Morgunblaðið - 29.11.2003, Síða 77

Morgunblaðið - 29.11.2003, Síða 77
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 77 Landsamtök eldri kylfinga Aðalfundur LEK verður haldinn í Golfskálanum í Grafarholti. sunnudaginn 30. nóv. 2003 kl. 14.00 Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. skv. lögum samtakanna 2. Önnur mál. Stjórnin LEISEL Jones frá Ástralíu setti heimsmet í 100 metra bringusundi í 25 metra laug á heimsbikarmóti Al- þjóða sundsambandsins í Mel- bourne í Ástralíu í gær, föstudag. Jones kom í mark á tímanum 65,09 sekúndur. Um var að ræða heims- bikarmót og bætti Jones met Emmu Igelström frá Svíþjóð um 2/100 úr sekúndu, en gamla metið 65,11 sek., sett 16. mars á þessu ári. Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps vann tvær greinar á mótinu í gær. Hann synti 100 metra fjór- sund á 53,3 sekúndum og 200 metra flugsundi á 1.52,27 mínútum. Vertíð sundmanna á heimsbikar- mótunum er ný hafin. Jones bætti heimsmet Igelström AP Leisel Jones ANJA Andersen, fyrrum stjarna danska landsliðsins í handknattleik kvenna og nú- verandi þjálfari kvennaliðs Slagelse, hefur sent hand- knattleikssamböndum Austur- ríkis og Serbíu-Svartfjalla- lands skýr skilaboð. Tveir leikmenn frá Slagelse, hin austurríska Ausra Fridrik- as og hin serbneska Bojana Petrovic, leika með lands- liðum sínum á heimsmeistara- móti kvenna sem hefst í Króat- íu á þriðjudaginn. Anja vildi helst að þær færu hvergi en sendi báða leikmennina með bréf til forráðamanna lands- liðanna þar sem tilgreint er hversu mikið megi nota þær í keppninni. Anja hótar því að mæta sjálf á svæðið og sækja stúlkurnar ef ekki verði farið eftir fyrir- mælum hennar. Anja Ander- sen sendir skýr skilaboð Kveikjan að þessum vangaveltumeru orð Wengers sjálfs á dög- unum þegar hann hampaði tveimur átján ára leikmönn- um sem hann fékk til Arsenal í sumar og sagði þá líklega til að setja mark sitt á liðið á síðari hluta vetrar. Þetta eru mið- vörðurinn Philippe Senderos sem er fæddur og uppalinn í Sviss en á spænskan föður og framherjinn Mic- hal Papadopulos sem er Tékki af grísku bergi brotinn, að því er næst verður komist. Papadopulosar eru varla á hverju horni í Ostrava. Þessir ungu menn eru ekki tveir á báti á Highbury. Einn nafnkunnasti leikmaður Arsenal, Robert Pires, er fæddur í Frakklandi og máttarstólpi í landsliði þjóðarinnar. Af mörgum talinn hinn „dæmigerði“ Frakki. Það kemur því eflaust einhverjum á óvart að í honum rennur strangt til tekið ekki dropi af frönsku blóði. Móðir hans er spænsk og faðirinn Portúgali. Pires ólst hins vegar upp í Frakklandi og aldrei kom annað til álita en leika fyrir Frakkland. Ættarsaga Pires minnir um margt á Ólaf Elíasson myndlistarmann, sem mikið hefur verið í fréttum und- anfarið. Hann er fæddur og uppalinn í Danmörku en á íslenska foreldra. Hvað hefði Ólafur gert hefði hann verið fimari til fóta en fingra? Það er önnur saga. Annar burðarás í liði Arsenal, sjálfur fyrirliðinn Patrick Vieira, er franskur ríkisborgari, líkt og Pires, þótt hann sé fæddur í Senegal. Hann fluttist fimm ára gamall til Frakk- lands. Svona má halda áfram. Markvörð- urinn Rami Shaaban, sem er að stíga upp úr erfiðum meiðslum, á finnska móður og egypskan föður en er sænskur ríkisborgari. Bakvörðurinn Lauren er Kamerúni í húð og hár en alinn upp á Spáni. Sebastian Svärd, sem nú er í láni hjá Knattspyrnu- félagi Kaupmannahafnar, er Dani en brún brá bendir til annars uppruna. Jafnframt er í varaliði Arsenal brasilískur piltur, Paulinho, af ítölsku og japönsku foreldri. Þá er Issa nokkur Abdul Kadir, unglinga- liðsmaður, breskur ríkisborgari en fæddur í Sómalíu. Á lista yfir lærlinga hjá Arsenal má finna fleiri Englendinga með óhefðbundin nöfn, s.s. Sam Oji og Hassan Suleiman. Af öðrum þjóðernisblönduðum leikmönnum sem skrýðst hafa bún- ingi Arsenal á Wenger-tímanum má nefna Þjóðverjann Alberto Mendez Rodrigues, sem