Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 16

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólaskeið Ernu kr. 6.500 Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Landsins mesta úrval Fallega íslenska silfrið DÚFURNAR í Bagdad líta greini- lega svo á að stór bronsstytta af fyrrverandi einræðisherra lands- ins, Saddam Hussein, sé þeirra eign. Styttan er ein af fjórum á þaki geysimikillar hallar í borg- inni sem landstjóri Bandaríkja- manna í Írak, Paul Bremer, hefur notað sem aðalstöðvar sínar. En nú er verið að færa þær á brott og notaðir til þess öflugir kranar enda hver stytta nokkrir metrar á hæð og þung eftir því. Gera má ráð fyrir að málmurinn verði bræddur upp. Reuters Saddam verður bræddur upp COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að hann muni á morgun hitta að máli þá sem standa að Genfarfrumkvæðinu svonefnda, óopinberri friðaráætlun fyrir Mið-Austurlönd, þrátt fyrir að ísraelsk stjórnvöld séu mótfallin slíkum fundi. Aðstoðarforsætisráðherra Ísraels sagði á þriðjudaginn að Powell væri „að gera mistök“ með því að ræða við aðila Genfarfrumkvæðisins, en Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt að það gangi gegn hags- munum Ísraels. „Ég skil ekki hvers vegna ég eða nokkur annar í stjórn Bandaríkj- anna ætti að gefa frá sér tækifæri til að ræða við fólk sem hefur hug- myndir varðandi friðarumleitanir,“ sagði Powell. „Ég mun funda með mönnum sem eru á öndverðum meiði, þ. á m. þeim sem lögðu fram tillögurnar í Genf.“ Powell bætti því við að þetta væri ekki á nokkurn hátt til marks um að Bandaríkjamenn hefðu látið af ein- dregnum stuðningi sínum við Ísraela eða Vegvísinn svonefnda, alþjóðlega friðaráætlun sem bæði Ísraelar og Palestínumenn hafa lýst sig sátta við. Genfarfrumkvæðið er afrakstur þriggja ára samningaviðræðna fyrr- verandi sáttafulltrúa Ísraela og Pal- estínumanna sem hafa hist að eigin frumkvæði en ekki sem fulltrúar ríkja sinna. Voru friðartillögur þeirra lagðar fram við hátíðlega at- höfn á mánudaginn í borginni sem þær eru kenndar við. Helstu höfundar Genfarfrum- kvæðisins eru Yossi Beilin, fyrrver- andi ráðherra í Ísrael, og Palestínu- maðurinn Yasser Abed Rabbo. „Þeir munu eiga fundi með ýmsum emb- ættismönnum í Washington,“ sagði Powell. „Ég býst við að í þessum við- ræðum fái ég tækifæri til að tala við þá. Það verður líklega á föstudag- inn.“ Talsmaður Bandaríkjaforseta dró í gær úr mikilvægi Genfarfrum- kvæðisins og sagði, að Ísraelsstjórn og heimastjórn Palestínumanna yrðu að eiga hlut að máli í friðarum- leitunum ættu þær að skila árangri. Í Genfarfrumkvæðinu er gert ráð fyrir að landamæri Ísraels og vænt- anlegs ríkis Palestínumanna verði mjög lík landamærum Ísraels fyrir stríðið 1967 og fengju Palestínu- menn samkvæmt því megnið af Vest- urbakkanum og Gazasvæðinu, auk hluta af Jerúsalem. Þá er kveðið á um mjög takmarkaðan rétt Palest- ínumanna til að snúa aftur til land- svæða sem þeir voru hraktir frá í styrjöldinni sem braust út 1948–49 í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis. Powell hittir höfunda Genfar- frumkvæðisins Ísraelar segja slíkan fund vera „mistök“ hjá ráðherranum Marrakesh, Jerúsalem, Washington. AFP, AP. APYossi Beilin (t.v.), fyrrverandi dómsmálaráðherra í stjórn Ísraels, og Yass- er Abed Rabbo, fyrrv. ráðherra upplýsinga- og menningarmála í Palest- ínustjórn, kynna Genfarfrumkvæðið á fundi