Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 85
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Kl. 2. B.i.10.
AKUREYRI
Kl. 6.
KRINGLAN
kl. 4, 8 og 10. B.i. 12
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
Jólapakkinn í ár.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.10
NÝJASTA MYND COEN
BRÆÐRA.
Stórstjörnurnar George Clooney og
Catherine Zeta-Jones
fara á kostum í myndinni.
AKUREYRI
Kl. 10.20. B.i. 12
Nýtt magnað meistaraverk frá leikstjóranum
Clint Eastwood. Frábærir leikarar sem sýna eftirminnileg-
an stjörnuleik. Mynd sem enginn má missa af.
i l i j
li i l i i i il
j l i i i
“Það er hreint og klárt dekur
við áhorfendur að bjóða upp
á annan eins leikarahóp með
Sean Penn fremstan
meðal jafningja.”
Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ
Sean
PENN
Tim
ROBBINS
Kevin
BACON
Laurence
FISHBURNE
Marcia Gay
HARDEN
Laura
LINNEY
Roger Ebert
The Rolling Stone
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8.10 og 10.10 B.i. 16.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8.10.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP
Í ÁLFABAKKA KL. 6.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára.
ÁLFABAKKI
kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.
Kvikmyndir.is SV MBL SG DV
Frumsýning
SV. Mbl
AE. Dv
„ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“
Frumsýning
Veistu hvað gerðist í húsi þínu,
áður en þú fluttir inn ??
Magnaður spennutryllir í anda „Cape Fear“
með toppleikurunum Dennis Quaid, Sharon
Stone og Juliette Lewis.
AKUREYRI
Sýnd kl. 2, 4, 6. Ísl. tal
Sýnd kl. 8 og 10. Enskt. tal.
Forsýnd í Háskólabíó
kl. 8 í kvöld
Vinsælasta mynd ársins
í USA.
Vinsælasta teiknimynd
frá upphafi í USA.
Frá framleiðendum Toy
Story og Monsters Inc.
PIRARES OF THE CARRIBEAN
ÁLFABAKKI
KRINGLAN
AKUREYRI
ÁLFABAKKI
KRINGLAN
AKUREYRI
Sýnd kl. 2 og 4.
Sýnd kl. 2 og 4.
Sýnd kl. 4.
Sýnd kl. 2 og 4.
Sýnd kl. 2.
Sýnd kl. 2.
Ísl. tal.
Kvikmyndir.com
Tristan og ÍsoldÍsl. tal.
Dansáhugafólk og Harmonikufélag Reykjavíkur fagna 5 ára starfsafmæli
félagsins í Ásgarði, Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík,
með dúndrandi harmonikuballi frá kl. 22:00 í kvöld
í Ásgarði. Söngkona er Ragnheiður Hauksdóttir.
Fjölbreytt dansmúsík við allra hæfi. Góður vettvangur
fyrir dansáhugafólk. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.200.
Harmonikufélag Reykjavíkur.
Afmælisball í Ásgarði, Glæsibæ
BANDARÍSKA söngkonan Ma-
donna segist líta á Britney Spears
eins og litla systur. Madonna segir
að Spears hafi oft leitað ráða hjá
sér vegna ákvarðana sem hún hefur
þurft að taka á ferli sínum.
„Ég reyni oftast að gera henni
grein fyrir því að ferill hennar er
ekki hið eiginlega líf og að hún
megi ekki taka allt bókstaflega sem
fólk segir. Ég skil margt af því sem
hún þarf að ganga í gegnum. Ég
reyni að veita henni aðstoð í slíkum
málum,“ sagði Madonna, að því er
fram kom í sjónvarpsþætti Jay
Leno í Bandaríkjunum.
Þá ræddi Madonna um hjóna-
band sitt og breska leikstjórans
Guy Ritchie. Hún sagði að líkja
mætti hjónabandi við áskorun, sér-
staklega ef báðir einstaklingarnir
væru fastir fyrir. „Guy vill óreiðu
en ég vil röð og reglu,“ sagði söng-
konan.
Skáldkonan Madonna
Britney eins og litla systir
ReutersGera systur svona?
VINSÆLASTA poppsveit síðustu
ára er hiklaust Írafár. Meðlimir
standa í ströngu um þessar mundir
í kynningu á nýrri plötu sinni, Nýju
upphafi, en útgáfutónleikar vegna
hennar verða í kvöld í Austurbæ.
Írafár skipa fimm manns og hafa
sum andlit orðið þekktari en önnur,
eins og gengur í poppheimum.
Andri Guðmundsson er hljóm-
borðsleikari sveitarinnar og mesta
borgarbarnið, eins og fram kemur á
heimasíðu sveitarinnar. Andri er
Breiðhyltingur og á milli þess sem
hann þeytist um landið með Birg-
ittu og hinum æringjunum dvelur
hann í makindum austast í aust-
urbænum og lætur sig dreyma …
fugla og fiska.
Hvernig hefurðu það í dag?
Fínt, þakka þér.
Hvað ertu með í vösunum?
Lyklana mína, klink og veskið mitt.
Uppvaskið eða skræla kartöflur?
Skræla.
Hefurðu tárast í bíói?
Já.
Ef þú værir ekki tónlistarmaður,
hvað vildirðu þá vera?
Fugl eða fiskur.
Hverjir voru fyrstu tónleikarnir
sem þú fórst á?
Minningartónleikar um Óla Palla,
bassaleikara í Borgarnesi, árið níu-
tíu og eitthvað. Ég var svona níu
ára.
Hvaða leikari fer mest í taugarnar
á þér?
Leonardo DiCaprio
Hver er þinn helsti veikleiki?
Ég held að ég láti aðra um
að dæma það.
Finndu fimm orð sem
lýsa persónuleika þín-
um vel.
Þrjóskur, duglegur,
kærulaus, hress og
uppátektasamur
Bítlarnir eða Stones?
Stones.
Humar eða hamborgari?
Humar.
Hver var síðasta bók sem þú
last?
Nytjastefnan eftir John Stuart
Mills.
Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð
út á laugardagskvöldi?
„Myndir“ með Skímó.
Hvaða plötu keyptirðu síðast?
Back at the Chicken Shack með
Jimmy Smith.
Hver er unaðslegasti ilmur sem þú
hefur fundið?
Matarlyktin í eldhúsinu hjá
mömmu.
Hvert er þitt mesta prakk-
arastrik?
Man ekki eftir neinu sem
má segja frá.
Hver er furðulegasti
matur sem þú hefur
borðað?
Skötuselskinnar, sem
eru eiginlega ekkert
skrýtnar.
Trúirðu á líf
eftir dauð-
ann?
Nei.
Dreymir fugla og fiska
SOS
SPURT & SVARAÐ
Andri Guð-
mundsson
M
orgunblaðið/Þ
Ö
K