eins og nafnið gefur til kynna er ættaður frá Spáni. Einkar gleymanlegur leikmaður. Fyrir utan nafnið. Einnig Paolo Vernazza, sem er fæddur og uppal- inn í Arsenal-hverfinu, Islington, en á ítalskan föður. Þetta er fríður flokkur. Á þessari upptalningu má sjá að gamalgrónir Englendingar eins og Ray Parlour og Martin Keown eru hverfandi stærð á Highbury. Og Írlands-enska er ekki lengur framandi tunga. Sextán menn, sextán þjóðir Þess var getið hér í upphafi að sautján þjóðlönd ættu fulltrúa í að- alliðshópi Arsenal. Gefum okkur að aðeins væri leyfilegt að nota einn mann frá hverju landi í lið í ensku úr- valsdeildinni. Arsenal gæti miðað við þær forsendur stillt upp glettilega sterku liði. Það væri til dæmis svona: Lehmann (Þýskaland); Lauren (Kamerún), Senderos (Sviss), Camp- bell (England), Touré (Fílabeins- ströndin); Ljungberg (Svíþjóð), Gil- berto (Brasilía), Svärd (Danmörk), Kanu (Nígería); Bergkamp (Hol- land) og Henry (Frakkland). Varamenn: Stack (Írland), Tavl- aridis (Grikkland), Stepanovs (Lett- land), Ólafur Ingi Skúlason (Ísland) og Papadopulos (Tékkland). Sautjándi maðurinn er svo 16 ára ungstirni frá Spáni, Francesc Fabr- egas. Reuters Robert Pires, spænsk-portúgalski franski landsliðsmaðurinn í liði bikarmeistara Arsenal. Fjölþjóðlegir fótverks- menn á Highbury „ÞJÓÐERNI mitt er knattspyrna,“ sagði Arsène Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, einhverju sinni í viðtali. Landamæri koma honum ekki við, eins og liðsval hans á valdastóli í Englandi ber glöggt vitni. Í uppgefnum aðalliðshópi Arsenal á þessari sparktíð eru leikmenn frá hvorki fleiri né færri en sautján löndum, allt frá Lettlandi að Fílabeinsströndinni. Wenger er kunnugt um fótmennt á furðulegustu stöðum. Og ekki nóg með að sveit hans sé fjöl- þjóðleg, heldur eru einstaka leikmenn, sumir hverjir, með bakland í fleiri ríkjum en einu. Myndu teljast tví- og jafnvel þríþjóðlegir. Orri Páll Omarsson skrifar  ÓLAFUR V. Júlíusson, knatt- spyrnumaður úr HK, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Fylkis. Ólaf- ur er 25 ára miðju- eða sóknarmaður sem lék fyrir nokkrum árum 9 leiki með Val í efstu deild en hann er upp- alinn hjá Kópavogsliðinu og hefur leikið með því undanfarin fjögur ár.  CHRIS Perry, varnarmaður frá Tottenham sem hefur verið í láni hjá Charlton undanfarna mánuði, er al- kominn í raðir síðarnefnda félagsins. Charlton hefur samið við Totten- ham um kaupverð á honum og Perry verður því áfram við hlið Hermanns Hreiðarssonar í vörn enska úrvals- deildarliðsins.  PAUL Gascoigne, fyrrum stjarna enska landsliðsins í knattspyrnu, er farinn frá Wolves eftir að hafa æft þar undanfarnar vikur og spilað með varaliðinu. Dave Jones, knatt- spyrnustjóri Wolves, sagði að dæmið hefði ekki gengið upp, Gascoigne hefði ekki náð að vinna sig upp í að vera tilbúinn til að spila í úrvalsdeild, en hann væri velkominn til æfinga hjá félaginu hvenær sem væri.  GASCOIGNE er orðinn 36 ára og hefur lítið spilað undanfarin ár. Hann reyndi fyrir sér í Kína fyrr á þessu ári en með litlum árangri, og hann veltir því nú fyrir sér að hætta alfarið í knattspyrnunni.  SEX leikir fóru fram á heims- meistaramótinu í blaki karla í Japan í gær en þetta var 9. keppnisdagur. Þrjú efstu liðin tryggja sér sæti á Ól- ympíuleikunum á næsta ári í grísku borginni Aþenu. Ítalía lagði Banda- ríkin, 3:0, og er Ítalía í öðru sæti sem stendur en Bandaríkin í því fjórða. Brasilía er í efsta sæti eftir 3:1 sigur gegn Serbíu/Svartfjallandi sem er í þriðja sæti.  TUGAY, miðjumaður enska knatt- spyrnuliðsins Blackburn, hefur ákveðið að hætta að leika með lands- liði Tyrklands. Tugay, sem er 33 ára, segist aldrei hafa notið sín jafn vel í knattspyrnunni og eftir að hann kom til Englands og hann hafi ákveðið að einbeita sér alfarið að því að spila þar og vera sem lengst á þeim vígstöðvum. FÓLK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.