í Washington í gær. Skólum lokað í Montpellier Sigurður Árni Sigurðsson kennir öðru hverju við listaháskóla í Mont- pellier og kom þangað um sl. helgi. „Það rigndi mikið í gær [á þriðju- dag] og það voru stöðugar þrumur og eldingar um nóttina, stöðug rigning en ekki mjög hvasst. Einu sinni hætti allt í einu að rigna í hádeginu og sólin skein, þetta var eins og á Íslandi! En rétt á eftir kom ný demba. Tilkynnt var í morgun að fjórða stigs aðvörun gilti í héraðinu umhverfis Montpel- lier, þeir segja að þetta veðrakerfi hringsóli um svæðið hér í Suður- Frakklandi, hvað eftir annað. En ég fékk mér morgunmat og lagði af stað. Ég geng í skólann og VITAÐ er að minnst fimm hafa týnt lífi í Marseille-héraði í sunnanverðu Frakklandi en geysileg flóð hafa verið þar undanfarna daga. Ríkisstjórnin hélt bráðafund og lýst var yfir neyð- arástandi á Marseille-svæðinu. Karl- maður drukknaði í undirgöngum í Marseille, annar féll í flauminn í Or- ange og kona fórst er hún reyndi að aka um brú sem hafði verið lokað. Einnig drukknaði kona í bíl sínum í Lyon og karlmaður fórst í Marseille. Loka þurfti um hríð tveim kjarn- orkuverum vegna þess að brak og rusl virtist ætla að stífla rásir fyrir kælivatn. Stór tré hafa rifnað upp með rótum, járnbrautasamgöngur liggja niðri og víða hefur vatnselgur- inn gripið bíla og þeytt þeim af veg- unum. Veðurfræðingar í Frakklandi segja að óvenjuleg skilyrði hafi valdið rign- ingunni og rokinu en spáð var að vind- hraði yrði allt að 150 kílómetrar á klukkustund fram á fimmtudag. stoppa alltaf á miðri leið á kaffihúsi og fæ mér þar kaffibolla. En ég hefði þurft stígvél núna til að komast inn þótt þetta sé á jarðhæð, ekki í kjall- ara. Þarna sveifluðu menn vatnsföt- um til að reyna að bjarga málunum, straumurinn var svo mikill í vatninu fyrir utan að það flæddi inn. Ég hélt áfram og ætlaði niður tröppur en þar var kominn foss! Ég sá að lítið síki var orðið eins og jökulfljót, vatnið kolmórautt. Trjádrumbar voru á fleygiferð niður með vatninu.“ Skólanum var lokað um hádegið. Sigurður sagði að stöðugt væru flutt- ar tilkynningar frá yfirvöldum í út- varpi og sjónvarpi þar sem fólk væri beðið um að halda sig heima og alls ekki hreyfa bílana sína enda væru víða slæmar umferðarteppur á þjóð- vegunum. Einnig væri fólk beðið um að fara ekki í skólana til að ná í börn- in, séð yrði um þau. Loks væri mönn- um ráðlagt að færa sig til öryggis upp á efri hæðir í húsum sínum. Áfram spáð flóðum í Suður-Frakklandi Vitað að minnst fimm hafa farist í flóðunum L y Tong, fyrrverandi orrustu- flugmaður í Suður-Víetnam, hefur verið óþreytandi í baráttu sinni gegn þeim illu öflum, sem hann kennir við kúgun og einræði. Fyrir þremur árum mátti hann samt gera nokkurt hlé á þessu einkastríði sínu en þá var honum stung- ið í fangelsi í Taílandi fyrir að hafa rænt flugvél og dreift andkommúnískum áróðri yfir Ho Chi Minh-borg, sem áður hét Saigon, í S-Víetnam. Í augum þúsunda aðdáenda sinna er Ly, sem er 55 ára gamall, mikil hetja en komm- únistastjórnin í Víetnam kallar hann „hættu- legan, alþjóðlegan hryðjuverkamann“ og flokksbræður hennar á Kúbu segja hann „brjál- æðing, ruglaðan dópista og ósvífinn málaliða“. Það var eftir að Ly hafði dreift áróðursmið- unum sínum yfir Havana. Í Taílandi líta stjórnvöld á Ly sem vandræða- mann, sem ekki sé alveg heill á geði, og kalla uppátæki hans í besta falli hjákátleg. Ly segir