Morgunblaðið - 04.12.2003, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 04.12.2003, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Staða forstjóra Löggildingarstofu Viðskiptaráðuneytið auglýsir starf forstjóra Löggildingarstofu, sem staðsett er í Reykjavík, laust til umsóknar. Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 155/1996. Forstjóri Löggildingarstofu hefur á hendi yfirstjórn stofnunarinnar og ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri hennar, eignum, skipulagi og starfsmannamálum. Í verkahring forstjóra er m.a. að hafa frumkvæði að mótun stefnu með það að leiðarljósi að starfsemin sé í sem fyllstu samræmi við ákvæði viðeigandi laga, reglna og alþjóðlegra samninga sem Ísland er aðili að. Þá gerir forstjóri fjárlagatillögur og ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld séu innan ramma fjárlaga og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af stjórnun, háskólamenntun og þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Viðskiptaráðherra skipar í starf forstjóra Löggildingarstofu til fimm ára frá 1. janúar 2004. Launakjör eru samkvæmt úrskurði Kjaranefndar. Umsóknum ber að skila til viðskiptaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 24. desember 2003. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri, sími 545-8500. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safnalaga nr. 106/2001 og þjóðminjalaga nr. 107/2001. Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir staðarhaldara að Víðimýri í Skagafirði Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir staðarhaldara að Víðimýri í Skagafirði. Ábyrgð og verksvið: Víðimýrarkirkja er eign Þjóðminjasafns Íslands og varðveitt í húsasafni þess. Staðarhaldari mun búa á Víðimýri og hafa umsjón með kirkju- byggingu og -búnaði og nánasta umhverfi kirkj- unnar. Hann mun sinna móttöku gesta og leið- sögn. Þá mun hann að auki sinna verkefnum fyrir sóknarnefnd Víðimýrarkirkju. Hæfniskröfur: Færni í mannlegum samskiptum og þjónustu- lipurð. Tungumálakunnátta, reynsla á sviði ferðamála æskileg. Snyrtimennska og natni. Frumkvæði og sjálfstæði. Upplýsingar veita Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Anna Guðný Ásgeirsdóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs í síma 530 2200. Áhugasamir skili inn upplýsingum um menntun og fyrri störf til Þjóðminjasafns Íslands, Lyngási 7, 210 Garðabæ fyrir 15. desember næstkom- andi. Biskup Íslands auglýsir laus til umsóknar tvö embætti prests í Grafarvogsprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi eystra frá 1. mars 2004. Biskup skipar í embætti presta til fimm ára. Óskað er eftir því að umsækjendur geri skrif- lega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsóknarfrestur um bæði embættin rennur út 7. janúar 2004. Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Grafarvogsprestakall er fjölmennasta presta- kall landsins. Þar starfa fjórir prestar saman. Ríkar kröfur eru gerðar til færni í mannlegum samskiptum og samstarfi. Lögð er sérstök áhersla á hæfni og reynslu á sviði barna- og unglingastarfs. Vísað er til laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Allar nánari upplýsingar um embættið er að finna á vef Þjóðkirkjunnar http://www.kirkjan.is/ biskupsstofa og á Biskupsstofu. Barnapössun — hlutastarf Óskum eftir barngóðri manneskju til að gæta 7 ára dóttur okkar hluta úr degi, síðdegis, á heimili í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 898 5119. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Sorg í ljósi jóla Fundur í Fossvogskirkju í kvöld 4. desember kl. 20-22. Guðrún Ásmundsdóttir flytur hugleiðingu: Sorg í ljósi jóla. Allir velkomnir. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Búðir, hótel, Snæfellsbæ, þingl. eig. Hótel Búðir ehf., gerðarbeið- endur Ferðamálasjóður og Gestur Ólafur Auðunsson, mánudaginn 8. desember 2003 kl. 15:00. Ólafsbraut 66, 0101, Snæfellsbæ, þingl. eig. Dariusz Wasiewicz og Katarzyna Wioletta Rawluszko, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 8. desember 2003 kl. 13:30. Sýslumaður Snæfellinga, 3. desember 2003. Styrkur til kaupa á samskiptatæki Heyrnar- og talmeinastöð Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk til kaupa á samskiptatækj- um. Þeir, sem geta sótt um styrk til kaupa á samskiptahjálpartæki, eru: Heyrnarskertur einstaklingur með tónmeðal- gildi >70 og/eða talgreiningu undir 30% miðað við að einstaklingurinn hafi eðlilega sjón. Einstaklingur sem greindur hefur verið daufblindur. Samskiptatæki eru eftirfarandi tæki: Tölvuforrit fyrir textasíma, tölva, myndsími, lófatölva, ritþjálfi, GSM sími, GSM tónmöskvi, faxtæki, skynjarabúnaður, vefmyndavél ofan á tölvu Styrkupphæðin er kr. 35.000 til heyrnarlausra en kr. 45.000 til daufblindra. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en sem nemur kaupverði samskiptatækisins. Sækja þarf um til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands fyrir 24. desember nk. Styrkurinn verð- ur greiddur út í janúar 2004. Styrkurinn verður aðeins greiddur út gegn framvísun á kvittun fyrir kaupum á einhverju af ofangreindum tækj- um sem keypt eru á árinu 2003 eða 2004. Þeir, sem fengu úthlutað tölvu árið 1999, þurfa að hafa gert upp við Heyrnar- og talmeinastöð- ina vegna þeirra kaupa. Umsóknareyðublöð má fá hjá Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands, Félagi heyrnarlausra, Blindrafélagi Íslands og Heyrnarhjálp. Landsst. 6003120419 VII I.O.O.F. 5  1841248  Ek I.O.O.F. 11  1841248½  Í kvöld kl. 20.00. Ljósvaka. Umsjón Anne Marie Reinholdtsen. Veitingar og Happdrætti. Allir hjartanlega velkomnir. Fimmtudagur 4. des. 2003 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun Kristinn P. Birgisson. Föstudagur 5. des. 2003 Opinn AA-fundur kl. 20:00. Þriðjudagur 9. des. 2003 UNGSAM kl. 19:00. Uppbyggileg þjálfun fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.