón- ustugjöldin sín. Þeir geta líka dregið úr vaxtamun- inum. Og þeim ber að gera það. Einmitt hin góða afkoma bankanna gerir það að verkum að þeir geta létt álögurnar á viðskiptavinina. En hvað er þá líklegast að stuðli að slíkri þróun? Jú, vita- skuld samkeppnin…“     Því er ekki að neita aðþótt kennitölurnar úr rekstrar- og efnahags- reikningum bankanna séu almennt jákvæðar, þá eru teikn um váboða. Töl- urnar um framlög á af- skriftareikninga eru ljót- ar. Framlög á afskriftareikninga nema á fyrstu níu mánuðum ársins um 8 milljörðum króna – átta þúsund millj- ónir – sem er gríðarleg upphæð …Þetta vekur spurningar. En þá er rétt að minna á að löngu er sannað að það er bein fylgni á milli raunvaxta- stigs og útlánaafskrifta bankanna.     Eftir því sem raunvext-irnir eru svívirðilegri, þeim mun hærri verða af- skriftirnar. Það er því ekki síst í þágu bankanna og eigenda þeirra sem þeir ættu að lækka vaxta- stig útlánanna og tryggja þannig snurðulausari af- komu fyrirtækja og ein- staklinga.“ STAKSTEINAR Bankarnir geta lækkað álögur sínar Víkverji skrifar... Alveg ótrúlegt þetta fólk sem býr ímiðborginni og er sífellt að kvarta undan hávaða frá skemmti- stöðum, veitingahúsum, verslunum eða öðrum viðlíka menningar- miðstöðvum. Hvað er það sem gefur miðborgum heimsins gildi? spyr Víkverji forviða og klórar sér í hausnum. Hvað er það annað en ein- mitt þessi starfsemi sem umræddir borgarar hafa verið að kvarta und- an? Víkverji býr sjálfur í miðborg- inni. Þangað flutti hann fyrir nokkr- um árum þegar hann var barnlaus og naut þess að búa í göngufæri við þessa miklu menningaræð sem Laugavegurinn og miðborgin er; alla veitingastaðina, leikhús, bíó og svo auðvitað helstu djammstaðina. En nú þegar fjölskylduhagir hafa breyst og barn komið til sögunnar þykir Víkverja ekki eins kræsilegt að búa á þessum slóðum, í þessum skarkala sem óhjákvæmilega fylgir miðborg- arlífinu. Og hvað gera bændur þá? Ekki hefur hvarflað að Víkverja að fara fram á að miðborgin lagi sig að breyttum högum hans. Nei, Víkverji hefur ákveðið að nú sé ráð að yf- irgefa þetta hverfi, að sinni í það minnsta, svona á meðan þörf er fyrir búsetu í barnvænna umhverfi. Þann- ig er þetta bara, miðborgir eru eins og miðborgir eru. Erilsamar, iðandi af mannlífi, hávaðasamari og mett- aðri malbikslofti en úthverfin. Það á örugglega við um allar miðborgir heimsins. Þannig eiga þær líka að vera. Miðstöðvar mennningar- og skemmtanalífs. Nóg er af íbúðar- hverfunum annars staðar í borginni, þar sem vænlegra er að búa, kjósi maður fremur ró og næði, góðan stað til að ala upp börn, eða bara njóta friðsældar úthverfaeinangr- unarinnar. Það er kolröng hugsun hjá þess- um miðborgarbúum að aðrir þurfi að laga sig að þeirra óskum um rólegan og lamaðan miðbæ. Þvert á móti er kominn tími á að veitingamenn og aðrir bakhjarlar hins blómlega menningarlífs sem enn fæst þrifist í miðborginni að kvarta undan öllum þessum íbúum sem endilega þurfa að búa akkúrat á hæðinni fyrir ofan helstu samkomuhús borgarinnar. x x x En Víkverji er sem sagt á förum úrmiðborginni, í rólegra og barn- vænna hverfi og á dögunum var formlega gengið frá kaupum á nýrri íbúð. Slíkt er auðvitað stór stund í lífi hvers og eins enda ekki á hverj- um degi sem hinn venjulegi með- aljón á í slíkum stórviðskiptum. Ættu slík tímamót því að vera hið mesta gleðiefni en ríkisvaldinu tekst með glæsibrag að slá á allt slíkt með því að blanda sér svo freklega inn í viðskiptin með hreint óskiljanlega hárri skattheimtu í formi „stimp- ilgjalds“ og annarra kostulega nefndra álaga. Algjörlega óþolandi framferði sem alltof lengi hefur ver- ið við lýði. Var það víst eitt af kosn- ingaloforðum, annars ef ekki beggja ríkisstjórnarflokkanna, að afnema eitthvað