aftur á móti, að sér standi á sama um lof eða last. Allt, sem hann vilji, sé að berjast gegn kommúnismanum. Bréf frá Ronald Reagan „Ég berst fyrir frelsi og reyni því að leggja mitt af mörkum,“ sagði hann í viðtali við frétta- mann AP-fréttastofunnar nýlega en búist er við, að dómur verði kveðinn upp yfir honum síðar í þessum mánuði. „Ég þoli alls ekki, að fólk skuli búa við slæmar aðstæður,“ sagði hann og sýndi ýmis hvatningarbréf, sem hann hefur fengið um dagana, meðal annars frá Ronald Reagan, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta. Ly barðist með Bandaríkjamönnum í Víet- namstríðinu en á síðustu dögum þess var flug- vélin hans skotin niður og hann fangelsaður af Norður-Víetnömum. Tókst honum að flýja 1980 og komast yfir alla Suðaustur-Asíu til Singa- pore. Fyrir aðstoð bandaríska sendiráðsins þar fékk hann hæli í Bandaríkjunum. Fyrir honum er þó baráttunni gegn kommúnismanum ekki lokið. Ly fór í sína fyrstu áróðursferð yfir Víetnam 1992 en þá tók hann völdin í farþegaflugvél skömmu eftir að hún fór frá Bangkok í Taílandi. Þóttist hann vera með sprengju innanklæða og neyddi áhöfnina til að fljúga yfir Ho Chi Minh- borg. Þar kastaði hann út 50.000 áróðursmiðum og síðan sjálfum sér á eftir í fallhlíf. Ætlaði hann sér að vera í fararbroddi fyrir uppreisninni, sem áróður hans átti að koma af stað. Uppreisnin lét þó á sér standa og 1993 var Ly dæmdur í 20 ára fangelsi. Hann var látinn laus sex árum síðar og fór þá til Bandaríkjanna þar sem hann lagði á ráðin um nýtt uppátæki. Það var að taka flugvél á leigu á Miami og dreifa áróðursmiðum yfir Havana. Í þeim hvatti hann Kúbverja til að steypa Fidel Castro. Var hann handtekinn er hann kom aftur til Miami en sleppt án ákæru. Rán eða ekki rán? Hinn 17. nóvember árið 2000 kom Ly á flug- völl í hafnarbænum Hua Hin í Taílandi og leigði þar tveggja hreyfla vél með kennara. Er hún var komin á loft settist hann sjálfur við stjórn- völinn og beindi fluginu yfir Ho Chi Minh-borg og dreifði yfir hana áróðursmiðum í annað sinn. Segist hann ekki hafa beitt flugkennarann valdi heldur mútað honum til að hjálpa sér með 10.000 dollurum, 750.000 ísl. kr. Meginákærurnar á Ly eru tvær, annars veg- ar flugrán og hins vegar að hafa flogið út úr taí- lenskri lofthelgi án leyfis. Við þeirri fyrri getur legið dauðadómur en 10 ára fangelsi við þeirri síðari. Ly hefur tvisvar sinnum farið í hungurverk- fall í fangelsinu, í fyrra sinnið til að mótmæla ákærunum og í það síðara til að krefjast þess, að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak til að „frelsa kúgað fólk“. Ly er einhleypur en kallar sjálfan sig „alþjóð- legan föður“ vegna þess, að hann á þrjú börn í þremur löndum. Nýtur „hetjuskapur“ hans mik- illa vinsælda meðal þúsunda Víetnama erlendis, sem margir flýðu kommúnistastjórnina í landi sínu, og hafa þeir fjölmennt við réttarhöldin yfir honum í Taílandi. „James Bond Víetnams“ er hann stundum kallaður í þeirra hópi. Þegar Ly var spurður hvað hann ætlaði að gera ef hann yrði sýknaður brosti hann breitt og sagði: „Fara til Bandaríkjanna og undirbúa nýja ferð.“ Í einkastríði gegn kommúnismanum Dómur yfir „James Bond Víetnams“ vænt- anlegur í Taílandi Rayong. AP. ’ Ég þoli alls ekki að fólkskuli búa við slæmar aðstæður. ‘ Ly Tong var á sínum tíma orrustuflugmaður og barðist fyrir stjórn Suður-Víetnams.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.