Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 19

Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 19 Kópavogur | Út er komin bókin Skólasaga Kópavogs, en hún var afhent skólanefnd Kópavogs síð- asta mánudag. Ritun bókarinnar tók fjögur ár og var þar um viða- mikið verk að ræða. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur rit- stýrði og naut hann aðstoðar Sól- borgar Unu Pálsdóttur og Har- aldar Þórs Egilssonar og teljast þau öll höfundar verksins. Bókin er ítarlega unnin og var samantekt skólasögunnar mjög langt og umfangsmikið verk ef marka má heimildaskrá. Við af- hendingu verksins afhenti Þor- leifur einnig afrakstur heimilda- og rannsóknavinnu í tveimur möppum. Sú skrá er um 800 síður að lengd. Einnig afhenti hann þá vinnu í tölvutæku formi sem ger- ir hana sérstaklega aðgengilega. Ármann Kr. Ólafsson, formaður skólanefndar, tók við verkinu fyr- ir hönd nefndarinnar við hátíð- lega athöfn í fundarsal fræðslu- skrifstofu að viðstöddum bæjar- stjóra, skólastjórum, skólanefndarmönnum og öðrum gestum. Sagði hann ljóst að með bókinni væri stigið merkt spor í samantekt íslenskrar skólasögu þar sem lögð var áhersla á að tvinna saman skólasögu Kópa- vogs við það sem var að gerast annars staðar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Skóli og fræðsla í Kópavogi: Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, formaður skólanefndar, og Þorleifur, ritstjóri bókarinnar. Skólasaga Kópa- vogs á prenti AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.