af þessum gjöldum. Það lof- orðið var ekki efnt við Víkverja, við- skiptin hafa átt sér stað, búið að greiða stimpilgjöldin. Hvernig skyldi þessi rándýri stimpill eig- inlega líta út? Morgunblaðið/Árni Sæberg Enginn friður! Þjóðhátíðardag- urinn hlýtur að vera sérlega erfiður sumum íbúum miðborgarinnar. Má ekki færa hátíðarhöldin í Graf- arvoginn? Gott Kastljós MIG langar að lýsa yfir ánægju minni með það hvernig Sigmar Guð- mundsson kom fram í Kast- ljósi síðastliðið sunnudags- kvöld. Hann tók viðtal við Sigurð Einarsson, starf- andi stjórnarformann Kaupþings Búnaðarbanka hf., í sambandi við samn- inga Kaupþings við for- stjóra og formann stjórnar bankans. Mér fannst Sigmar standa sig mjög vel og var einnig ágætis skemmtun að fylgjast með samtali þeirra þegar fór að hitna í kolun- um. Vil ég þakka Sigmari fyrir viðtalið í Kastljósinu og fyrir að ræða þetta mál. Birgir Ásgeirsson. Kirkjuprakkarar MÉR brá í brún er ég las um kirkjustarf í morgun- blaðinu í dag 26. nóv. bls. 41. Þar auglýsir Breiðholts- kirkja svo: Kirkjuprakkar- ar, starf fyrir 7–9 ára börn, kl. 16.30 og Laugarnes- kirkja auglýsir: Kirkju- prakkarar kl. 14.10, starf fyrir 1.–4. bekk. Ég fletti upp á orðinu prakkari í Orðabók menn- ingarsjóðs 1982. Það þýðir svikari, bragðarefur, þorp- ari, hrekkjalómur, pöru- piltur, óknyttastrákur, prakkaraskapur, hrekkur, brögð. Ég held að val á þessu orði hafi orðið óvart. Ekki er horft til ljótrar merkingar þess, heldur sem gríns sem það táknar þó ekki. Mér finnst kirkjur landsins láta sig mjög varða náungann frá vöggu til grafar og aldrei sem nú. Guð blessi alla þá sem reynast náunga sínum vel. G.S.K. Vekjaraklukka í Hraunbæ ÍBÚAR í neðri hluta Hraunbæjar hafa ugglaust orðið vel varir við hringing- ar í vekjaraklukku eins ná- grannans. Hringingarnar (greinilega öflug klukka) byrja að glymja klukkan 6 um morguninn og linnir oftast ekki fyrr en rétt fyrir klukkan 8. Þetta háttalag nágrann- ans, sem hefur staðið í þó nokkurn tíma (í nokkra mánuði með hléum), finnst okkur í minni fjölskyldu svolítið undarlegt og til ama, þar sem við höfum okkar eigin vekjaraklukku og höfum ekki beðið um þjónustu af þessu tagi. Þess vegna viljum við koma því á framfæri þig, kæri nágranni, að þú farir kannski örlítið fyrr að sofa á kvöldin svo að þú sért í stakk búinn að takast á við verkefni hversdagsins og slökkvir kannski á klukk- unni eftir nokkrar hring- ingar. Ósofinn nágranni. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust við Sunnuveg í Laugardal. Upplýsingar í síma 553- 1158. Gleraugu í óskilum KVENGLERAUGU, Otto Kern, í rauðbrúnu hulstri fundust fyrir utan Lands- bankann í Austurstræti sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 899-8182. Dýrahald Kisa í Löngumýri ÞESSI kisa hefur verið að sækja til okkar í mat mikið undanfarið og við vitum ekki hvort hún á heimili eða ekki. Ef einhver á þessa kisu eða kannast við hana vinsamlegast látið vita í síma 847 6671 eða 565 6519. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn LÁRÉTT 1 heift, 4 drukkið, 7 hrópa, 8 smá, 9 veið- arfæri, 11 fífl, 13 lítil grein, 14 söluopið, 15 stór bygging, 17 jarðá- vöxtur, 20 örn, 22 hænan, 23 hæð, 24 vitlausa, 25 tálga. LÓÐRÉTT 1 deigja, 2 blóðsugan, 3 svelgurinn, 4 daunillt, 5 hljóðfærið, 6 haldist, 10 freyðir, 12 vond, 13 elska, 15 hörfar, 16 dáin, 18 þjálfun, 19 þátttak- anda, 20 geta gert, 21 slæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 vanvirðir, 8 skráp, 9 maula, 10 púa, 11 kerra, 13 renna, 15 skúrs, 18 agnar, 21 puð, 22 ólata, 23 atlot, 24 haganlegt. Lóðrétt: 2 aðrar, 3 vappa, 4 rúmar, 5 Iðunn, 6 ósek, 7 mata, 12 rýr, 14 egg, 15 slór, 16 útata, 17 spara, 18 aðall, 19 nýleg, 20 rétt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.