Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 54

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Staða forstjóra Löggildingarstofu Viðskiptaráðuneytið auglýsir starf forstjóra Löggildingarstofu, sem staðsett er í Reykjavík, laust til umsóknar. Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 155/1996. Forstjóri Löggildingarstofu hefur á hendi yfirstjórn stofnunarinnar og ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri hennar, eignum, skipulagi og starfsmannamálum. Í verkahring forstjóra er m.a. að hafa frumkvæði að mótun stefnu með það að leiðarljósi að starfsemin sé í sem fyllstu samræmi við ákvæði viðeigandi laga, reglna og alþjóðlegra samninga sem Ísland er aðili að. Þá gerir forstjóri fjárlagatillögur og ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld séu innan ramma fjárlaga og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af stjórnun, háskólamenntun og þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Viðskiptaráðherra skipar í starf forstjóra Löggildingarstofu til fimm ára frá 1. janúar 2004. Launakjör eru samkvæmt úrskurði Kjaranefndar. Umsóknum ber að skila til viðskiptaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 24. desember 2003. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri, sími 545-8500. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safnalaga nr. 106/2001 og þjóðminjalaga nr. 107/2001. Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir staðarhaldara að Víðimýri í Skagafirði Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir staðarhaldara að Víðimýri í Skagafirði. Ábyrgð og verksvið: Víðimýrarkirkja er eign Þjóðminjasafns Íslands og varðveitt í húsasafni þess. Staðarhaldari mun búa á Víðimýri og hafa umsjón með kirkju- byggingu og -búnaði og nánasta umhverfi kirkj- unnar. Hann mun sinna móttöku gesta og leið- sögn. Þá mun hann að auki sinna verkefnum fyrir sóknarnefnd Víðimýrarkirkju. Hæfniskröfur: Færni í mannlegum samskiptum og þjónustu- lipurð. Tungumálakunnátta, reynsla á sviði ferðamála æskileg. Snyrtimennska og natni. Frumkvæði og sjálfstæði. Upplýsingar veita Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Anna Guðný Ásgeirsdóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs í síma 530 2200. Áhugasamir skili inn upplýsingum um menntun og fyrri störf til Þjóðminjasafns Íslands, Lyngási 7, 210 Garðabæ fyrir 15. desember næstkom- andi. Biskup Íslands auglýsir laus til umsóknar tvö embætti prests í Grafarvogsprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi eystra frá 1. mars 2004. Biskup skipar í embætti presta til fimm ára. Óskað er eftir því að umsækjendur geri skrif- lega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsóknarfrestur um bæði embættin rennur út 7. janúar 2004. Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Grafarvogsprestakall er fjölmennasta presta- kall landsins. Þar starfa fjórir prestar saman. Ríkar kröfur eru gerðar til færni í mannlegum samskiptum og samstarfi. Lögð er sérstök áhersla á hæfni og reynslu á sviði barna- og unglingastarfs. Vísað er til laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Allar nánari upplýsingar um embættið er að finna á vef Þjóðkirkjunnar http://www.kirkjan.is/ biskupsstofa og á Biskupsstofu. Barnapössun — hlutastarf Óskum eftir barngóðri manneskju til að gæta 7 ára dóttur okkar hluta úr degi, síðdegis, á heimili í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 898 5119. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Sorg í ljósi jóla Fundur í Fossvogskirkju í kvöld 4. desember kl. 20-22. Guðrún Ásmundsdóttir flytur hugleiðingu: Sorg í ljósi jóla. Allir velkomnir. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Búðir, hótel, Snæfellsbæ, þingl. eig. Hótel Búðir ehf., gerðarbeið- endur Ferðamálasjóður og Gestur Ólafur Auðunsson, mánudaginn 8. desember 2003 kl. 15:00. Ólafsbraut 66, 0101, Snæfellsbæ, þingl. eig. Dariusz Wasiewicz og Katarzyna Wioletta Rawluszko, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 8. desember 2003 kl. 13:30. Sýslumaður Snæfellinga, 3. desember 2003. Styrkur til kaupa á samskiptatæki Heyrnar- og talmeinastöð Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk til kaupa á samskiptatækj- um. Þeir, sem geta sótt um styrk til kaupa á samskiptahjálpartæki, eru: Heyrnarskertur einstaklingur með tónmeðal- gildi >70 og/eða talgreiningu undir 30% miðað við að einstaklingurinn hafi eðlilega sjón. Einstaklingur sem greindur hefur verið daufblindur. Samskiptatæki eru eftirfarandi tæki: Tölvuforrit fyrir textasíma, tölva, myndsími, lófatölva, ritþjálfi, GSM sími, GSM tónmöskvi, faxtæki, skynjarabúnaður, vefmyndavél ofan á tölvu Styrkupphæðin er kr. 35.000 til heyrnarlausra en kr. 45.000 til daufblindra. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en sem nemur kaupverði samskiptatækisins. Sækja þarf um til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands fyrir 24. desember nk. Styrkurinn verð- ur greiddur út í janúar 2004. Styrkurinn verður aðeins greiddur út gegn framvísun á kvittun fyrir kaupum á einhverju af ofangreindum tækj- um sem keypt eru á árinu 2003 eða 2004. Þeir, sem fengu úthlutað tölvu árið 1999, þurfa að hafa gert upp við Heyrnar- og talmeinastöð- ina vegna þeirra kaupa. Umsóknareyðublöð má fá hjá Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands, Félagi heyrnarlausra, Blindrafélagi Íslands og Heyrnarhjálp. Landsst. 6003120419 VII I.O.O.F. 5  1841248  Ek I.O.O.F. 11  1841248½  Í kvöld kl. 20.00. Ljósvaka. Umsjón Anne Marie Reinholdtsen. Veitingar og Happdrætti. Allir hjartanlega velkomnir. Fimmtudagur 4. des. 2003 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun Kristinn P. Birgisson. Föstudagur 5. des. 2003 Opinn AA-fundur kl. 20:00. Þriðjudagur 9. des. 2003 UNGSAM kl. 19:00. Uppbyggileg þjálfun fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.